Fréttablaðið - 01.05.2008, Side 1

Fréttablaðið - 01.05.2008, Side 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI HEILBRIGÐISMÁL „Ég mæti á vakt í fyrramálið,“ sagði Vigdís Árnadótt- ir, trúnaðarmaður á skurðdeild Landspítalans, í samtali við Frétta- blaðið eftir að tilkynnt hafði verið að lausn hefði fundist á deilu hjúkr- unarfræðinga og stjórnenda Land- spítalans í gærkvöldi. „Neyðarástandinu er því aflýst,“ segir Vigdís sem segist ekki vita betur en að nær allir skurð- og svæfingarhjúkrunarfræðingar muni draga uppsögn sína til baka. Undantekningar væru þær sem hafa ráðið sig annað. „Það var því miður talsverður fórnarkostnaður af þessum aðgerðum og veit ég til þess að um tíu hjúkrunarfræðingar hafa ráðið sig annað.“ Í yfirlýsingu sem send var til fjölmiðla í gærkvöldi segir: „Starf- andi forstjórar Landspítala lýsa yfir að það vinnufyrirkomulag sem öðlast átti gildi 1. maí 2008 er ekki til umræðu lengur og núverandi vaktafyrirkomulag gildir til 1. maí 2009, nema um annað verði samið.“ Björn Zoëga, forstjóri Landspít- alans, segir að virða skuli vinnu- tímatilskipun Evrópusambandsins. Því eigi að setja saman vinnuhóp sem skipaður verður einum full- trúa skurðhjúkrunarfræðinga, einum fulltrúa svæfingarhjúkrun- arfræðinga og tveimur fulltrúum sem tilnefndir verða af stjórnend- um spítalans. Guðlaugur Þór Þórð- arson heilbrigðisráðherra mun til- nefna oddamann. Spurður hvort viðbrögð hjúkrun- arfræðinga sýni ekki að of geyst hafi verið farið svaraði Björn að stjórnendur hefðu ekki vitað til þess að óánægja ríkti með fyrir- hugaðar aðgerðir. „Neyðaráætlun var tilbúin og fólk vel búið undir þær aðgerðir sem hjúkrunarfræð- ingar ætluðu í. Það er hins vegar mikið ánægjuefni að farsæll far- vegur fannst á þessu máli áður en grípa þurfti til slíkra aðgerða,“ segir Björn. „Mér þykir mjög ánægjulegt hvernig bæði hjúkrunarfræðingar og stjórnendur tóku á stöðunni af ábyrgð og festu. Niðurstaðan er mjög ánægjuleg,“ sagði Guðlaugur rétt eftir að fundi lauk. - kdk Fréttablaðið er með 64,20% meiri lestur en 24 stundir og 91,44% meiri lestur en Morgunblaðið. Meðallestur á tölublað m.v. höfuðborgarsvæðið 18–49 ára. skv. könnun Capacent 1. nóv. 2007–31.jan. 2008 Við stöndum upp úr Allt sem þú þarft... ...alla daga 41,96% 35,99% 68,90% Fréttablaðið 24 stundir M orgunblaðið Sími: 512 5000 FIMMTUDAGUR 1. maí 2008 — 118. tölublað — 8. árgangur EYÞÓR INGI GUNNLAUGSSON Heldur að mestu í eigin stíl en þiggur góð ráð tíska heimili heilsa Í MIÐJU BLAÐSINS Sjónlistadagurinn Myndlistarmenn opna vinnustofur sínar í dag og bjóða almenningi að ganga í bæinn. MENNING 36 Blásið í lúðra fyrir alþýðuna Lúðrasveit verkalýðs- ins spilar í kröfugöngu í dag en sveitin á 55 ára afmæli á þessu ári. TÍMAMÓT 32 BÍLAR Öflugir bílar og önnur tryllitæki á einum stað Sérblað um bíla FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Eyþór Ingi Gunnlaugsson, sem bar sigur úr býtum í sjónvarpsþáttaröðinni Bandinu hans Bubba, hefur sínar hugmyndir um tískuna þótt hann liggi ekki