Fréttablaðið - 30.04.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 30.04.2008, Blaðsíða 22
MARKAÐURINN 30. APRÍL 2008 MIÐVIKUDAGUR14 F Y R S T O G S Í Ð A S T 07.00 Vakna um sjö. Viðurkenni að ég er meiri kvöldmaður en morgun maður. Ég og sonur minn kíkjum á teiknimyndir og spjöllum til hálfátta. Dagurinn hefst varla fyrr en með fyrsta kaffibollanum. Ætlunin er að skjótast í ræktina sem fyrri daginn, en af því verður ekki að þessu sinni. 8.30 Mættur yfirleitt í vinnu 8.30, en þessi dagur hefst með nefndar- fundi um fjármögnun og skipulag ferðaþjónustu. 10.30 Ég hef verið að hitta starfsmenn á mínum nýja vinnustað til að spjalla um fyrirtækið og þær breytingar sem fram undan eru. Tek einn slíkan fund. 11.00 Fer yfir og svara tölvupósti – þarf að eyða um 2-3 tímum á dag í þá vinnu. 12.00 Hollustan er í fyrirrúmi hjá starfsmönnum JetX í hádeginu í Hlíðasmáranum. En ég og Palli, sölu- og markaðsstjóri, skjótumst í þetta sinn á Þrjá Frakka og snæðum þar plokkfisk og ræðum um ýmis mál sem fram undan eru. 14.00 Samstæðan er nú að vinna í að fara yfir tölvu- og kerfismál – ræði við Daða sem er yfir tæknimálunum um hvað sé næst á dag- skrá. 15.00 Kíki aftur á tölvupóstinn og svara því helsta. 16.00 Hitti Andra Má Ingólfsson, eiganda og stofnanda Primera Travel Group, á fundi og við skrifum undir nokkra samninga um flug sumarsins. 17.15 Kominn í skvassið með félögum mínu í Veggsporti við Gullinbrú. Höfum spilað tvisvar í viku í æði mörg ár – alltaf jafn gaman þótt hraðinn sé nú eitthvað farinn að minnka. 18.30 Kominn heim í kvöldmat, en samverustundin með fjölskyldunni er í styttra lagi því ég þarf að vera mættur á fund eftir klukkutíma. Ég og Vala eigum fjögur börn og erum nýlega orðin amma og afi. 19.30 Fundur með flugliðum um hvað fram undan sé. Starfsmenn hafa mikinn áhuga á fyrirtækinu og það er frábært að heyra skoðanir og hugmyndir allra. 23.00 Ég er ekki alltaf vinsæll hjá Völu þau kvöld þegar ég tek tölv- una með mér í rúmið. Það kemur fyrir þegar lítill tími hefur verið yfir daginn að sinna tölvupóstinum. 24.00 Kvöldmaðurinn ég hef tilhneigingu til að drolla lengur fram eftir, en reyni þó að vera sofnaður um miðnættið. Aðalmálið er að sofa vel og það er sem betur fer ekki vandamál – þegar ég loksins sofna. „Hestamennska og gönguferðir eru mín áhugamál,“ svarar Finnur Ingólfsson, fjárfestir með meiru, þegar hann er spurður út í hvað hann geri helst í sínum frí- stundum. „En hestaferð í góðum félagsskap er toppurinn,“ segir hann. „Eftirminnilegasta hesta- ferðin sem ég hef farið í var ferð sem farin var frá Langa- nesi til Reykjaness árið 2004. Þetta var um 780 kílómetra löng ferð og farnir voru um fimmtíu kílómetrar að meðaltali á dag. Í löngum hestaferðum skiptir sköpum að hópurinn sé vel sam- stilltur,“ segir hann og bætir því við í léttu gríni til frekari skýr- ingar „að mikilvægt sé að allir ferðafélagarnir í hópnum séu skemmtilegir“. „Heima í Vík í Mýrdal var ég mikið í hestum sem strákur,“ segir Finnur þegar hann er spurð- ur um hvaðan brennandi áhuginn fyrir hestum sé kominn. „Þegar ég var í skólanum var lítill tími fyrir hestana og má segja að ég hafi lagt hestamennskuna til hliðar á náms árunum. Þráðurinn var síðan tekinn upp að nýju árið 1996 og hefur hann ekki slitn- að síðan. Yngsta dóttirin fékk þá brennandi áhuga fyrir hest- unum, en þau eldri eru reyndar orðin áhugasamari um hestana í seinni tíð,“ segir hann. „Þegar fyrsta folaldið er komið finnst mér alltaf eins og vorið sé komið,“ segir Finnur, sem er með jörð austur á Skeiðum þar sem hestarnir eru. Auk þess er hann með hesta í bænum ásamt fjórum vinum sem halda hest- hús saman og skipta á milli sín verkum. „Það fylgir því mikil hvíld og afslöppun frá amstri hversdagsins að vera í kring- um hesta. Hestar eru gefandi verur sem þurfa mikla athygli og sterka umsjón. Aðalatriðið er þó að hestamennskan er fyrst og fremst skemmtileg.