Fréttablaðið - 30.04.2008, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 30.04.2008, Blaðsíða 48
36 30. apríl 2008 MIÐVIKUDAGUR HANN ER RANGLEGA SAKAÐUR UM MORÐ OG GERIR HVAÐ SEM ER TIL AÐ NÁ FRAM RÉTTLÆTI! NÝTT Í BÍÓ! SÍMI 462 3500 SÍMI 564 0000 12 16 12 7 MADE OF HONOUR kl. 8 - 10 STREET KINGS kl. 10 FORGETTING SARA MARSHALL kl. 8 BUBBI BYGGIR Í VILLTA VESTRINU kl. 6 SUPERHERO MOVIE kl. 6 16 12 7 MADE OF HONOUR kl. 5.45 - 8 - 10.15 MADE OF HONOUR LÚXUS kl. 5.45 - 8 - 10.15 IRON MAN kl. 5.20 - 8 - 10.40 STREET KINGS kl. 5.30 - 8 - 10.30 BUBBI BYGGIR Í VILLTA VESTRINU kl. 4 21 kl. 10 SUPERHERO MOVIE kl. 4 - 6 - 8 HORTON kl. 3.45 ÍSLENSKT TAL 5% 5% 5% FÆRÐ 5% ENDURGREITT EF ÞÚ BORGAR BÍÓMIÐANN MEÐ KREDITKORTI 50 KR. AFSLÁTTUR EF ÞÚ KAUPIR BÍÓMIÐANN Á 16 16 12 7 MADE OF HONOUR kl. 5.45 - 8 - 10.15 STREET KINGS kl. 5.30 - 8 - 10.30 AWAKE kl. 10 21 kl. 5.30 - 8 - 10.30 BRÚÐGUMINN kl. 6 - 8 ÍSLENSKUR TEXTI 5% SÍMI 551 9000 16 16 12 7 MADE OF HONOUR kl.6 - 8.20 - 10.35 THE RUINS kl. 8 - 10 TROPA DE ELITE kl.5.30 - 8 -10.20 ENSKUR T FORGETTING SARA MARSHALL kl.5.30 - 8 - 10.30 BRÚÐGUMINN kl. 6 ENSKUR TEXTI SÍMI 530 1919 “EIN BESTA GAMANMYND ÁRSINS” - V.J.V., TOPP5.IS / FBL ,,HUGLJÚF OG SKEMMTILEG" VJV - TOPP5.IS/FB ÁLFABAKKA KRINGLUNNI AKUREYRI KEFLAVÍK SELFOSS SparBíó 550kr Á ALLAR SÝNINGAR MERKTAR MEÐ APPELSÍNUGULU IRON MAN kl. 8 - 10:30 12 SUPERHERO MOVIE kl. 8 L P2 kl. 10 16 IRON MAN kl. 8 - 10:30 12 FORGETTING SARAH... kl. 8 12 21 kl. 10:30 12 IRON MAN kl. 5:40 - 8 - 10:30 12 DRILLBIT TAYLOR kl. 6 L OVER HER DEAD BODY kl. 8 7 THE RUINS kl. 10 16 IRON MAN kl. 5:30D - 8D - 10:40D 12 IRON MAN kl. 5:30 - 8 - 10:40 VIP MAID OF HONOR kl. 5:40 - 8 - 10:20 L DRILLBIT TAYLOR kl. 5:40 - 8 10 IN THE VALLEY OF ELAH kl. 8 - 10:40 16 FORGETTING SARAH... kl. 8 - 10:20 12 SHINE A LIGHT kl. 10:40 L FOOL´S GOLD kl. 5:40 7 UNDRAHUNDURINN M/- ÍSL TALkl. 5:40 L IRON MAN kl. 6D - ( 9DPOWER )-10D 12 OVER HER DEAD BODY kl. 5:50 - 8 7 P2 kl. 10:10 16 STÓRA PLANIÐ kl. 6D - 8D 10 DIGITAL DIGITAL DIGITAL - bara lúxus Sími: 553 2075 LAUGARÁSBÍÓ - SÝNINGARTÍMAR 1/2 SV MBL IRON MAN - POWER kl. 5.30, 8 og 10.30 12 FORGETTING SARAH MARSHALL kl. 8 og 10.15 12 BUBBI BYGGIR Í VILLTA VESTRINU kl. 6 - 550 kr. L DEFINITELY, MAYBE kl. 8 og 10.15 L SPIDERWICK CHRONICLES kl. 6 7 550 Kr. 1/2 SV MBL “Ein besta gamanmynd ársins” - V.J.V., Topp5.is / FBL Vellauðugur og heimsfrægur vopnaframleiðandi, Tony Stark, er tekinn í gíslingu af hryðjuverka- mönnum í Mið-Austurlöndum og neyddur til að framleiða vopn fyrir þá. Stark, sem hefur yfirburða- kunnáttu og þekkingu á vopna- smíði býr sér í stað þess til búning til að sleppa úr haldi þeirra. Iron Man kemur úr hugarheimi myndasögugoðsins Stan Lee og félaga hjá útgáfurisanum Marvel. Iron Man er kannski ekki þekkt- asta Marvel-ofurhetjan en engu að síður hefur Iron Man-kvikmyndar- innar verið beðið með mikill eftir- væntingu. Síðastliðin