Fréttablaðið - 30.04.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 30.04.2008, Blaðsíða 2
MARKAÐURINN 30. APRÍL 2008 MIÐVIKUDAGUR2 F R É T T I R G E N G I S Þ R Ó U N Vika Frá ára mót um Atorka -0,5% -25,8% Bakkavör -1,6% -28,4% Exista 3,5% -37,0% FL Group -1,5% -55,5% Glitnir 0,6% -23,5% Eimskipafélagið -3,0% -35,7% Icelandair -4,6% -17,1% Kaupþing 1,3% -3,3% Landsbankinn -0,3% -12,7% Marel 0,8% -11,4% SPRON -0,6% -43,2% Straumur 7,3% -13,1% Teymi -6,2% -36,7% Össur 9,2% 0,9% Miðað við gengi í Kauphöll á mánudag Landsambandið segir í umsögn til efnahags- og skattanefndar Alþingis að ástand á verðbréfa- mörkuðum kalli á frestun, auk þess sem sjóðirnir þurfi svigrúm til að undirbúa breytinguna. Að óbreyttu tekur gildi í vor frumvarp fjármálaráðherra, sem meðal annars veitir lífeyris- sjóðum heimild til að lána verð- bréf sín til fjárfesta í eitt ár eða lengur, gegn tryggingum og þóknun. Þeir sem fá lánað geta síðan selt bréfin, hluta- eða skuldabréf, og grætt með því að kaupa þau aftur á lægra verði. Landsamband lífeyrissjóða segir í umsögninni að það mæli með samþykkt frumvarpsins. Ögmundur Jónasson, for maður BSRB, hefur varað við þessu, þar sem menn fái bréf sjóðanna að láni, í því skyni að rýra eign landsmanna í lífeyrissjóðum. Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir í við- tali við Viðskiptablaðið að hann vilji kanna hvort setja eigi ramma um skortstöðu, meðal annars þannig að fyrir liggi hverjir það séu sem slíkt gera. Jónas vill ræða þessi mál við Kauphöllina og Samtök fjármálafyrirtækja. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst hafa lífeyrissjóðirnir einnig áhuga á að ræða þessi mál. - ikh Vilja fresta gildistökunni Landsamband lífeyrissjóða vill fresta gildistöku frumvarps sem heimilar þeim að lána allt að fjórðung eigna sinna. ÚR VERÐBRÉFADEILDINNI Landssam band lífeyrissjóða vill fresta gildis töku frumvarps sem heimilar þeim að lána verðbréf sín. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Það hafa um 150 manns hætt í bönkunum frá áramótum og um helmingi þeirra hefur verið sagt upp,“ segir Friðbert Trausta- son, framkvæmdastjóri Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja. Hann segir nokkuð um að fólk hafi farið á eftirlaun, auk þess sem fólk hafi verið ráðið tíma- bundið, en ráðningar tíminn síðan runnið út. Hins vegar hafi engar holskeflur orðið í uppsögnum á fólki í bankakerfinu. „Við frétt- um af öllum þessum uppsögnum, en ef fjöldauppsagnir verða ber fyrirtækjum skylda til að gera okkur viðvart, sem og Vinnu- málastofnun,“ segir Friðbert. Hann bætir við að dæmi séu um að fólk fái góð starfslokakjör eða fari beint í nám eftir að hafa hætt hjá fjármálafyrirtækjum. „Það kemur lítið inn á borð til okkar.“ Bankarnir eru flestir af þeirri stærð að fjöldauppsögn er skil- greind sem þrjátíu manns eða fleiri. Frést hefur af því að lítið sé ráðið inn í bankana. Friðbert seg- ist hafa tekið eftir því að Lands- bankinn og SPRON hafi auglýst eftir fólki. „En ég hef ekki tekið eftir því að Glitnir eða Kaupþing auglýsi eftir starfsfólki.