vakinn og sofinn yfir henni.Eyþór Ingi sem vann sannfærandi i hans Bubb þó hann mikið upp á frakka sem hann fékk í jólagjöf frá foreldrum sínum. Meðan á sjónvarpsþáttunum stóð hélt Eyþór að mestu í eigin stíl en þáði þó góðar ráðleggin mátti til dæmis sjá hll Frakkaklæddur rokkari Eyþór Ingi fékk frakkann að gjöf frá foreldrum sínum og rauðu gallabuxurnar segir hann dæmigerðar fyrir sinn stíl.FRÉTTABLAÐIÐ/ÖRLYGUR HNEFILL SUMAR Í LOFTIStjörnurnar eru margar farn-ar að skarta léttum kjólum í líflegum litum enda styttist í sumarið. TÍSKA 2 ALLS KONAR PÚÐAR Þórdís Jónsdóttir saumar ýmis mynstur út í púða en áhugann á hannyrðum segist hún hafa fengið frá ömmum sínum. HEIMILI 3 Áreiðanlegir og endingargóðirVÖKVAHAMRAR - Skilvirk og sterkleg hönnun- Lágur viðhaldskostnaður- Framúrskarandi afköst - Aflmiklir - Utanáliggjandi ventlakerfi- Umskiptanlegar fóðringar- Stillanlegur hraði- Stillanlegt olíuflæði Stærðir frá 100 kg. - 4500 kg. StauraborarKraftmiklir - Þurfa lítið olíuflæði - Sterkbyggðir- Endingargóðir - Lág viðhaldstíðni Henta á allar gerðir vinnuvéla, dráttarvéla, bílkrana ofl... bílar FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 2008 Sparaksturs- keppnin fer fram um helgina.BLS. 4. Bíla- og mótor- sportsýninghaldin í Fífunni í Kópavogi um helgina.BLS. 5 Páll Óskar í sjónvarpið Klæðist vinnugalla frá Bangladess. FÓLK 50 VelduektaMyllu Heimilisbrauð - brauðið sem allir á heimilinu velja BJART SYÐRA Í dag verða norðan 3-10 m/s en heldur stífari við suð- austurströndina. Bjartviðri sunnan- lands, skýjað með köflum á landinu vestanverðu annars skýjað og stöku skúrir norðaustan til. VEÐUR 4 2 4 4 12 9 EFNAHAGSMÁL Ríkisstjórnin, sveitarfélögin, seljendur vöru og þjónustu og almenningur verða að stilla saman strengi til að berjast gegn verðbólgunni og kveða hana hratt niður. Þetta segir Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, formað- ur Samfylking- arinnar, í grein í Fréttablaðinu í dag í tilefni af baráttudegi verkafólks. Ingibjörg kallar eftir sams konar þjóðarsátt og var gerð árið 2001. Þá segir hún að þótt hún telji íslenskt launafólk borga það alltof dýru verði að halda uppi sjálfstæðri örmynt, verði krónan okkar gjaldmiðill enn um hríð og því verði að standa vörð um hana. - bs/ sjá síðu 29. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir: Kallar eftir nýrri þjóðarsátt UTANRÍKISMÁL Reikna má með því að allt að fjórðungur þeirra ríkja, sem segjast ætla að styðja fram- boð Íslands til öryggisráðs Sam- einuðu þjóðanna, heltist úr lest- inni í kosningum um sæti í ráðinu sem fara munu fram í október. Ætla má að Ísland hafi nú tryggt sér stuðning í það minnsta 128 ríkja í kosningunum. Utanríkis- ráðuneytið vill ekki gefa upp nákvæman fjölda ríkja sem lofað hafa stuðningi. Fram hefur hins vegar komið í máli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráð- herra að heltist engin ríki úr lest- inni ætti Ísland að ná kjöri. Því má ætla að 2/3 hlutar aðildarríkjanna 192 hafi lýst yfir stuðningi. Það eru 128 atkvæði, mæti