Fréttablaðið - 05.05.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 05.05.2008, Blaðsíða 16
16 5. maí 2008 MÁNUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi, sagðist aðspurður í sjónvarpsfréttum varla geta sagt að hann skildi grein Helgu Jónsdóttur í Frétta- blaðinu síðastliðinn föstudag. Þar vakti hún athygli á því að eiginmaður hennar sætti ákæru af hendi Ólafs fyrir að hafa valdið henni skaða þegar þau lentu í bílslysi – og voru í órétti. Refsigleði Í grein sinni rakti Helga raunir hjónanna í kjölfar slyssins – þar sem hún var sú eina sem slaðaðist illa – og benti jafnframt á lagagrein þar sem segir að falla megi frá saksókn ef brot hafi valdið sakborningi sjálfum óvenjulegum þjáningum og málsókn þykir ekki brýn af almennum refsivörsluástæðum. Helga nefnir líka að ákærur sem þessi tíðkist ekki í öðrum umdæmum. Fróðlegt væri að vita hvað var ofvaxið skilningi sýslumannsins í grein Helgu. Sjálfur átti ég í engum vandræðum með að skilja hana enda var hún sérlega skýr og rökföst, rituð á prýðilegri íslensku, með stuttum og auðskiljanlegum setningum og alveg laus við flóknar málaleng- ingar sem gætu gert sýslumenn ringlaða. Ætli hitt sé ekki nær sanni að honum hafi fundist óskiljanlegt að svona grein skyldi yfirhöfuð skrifuð – að manneskj- an skyldi dirfast að mótmæla athöfnum hans. Það var engu líkara en að komið hefði á hann. Honum var að minnsta kosti um megn að standa fyrir máli sínu. Eiginlega er bara eitt sem er óskiljanlegt í þessu máli öllu og það er framganga sýslumannsins. Slysið varð þegar maðurinn tók u- beygju úr vegarkanti en sá ekki aðvífandi jeppa. Að sjálfsögu „vanmat hann aðstæður“ eins og segir í ákæru og að sjálfsögðu sýndi hann ekki „nægjanlega aðgæslu“. Að sjálfsögðu var þetta gáleysi. En er ekki nokkuð langt gengið að gera manninn að glæpamanni fyrir það og draga hann í dilk með strákum í Formúluleik? Glæpavæðing slysa Þetta er ekki eina dæmið um að framganga dómsvaldsins ofbjóði almennri skynsemi. Þannig kom stórfurðulegt mál upp í mars síðastliðnum þegar móðir skólastúlku á Seltjarnarnesi var samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur látin greiða kennara tíu milljónir króna í bætur fyrir gjörðir barnsins. Kennarinn hafði hlotið höfuðáverka þegar hann hugðist vitja stúlkunnar inn í geymslu eftir að hún hafði flúið þangað undan skólasystkinum sínum – rennihurð skall á höfði kennarans með skelfilegum afleiðingum en skólinn var svo forsjáll að hafa ekki tryggt kennara sína fyrir slíkum áföllum. Skólinn var sýknaður af kröfum kennarans. Stúlkan er haldin Asperger-heilkenni og sögð sérlega hvatvís – en burtséð frá því ættu flestir að geta sett sig í spor hennar þar sem hún felur sig í geymslunni, hrædd og reið og alein í heiminum sem er vondur við hana. Það að lögsækja barn er í sjálfu sér merkilegur vitnisburður um sálarástand en sjálft dómsorðið virkar algjörlega absúrd á mann: Hinn fjölskipaði dómur telur að stúlkan hafi þekkt muninn á réttu og röngu og ekkert í málinu benti til þess að fötlun hennar hafi skert dómgreind hennar eða að vitsmunaþroski hennar hafi verið minni en almennt hjá börnum á sama aldri. Ekkert liggi fyrir um það í málinu að stúlkan hafi ætlað sér að skella hurðinni á kennar- ann heldur sé líklegra að hvatvísi hennar hafi þar ráðið för eða reiði vegna þess að henni hafði sinnast við skólabræður sína. (Þarna virðist dómurinn komast í mótsögn við sjálfan sig: hafi hvatvísi stúlkunnar ráðið för þá bendir það væntanlega til „að fötlun hennar hafi skert dóm- greind hennar“.) Á hinn bóginn hafi henni mátt vera ljóst að sú háttsemi hennar að loka hurðinni með afli væri hættuleg og hún hlyti að hafa gert sér grein fyrir því hversu alvarlegar afleiðingar sú háttsemi gat haft í för með sér. Því beri stúlkan skaðabótaábyrgð á tjóni kennarans. Aftur á móti var skólinn sýknaður eftir að dómurinn hafði ráðfært sig við færustu sérfræð- inga í virkni rennihurða – ekkert var að hurðinni og skólinn bar því enga ábyrgð. Ekki þótti dómurum hins vegar