Fréttablaðið - 01.05.2008, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 01.05.2008, Blaðsíða 62
42 1. maí 2008 FIMMTUDAGUR folk@frettabladid.is > BER ÁVÖXT Samband Paris Hilton og Benji Madd- en hefur borið ávöxt. Um er að ræða ástarlagið Shine Your Light sem tónlist- armaðurinn Benji samdi um ást- ina sína einu og kom henni á óvart með. „Það er það falleg- asta sem nokkur hefur gert fyrir mig,“ segir Paris um lagið. Jón Karl Einarsson grunn- skólanemi styður Helga Hóseasson í mótmælum hans á Langholtsvegi. Hann notar tímann milli samræmdu prófanna til að standa vaktina. Sem kunnugt er gekk eins konar mótmælabylgja yfir þjóðfélagið í síðustu viku. Í venjulegu árferði er aðeins einn maður sem stendur mótmælavaktina, Helgi Hóseasson húsasmíðameistari. Hann er kallað- ur „mótmælandi Íslands“ og hefur staðið vaktina á horninu á Lang- holtsvegi og Holtavegi um árabil. Nú hefur Helgi fengið liðsstyrk á horninu því upp á síðkastið hefur þar mátt sjá mann með gasgrímu og skilti. Jón Karl Einarsson grunn- skólanemi er bak við grímuna. „Ég er nú bara að halda stæðinu heitu fyrir hann Helga,“ segir Jón Karl. Hann býr í hverfinu og þekkir vel til Helga. „Jú, maður hefur nátt- úrlega oft séð hann í gegnum tíðina, bæði við að mótmæla og að þvo þvott úti á tröppunum hjá sér. Ég og vinur minn stöndum hér oft með honum, Helgi á einu horni og við á hinu. Við erum í samræmdu prófun- um og þetta byrjaði þannig að það var gat í stundatöflunni því við höfðum tekið samræmda prófið í ensku í fyrra. Helgi hefur dálítið fallið í skuggann eftir skyrsletturn- ar frægu. Bara staðið hérna á horn- inu og lítið haft sig í frammi. Við viljum sýna honum stuðning.“ Á skiltinu sem Jón Karl heldur á stendur einfaldlega GAS! GAS! Óþarfi er að tíunda hvað sú tilvitn- un á að fyrirstilla. Jón Karl viður- kennir fúslega að sitt skilti sé mun ómerkilegra en vönduð mótmæla- skilti Helga – „Jú, jú, þetta eru nú hálfgerð bónus-mótmæli miðað við skiltin hans.“ Helgi sjálfur mætir svo loks á svæðið rétt fyrir traffíkina sem myndast þegar fólk kemur heim úr vinnunni. Hann vill fá ljóð eftir sig birt. Brennið þið kyrkjur, oní svarta sanda, saman við mold og leir á klöppunum; Landsfeðra draugsa, hórdólg, helgan anda, hengið þið krosslaf upp á löppunum. En hvað á að gera í dag, 1. maí, á alþjóðlegum baráttudegi verka- fólks? „Ætli maður labbi ekki niður Laugaveginn. Maður má það víst. En ef vörubílstjórarnir gera eitt- hvað þá verð ég með þeim í því,“ segir Jón Karl og setur aftur upp grímuna. gunnarh@frettabladid.is Heldur heitu fyrir Helga Hóseasson GAS! GAS! GASGRÍMA! Jón Karl Einarsson mótmælir á svæði Helga Hós. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Ég verð að viðurkenna að ég veit ekki alveg hver það var. Var það Eyþór?