Fréttablaðið - 01.05.2008, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 01.05.2008, Blaðsíða 60
40 1. maí 2008 FIMMTUDAGUR maturogvin@frettabladid.is Nú er tími... ...bjartsýninnar kominn, og um að gera að leggja drög að lautarferðum sumarsins! Þeir sem ekki eiga tágakörfu á lager geta fjárfest í lautarferðartöskum og bakpokum, sem búnir eru öllu sem til þarf til góðra stunda úti við. Þá er ekkert eftir nema að smyrja nestið, kaupa vínið og finna flíspeysuna. Með rísandi sól vilja margir létta það sem á borð er borið heima við og fiskur og salöt heilla marga. Hvað eftirrétti varðar er um að gera að prófa að sjóða ávexti heima við. Sömu reglur gilda um slíka suðu óháð því hvaða ávextir eða suðuvökvi verður fyrir valinu, Fjöl- margar uppskriftir er að finna á internetinu, til dæmis á síðunni Epicurious.com. Þegar ávextir á borð við perur og epli eru soðnir á þennan hátt þarf fyrst að afhýða þá og fjarlægja kjarnann, helst án þess að stilkur- inn losni frá. Til eru sérstök áhöld til þeirra nota, en teskeið gæti einn- ig komið að góðu gagni. Sé notast við viðkvæmari ávexti, eins og ferskjur eða plómur, er hýðið ekki fjarlægt. Setjið ávextina í suðuvökvann, sem getur verið vín, vatn, ávaxta- safi, eða einhver blanda þess, ásamt kryddi og sykri, í potti, og leggið matardisk ofan á til að halda ávöxt- unum á kafi í vökvanum. Sjóðið við vægan hita í um tíu mínútur, og notið hníf til að athuga hvort ávextirnir eru tilbúnir. Þeir mega ekki verða of mjúkir. Mis- jafnt er hvort ávextirnir eru þá fjarlægðir úr vökvanum og kældir, eða látnir kólna í vökvanum, áður en þeir eru bornir fram með ein- hverju girnilegu, ís, vanillusósu eða öðru. Suðuvökvann má svo geyma, sjóða niður, og nota sem sósu með ávaxtakeim með kjöti eða öðru góð- gæti. Ávextir í eftirrétt Íslandsmeistaramót barþjóna fer fram í Turninum á sunnudagskvöld, en þar verður í fyrsta skipti haldin svokölluð „flair“-keppni. „Við erum annars vegar með árlegt Íslandsmeistaramót, og sá sem vinnur þann titil fer á heimsmeistaramótið í Púertó Ríkó í haust. Nú verður hins vegar líka keppt í „flair“, sem er svona flöskukast eins og í myndinni gömlu með Tom Cruise,“ útskýrir Margrét Gunnarsdóttir, forseti Barþjónaklúbbs Íslands. Hún segir nokkra íslenska barþjóna vera að æfa „flair“-taktana, en mikla æfingu þarf til að ná góðum árangri. „Danilo Oriba, sem er þrefaldur heimsmeistari, æfir sig í átta til tíu tíma á dag,“ bendir hún á. Íslandsmeistaramótið hefst klukkan 18 í Turnin- um, en „flair“-keppnin klukkan 22.30. Kvöldverður með þriggja rétta matseðli hefst klukkan 20, og kostar 5.900 krónur á mann. Bóka þarf borð fyrir klukkan 16 í dag. Allir eru velkomnir á keppnina, en nánari upplýsingar má nálgast á bar.is. Barþjónar keppa SOÐNAR PERUR Það er ekki erfitt að sjóða ávexti heima við, en eldunarað- ferðin býður upp á alls kyns útfærslur. NORDICPHOTOS/GETTY STÍFAR ÆFINGAR Mikla þjálfun þarf til að ná langt í „flair“. Fyrsta Íslandsmeist- aramótið í „flair“ verð- ur haldið á sunnudag. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Bergþóra Guðnadóttir reynir að elda góðan mat á hverjum degi. Hún býður upp á nýstárlega útfærslu af fiski og kartöflum, svona á krepputímum. Bergþóra Guðnadóttir hönnuður segir allan gang á því hversu mikl- um tíma hún verji í eldhúsinu. „Ég er alin upp af mömmu sem var mikill gourmet-kokkur, en það er samt ekki endilega þannig að ég eldi alltaf lúxusmat. Við reynum frekar að gera góðan mat á hverj- um degi. Stundum get ég verið allan daginn að stússast eitthvað í eldhúsinu, en þetta salat tekur til dæmis skamman tíma,“ segir Berg- þóra. Hún og eiginmaður hennar, Jóel Pálsson, eru fólkið á bak við fata- merkið Farmers Market og Berg- þóra segir hönnuðinn í henni einn- ig koma fram í eldhúsinu. „Mér finnst svo gaman að setja saman liti og bragð. Eldamennskan er oft svona spuni hjá mér,“ segir Berg- þóra, sem kveðst léleg í að fylgja uppskriftum. „Ég á samt fullt af matreiðslubókum og finnst mjög gaman að lesa þær til að fá hug- myndir,“ segir hún. Farmers Market hefur gengið vel á síðustu árum, og er nú komið í sókn á erlendri grund. „Við tókum þátt í útvistarvörusýningu í München í febrúar, og sýndum svo á tískuvikunni í Kaupmannahöfn. Okkur finnst mjög gaman að við pössum inn á báða markaðina, það var svona það sem við lögðum upp með,“ útskýrir Bergþóra, en vörur frá Farmers Market fást nú á svo ólíkum stöðum semJap- an, New York og Nuuk. Dressing: Allt nema olíur þeytt saman þar til freyðir ofurlítið, þá er ólívuolíu og chili-olíu hrært út í. Salat: Smjör og olía hituð á pönnu, humar steiktur í augnablik, kryddaður með svörtum pipar. Vatn hitað að suðu í djúpri pönnu með loki. Fiskbitar, til dæmis sjó- fryst ýsa, settir út í og suðan látin koma upp. Fjarlægið af hellu og látið fiskinn standa í um 2 mín., eða þar til hann er rétt soðinn í gegn. Skerið kartöflur, papriku, gúrku og avókadó í bita. Skerið rauðlauk og sólþurrkaða tómata í ræmur. Blandið vel saman fiski, kartöflum, ólívum, sólþurrkuðum tómötum og kapers og dálitlu af dressingunni. Blandið salati og öðru grænmeti saman í skál og hellið fiskblöndunni yfir. Hellið restinni af dressingu og sáldrið fræjum yfir salatið. Brauð: Vatn, ger og sykur hrært saman. Látið standa, ef freyðir er gerið í lagi. Hveiti og spelt blandað saman í skál. Gerblöndu hellt saman við og hnoðað vel. Látið hefa sig í að minnsta kosti 30 mín. Deigi skipt í tvennt. Hvor hluti flattur út mjög þunnt og settur á bökunarplötu klædda bökunar- pappír. Penslað með ólívuolíu og maldon-salti og rósmaríni stráð jafnt yfir. Parmesan-ostur rifinn yfir. Skorið eftir endilöngu með kleinujárni eða hníf í um 2 cm breiðar ræmur. Bakað í um 220°C heitum ofni í um 10 mín. sunna@frettabladid.is Spunaeldhús Bergþóru MEÐ ELDAMENNSKU Í BLÓÐIN Bergþóra Guðnadóttir er alin upp af gourmet-kokki, að hennar sögn. Hún býður upp á útfærslu af soðningu og kartöflum, í sumarlegum salatbúningi. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Fiskisalat: ½ kg soðnar og flysjaðar kartöflur, í bitum 1 msk. smjör 2 msk. olía 600g fiskur 150 g humar Blandað salat Rucola salat Paprika Rauðlaukur Ferskt basil Ólívur, svartar og grænar Sólþurrkaðir tómatar Kapers Kirsuberjatómatar Gúrka Avókadó Furuhnetur og sólblómafræ Dressing: 1 msk. Dijon sinnep ½ dl hvítvínsedik 1 tsk. maldon-salt mulinn svartur pipar 1 dl ólívuolía Smá chili-olía Brauð: 3 dl hveiti 3 dl hvítt spelt ½ pk. þurrger 1 tsk. hrásykur 2-2,5 dl volgt vatn Rósmarín Maldon-salt Parmesanostur FISKISALAT MEÐ RÓSMARÍNBRAUÐI Hvaða matar gætirðu síst verið án? Ég get alls ekki verið án kaffis, þá er ég alveg ómögulegur. Ég var líka mikill kókisti, en er reyndar laus