Fréttablaðið - 05.05.2008, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 05.05.2008, Blaðsíða 56
24 5. maí 2008 MÁNUDAGUR FRÉTTABLAÐIÐ SPÁIR FYLKI 6. SÆTINU Í LANDSBANKADEILD KARLA 2008 GENGI SÍÐUSTU ÁRA 2007 4. sæti í A-deild 2006 8. sæti í A-deild 2005 5. sæti í A-deild 2004 4. sæti í A-deild 2003 4. sæti í A-deild 2002 2. sæti í A-deild AÐRIR LYKILMENN GENGI Á VORMÓTUNUM ■ Sigrar ■ Jafntefli ■ Töp 3 3 1 KRISTJÁN VALDIMARSSON PETER GRAVESEN HALLDÓR ARNAR HILMISSON > LYKILMAÐURINN Fjalar Þorgeirsson hefur á undanförnum árum verið að stimpla sig inn sem einn besti markvörður landsins og hann hefur verið verðlaunaður með sæti í landsliðshópum síðustu misseri. Fjalar átti stórbrotið sumar í fyrra og það var ekki síst fyrir frábæra markvörslu hans sem Fylkir náði fjórða sætinu í fyrra. Fylkir fékkk á sig fæst mörk allra liða í deildinni eða 18. Fjalar þarf klárlega að fylgja þessu góða tímabili eftir í sumar og takist honum það verða Fylki allir vegir færir. > X-FAKTORINN Ólafur Ingi Stígsson hefur verið einstaklega óheppinn með meiðsli síðustu ár en heill heilsu er hann með betri miðjumönnum landsins. Fylkismenn þurfa að hafa hann heilan heilsu í sumar. Fylkir náði eftirtektarverðum árangri á síðustu leiktíð. Endaði í fjórða sæti og hefði jafnvel getað gert betur. Lykillinn að góðu gengi liðsins var öflug- ur varnarleikur, þar sem Kristján Valdi- marsson sprakk út í stöðu miðvarðar með David Hannah, og frábær markvarsla. Fyl- kir er að halda sömu varnarlínu sem verður ekki auðveldlega brotin niður í sumar. Sóknarleikurinn var aftur á móti höfuð- verkur Fylkismanna og Árbæingar vonast eftir meira púðri í sóknarleiknum í sumar með tilkomu þeirra Jóhanns Þórhallssonar og Danans Allan Dyring. Báðir leikmenn geta verið skeinuhættir á góðum degi en hafa mikið að sanna í deild þeirra bestu. Jóhann kom lítið við sögu hjá KR í fyrra og Allan Dyring sló ekki í gegn með FH þó svo hann hefði sýnt lipra takta á köflum. Verður áhugavert að fylgjast með gengi þeirra félaga í sumar. Á miðjunni hefur Fylkir misst Pál Einars- son, sem er hættur, en í staðinn hafa Fylkis- menn fengið Ian Jeffs frá ÍBV en Jeffs hefur verið mjög öflugur í liði Eyjamanna. Hann hefur reynsluna af efstu deildar bolta hér á Íslandi og ætti að nýtast Fylki vel. Ef heilsufar Ólafs Stígssonar er síðan í lagi eru Fylkismenn í góðum málum. Fylkismenn hafa í rauninni flest vopnin, frábæran markvörð, öfluga vörn, sterka miðju og frambærilega framherja. Smelli allt hjá liðinu gæti það komið skemmtilega á óvart í sumar. Fylkir gæti komið á óvart FÓTBOLTI Kvennalandslið Íslands gerði 1-1 jafntefli við Finnland í vináttulandsleik í Espoo í Finn- landi í gær. Edda Garðarsdóttir skoraði mark Íslands með glæsi- legu langskoti í byrjun síðari hálf- leiks en þær finnsku jöfnuðu svo leikinn í uppbótartíma. Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari kvaðst sáttur við leik íslenska liðsins þótt vissulega hafi verið svekkjandi að missa leikinn niður í jafntefli á síðustu mínútunni. Glæsilegt mark Eddu „Þetta var mikill baráttuleikur þar sem við áttum ef til vill aðeins undir högg að sækja í fyrri hálf- leik en unnum okkur svo vel inn í leikinn og vorum sterkari aðilinn í þeim síðari og náðum að skora gott mark. Edda Garðarsdóttir tók þá langt innkast og boltinn barst aftur til hennar og hún ákvað þá bara að skjóta á markið á um 25 metra færi og boltinn flaug yfir finnska markvörðinn og fór efst í fjærhornið, glæsilegt mark sem kom á 57. mínútu. Við markið fannst mér við fá meira sjálfs- traust í okkar leik og við náðum að halda boltanum betur innan liðs- ins og þá komu líka nokkur mark- tækifæri í kjölfarið. Finnarnir fengu líka sín færi og pressuðu nokkuð stíft á lokakafla leiksins og uppskáru svo mark á 94. mín- útu og við vorum auðvitað svekkt með það. Annars notaði ég vita- skuld leikinn til þess að rótera lið- inu mikið til þess að skoða leik- menn,“ sagði Sigurður Ragnar sem hefur verið ánægður með varnarleik liðsins að undanförnu. „Við höfum náttúrlega verið að spila hörkufínan varnarleik og þetta mark sem við fengum á okkur gegn Finnlandi var fyrsta markið í tæpt ár sem við fáum á okkur úr opnum leik eða síðan við töpuðum 4-0 gegn Englandi um miðjan maí árið 2007. Það er auð- vitað jákvæð þróun og gefur okkur sjálfstraust þegar við erum að spila gegn sterkari þjóðum,“ sagði Siguður Ragnar sem fagnar því að fá leiki gegn sterkum andstæðing- um eins og Finnum. „Það er mjög gott fyrir okkur að fá tækifæri til þess að spila gegn þjóðum eins og Finnum sem eru fyrir ofan okkur á FIFA-listanum og gefur okkur möguleika á að þróa okkar leik enn frekar. Finn- land verður með á lokakeppni EM 2009 sem gestgjafi og þær voru í undanúrslitum á síðasta EM þannig að þetta er gott próf fyrir okkur. Það var mun sterkara lið sem mætti okkur í þessum leik heldur en þegar við spiluðum við þær á Algarve Cup og unnum 3-0,“ sagði Sigurður Ragnar sem fagnar því enn fremur hvað liðsheildin er orðin sterk hjá íslenska liðinu. Nýir leikmenn stigið fram „Það ber klárlega að hrósa stelp- unum virkilega vel fyrir að það kemur alltaf maður í manns stað hjá okkur. Þegar við höfum misst út góða leikmenn eins Ásthildi Helgadóttur, Þóru Helgadóttur, Sif Atladóttur, Ernu B. Sigurðar- dóttur og núna Guðnýju Björk Óðinsdóttur og Guðbjörgu Gunn- arsdóttur, þá hafa alltaf komið inn nýir leikmenn sem hafa stigið upp og staðið sig vel. Markvörðurinn Sandra Sigurðardóttir var til að mynda að leika sinn fyrsta lands- leik í byrjunarliðinu og stóð sig mjög vel og varði oft á tíðum með tilþrifum. Hún greip vel inn í fyr- irgjafir og var í raun nálægt því að verja skotið sem Finnarnir skoruðu úr,“ sagði Sigurður Ragn- ar að lokum en liðin mætast aftur í Finnlandi næstkomandi miðviku- dag og þá er stefnan sett á sigur. omar@frettabladid.is Kemur alltaf maður í manns stað Kvennalandslið Íslands gerði 1-1 jafntefli í vináttulandsleik gegn Finnlandi í gær. Sigurður Ragnar Eyjólfs- son landsliðsþjálfari var ánægður með margt í leik íslenska liðsins og hrósar sérstaklega sterkri liðsheild. Á RÉTTRI LEIÐ Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari hefur náð eftirtektarverð- um árangri með kvennalandslið Íslands og hefur til að mynda virkilega hreinsað til í varnarleik liðsins. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Vináttulandsleikur í fótbolta Finnland-Ísland 1-1 0-1 Edda Garðarsdóttir (57.), 1-1 ekki vitað (94.). Meistaradeildin í handbolta Ciudad Real-Kiel 27-29 (13-14) Ólafur Stefánsson skoraði sjö mörk fyrir Ciudad. EHF-bikarinn í handbolta Nordhorn-FCK 31-27 (15-15) Arnór Atlason skoraði eitt mark fyrir FCK. ÚRSLIT HANDBOLTI Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins munu bæði Fram og Valur hafa hug á því að fá til sín Magnús Stefánsson sem leikið hefur með Akureyri. Magnús kvaðst hafa heyrt af áhuga liða en vildi lítið tjá sig um málið. „Jú, ég hef heyrt af áhuga einhverra liða en ég er samnings- bundinn Akureyri út næstu leiktíð og því fara mögulegar fyrirspurnir í gegnum forráða- menn Akureyraraliðsins og ég hef ekki heyrt neitt um það frá þeim,“ sagði Magnús sem viðurkenndi að síðasta tímabil hafi spilalega valdið sér og öðrum vonbrigðum enda liðið sterkara en lokastaðan gaf til kynna. Það er heldur ekki loku fyrir það skotið að erfiðleikar í rekstri handknatt- leiksdeildar Akureyrar muni ýta frekar undir að menn fari frá liðinu. - óþ N1-deild karla í handbolta: Fram og Valur á eftir Magnúsi HANDBOLTI Ólafur Stefánsson og félagar hans hjá spænska liðinu Ciudad Real töpuðu fyrri leik sínum 27-29 fyrir þýska liðinu Kiel í úrslitum Meistaradeildar- innar á Spáni í gær. Kiel er því með pálmann í höndunum fyrir seinni leik liðanna sem fram fer í Þýskalandi um næstu helgi. Leikurinn fór fjörlega af stað þar sem hraður sóknarleikur réði ríkjum enda sam- ansafn af bestu handknattleiks- mönnum heims á gólfinu að leika listir sínar. Eftir um tíu mínútna leik var staðan orðin 6-7 gestun- um í Kiel í vil og þeir leiddu svo leikinn 13-14 þegar flautað var til hálfleiks. Kiel virkaði ávallt skrefinu á undan Ciudad Real í upphafi síðari hálf- leiks en heimamenn náðu þó að vinna sig aftur inn í leikinn og náðu loks undirtök- unum. Staðan var 24- 23 Ciudad Real í vil um miðbik síðari hálfleiks en þá sýndu núverandi Meistaradeildar- meistararnir í Kiel úr hverju þeir eru gerðir og sigldu fram úr á nýjan leik og munaði þar mest um landana frönsku, þá Thierry Omeyer í markinu og Nikola Kar- abatic. Karabatic, sem er af mörgum talinn besti leikmaður heims, skoraði fjögur mörk í röð fyrir Kiel á þeim kafla sem þýska liðið sneri leiknum sér í hag og Ciudad átti í stökustu vandræðum með hann í leiknum. Lokatölur urðu svo sem segir 27-29 og útlitið ekki sérstakt fyrir Ciudad Real fyrir seinni leikinn. Ólafur Stefánsson var af öðrum ólöstuðum besti maður Ciudad Real í leiknum og skoraði sjö mörk og var hvað eftir annað að leggja upp færi fyrir samherja sína með öflugum stoðsending- um. - óþ Kiel sigraði Ciudad Real í fyrri leik liðanna í úrslitum Meistaradeildarinnar: Kiel sýndi styrk sinn á Spáni ALLT Í ÖLLU Ólafur Stefáns- son fór fyrir sínum mönnum í Ciudad Real í gær. NORDIC PHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.