Fréttablaðið - 30.04.2008, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 30.04.2008, Blaðsíða 54
42 30. apríl 2008 MIÐVIKUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 MORGUNMATURINN „Ég er mikill morgunmaður og morgunmaturinn er mér því mikilvægur, en hann sam- anstendur af súrmjólk, múslí og banönum að ógleymdu rót- sterku, svörtu kaffi sem ég drekk á meðan ég les blöðin.“ Ari Kristinsson kvikmyndaleikstjóri. „Maður verður bara að velja það sem er best fyrir sýninguna en ekki vera að hugsa um einhver nöfn,” segir Gísli Örn Garðars- son. Gamla Bond-pían Honor Blackman hlaut ekki náð fyrir augum leikstjórans og verður því ekki hluti af enskri uppfærslu á söngleiknum Ást, sem frumsýnd- ur verður þann 29. maí í Lyric Hammersmith-leikhúsinu. Fjöldi breskra leikara á besta aldri mætti í prufur fyrir söngleikinn fyrr á þessu ári, og þar var nafn Blackman hvað þekktast á þátt- takendaskránni. Blackman fór með hlutverk Pussy Galore í Gold- finger, og þótt hlutverk Bond- stelpnanna hafi oftar en ekki fall- ið í gleymskunnar dá er nafnið Pussy án efa eitt af þeim eftir- minnilegri í sögu bálksins um breska leyniþjónustumanninn. Enginn hörgull er hins vegar á þekktum breskum leikurum í sýn- ingunni, þótt nöfn þeirra komi Íslendingum spánskt fyrir sjónir. Gísli segist reyndar lítið hafa kynnt sér feril þessara leikara en breskir leikhúsáhugamenn séu upprifnir yfir leikaravalinu og telji hann hafa komist í feitt. Meðal helstu leikara má nefna Dudley Sutton sem lék aðstoðar- mann forngripasalans Lovejoy í samnefndum þáttum, en þeir nutu mikilla vinsælda á Bretlandseyj- um. Auk þess hefur Dudley verið fastur gestur í hinum vinsælu sápum EastEnders og er feyki- lega virtur í breskum leikhús- heimi. Sutton er þó ekki eina breska sápustjarnan sem verður á sviði Lyric Hammersmith-leik- hússins undir stjórn Gísla því Maria Charles, löngu fræg hjá tjöllum fyrir leik sinn í sápunni Coronation Street, verður einnig meðal leikenda. Auk þeirra Sutton og Charles verður Anna Calder- Marshall hluti af leikhópnum, en hún hefur verið heimilisvinur bresku þjóðarinnar í tæp fjörutíu ár í fjölbreyttum sjónvarpsmynd- um og þáttum frá BBC. Ítarleg umfjöllun var um enska Ást í menningarkálfi Guardian á laug- ardaginn. Gísli segist merkja það að Vesturport eigi sér dygga fylg- ismenn innan breska leikhússlífs- ins, og grannt sé fylgst með hvað leikhópurinn taki sér fyrir hend- ur. Að sögn Gísla hefur söngleikur- inn verið aðlagaður að breskum raunveruleika og því hafa íslensku slagararnir verið látnir víkja fyrir enskri klassík. Meðal tónlistar- manna sem eiga lög í sýningunni eru Nick Cave, The Streets, Arc- tic Monkeys og Madness, auk þess sem tónlist sukkdrottningarinnar Amy Winehouse leikur víst stórt hlutverk. „Þetta er sennilega í fyrsta skipti þar sem ég veit hvað ég er að gera. Maður byrjar oft á byrjunarreit en veit aldrei hvar maður endar en núna er þetta svona tiltölulega skýrt,” segir Gísli. freyrgigja@frettabladid.is GÍSLI ÖRN GARÐARSSON: SÁPUSTJÖRNUR Í BRESKRI ÚTGÁFU AF ÁST Afþakkaði Pussy Galore ÁST SETT UPP Í LONDON Dudley Sutton til vinstri, fer með hlutverk í söngleiknum Ást þegar hann verður settur upp í