ástæða til að ráðgast við sérfræðing í sálarlífi barna eða Aspergerheil- kennis. Það er samt ekki aðalatriðið: Foreldrar treysta skólum fyrir börnum sínum og eiga heimtingu á því að þar sé þeim skapað eins gott umhverfi og kostur er. Þar á ekki að koma upp sú staða að barn þurfi að flýja inn í geymslu undan jafnöldrum sínum – þar brást skólinn móður og barni. Ekki er hægt að una því að stelpa nýorðin ellefu, með Asperger-heilkenni, hrædd og reið eftir árásir skólafélaga, sé gerð að glæpamanni. Kominn er tími til að dóms- valdið hætti þessari glæpavæð- ingu slysa. Akureyri Vík Egilsstaðir Selfoss Hveragerði Hafnarfjörður Neskaupstaður Grundarfjörður Stykkishólmur Súðavík Ísafjörður Akranes Njarðvík Sandgerði Hreðavatnsskáli Reykjavík Þú sparar á Orkustöðvunum Net Orkustöðvanna umhverfis landið þéttist sífellt til enn frekari hagsbóta fyrir almenning. Kynntu þér hvar Orkustöðvarnar eru og hvað bensínið er ódýrt þar. SPÁÐU Í HVAÐ ÞÚ SPARAR! www.orkan.is D Y N A M O R E Y K JA V IK Þ að eru nokkur tíðindi í breskum stjórnmálum að íhalds- maðurinn Boris Johnson verður næsti borgarstjóri Lundúnaborgar um leið og flokkurinn kemst til valda í tólf nýjum sveitarfélögum víðs vegar um England og Wales. Í fyrsta lagi á Boris Johnson litríkan feril að baki og hefur oft vakið athygli fyrir skrautlegt líferni og djarfar yfirlýsingar. Það gefur til kynna að kjósendur vilji ekki alltaf sjá stjórnmálamenn í fararbroddi sem hafa flekklausan feril, eins og rík krafa virðist um til dæmis í Bandaríkjunum. Kjósendur eiga að geta endur- speglað sig í stjórnmálamönnum, sem eru breyskir eins og aðrir menn. Þeir gera mistök, misnota vímuefni og eiga misheppn- uð hjónabönd að baki. En þeir þurfa ekki að vera óheiðarlegir stjórnmálamenn fyrir vikið. Umburðarlyndi kjósenda er meira en margir ætla í fyrstu. Í öðru lagi gefa niðurstöður kosninganna til kynna að yfirburð- ir Verkamannaflokksins í breskum stjórnmálum séu loksins að dvína. Það er algengt að kjósendur noti tækifærið milli þing- kosninga til að lýsa yfir vonbrigðum með ríkjandi ríkisstjórn. Mannfólkið sækist líka eftir ákveðnu valdajafnvægi. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, lýsir þessu þannig í Fréttablaðinu í gær. „Verkamanna- flokkurinn hefur átt í vissum innanflokksdeilum undanfarið og hefur því fallið í vinsældum. Á sama tíma hefur Íhaldsflokkn- um tekist að færa sig nær miðjunni og auka vinsældir sínar undir stjórn Davids Cameron. Það er því óhætt að segja að staða forsætisráðherrans Gordons Browns sé ekki sterk í augnablik- inu...“ Íhaldsflokkurinn er því að ná vopnum sínum aftur eftir að hafa átt erfitt með að fóta sig eftir langa sigurgöngu undir for- ystu Margrétar Thatcher, sem var forsætisráðherra Breta frá 1979 til 1990. Nú lítur út fyrir að Verkamannaflokkurinn muni eiga í svipuðum erfiðleikum með að ná hylli kjósenda eftir far- sælan feril Tonys Blair í Downing-stræti 10. Þótt ferill þessara stjórnmálamanna sé glæsilegur féll skuggi á störf þeirra undir það síðasta. Í fljótu bragði virðist það hafa einkennt starfslok fleiri sterkra leiðtoga víðsvegar í hinum vest- ræna heimi. Það má til dæmis sjá samsvörun þegar ferill Davíðs Oddssonar er skoðaður. Fáir vilja snúa af þeim vegi sem hann lagði á sínum pólitíska ferli sem forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Þó að einhverjir hafi gagnrýnt hann harð- lega undir það síðasta skiptir stóra myndin máli eins og í tilfelli Thatcher og Blairs. Stjórnmál snúast að miklu leyti um sterka foringja sem taka réttar ákvarðanir á erfiðum tímum. Slíkir tímar blasa við hér heima og erlendis næstu misserin. Því er tækifæri fyrir nýtt fólk að hasla sér völl í stjórnmálum hér heima eins og í Bretlandi. Kynslóðaskipti í flokksforystu flokkanna á Alþingi eru í sjónmáli á næstu árum. Og það er pláss fyrir fólk með djarfar skoðanir sem er tilbúið að tala fyrir breytingum á grundvelli hugmyndafræðinnar. Því mun draga til tíðinda í íslenskum stjórnmálum eins og þeim bresku. Staða breska Verkamannaflokksins