Fréttablaðið - 01.05.2008, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 01.05.2008, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR 1. maí 2008 23 Nýju svörtu gjaldmælarnir taka kreditkort og klink, en þeir gömlu gráu taka sem fyrr klink og P-kort. Svartir gjaldmælar sem taka kreditkort eru m.a. á Laugavegi, Austurstræti, Ránargötu og Bárugötu. Nú átt þú leik. Nýttu þér aukin þægindi og notaðu kreditkortið. Svartur á leik Nú getur þú greitt með kreditkorti í nýja svarta gjaldmæla P IP A R • S ÍA • 8 0 9 3 1 Neysla á lýsi eykst með hverju árinu sem líður og á það jafnt við um lýsi sem tekið er inn á gamla mátann eða inntöku á lýsisperlum. „Það kemur okkur á óvart,“ segir Adolf Ólason, markaðsstjóri neyt- endavara hjá Lýsi. „Að taka lýsi á gamla mátann er svolítið rómant- ískt, gamaldags og flott.“ Hver lýsisperla inniheldur 280 milligrömm af þorskalýsi en auk þess gelatín og glýseról. Gelatín er hlaupkennt, litlaust og bragð- laust hleypiefni sem í dag er unnið úr beinum og húð svína og naut- gripa auk ákveðinnar tegundar af þörungum. Telst gelatín sem hrá- efni en ekki aukaefni og eru notk- unarmöguleikar þess fjölbreyttir. Er það nýtt í ýmis matvæli eins og í matarlím, sælgæti, sultur, hlaup, ís, niðursoðnar kjötvörur og fleira. „Við stefnum á að koma með fiskigelatínafurðir,“ segir Adolf en málið sé hins vegar að gelatín unnið úr fiskafurðum sé bæði mun dýrara í framleiðslu auk þess sem það sé ekki eins stöðugt efni. Fyrir þá sem ekki vilja neyta afurða sem unnar eru úr dýrum bendir Adolf á að boðið sé upp á fljótandi lýsi í flöskum til inntöku. „Það er staðreynd að fiskigelat- ín kemur einhvern tímann síðar því það er framtíðin.“ - ovd Gelatín í lýsisperlum er unnið úr beinum og húð svína og nautgripa: Lýsið er gamaldags og rómantískt LÝSISPERLUR Hver lýsisperla inniheldur 280 milligrömm af þorskalýsi auk glýseróls og gelatíns. Póst- og fjarskiptastofnun hefur undanfarna mánuði staðið fyrir vinnu starfshóps með það að markmiði að ná samkomulagi meðal hagsmunaðila þar sem neytendum yrði tryggður réttur til að afþakka fjölpóst og/eða fríblöð. Drög að samkomulagi gengur út frá því að óumbeðnar sending- ar yrðu settar í tvo flokka, annars vegar fjölpóst og hins vegar fríblöð. Neytendur gætu síðan hafnað öðrum hvorum flokknum eða báðum. Þótt allir aðilar lýstu yfir áhuga á að finna lausn á þessu mikil- væga neytendamáli hefur ekki tekist að ná samkomulagi um samræmt verklag um meðferð fjölpósts sem dreift er í fríblöð- um. - shá Póst- og fjarskiptastofnun: Ekki niðurstaða hjá starfshópi Sparaksturskeppni FÍB og Atlantsolíu verður haldin næst- komandi laugardag, þann 3. maí. Keppnin verður tvískipt að þessu sinni, annars vegar keppa atvinnumenn, eða keppendur úr bílgreininni en hins vegar almenningur. Keppnisleiðin er 143 kílómetrar og liggur um Mosfells- dal, Mosfellsheiði, niður Grafning, fram hjá Nesjavöllum að Ljósa- fossi, í gegnum Selfoss og um Þrengsli til Reykjavíkur. Upphaf og endir keppninnar verður á bensínstöð Atlantsolíu við Húsgagnahöllina, Bíldshöfða. Almenna keppnin er upplögð laugardagsskemmtun fyrir fjölskylduna sem leggur þá saman hugvit og kunnáttu í því skyni að ná sem bestum árangri. - shá FÍB og Atlantsolía: Sparakstur fyr- ir fjölskylduna Lýðheilsustöð hefur gefið út handbók um mataræði aldraðra sem ætlað er að auðvelda þeim störfin sem vinna við að skipuleggja matseðla og útbúa mat fyrir aldraða eða vinna við hjúkrun aldraðra. Í handbókinni eru hagnýtar upplýsingar um samsetningu mataræðis fyrir aldraða, hráefnaval, matreiðsluaðferðir, hreinlæti og innkaup. Öldruðum, sem eru við góða heilsu og hreyfa sig daglega, hæfir yfirleitt almennt fæði. Hætta á næringarskorti eykst hins vegar ef matarlyst minnk- ar, hvort heldur er vegna líkamlegra eða geðrænna sjúkdóma. Við slíkar aðstæður þarf að gera sérstakar og oft einstaklingsbundnar ráðstafanir varðandi fæðið. - shá Bók frá Lýðheilsustöð: Matur aldraðra í brennidepli HANDBÓK Bókin á að auðvelda matseld fyrir aldraða. Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.