Fréttablaðið - 05.05.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 05.05.2008, Blaðsíða 10
10 5. maí 2008 MÁNUDAGUR VILJA BJÓR Í BÚÐIRNAR Þær Jóhanna Dagbjört Gilsdorf og Guðný Kristjánsdóttir keyptu sér sígarettur, langlokur og mjólk, en vildu gjarnan að sala bjórs væri leyfð í búðinni. Þær voru á þeirri skoðun að sólarhringsopnun verslana væri góð og gild, en þó ekki í miðbænum. BORGARMÁL Verslun 10-11 í Austurstræti hefur opið allan sólarhringinn, alla daga vikunnar. Þrisvar sinnum var veist að öryggisvörðum að störfum í búðinni í síðasta mánuði. Í einu þessara tilfella var um mjög alvarlega árás að ræða, en þá var öryggisvörður sleginn með flösku í höfuðið með þeim afleiðingum að blæddi inn á heila hans. Manninum líður að sögn vel og mikil mildi þykir að ekki fór verr en á horfðist. Hin tvö tilvikin voru ekki eins alvarlegs eðlis, en hafa þó vakið ýmsar spurningar varðandi það hvort forsvaran- legt sé að hafa sólarhringsopnun á svo varasömu svæði sem miðborgin er um helgar. Hefur Geir Jón Þórisson yfirlög- regluþjónn meðal annars lýst því yfir í fjöl- miðlum að hann telji ómögulegt að afgreiðslutíminn fái að standa óbreyttur. Sigurður Reynaldsson, framkvæmda- stjóri 10-11, telur breyttan afgreiðslutíma ekki fela í sér neina langvarandi lausn. „Það er engin lausn að skella í lás og gefast upp vegna örfárra svartra sauða. 99 prósent kúnna í þessari verslun haga sér eins og fólki sæmir, og það er mikil eftirspurn eftir þeirri þjónustu sem við veitum. Ég hef fulla trú á því kerfi sem við vinnum eftir, en mun hitta Stefán Eiríksson lögreglustjóra á fimmtudaginn til að ræða betri samvinnu milli lögreglu og þjónustu- aðila í miðbænum.“ Talsverð ölvun var í miðbænum þegar blaðamann Fréttablaðsins bar að garði seint aðfaranótt sunnudags. Nokkuð var um líkamsmeiðingar innan og utan skemmtistaða í Austurstræti en vandræðin skiluðu sér ekki inn í verslun 10-11. Sex öryggisverðir frá Öryggisgæslunni voru á vakt í búðinni, auk eins starfsmanns 10-11. Þurftu þeir heldur lítið að skipta sér af viðskiptavinum, utan stöku atvika þar sem mönnum var meinaður aðgangur, ýmist vegna þess að þeir höfðu meðferðis áfengi eða gerðu sig seka um að ónáða aðra viðskiptavini. Heilt á litið höguðu við- skiptavinir sér vel og var létt í fólki. Einhverjir grínuðust með vandræðin sem nýlega hafa átt hafa sér stað í versluninni og þegar lögreglubíll renndi upp að skemmtistaðnum Hressó til að hafa hendur í hári árásarmanns heyrðust margir kalla: „Gas! Gas!“ í átt að lögreglumönnunum. kjartan@frettabladid.is Laugardagsnótt í 10-11 Í síðasta mánuði var þrisvar veist að öryggisvörðum verslunarinnar 10-11 í Austurstræti. Í kjölfarið hefur skapast umræða um afgreiðslutíma verslunarinnar. Fréttablaðið kannaði málið aðfaranótt sunnudags og komst að því að ýmis vandræði í Austurstræti skiluðu sér ekki inn fyrir dyr 10-11. „Öryggisverðir utan af landi eru oft og tíðum ansi lagnir við að tala erfiða kúnna til,“ segir Snorri Guðjónsson, vakt- stjóri hjá Öryggisgæslunni, en sjálfur kemur hann frá Seyðisfirði. „Í minni bæjum úti á landi eru öryggisverðir að kljást við fjölskyldu, vini og jafnvel kennara í vinnunni og læra þannig að beita diplómatískum aðferðum við að róa málin.“ Snorri varð vitni að alvarlegri árás á örygg- isvörð í 10-11 fyrir um mánuði. „Ég stóð við hliðina á honum þegar hann var sleginn og náði árásarmanninum. Auðvitað var öllum brugðið en jafnframt ákveðnir í að láta þetta ekki á sig fá. Ég kann vel við mig í þessu starfi og samvinnan milli 10-11 og Öryggisgæslunnar er til fyrirmyndar.“ Öryggisvörður í 10-11: Varð vitni að alvarlegri árás Þeir Ari Júlíus Árnason og Jóhannes Ingi- bertsson sögðu mikið hungur draga sig í verslun 10-11 klukkan fimm á laugardags- nóttu. „Við komum alltaf hérna eftir bæjar- ferðir um helgar til að kaupa okkur samlokur að borða. Þessi búð er fyrirtaks síðasta stopp á leiðinni heim.“ Aðspurðir sögðust þeir endrum og eins verða varir við einhver vand- ræði inni í búðinni, en segja öryggisverðina greiða úr þeim jafnharðan. „Í miðbænum safnast allir saman eftir fyllirí og þetta er auðvitað suðupottur fyrir villimennsku og vitleysu, en sjálfir höfum við ekki lent í neinu slíku,“ segja þeir Ari og Jóhannes. Miðbærinn suðupottur fyrir villimennsku SVANGIR Ari Júlíus Árnason og Jóhannes Ingibertsson. HANGIKJÖT Í MORGUNSÁRIÐ Þessi maður festi kaup á hangikjöti með uppstúfi frá 1944 og gæddi sér á kræsingunum köldum fyrir utan verslunina. VILL MEIRI SAMVINNU „Litlar þægindaverslanir sem eru opnar allan sólarhringinn eins og þessi eru reknar úti um allan heim. Ég trúi ekki öðru en það sé mögulegt á Íslandi eins og annars staðar,“ segir Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri 10-11. GRIÐASTAÐUR Heldur var farið að fækka í miðbænum þegar klukkan var farin að ganga sjö um morguninn. Þeir fáu sem eftir voru söfnuðust saman fyrir framan 10-11. SLAGSMÁL Sjúkrabíll var kvaddur á vett- vang eftir slagsmál á skemmtistaðnum Hressó. UTANBÆJAR- MAÐUR Snorri Guðjónsson vaktstjóri. Ópusallt er öflugt Ópusallt er öflugur viðskiptahugbúnaður fyrir fyrirtæki sem hafa þörf fyrir sveigjanlegt sölu- og birgðakerfi, gott verkbókhald auk allra almennra eiginleika góðrar og reyndrar viðskiptalausnar. Ópusallt er í notkun hjá fjölda fyrirtækja sem þarfnast viðskiptahugbúnaðar sem auðveldlega aðlagast breyttu rekstrarumhverfi. HugurAx / Guðríðarstíg 2-4 / 113 Reykjavík / hugurax@hugurax.is / Sími 545 1000 www.opusallt.is/kynning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.