“ Þá bætir Friðbert því við að mun færri verði ráðnir til sumar- starfa í bönkunum en undanfar- in ár. „Þeir hafa verið duglegir við að taka inn sumarfólk, en nú heyrir maður að erfiðara sé að komast inn en áður.“ Um 5.500 manns eru í samtök- unum en auk þeirra má ætla að um þúsund til viðbótar starfi við fjármálaþjónustu. - ikh Nokkur fækkun í bönkunum frá áramótum ÚR BANKANUM Bankastarfsmönnum hefur fækkað nokkuð það sem af er ári. Óli Kristján Ármannsson skrifar „Við vinnum í þessu með Seðlabanka Finnlands og þeir hafa komið hingað í mánuðinum og fund- að með bönkunum,“ segir Einar Sigurjónsson, for- stjóri Nasdaq/OMX Verðbréfaskráningar Íslands. „Ferlið er farið í gang og kauphallaraðilar þurfa að standa klárir á að sækja um hjá bankanum fyrir lok maí, og upp úr því verður hægt að fara í innleiðingu og prófanir.“ Einar segist gera ráð fyrir að hægt verði að hefja viðskipti með hlutabréf í evrum í haust. „Sjálfsagt verður það samt aldrei fyrr en á síðasta ársfjórð- ungi, því allt tekur þetta sinn tíma.“ Upphaflega áttu viðskipti með hlutabréf í evrum að hefjast 20. september í fyrra með umskráningu bréfa Straums-Burðaráss í þá mynt. Viku fyrir þann tíma gerði Seðlabanki Íslands hins vegar athuga- semdir við fyrir- komulagið og taldi lagastoð vanta til þess að loka- uppgjör hvers dags færi í gegn um stórgreiðslukerfi annars banka en Seðlabanka Íslands. Á þessum tíma stóð til að Landsbanki Íslands annaðist uppgjörið til bráðabirgða þar til Seðlabanki Finnlands tæki við á þessu ári. Í Finnlandi vildu menn hafa ráðrúm til að ljúka við að innleiða nýtt stórgreiðslukerfi, svo- kallað Target2-uppgjörskerfi, áður en Kauphöll Ís- lands bættist við. „Seðlabanki Finnlands tók Target2-kerfið upp í febrúar og luku þeirri innleiðingu í mars,“ segir Einar og vonar að snurða hlaupi ekki á þráðinn á ný. Seðlabanki Íslands er eftir sem áður umsagn- araðili yfir greiðslukerfum sem hér eru í notkun, enda gætu hnökrar í þeim ógnað fjármálastöðug- leika. „En þarna förum við í greiðslukerfi Seðla- banka Evrópu og allra seðlabanka sem nota evrur. Ég geri ekki ráð fyrir að miklar athugasemdir verði gerðar við það,“ segir Einar. Þá er á borði viðskiptanefndar Alþingis frum- varp til breytinga á lögum um rafræna eignaskrán- ingu verðbréfa, en þar er tekið á túlkunaratriðum þeim sem Seðlabanki Íslands benti á síðasta haust. Ágúst Ólafur Ágústsson þing maður og formaður viðskiptanefndar gerir ráð fyrir að frumvarpið verði afgreitt úr nefndinni í næstu viku og fari þá til annarrar umræðu í þinginu. „Við höfum kallað eftir umsögnum, þær hafa skilað sér að mestu og verið jákvæðar,“ segir hann og bætir við að stefnt sé að því að lagabreyting- in nái fram að ganga fyrir þing- lok. „Ég á ekki von á öðru en að það gerist.