Fréttablaðið - 01.05.2008, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 01.05.2008, Blaðsíða 49
FIMMTUDAGUR 1. maí 2008 29 UMRÆÐAN Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skrifar í tilefni af 1. maí Í dag fagnar alþjóðleg hreyfing jafnaðarmanna 1. maí við krefj- andi aðstæður sem okkur svíður öll undan. Ókyrrð á fjármálamörkuð- um, lánsfjárkreppa, verðhækkanir á nauðsynjum og erfiðleikar á hús- næðismörkuðum eru heimsfyrir- bæri sem jafnaðarmenn við stjórn- völinn um víða veröld þurfa nú að takast á við. Áhættusækin og fyrirhyggjulaus pen- ingahyggja hefur eina ferðina enn orðið þess valdandi að efnahagsfleyið hefur steytt á skeri og það þarf sameiginlegt átak til að koma því á siglingu aftur. Það þurfti alltaf reglur eins og jafnaðarmenn hafa margít- rekað. Markaðurinn er hluti af samfélaginu en ekki yfir það hafinn. Eins og Gylfi Þ. Gíslason sagði: Þarfur þjónn en vondur herra. Vandinn sem við Íslendingar glímum nú við er í senn heimsvandi og heimavandi. Við þurfum eins og aðrir að draga af hvoru tveggja lærdóma. Allir viðurkenna nú að kosningaloforð stjórnarflokkanna frá vor- inu 2003 um allt í senn 90% húsnæðislán, stærstu framkvæmdir Íslandssögunnar og skattalækkanir reyndust samfélaginu dýr í framkvæmd. Afleiðingin var mikil þensla, mesti viðskiptahalli sem sögur fara af og alltof hátt gengi krónunnar. Og nú er komið að skuldadögunum. Þá bregður svo við – eins og stundum vill gerast – að þeir sem harðast gengu fram í því að kveikja eldana standa nú álengdar og þykjast hvergi hafa nærri komið. Verjum heimilin Samfylkingin átti enga aðkomu að stjórn efnahagsmálanna á síðasta kjörtímabili. Hún hlóð hvorki bálköstinn né kveikti í. Hún hefur hins vegar ákveðið að axla ábyrgð á þeim erfiðleikum sem nú steðja að með það að markmiði að standa vörð um kjör almenns launafólks. Allt frá því ný ríkisstjórn var mynduð hef ég ítrekað verið spurð að því hvert sé hennar mikilvægasta verkefni. Ég hef alltaf og undantekninga- laust svarað efnahagsmálin, að ná hér jafnvægi og leggja nýjan grunn að velferð og framförum. Um þetta fjallaði Samfylkingin m.a. í sérstöku riti í aðdraganda kosninganna fyrir ári þar sem bent var á váboðana í efnahags- málum en jafnframt þann ójöfnuð sem hér fékk að þrífast í skjóli þenslunnar. Frá því ný ríkisstórn tók við í maí á síðasta ári hefur hún gert verulegar endurbætur á velferðarkerfinu m.a. með viðamiklum réttarbótum fyrir aldraða, hækkun skattleysismarka sem og hækkun vaxta- og barnabóta. Um leið hefur hún búið í haginn í efnahagsmálum og fyrir framtíð- ina m.a. með því að koma á víðtæku samráði við aðila vinnumarkaðarins, hefja undir- búning rammafjárlaga til fjögurra ára og fjárfesta í rannsóknarsjóðum og grunngerð samfélagsins, með áherslu á samgöngubæt- ur og bætt fjarskiptanet. Tala þurfti máli Íslands Það er engin launung að íslenskir jafnaðar- menn vilja láta reyna á umsókn að Evrópu- sambandinu og telja að íslenskt launafólk greiði það alltof dýru verði að halda uppi sjálfstæðri örmynt sem skoppar eins og korktappi í ólgusjó alþjóðlegra fjármagns- hreyfinga. Fjármagnseigendur geta hugs- anlega varið sig en ekki almenningur. Um þessa sýn okkar jafnaðarmanna eru deildar meiningar í röðum annarra stjórnmála- flokka en kannanir benda til þess að almenn- ingur styðji okkar stefnu í vaxandi mæli. Hver sem niðurstaða þessarar umræðu kann að verða þá breytir það ekki þeirri staðreynd að íslenska krónan er og verður okkar gjaldmiðill enn um hríð. Meðan svo er verðum við að standa vörð um hana. Við Íslendingar sáum ekki fyrir að erlend- ir kaupahéðnar, sem skeyta hvorki um heið- ur né sóma, myndu nú á þessu vori sverfa svo skart