ár hafa ofur- hetjumyndir komið á færibandi frá draumasmiðjunni og hafa þá einna helst Spider-Man 2, X2 og Batman Begins staðið upp úr flór- unni. Menn eru að ná betri og betri tökum á því hvernig skuli þróa persónu/r og söguuppbyggingu ofurhetjumynda svo hægt sé að gera vel lukkaða framhaldsmynd. Í Iron Man fer mikill tími í að byggja upp persónuna og hans hvatningu til dáða, en líkt og Bat- man er Tony Stark eða Iron Man ekki gæddur neinum ofurhetju- kröftum. Stark er afar djúp per- sóna og er tekið á ýmsum af hans mannlegu göllum, þ.á.m. kvenfyr- irlitningu og alkóhólisma. Það þvælist oft fyrir handritshöfund- um ofurhetjumynda hvort skuli hafa tvo eða þrjá skúrka, en höf- undar Iron Man eru lausir við slíkt hér þar sem einungis einn skúrkur er í myndinni. Þeim tekst vel til við að gera myndina einfalda, hnit- miðaða og fyndna, sem gerir hana afar auðmelta og betri „poppkorn- smynd”. Leikstjóri Iron Man er Jon Favr- eau, sem leikstýrði síðast hinni ágætu Zathura og þar áður Elf, en hann hefur meira vakið sem leik- ari en leikstjóri. Stíll Favreau er afar góður og missir hann aldrei sjónar af mannlegu hlið myndar- innar eins og oft á tíðum gerist með svona myndir. Iron Man er svo sannarlega stjörnum prýdd og leiðir Robert Downey Jr. góðan hóp leikara. Downey Jr. kom sterkur inn í Kiss Kiss, Bang Bang og Zodiac og er hér þrusuflottur í hlutverki Starks, og lifir sig vel inn í hlutverkið. Allir töffarataktar og sjálfsánægja Starks mætti halda að væru Dow- ney Jr. meðfædd. Jeff Bridges leikur læriföður Starks, Obadiah Stane, sem er jafnframt óþokki myndarinnar. Bridges er afar trú- verðugur og nýtur sín vel í hlut- verkinu, þótt stutt sé. Terrence Howard og Gwyneth Paltrow eru einnig góð í minni hlutverkum. Favreau kemur fram í hlutverki bílstjóra/lífvarðar Starks. Iron Man sver sig í ætt við myndir á borð við Batman Begins, V for Vendetta og X2 sem bestu myndir byggðar á myndasögum, og verður áhugavert að fylgjast með hvort hin væntanlega The Dark Knight (framhaldsmynd Bat- man Begins) eigi eftir að slá þess- ari við í sumar. Það má allavega segja að Iron Man opni spennandi og áhugavert bíósumar, og það með stæl. Vignir Jón Vignisson - Topp5.is Járnmaður í baráttuhug KVIKMYNDIR Iron Man Leikstjóri: Jon Favreau. Aðal- hlutverk: Robert Downey Jr., Jeff Bridges. ★★★★ Frábærlega heppnuð Marvel- ofurhetju mynd. Robert Downey Jr. er frábær í aðalhlutverkinu og myndin gefur góð fyrirheit um bíósumarið. Það ríkja ekki miklir kær- leikar í íslenska rappheim- inum um þessar mundir. Poetrix og Móri hafa sagt Rottweiler hundléleg sellát. Þótt Móri sé sammála Poetrix um gæði Rottweil- er segir hann Poetrix vera fífl fyrir að setja kannabis í sama flokk og hörð fíkni- efni. Móri er sem kunnugt er stuðningsmaður þess að kannabis sé lögleitt og rak á tímabili síðuna cannab.is. „Þetta er heimskuleg þröngsýni í honum og mér finnst þessi plata hans