Bretlandi. Sutton er kunnur fyrir hlutverk sitt í Lovejoy. Bond-pían Honor Blackman, sem lék Pussy Galore, hlaut ekki náð fyrir augum Gísla Arnar Garðarssonar, sem er neðst til hægri. Vor í Kaupmannahöfn! Come2 Scandinavia er með tvær íbúðir í miðborg Kaup- mannahafnar. Einungis 15mín gangur að Ráðhústorgi. Þetta er frábær og ódýr lausn fyrir hópa og fjölskyldur sem vilja hafa það gott yfir helgi eða viku í Köben. Erum einnig með góð verð á bílaleigubílum. Nánari upplýsingar á www.come2scandinavia.com Sími: +45 3325 6425 • Netfang: info@come2scandinavia.com LÁRÉTT 2. lítið 6. frá 8. átti heima 9. yfirgaf 11. málmur 12. stoðgrind 14. samfok- in fönn 16. utan 17. knæpa 18. að 20. bardagi 21. blóðsuga. LÓÐRÉTT 1. slitrótt tal 3. í röð 4. gutla 5. tæki 7. pedali 10. segi upp 13. draup 15. setja 16. erlendis 19. tveir eins. LAUSN LÁRÉTT: 2. lágt, 6. af, 8. bjó, 9. fór, 11. ál, 12. stell, 14. skafl, 16. út, 17. krá, 18. til, 20. at, 21. igla. LÓÐRÉTT: 1. tafs, 3. áb, 4. gjálfra, 5. tól, 7. fótstig, 10. rek, 13. lak, 15. láta, 16. úti, 19. ll. Sú saga flýgur nú fyrir að vöðva- tröllið í Merzedes Club, Gaz-man, vilji bæta sviðsframkomu sína. Með það fyrir augum er hann nýverið byrjaður að læra dans en engum sögum fer af hvernig það gengur – enn sem komið er. Í kvöld munu vinnufélagar Láru Ómarsdóttur, fyrrum fréttamanns á Stöð 2, kveðja hana með tárum í kveðjusamsæti á veitingastað í miðborginni – enda Lára með afbrigðum vinsæl á sínum vinnustað. En Lára mun ekki vera lengi aðgerðarlaus, ýmsir hafa falast eftir kröftum hennar og mun hún tilkynna um nýjan vinnu- veitanda sinn og vinnustað á föstudag. Atli Gíslason alþingis- maður er nú störfum hlaðinn upp fyrir haus því hann þarf nú að sinna sínu starfi aðstoðarmannslaus. Heiða er í Kína og spilar þar með hljóm- sveit sinni Hellvari. Furðulegs misskilnings gætir um fortíð Sturlu Jónssonar vöru- bílstjóra. Fréttablaðið greindi frá því í gær að hann yrði næsta umfjöllunarefni Jóns Ársæls sjónvarpsstjörnu, og því að Jón ætlaði sérstaklega að inna hann eftir ærslatruflunum og því þegar hann var andsetinn. Líklega hefur komið á viðmælanda Jóns Ársæls við þær spurningar því það var alls ekki Sturla vörubílstjóri sem lenti í ærsladraugafyrirbærum heldur alnafni hans. Misskilningsins varð fyrst vart á síðu Stefáns Pálssonar sem reit færslu undir fyrir- sögninni „Ærsladraugur á þjóðveginum” og vísaði í grein á sigurfreyr.com. Nú er komið í ljós að um allt annan Sturlu var að ræða. - jbg FRÉTTIR AF FÓLKI VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8. 1 Grunnskólakennarar. 2 Matti Vanhanen. 3 Fúla bloggara. Hringdu í síma ef blaðið berst ekki 24 þjóðþekktir Íslendingar eru í aðalhlutverki í nýrri auglýsingaherferð Umferðarstofu, Reykjavíkurborgar og Eimskipa, Gott á haus, þar sem hvatt er til notkunar reiðhjólahjálma í umferðinni. Á meðal þeirra eru Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Auðunn Blöndal, Logi Bergmann, Helga Braga, Ragnheiður Gröndal, Jói Fel, Sammi í Jagúar og Tryggvi Guðmundsson. Auglýsingin, sem verður birt í dagblöðum, tímaritum og víðar á næstunni, er í óvenjulegri kantinum, því þátttakendur voru látnir snúa á haus til að sýna fram á hversu