“ segir tónlistarmaðurinn Siggi Lauf, spurður um álit sitt á sigurvegaranum í Bandinu hans Bubba. Sjálfur var Siggi rekinn úr þættinum strax í annarri umferð og samdi hann í framhaldinu lagið Grafhýsi frægðarinnar þar sem hann deildi hart á Bubba Morthens. „Eyþór er hörkusöngvari og átti þetta fyllilega skilið. Þeir eru báðir tveir alveg hörkusöngvarar og toppdrengir,“ segir hann og á þar við Eyþór og Arnar, sem lenti í öðru sætinu. Siggi segist hafa fengið þó nokkur viðbrögð við Grafhýsi frægðarinnar, en lagið má heyra á myspace-síðu hans. „Viðbrögðin eru aðallega að þetta sé fyndinn texti og að þetta hafi verið gott svar,“ segir Siggi, sem er nú staddur í Barcelona þar sem hann hvílir sig á upptökum á nýrri plötu. Hann útilokar ekki að fleiri ádeilulög á borð við Grafhýsi frægðarinnar verði þar að finna. „Það er spurning hvort það sé ekki best að leyfa þeim að tala sínu máli þegar að því kemur.“ - fb Siggi Lauf sáttur við Eyþór SIGGI LAUF Siggi Lauf er að undirbúa nýja plötu með frumsömdum lögum á íslensku. Stórsveit Samúels J. Samúelssonar heldur tónleika á Hótel Borg á föstudagskvöld. Kvöldið eftir spil- ar sveitin á hammond-hátíð á Djúpavogi og dagana 8. til 12. maí verður hún á tónleikaferðalagi um Belgíu og Þýskaland. Stórsveitin var stofnuð árið 2000 og sama ár kom út platan Legol- and. Í maí í fyrra kom út önnur plata sveitarinnar, Fnykur, og í okt- óber sama ár hélt sveitin í fimm daga tónleikaferð um Ísland. Með í för voru kvikmyndagerðarmenn sem vinna nú í eftirvinnslu heim- ildarmyndar um hljómsveitina. Þess má geta að Fnykur verður gefin út í Japan í sumar. Tónleik- arnir á Hótel Borg hefjast klukkan 22 og er miðaverð 1.500 krónur. Stórsveitin spilar STÓRSVEITIN Stórsveit Samúels spilar á Hótel Borg á föstudagskvöld. ■ Söngkonan Morena, sem syngur stuð- lagið Vodka fyrir Möltu, segist enginn sérlegur talsmaður þess að fólk helli sig blindfullt. „Ég er enginn vodka-áhuga- maður heldur, síður en svo,“ sagði hún nýlega í viðtali. „Maður á bara að skemmta sér án þess að verða of fullur. Lagið er um það, vodka vodka!“ Söng- konan viðurkennir einnig að fjölmörg vodkafyrirtæki hafi viljað styrkja lagið en öllum tilboðum hafi verið hafnað. ■ Spánverjar mjólka nú Eurovision sem aldrei fyrr. Keppandinn, „spænski Eirík- ur Fjalarinn“ Rodolfo Chikilicuatre, var valinn eftir mikla keppni sem meðal annars fór fram á Myspace, og í fyrra- dag fór fram sérstakur þáttur þar sem þrír dansarar voru valdir til að dansa með Rodolfo í Belgrad. Þegar höfðu stuðpíurnar Disco og Gráfica valist til verksins. Dansþátturinn fór þó eitthvað öfugt ofan í Spánverja því hann var aðeins fimmti vinsælasti þáttur kvölds- ins. Hann uppskar aðeins 2 milljónir áhorfenda en 7,8 milljónir Spánverja sáu Barcelona tapa fyrir Man. Utd í fót- bolta. ■ Danski popparinn Simon Mathew seg- ist í nýlegu viðtali líklega fara í „blakk- át“ á sviðinu því hann veit að um 800 milljón áhorfendur um alla Evrópu munu horfa á hann. Simon ætlar sér þó ekkert minna en sigur. Hann segist ekki hafa heyrt hin lögin en veit þó eitt: „Ef ég hitti þennan írska kalkúna þá ætla ég að berja hann. Maður fer ekki í keppni með kalkúna. Í alvöru!“ Vodkadrottning hvetur til hófdrykkju 21 DAGAR TIL STEFNU VODKA VODKA! Morena er engin vodka-áhuga- maður. ORLOF 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.