undan því núna. Annars er það helst hafragrautur og bananar, það er morgunmaturinn. Besta máltíð sem þú hefur fengið: Ég var í Japan fyrir stuttu og borðaði þar Kobe-nautakjöt. Það var á mjög skemmti- legum stað þar sem kokkurinn eldaði kjötið beint ofan í mann. Maður sat svona ofan í gryfju, og pannan var bara rétt innan við borðið. Þetta var mjög skemmtilegt, og maturinn alveg frábær. Er einhver matur sem þér finnst vondur? Smokkfiskur, mér finnst hann mjög vondur. Svo er ég líka blessunarlega laus við að vera að snobba fyrir þorramatnum, mér finnst súrmatur vondur og er stoltur af því. Leyndarmál úr eldhússkápnum: Ég veit ekki hvort ég get kallað það leyndarmál, en ég set yfirleitt hvítlauk og ólívuolíu í allt sem ég elda. Og kóríander. Það er heilög þrenning. Hvað borðar þú til að láta þér líða betur? Ég borða nú yfirleitt súkkulaði eða nammi, en það lætur mér hins vegar yfirleitt líða verr. Ef ég er skynsamur finnst mér voða gott að borða góða súpu. Hvað áttu alltaf til í ísskápnum? Ég á oftast til egg og smjör. Og svo geymi ég hvítlaukinn í ísskápnum. Ef þú yrðir fastur á eyðieyju, hvað tækirðu með þér? Ég myndi taka með mér lambalæri, eins mikið af því og ég gæti. Svo tæki ég vatn, og myndi bara tína kókoshnetur á eyjunni. Hvað er það skrítnasta sem þú hefur borðað? Ég borðaði wasabi-baunir úti í Japan núna um dag- inn. Þær voru skrítnar, en ágætar samt. Svo hef ég borðað froskalappir, sem mér fannst bæði skrítnar og vondar. Veitingastaðurinn Af lífi og sál mun setja mark sitt á lífið á Lauga- veginum í sumar, en hann verður opnaður í portinu þar sem Vín og skel var áður. Birkir Hjálmarsson, sem á staðinn, ásamt Sigríði Vil- hjálmsdóttur, segir aðaláherslu hans vera á hina gömlu, góðu elda- mennsku. „Okkur langar að sleppa frá þessari ný-norrænu matar- gerð, þar sem maður fær kannski tíu millilítra af bláberjafrauði í forrétt. Við ætlum að gefa fólki almennilega matarskammta,“ segir Birkir og hlær við. Á Af lífi og sál verður fastur fimmtán til tuttugu rétta dagseð- ill, þar sem gestir geta meðal ann- ars gætt sér á ítölskum eggjakök- um, fylltum crepes og gúllassúpu, auk heimagerðra eftirrétta. „Kvöldunum verður hins vegar best lýst sem frjálsu, fljótandi fusion. Það verður sjö til tólf rétta seðill sem breytist á nokkurra daga fresti, eftir því hvað okkur dettur í hug að gera og í hvernig stuði kokkarnir eru,“ útskýrir Birkir. „Ég og Sigríður erum bæði búin að vera í mikilli rútínu und- anfarin ár og langar bara að fara að leika okkur,“ bætir hann við. Líf og fjör mun einkenna stað- inn í sumar, en meðal annars verð- ur boðið upp á listasýningar og lif- andi tónlist í portinu. „Í dag verður Ágústa Ósk Óskarsdóttir söng- kona hjá okkur, að syngja bæði djass og gospel. Og svo verður listamaður að mála gríðarlega stóra graffiti-mynd á vegginn fyrir utan í allt sumar,“ útskýrir Birkir. Af lífi og sál er að finna á Lauga- vegi 55b, þar sem Vín og skel var eitt sinn til húsa. - sun Eldamennska af lífi og sál LÍF OG FJÖR Birkir Hjálmarsson í portinu við nýja staðinn Af lífi og sál, þar sem áherslan verður lögð á hina gömlu, góðu eldamennsku og lifandi stemn- ingu í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA MATGÆÐINGURINN SÖLVI TRYGGVASON SJÓNVARPSMAÐUR Blessunarlega laus við súrmatar-snobb
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.