Fréttablaðið - 30.04.2008, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 30.04.2008, Blaðsíða 56
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 BAKÞANKAR Þórhildar Elínar Elínardóttur Þótt samúð með vörubílstjórum hafi runnið út í sandinn fer ekki hjá því að ópin um eldsneyt- ishækkun hafi orðið bensín á dýr- tíðarhræðsluna. Sniðugt, ekki satt? Hroðaleg verðbólga ekki lengur bara bráðum heldur núna. Kennarar semja hægt og hljótt um frekar vel heppnaða launa- hækkun þótt enginn myndi eftir því að þeir ættu í kjarabaráttu. Og á eftir fylgir svo skriðan. Alls kyns upphrópanir af ýmsum toga um yfirvofandi verðhækkanir á því sem við þurfum og verðlækk- anir á því sem við eigum ýfa enn frekar upp framfærsluóttann sem allar kynslóðir á undan okkur þekktu mætavel. Áður fyrr kall- aði hann á forsjálni og aðhalds- semi sem á okkar tímum heitir trúlega mótvægisaðgerðir. ÞAÐ er sumsé hefð fyrir sparn- aði undir ýmsum nöfnum. Skyn- samt og vel gefið fólk er fyrir löngu byrjað að leggja fyrir eftir flóknum kerfum. Smá inn á höfuð- stól húsnæðislánsins, prósentur af brúttótekjum inn á hina og þessa reikninga. Einn fyrir óvænt- um útgjöldum, annan fyrir sum- arfríið og þriðja fyrir blessuð börnin. Við hin rönkum við okkur þegar allt er komið í óefni. Vegna þess að ég er einföld sál gerðist það svona: FISKURINN sem ég dró úr fryst- inum um morguninn (fékk smá forsjálni í arf) til að elda um kvöldið var keyptur í lágvöru- verðsverslun (aðhaldssemin, sjáið til) og sérstaklega merktur stór- um fjölskyldum. Magninnkaup henta vel þar sem mörg átvögl eru samankomin. Síðdegis inni- hélt pokinn hinsvegar ekki lengur kíló af ýsuflökum heldur bara 680 grömm samkvæmt vísindalegri vigtun á eldhúsborðinu og fullt af vatni. Framleiðandinn hafði á lúmskan hátt lagt sig fram um að svindla á okkur öllum. GAMLI námsmaðurinn lifnaði úr dáinu á staðnum. Sá sem kreisti hverja krónu þar til hún skrækti, notaði öll sparnaðarráðin og fann sjálfur upp ný. Sá sem fór aldrei í verslun nema brýna nauðsyn bæri til nema ef búðin ætti afmæli og byði upp á grillaðar pylsur. Gleymdi veskinu heima. Fékk sér morgunkaffið í bankanum, bauð sér í mat til foreldranna, tók slát- ur og strætó, stoppaði í sokkana og verslaði í Góða hirðinum. Fair- trade latte, iPod, laptop og hugs- unarlaust spreð er liðin tíð. Mót- vægisaðgerðir heimilisins hafa gengið í endurnýjun lífdaga. Hressandi kreppa Umsóknarfrestur er til 10. maí Kynntu þér námið á www.hr.is VILTU STUNDA NÁM VIÐ HR OG MIT SAMTÍMIS? Háskólinn í Reykjavík hefur gert samstarfssamning við einn besta og virtasta tækni- háskóla í heimi, MIT í Boston í Bandaríkjunum. Með þessum samningi gengur HR inn í samstarf MIT og háskóla í Singapúr sem gerir meistaranemum í verkfræði við HR kleift að taka hluta námskeiða sinna við MIT. MIT er einn framsæknasti háskóli í heimi og hefur starf skólans getið af sér tæknilegar framfarir á ótal mörgum sviðum. Þessi samningur er lýsandi dæmi um þá framsækni og þann stórhug sem einkennir allt starf Háskólans í Reykjavík. Hefurðu áhuga á verkfræðinámi? Komdu þá í HR og MIT samtímis. Framtíðin er HR. Rekstrarverkfræði BSc Ákvarðanaverkfræði MSc Fjármálaverkfræði BSc & MSc Heilbrigðisverkfræði BSc & MSc Hugbúnaðarverkfræði BSc & MSc Véla- og rafmagnsverkfræði MSc Hátækniverkfræði BSc H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 8 -0 6 0 8 Byggingarverkfræði MSc ...ég sá það á visir.is „...fyrst á visir.is“ Í dag er miðvikudagurinn 30. apríl, 121. dagur ársins. 5.02 13.25 21.50 4.35 13.10 21.47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.