Fréttablaðið - 01.05.2008, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 01.05.2008, Blaðsíða 56
36 1. maí 2008 FIMMTUDAGUR Söngleikurinn Ástin er diskó, lífið er pönk eftir Hallgrím Helgason verður frumsýndur á Stóra sviði Þjóðleikhússins í kvöld í leikstjórn Gunnars Helgasonar. Verkið er ástarsaga umvafin tíðaranda átt- unda og níunda áratugar síðustu aldar, en þá áttu sér stað talsverð átök í dægurmenningu Vestur- landa þegar pönkarar og diskó- boltar börðust um yfirráð almenn- ingsvitundarinnar. Í söngleiknum fá gamlar og nýjar diskó- og pönk- perlur að hljóma í frábærum flutn- ingi okkar bestu listamanna. Skyldi engan undra að tímabilið í kringum 1980 hafi orðið leikskáld- inu Hallgrími að yrkisefni, enda var það um margt merkilegt í tón- listarsögu okkar, diskóæðið var í algleymingi og hérlend dægur- lagatónlist litaðist af henni á sama tíma og pönkið gerði strandhögg og hleypti öllu í bál og brand. Undir kæruleysislegu yfirborði dægurmenningarinnar mátti þó greina þjóðfélagsátök þar sem tekist var á um þýðingarmeiri hluti en öryggisnælur og axla- púða. Söguþráður verksins er á þá leið að diskódrottningin Rósa, nýkrýnd Ungfrú Hollywood, hittir fyrir pönknaglann Nonna niðri á Hall- ærisplani. Nonni og Rósa virðast við fyrstu sýn eiga fátt sameigin- legt, en eitthvert einkennilegt aðdráttarafl dregur þau hvort að öðru. Munu heildsaladóttirin fóta- fima og hinn hugumstóri for- söngvari Neysluboltanna ná að sætta sín ólíku sjónarmið? En að sögupersónum ólöstuðum er eitt stærsta aðdráttarafl söng- leiksins óumdeilanlega tónlistin. Meðal slagara í söngleiknum má nefna kaldastríðsóðinn „Hiroshima“ eftir Bubba Morthens, diskósmellinn „Dagar, nætur“ eftir Jóhann G. Jóhannsson og hið sívin- sæla „Fjólublátt ljós við barinn“ eftir Gunnar Þórðarson og Þor- stein Eggertsson. Tónlistarstjóri sýningarinnar, Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, hefur sjálfur samið sjö ný lög fyrir sýninguna og auk þess státar hún af tveimur splunkunýjum pönklög- um sem báru sigur úr býtum í pönk- lagasamkeppni Þjóðleikhússins og Rásar 2 í vetur. - vþ Ástin vinnur þrautir allar ÓLÍKIR ÞJÓÐFLOKKAR Ljósmynd frá æfingu á söngleiknum Ástin er diskó, lífið er pönk. Þær Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari og Elísabet Waage hörpuleikari koma fram á tónleikum í Sauðárkrókskirkju í kvöld kl. 20.30. Tónleikarnir eru liður í Sæluviku Skagfirðinga og ber efnisskráin þar af leiðandi sælukeim. Þær stöllur munu meðal annars leika túlkun Louis Spohr á stefjum úr Töfraflautu Mozarts, þekkt frönsk lög og lag eftir Tsjaíkovskí. Að auki verða flutt nokkur íslensk sönglög í útsetningum fyrir fiðlu og hörpu og botni verður svo slegið í þessa glaðlegu efnisskrá með nokkrum sígaunalögum. Laufey og Elísabet hafa starfað saman að tónlistar- flutningi um langa hríð og komið fram á tónleikum bæði í Hollandi og á Íslandi. Samstarf þeirra hefur verið gjöfult, enda hafa íslensk tónskáld samið verk sérstaklega fyrir þær og í sumar munu þær leika á tíunda Alheimsþingi hörpuleikara sem haldið verður í Amsterdam. Geisladiskur með flutningi þeirra á ýmsum verkum, bæði nýjum íslenskum og eldri erlendum, er væntanlegur innan skamms. Aðgangseyrir að tónleikunum er 500 kr., en eldri borgarar og ungmenni undir átján ára aldri fá þó frítt inn. - vþ Sællegir tónar á Sauðárkróki LAUFEY SIGURÐARDÓTTIR OG ELÍSABET WAAGE Koma fram í Sauðárkrókskirkju í kvöld. Sjónlistadagurinn er runninn upp, annað árið í röð. Á degi þessum opna fjölmargir íslenskir myndlistarmenn vinnustofur sínar fyrir almenningi og bjóða þannig upp á sjaldfengna sýn inn í daglegt starf sitt. Samband íslenskra myndlistarmanna stendur að Sjónlistardeginum, en