bara vera einn stór heila- þvottur frá AA-samtökunum,“ segir Móri um Poetrix. Móri er að gefa út lagið „Í kvöld“ sem svarar boðskap Poetrix. Lagið er fors- mekkurinn að annarri stóru plötu Móra sem væntanleg er fyrir jólin. „Mér gæti ekki verið meira skít- sama um það í hvaða flokk kanna- bisefni fara,“ segir Poetrix. „Ég er tónlistarmaður, ekki efnafræðing- ur. Annars alltaf gaman að heyra í honum Móra. Búinn að sakna hans. Ég er búinn að tala við Þórarin Tyrfings fyrir hann og redda honum plássi um leið og hann vill.“ Móri vill meina að skot hans á Rottweilerhunda séu hluti af langvarandi gríni á milli hans og Erps. „Og ég verð að taka það fram að nýja lagið þeirra „Reykja- vík Belfast“ hittir beint í mark. Þeir eiga virðingu og lof skilið fyrir það,“ segir Móri, fullur sátta- hugar. Rottweilerhundurinn Bent segir meintan hita í hipphoppheimum storm í vatnsglasi. „Mér finnst steikt að menn þurfi bara að segja eitthvað slæmt um Rottweiler til að fá fleiri viðtöl við sig í blöðun- um en selda diska,“ segir hann. „Ég meina, þetta eru artistar sem selja fimmtán diska og fá kannski tíu manns á útgáfutónleikana sína. Þetta minnir mig einna helst á það þegar Jójó, Johnny King og alls konar jólasveinar komust nýlega í fyrsta skipti í blöðin fyrir það eitt að níða skóinn af Bubba Mort- hens.“ Poetrix vísar þessari gagnrýni á bug. „Platan mín er búin að vera á Topp 20 lista Skífunnar síðan hún kom út þannig að þetta er bara örvæntingarfull tilraun til að beina umræðunni frá því að þeir hafa ekki gert neitt nýtt og ferskt síðustu tíu árin nema að setja nafnið mitt í byrjunina á „Þér er ekki boðið“. Þeir eru algjörar dramadrottningar. Fara bara að grenja í hvert skipti sem þeir eru gagnrýndir. Og þeir sem byrjuðu ferilinn á því að rífa kjaft.“ Bent segir að nær væri að eyða plássi í nýja lagið „Reykjavík Belfast“ í staðinn fyrir að eltast við raus í pirruðum röppurum. Hann segir lagið dæmi um þá vinnsluaðferð sem koma skal. „Netið drap plötuna og það meikar miklu meiri sens að henda út einu og einu lagi. Svo safnast þetta saman og þá getur alveg verið komin ástæða til þess að gefa út plötu.“ „Reykjavík Belfast“ má nú sækja á Myspace-síðu Hundanna. gunnarh@frettabladid.is Hiti í hipphoppheimum STORMUR Í VATNSGLASI Skot ganga nú á milli manna í rappheiminum í Reykjavík. Poetrix, uppi til vinstri, segir Rottweilerhunda vera sellát. Bent, til hægri, segir rappstríðið vera storm í vatnsglasi. Móri, niðri til vinstri, gagnrýnir bæði Rottweiler og Poetrix. SparBíó 550kr miðvikudag og fimmtudag FOOL´S GOLD KL. 5:40 Í ÁLFABAKKA UNDRAHUNDURINN M/ÍSL TALI KL. 5:40 Í ÁLFABAKKA MADE OF HONOUR KL. 5:40 Í ÁLFABAKKA OVER HER DEAD BODY KL. 5:50 Í KRINGLUNNI IRON MAN KL. 5:30 Í ÁLFAB. KL. 6 Í KRINGL. OG KL. 5:40 Á AK DRILLBIT TAYLOR KL. 5:40 Í ÁLFABAKKA OG KL. 6 Á AKUREYRI REYKJAVÍK AKUREYRI KEFLAVÍK SELFOSS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.