veikist: Sterkir leiðtogar og breyskir menn BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON SKRIFAR UMRÆÐAN Oddný Sturludóttir skrifar um skipu- lagsmál Á laugardaginn var heimsótti borgarstjóri nokkur hverfi borgarinnar í þeim til- gangi að hitta íbúa og spjalla um hverfið þeirra. „1, 2 og Reykjavík“ er heiti verkefnis sem skipulagt var í tíð Tjarnarkvartettsins, samráðsfundirnir voru lokahnykkurinn á því átaki. En heimsóknirnar umbreyttust í krossferð gegn skoðunum 14 borgarfulltrúa af 15, krossferð gegn samstarfsfólki borgarstjóra og krossferð gegn verðlaunatillögu í hugmyndasam- keppni um framtíðaruppbyggingu í Vatnsmýri. Það má öllum vera ljóst að Ólafur F. Magnússon borgarstjóri vill ekki að flugvöllurinn fari. Hann á sér ekki marga skoðanabræður í borgarstjórn og fundargestir á samráðsfundunum síðastliðinn laug- ardag voru komnir til að ræða Laugardalinn, Háaleit- ið og miðbæinn. Ekki úrslit í hugmyndasamkeppni sem fram fór í janúar og hefur í hvívetna vakið fádæma jákvæða athygli. En borgarstjóri gerði sér lítið fyrir, dró upp kort af verðlaunatillögunni og sagði höfunda hennar ekki bera nægilegt skynbragð á taktinn og þarfirnar í íslensku samfélagi – enda væru þeir ekki íslenskir! Tillagan væri illa hugsuð skipulagslega, bæði hvað varðar samgöngu- og umferðarmál. Þetta eru stór orð. Og hljóta að vera sér- staklega þungbær tveimur dómnefndar- mönnum sem völdu þessa tillögu eftir þriggja ára setu í dómnefnd ásamt nafntog- uðum arkitektum og skipulagsfræðingum. Hvað segja borgarfulltrúarnir Hanna Birna Kristjánsdótitr og Gísli Marteinn Baldurs- son sem völdu tillöguna úr hópi 136 tillagna, hældu henni í hástert og töldu hana kallast á við hið besta úr reykvískri skipulagssögu og byggingarlist? Ætla borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins endan- lega að láta ýta sér og sínum skoðunum út af borðinu af Ólafi F. Magnússyni? Var ekki gert samkomulag um annað? Munu þau ekki krefjast þess að hann dragi orð sín til baka? „1, 2 og Reykjavík“ var vel heppnað verkefni sett af stað til eflingar hverfalýðræðis í tíð Tjarnarkvartettsins. Þegar hillir undir lok þess hefur það umbreyst í krossferð þess eina borgarfulltrúa sem lokar augunum fyrir framtíð Reykjavíkur. Af hverju tók hann ekki af skarið og endurskírði verk- efnið „1, 2 og Reykjavíkurflugvöllur“? Höfundur er borgarfulltrúi. Krossferð borgarstjóra ODDNÝ STURLUDÓTTIR ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björgvin Guðmundsson og Björn Ingi Hrafnsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON Í DAG | Dómsmál Í órétti Nýir Tímar fram undan Sturla Jónsson, bílstjóri og alþýðu- hetja, er óþreytandi við að berja á ríkisstjórninni og í nýrri bloggfærslu lætur hann í það skína að hann hyggist færa mótmælaaðgerðir sínar af götunni og inn á æsilegan vettvang stjórnmálanna. „Nýir Tímar: Baráttufólk um bætt lífskjör“ er yfirskrift pistilsins sem fjallar um almennt getuleysi stjórn- valda á öllum sviðum. „Erum við ekki að tala um Nýja Tíma[?]“ spyr Sturla. Hvað með Frjálslynda? Það er þó ekki víst að allir séu kátir með Nýju Tímana hans Sturlu, því fáir hömpuðu framgöngu hetjunn- ar meira en framámenn úr röðum Frjálslynda flokksins. Þeir mættu í Norðlingaholtið til að sýna bílstjór- um samstöðu, lýstu sig sammála málstað þeirra og ýjuðu að því í tíma og ótíma að Sturla væri á leið í stjórnmál. Það virtist eingöngu vera spurning um tíma hvenær Sturlu yrði boðið sæti á lista þeirra fyrir næstu þingkosningar. Nú er það spurning um Nýja Tíma. Er vonar- stjarnan hröpuð? Úr dýrlingi í drottin Í Sjálfstæðu fólki í gærkvöldi tjáði Sturla Jóni Ársæli Þórðarsyni að hann tryði á Guð. Hann sæi hann í speglinum á hverjum morgni áður en hann færi í vinnuna. Óbreyttur verndardýrlingur vörubílstjóra varð þar að drottni sjálfum í einu vetfangi. Vitaskuld dugir honum því ekkert minna en að leiða sjálfur hina heilögu baráttu gegn djöfullegri ríkisstjórninni. stigur@frettabladid
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.