segja má að tilgangur þeirra sé tvíþættur. Annars vegar vekur dagurinn athygli á því mikla starfi sem unnið er á vinnustofum listamanna víðs vegar um landið og hins vegar auðveldar hann aðgengi almennings að vinnustofun- um. „Það eru margir sem hafa áhuga á að heim- sækja vinnustofur myndlistarmanna og kynnast betur því starfi sem þar fer fram, en kunna ekki við að knýja dyra. Með því að bjóða fólki inn að fyrra bragði náum við vonandi að svala forvitni ein- hverra,“ útskýrir Áslaug Thorlacius, sem er í forsvari fyrir skipuleggjendur Sjónlistadagsins. Hátíðin fór fram í fyrsta skipti fyrir ári og var þá samtvinnuð opnun Sjónlistamiðstöðvarinnar á Korpúlfsstöðum. Áslaug segir almenning hafa tekið deginum afar vel í fyrra og margir hafi nýtt sér heimboðin á vinnustofurnar. „Ég held að fólki þyki almennt frekar spennandi að kynnast því hvernig myndlistarmenn vinna, enda eru margir sem sjá þetta starf fyrir sér sem hálfgerða draumavinnu. Starf myndlistarmannsins er þó heilmikil vinna og ekki síður stressandi og lýjandi en önnur störf, þó svo að vinnuskipanin sé að mörgu leyti óhefðbundin. Það hafa sumir hnýtt í okkur fyrir að halda þessa dagskrá á frídegi verkalýðsins, en okkur þykir einmitt viðeigandi að nota þann góða dag til þess að vekja athygli á okkar starfi.“ Á Korpúlfsstöðum verður heilmikil dagskrá í tilefni dagsins. Þar sýna myndlistarmenn í kjallar- anum sýninguna Flóð, en eins og flestir muna eftir flæddi inn á vinnustofur listamanna í byrjun árs með talsverðum afleiðingum. Vinnustofur á Korp- úlfsstöðum verða að sjálfsögðu opnar og tónlistar- menn úr hljómsveitinni Hjaltalín, þau Sigríður Thorlacius söngkona, Guðmundur Óskar Guðmunds- son bassaleikari og Hjörtur Ingvi Jóhannsson píanóleikari, munu flytja tónlistaratriði í stóra salnum. Dagskráin hefst kl. 13 og stendur til kl. 17. Auk hátíðarinnar á Korpúlfstöðum mun fjöldi listamanna um land allt opna vinnustofur sínar. Áhugasömum er bent á að heimsækja heimasíðu Sambands íslenskra myndlistarmanna, www.sim.is, til þess að kynna sér dagskrá Sjónlistadagsins í heild. vigdis@frettabladid.is Daglegt starf mynd- listarmanna til sýnis FLÓÐ Á KORPÚLFSSTÖÐUM Sýningin Flóð er hluti af hátíðar- höldum í tilefni af Sjónlistadeginum. NÝ OG FÁRÁNLEGA SKEMMTILEG SÝNING UM FJÁRMÁL ÍSLENDINGA! D Y N A M O R E Y K JA V ÍK Sýnt í Salnum Kópavogi Miðasala hjá Salnum í síma 5700 400, á salurinn.is og midi.is. Miðaverð 2000 kr. 50% afsláttur er fyrir viðskiptavini Byrs (allt að 5 miðar) ef keypt er í miða- sölunni í Salnum. ATH! Takmarkaður sýningafjöldi. Fyrst var það Hellisbúinn, síðan Pabbinn og nú er það HVERS VIRÐI ER ÉG? Óborganlega fyndin sýning Bjarna Hauks Þórssonar um fjármál Íslendinga. Frábær sýning í leikstjórn Sigurðar Sigurjónssonar. D Y N A M O R E Y K JA V ÍK Fös 2 /5 kl. 19 Fös 2/5 kl. 21 Lau 3/5 kl. 20 Lau 3/5 kl. 22 Fös 16/5 kl. 19 Fös 16/5 kl. 21 Lau 17/5 kl. 19 Lau 17/5 kl. 21 Örfá sæti laus Örfá sæti laus Örfá sæti laus Örfá sæti laus Uppselt S Ý N I N G A R „HEILMIKIÐ FYRIR PENINGINN“– M.K. MBL „Fyndinn ma ður um fjár mál“ – P.B.B . Frétta blaðið Ástin er diskó, lífið er pönk e. Hallgrím Helgason frumsýn. fim. 1/5 uppselt sýn. fös. 2/5 uppselt Sá ljóti e. Marius von Mayenburg sýn. fös. 2/5 örfá sæti laus Sólarferð e. Guðmund Steinsson sýn. lau. 3/5 örfá sæti laus. Síðasta sýning! Engisprettur e. Biljana Srbljanovic sýn. sun 4/5 örfá sæti laus. Síðustu sýningar Vígaguðinn e. Yasminu Reza sýn. lau. 3/5 örfá sæti laus. Síðasta sýning! Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is Þjóðleikhúsið um hel(l)gina ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Auglýsingasími – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.