að gjaldmiðlinum, hagkerfinu og bönkunum að það skapaði hættu fyrir afkomu fjölskyldna og fyrirtækja í landinu. Slíkar atlögur munu endurtaka sig ef við gefum á okkur færi. Þess vegna kom aldrei annað til greina en að ríkisstjórnin stæði þétt með bönkunum á alþjóðavettvangi og talaði ákveðið máli Íslands. Og þess vegna kemur ekki annað til greina en að treysta stoðir fjármálakerfisins til framtíðar. Ekki vegna þess að það þurfi að verja eigendur bankanna – eins og sumir vilja vera láta – heldur vegna hins að ef leiðir bankanna að lánsfé lokast þá eru þeir heldur ekki í stakk búnir til að veita einstaklingum og fyrir- tækjum þá lánafyrirgreiðslu sem öllu máli skiptir fyrir vöxt og viðgang samfélagsins. Einn góður kostur Á þessu vori brýnir maísólin okkur öll til ein- ingar á erfiðum tímum. Samhent sókn gegn verðbólgu er brýnasta verkefni okkar allra. Enginn græðir á verðbólgu, hér eru allir með í tapinu og þurfa allir að leggja sitt af mörk- um ef sigur á að nást. Með samstilltu átaki undir forystu Alþýðu- sambands Íslands tókst að berja verðbólguna niður árið 2001. Nú þurfum við að gera slíkt hið sama. Ríkisstjórnin, sveitarfélögin, selj- endur vöru og þjónustu, Íslendingar allir, eiga einn góðan kost sem er að berjast gegn verðbólgunni og kveða hana hratt niður. Það er samstaða sem skilar sterkara samfélagi. Samfylkingin – jafnaðarflokkur Íslands sendir samstöðukveðju til verkalýðshreyf- ingarinnar sem á samkomum um land allt horfir í dag til framtíðar en minnist um leið upprunans og þeirra sem ruddu brautina. Verkalýðshreyfingin hefur skilað samfélag- inu ómældum ávinningi á fyrri árum með því að veita mikilvæga forystu við aðstæður eins og nú eru uppi. Nú er slík forysta mikils metin og ríkis- stjórnin er reiðubúin til samstarfs. Við höfum sögulega kjarasamninga að verja sem byggðu á jöfnuði og réttlæti. Þær hug- sjónir verða áfram leiðarljós okkar jafnað- armanna í þeim ögrandi verkefnum sem framundan eru. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar. Samstaða til sigurs á verðbólgu INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR Ríkisstjórnin, sveitarfélögin, seljendur vöru og þjónustu, Íslendingar allir, eiga einn góðan kost sem er að berjast gegn verðbólgunni og kveða hana hratt niður. www.alcoa.is Við ætlum að fjölga fólki ÍS L E N S K A S IA .I S A L C 4 20 94 0 4. 20 08 Ef þú hefur áhuga á starfi hjá Fjarðaáli hafðu þá samband við Sigurlaugu Þorsteinsdóttur eða Tómas Odd Hrafnsson hjá Capacent, í síma 540 1000 eða á netföngin sigurlaug.thorsteinsdottir@capacent.is / tomas.hrafnsson@capacent.is eða skráðu umsókn þína á www.capacent.is og haft verður samband við þig.Kynntu þér kosti þess að búa og starfa á Austurlandi: www.austurat.is Framtíðarstörf í framleiðslu Við ætlum að ráða fleiri starfsmenn á vaktir í framleiðslu. Fjarðaál framleiðir verðmætar afurðir úr áli og álblöndum, þar á meðal álvíra í háspennustrengi. Ekki er gerð krafa um ákveðna menntun eða reynslu umsækjenda. Í fjölbreyttum hópi framleiðslustarfs- manna eru konur og karlar á öllum aldri. Mikið er lagt upp úr þjálfun og starfsþróun. Launin eru góð og Fjarðaál veitir starfs- mönnum margvíslega þjónustu, svo sem heilsuvernd, frítt fæði og akstur til og frá vinnu. Í fjölbreyttum hópi starfsmanna eru konur og karlar á öllum aldri sem njóta góðra launa, starfsþjálfunar og ýmissa fríðinda. Núna viljum við bæta í þennan blómlega hóp og ætlum að fjölga starfsmönnum á næstunni. Kynntu þér traust og spennandi atvinnutækifæri. Álver Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði er einn öflugasti vinnustaður heims á sínu sviði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.