fulltrúar allra ríkja til atkvæðagreiðslunn- ar. Engar líkur eru hins vegar á því að öll ríkin sem segjast ætla að styðja Ísland geri það í raun, og því gera íslensk stjórnvöld sér vel grein fyrir. Þetta er samdóma álit fjölda sérfræðinga í málefnum Samein- uðu þjóðanna (SÞ) sem Fréttablaðið hefur rætt við undanfarið. Í dag birtist fyrsti hluti ítarlegrar úttektar blaðsins á framboði Íslands til öryggisráðsins. „Það er gríðarlega mikil sam- keppni um hvaða stöðu sem losnar innan SÞ,“ segir Lars Faaborg-And- ersen, sendiherra og annar fasta- fulltrúi Danmerkur hjá SÞ. Samkeppnin í kosningum hefur færst í aukana undanfarið og með auknum þrýstingi hækkar hlutfall ríkja sem segjast ætla að styðja ákveðin ríki en gera það ekki þegar á hólminn er komið. Faaborg-Andersen tekur sem dæmi framboð Danmerkur til sætis í mannréttindaráði SÞ í fyrra, gegn Hollandi og Ítalíu. „Við héldum að við hefðum þau atkvæði sem þurfti, en hjá okkur voru afföllin um 25 prósent,“ segir hann. Slík hlutföll eru alþekkt í kosningum innan SÞ, þó 25 prósent afföll teljist yfirleitt með því mesta sem reiknað er með. Sérfræðingarnir telja líklegt að annað hvort hinna ríkjanna verði kjörið í ráðið fyrst og Ísland lendi í nokkurs konar bráðabana gegn hinu ríkinu. - bj / sjá síðu 18 Búist við miklum afföllum af loforðum um stuðning við framboð í öryggisráðið: Enginn vill spá fyrir um úrslit INGIBJÖRG SÓL- RÚN GÍSLADÓTTIR Chelsea í úrslit Man. Utd mætir Chelsea í úrslitum Meist- aradeildarinnar í Moskvu en Chelsea lagði Liverpool í framlengdum leik. ÍÞRÓTTIR 46 LÖGREGLUMÁL Landsþing Lands- sambands lögreglumanna samþykkti ályktun þar sem þess er krafist að „öllum lögreglu- mönnum verði útvegað Taser- valdbeitingartæki sem allra fyrst,“ eins og orðrétt segir í ályktuninni. Taser-tækin eru rafstuðtæki og hefur notkun þeirra víða verið gagnrýnd af mannréttindasamtökum en dauðsföll hafa verið rakin til þeirra. Landsþingið er haldið í Munaðarnesi í Borgarfirði og því lýkur í dag. Í greinargerð með ályktuninni segir að það sé óþarft að „tefja málið frekar“ með skoðunum því lögreglumenn slasist við skyldustörf sín daglega á meðan. - mh Landsþing lögreglumanna: Vill Taser-tæki sem allra fyrst VEÐRIÐ Í DAG Neyðarástandi aflýst Lausn fékkst á deilu hjúkrunarfræðinga og stjórnenda Landspítalans í gær- kvöldi. Vaktafyrirkomulagið sem deilt var um var slegið út af borðinu. Á LEIÐ Í HÚSAKYNNI FÉLAGS ÍSLENSKRA HJÚKRUNARFRÆÐINGA Það var heldur þungt yfir þeim Bryndísi Þorvaldsdóttur, Sigur- veigu Björgólfsdóttur og Vigdísi Árnadóttur þegar þær gengu út úr heilbrigðisráðuneytinu í gær. Laust fyrir klukkan níu sáu þær þó ástæðu til að gleðjast þar sem stjórnendur ákváðu að slá það vaktarfyrirkomulag sem átti að öðlast gildi í dag út af borðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Mér þykir mjög ánægju- legt hvernig bæði hjúkr- unarfræðingar og stjórnendur tóku á stöðunni af ábyrgð og festu. GUÐLAUGUR ÞÓR ÞÓRÐARSON HEILBRIGÐISRÁÐHERRA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.