“ Gönguferðir um landið eru á hinn bóginn áhugamál númer tvö. Finnur og eiginkona hans fóru á sínum tíma fimm ár í röð í gönguferðir um Hornstrandir. „Við höfum gengið á allar strandirnar á Vestfjörðum og einnig höfum við gengið nokkuð á Austfjörðum. Þegar gengið er um landið nær maður að skoða það mjög vel. En mest gaman er nú að ferðast á hestum,“ segir Finnur og nefnir að tengslin við náttúruna séu einfaldlega ein- stök í þeirri kyrrð sem getur skapast í samneyti við hrossin. B jarni Haukur Þórsson er hugsandi maður sem hefur hugsað upp hvern einleikinn á fætur öðrum. Í Hellisbúanum var við- fangsefni Bjarna Hauks samskipti kynj- anna í ljósi breyttra kynjahlutverka. Í einleiknum Pabbinn tók hann fyrir föðurhlutverkið og sem fyrr var hann þar upptekinn af kynhlut- verkum. Nú eru það fjármál landans sem þessi framtakssami leikari hefur tekið að sér að fjalla um og er afraksturinn einleikurinn „Hvers virði er ég?“. „Góðar hugmyndir leynast víða,“ segir Bjarni Haukur, sem var staddur í veislu með auðmönnum þegar hugmyndin að einleiknum kviknaði. „Auð- maðurinn einn gekk að mér og spurði mig blákalt þeirrar spurningar: „Hvers virði ertu?“ Ég verð að játa að ég vissi bara ekkert um hvað maðurinn var að tala í fyrstu. Svo áttaði ég mig á við hvað hann átti, en það var hvert virði mitt væri í verald- legu samhengi, eins og hversu marga bíla og hús ég ætti.“ Peningum fylgja oft sterkar tilfinningar eins og allir vita, enda eru fjármál einstaklinga dæmi um viðfangsefni sem er í eðli sínu viðkæmt. Í einleikn- um Hvers virði er ég? dregur Bjarni Haukur upp skoplegar myndir af íslenskum auðmönnum og venjulegum meðaljónum. Byr sparisjóður hafði áhuga fyrir að koma að verkefninu með Bjarna Hauki sem aðalstyrktar- aðili, en aðkoma fjármálafyrirtækis að listviðburði eins og leiksýningu hefur vakið athygli. Algildur boðskapur fjármálastofnana og annarra sem láta sér annt um fjármuni er í raun einfaldur, en hann er sá að ekki sé gæfulegt að eyða um efni fram. Farsælast sé að gæta einhvers meðalhófs og fara sér ekki að voða í óhóflegri eyðslu með tilheyrandi græðgi. Og ekki er hægt að kaupa allt fyrir pen- inga. „Þegar draumurinn er farinn að birtast í Lögbirt- ingablaðinu, er þá ekki kominn tími til að vakna?“ segir Bjarni Haukur og vitnar í leiktexta og nefnir söguna um auðmanninn sem er hættur að halda upp á afmælið sitt. „Auðmaðurinn heldur bara veislur þegar hann fagnar nýjum sigrum í auðsöfnun, þegar hann er ríkari í dag en í gær.“ „Viðhorf fólks til peninga hefur einkum verið litað af einhvers konar ótta,“ bendir Bjarni Haukur á. En með því að fjalla um fjármál einstaklinga eins og lagt er upp með í einleiknum „Hvers virði er ég?“ er verið að reyna að opna augu fólks fyrir eigin fjármálum. Átakið sem Byr sparisjóður hefur staðið fyrir frá áramótum hefur verið nefnt heilsu- átak í fjármálum. Fjárhagur fólks er órjúfanlegur hluti af heilsu og líðan einstaklinga enda getur það skipt sköpum að vera með viðhorfið í lagi þegar peningar eru annars vegar. Virði fólks mælt í bílum Í Salnum í Kópavogi var nýverið frumsýndur einleikurinn „Hvers virði er ég?“ eftir Bjarna Hauk Þórsson. Vala Georgsdóttir tók Bjarna tali en honum er sem fyrr leikstýrt af Spaugstofumanninum Sigurði Sigurjónssyni. FJALLAR UM FJÁRMÁL LANDANS Bjarni Haukur Þórsson fékk hugmyndina að einleiknum Hvers virði er ég? þegar hann var staddur í veislu með auðmönnum. Þar dregur hann upp skoplega mynd af íslenskum auðmönnum og venjulegum meðaljónum. ANNASAMUR DAGUR Of mikil kyrrseta við tölvuna gerir engum gott og því kíkir Jón Karl Ólafsson í skvass með félögunum í Veggsporti. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA HESTAFERÐIR TOPPURINN Finnur Ingólfsson segir vorið komið þegar fyrsta folaldið stígur á fætur. GÖNGUFERÐIR Í UPPÁHALDI Þrátt fyrir að Finni Ingólfssyni finnist gaman að fara um landið á hestum gengur hann líka mikið og fór eitt sinn ásamt eiginkonu sinni um Hornstrandir fimm ár í röð. D A G U R Í L Í F I . . . Jóns Karls Ólafssonar forstjóra JetX/Primera Air F R Í S T U N D I N H J Á F I N N I I N G Ó L F S S Y N I F J Á R F E S T I Hestaferðir eru toppurinn

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.