“ EVRUSPEGLUN Í KAUPHÖLLINNI Nú hillir undir að viðskipti með hluta- bréf í evrum fái hafist í Kauphöll Íslands með aðkomu finnska seðlabankans að greiðslu- og uppgjörskerfi. Myndin er samsett. Vinna hafin að inn- leiðingu evrunnar Fulltrúar Seðlabanka Finnlands funduðu með bönkum hér í apríl. Þeir undirbúa að annast uppgjör evruhlutabréfa. Viðskipti með evruhlutabréf hefjast líklega í haust. Össur hf. hagnaðist um 6,7 millj- ónir Bandaríkjadala, eða rúmar 490 milljónir króna, á fyrsta árs- fjórðungi. Félagið birti uppgjör í gær. Viðsnúningur frá fyrra ári er allnokkur þegar félagið tapaði 2,7 milljónum dala. Jón Sigurðsson, forstjóri Öss- urar, er að vonum ánægður með uppgjörið og kveður vöxt góðan hjá fyrirtækinu, bæði í Evrópu og Asíu, en undir væntingum í Bandaríkjunum, þar sem hann segir að þegar hafi verið gripið til aðgerða til úrbóta. - óká Hagnast um 490 milljónir Með vaxandi verðbólgu eru verðtryggðir skuldabréfasjóðir góður og traustur fjárfestingakostur. Glitnir býður fjóra slíka sjóði sem fjárfesta bæði í ríkistryggðum sem og öðrum skuldabréfum. Kynntu þér kosti skuldabréfasjóða Glitnis. Hver þeirra hentar þér best? Árleg nafnávöxtun m.v. sl. 12 mánuði skv. www.sjodir.is. Ávöxtun í fortíð er ekki ávísun á ávöxtun í framtíð. Sjóður 1, 5, 7 og 11 eru verðbréfasjóðir skv. lögum nr. 30/2003 um verðbréfa- og fjárfestingasjóði. Glitnir sjóðir er rekstrarfélag sjóðanna. Nánari upplýsingar er að fi nna á www.glitnir.is. KYNNTU ÞÉR MÁLIÐ Á WWW.GLITNIR.IS/SJODIR EÐA HJÁ EIGNASTÝRINGU GLITNIS Í SÍMA 440 4900 NÚ ERU TÆKIFÆRI Í VERÐTRYGGÐUM SKULDABRÉFUM 14,4% MEÐALLÖNG SKULDABRÉF Fjárfestingatími 1-3 ár SJÓÐUR 1 14,8% MEÐALLÖNG RÍKISSKULDABRÉF Fjárfestingatími 1-3 ár SJÓÐUR 5 12,7% LÖNG RÍKISSKULDABRÉF Fjárfestingatími 2-4 ár SJÓÐUR 7 12,3% LÖNG FYRIRTÆKJABRÉF Fjárfestingatími 2-4 ár SJÓÐUR 11 Bakkavör Group tapaði 12,8 millj- ónum punda (tæpum 1,9 milljörð- um króna) á fyrsta ársfjórðungi 2008. Á sama tíma í fyrra nam hagnaður fyrirtækisins 9,9 millj- ónum punda. Greining Glitis segir að tap fyrirtækisins megi rekja til 15,8 milljóna punda gjaldfærslu vegna virðisbreytingar á skiptasamningi um hluti í írska matvælafyrirtæk- inu Greencore Group. „Eignar- hlutur Bakkavarar í Greencore nemur 10,9 prósentum en hluta- bréf í írska félaginu hafa lækkað um 19,5 prósent frá áramótum,“ segir Glitnir og kveður gjald- færsluna hafa komið nokkuð á óvart. Í greiningunni kemur fram að uppgjörið beri þess nokkur merki að fyrirtækið hafi staðið í ströngu á fjórðungnum, auk þess sem að- stæður hafi verið erfiðar, með auknum hráefniskostnaði og hækk- andi orkuverði. Þá hafi Bakka- vör keypti þrjú matvælafyrirtæki á tímabilinu, bandaríska félag- ið Two chefs on a roll, kínverska ávaxta- og grænmetisframleið- andann Yantai Longshun og mat- væla- og drykkjarvöruframleið- andinn Gastro Primo í Hong Kong við. Þá kynnti fyrirtækið kaup á ít- alska fyrirtækinu Italpizza þegar fjórðungsuppgjörið var kynnt. Velta Italpizza nam 4,9 milljörð- um króna í fyrra. - óká Tapa tveimur milljörðum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.