vel hjálmurinn passar. „Útkoman er stundum dálítið fyndin,“ segir Birgir Hákonarson hjá Umferðar- stofu, og játar að hugmyndin sé ekki ósvipuð þeirri og var notuð við gerð smokkaplakatsins sem vakti mikla athygli á sínum tíma. Hann segir að fullorðnir þurfi að vera börnunum sínum góð fyrirmynd í umferðinni. „Lögin segja að allir yngri en fimmtán ára þurfi að vera með hjálm. Maður hefur heyrt að fullorðna fólkinu finnist hallærislegt að vera með hjálm, en það verður að láta tískuna aðeins til hliðar því það hefur margsannað sig að hjálmar skipta sköpum í umferðinni,“ segir hann. Umferðarstofa ætlar einnig að hleypa af stokkunum herferð fyrir aukinni hjólreiðanotkun. „Þetta er góður valkostur á tímum hækkandi bensínverðs og það sakar ekki að hjólin eru bæði umhverfisvæn og góð fyrir heilsuna. Reykjvíkurborg hefur lagt mikið á sig til að setja upp hjólreiðastíga og það er nánast hægt að komast hvert sem er innan borgarmarkanna á hjólum. Það vantar bara upp á tenginguna á milli sveitarfélag- anna,“ segir Birgir. - fb Þjóðþekktir auglýsa á hvolfi SAMMI Í JAGÚAR 24 þjóðþekktir Íslendingar hvetja til notkunar reiðhjólahjálma í nýrri auglýsingu Umferðarstofu. „Samstarfið hefur verið alveg frábært og það hefur allt gengið mjög vel. Ég hef ekkert undan þeim að kvarta,“ segir Árni Sigurpálsson, hótelstjóri á Hótel Bjarkarlundi. Undanfarnar vikur hefur Dagvaktin sölsað undir sig staðinn fyrir sjálfstætt framhald af hinni ofurvinsælu Næturvakt og Árni sér til þess að engan skorti eitt eða neitt, hvorki mat né drykk. „Það er nú bara hinn almenni heimilismatur sem er borinn á borð á hverjum degi og borgarbörnin hafa síður en svo fúlsað við honum. Þeir eru ekkert að biðja um pylsu og kók,“ segir Árni sem er daglega með um þrjátíu manns í mat á hverjum degi. Þegar Fréttablaðið náði tali af honum höfðu staðið yfir tökur um nóttina og hópurinn því ekki mætt í hádegismat. En um kvöldið yrði boðið upp á saltfisk með rófum og hamsatólgi. Menn myndu síðan gera sér dagamun á frídegi verkalýðsins, 1. maí. „Þá verður einhver steik á boðstólum og ef það viðrar vel þá er aldrei að vita nema maður bara grilli,“ útskýrir Árni sem kýs íslenskt lamb ofar öllu á grillið sitt. Eins og kom fram í Fréttablaðinu fyrir skömmu hefur Jón Gnarr haft það fyrir sið að umbreytast í Georg Bjarnfreðarson, hinn skapstygga og pirraða vaktstjóra, þegar tökuvélarnar byrja að rúlla. Og fór aldrei úr karakter á meðan Nætur- vaktin var gerð í miðborg Reykja- víkur. Hins vegar virðist sveitasæl- an fyrir vestan hafa brætt bæði Jón og Georg því leikarinn Gnarr hefur leikið við hvurn sinn fingur milla takna og er afar kurteis að sögn Árna. „Já, hann var víst Georg allan tímann síðast en núna er hann þeir báðir, Georg fyrir framan tökuvélarnar en Jón þess á milli.“ - fgg Sveitasælan bræðir Dagvaktarmenn BLÍÐUR Jón Gnarr sýnir sitt rétta andlit á milli takna. Hann hafði búist við að fest- ast í hlutverki Georgs Bjarnfreðarsonar. NÆRIR DAGVAKTINA Árni Sigurpálsson er potturinn og pannan á bak við matinn fyrir Dagvaktina. Hann segist bara elda venjulegan heimilismat nema þegar vel viðrar, þá er tendrað upp í grillinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.