Fréttablaðið - 05.05.2008, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 05.05.2008, Blaðsíða 64
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 Í dag er mánudagurinn 5. maí, 126. dagur ársins 4.45 13.24 22.06 4.16 13.09 22.05 Þegar Bill Clinton, sá ágæti maður, varð uppvís að ástar- leikjum með ungri konu í fallegum bláum kjól þurfti hann í kjölfarið ekki bara að glíma við reiði eigin- konunnar. Í bandarískum stjórn- málum þótti það eðlileg krafa að þessi persónulegu afglöp hans yrðu rannsökuð af opinberum embætt- ismönnum. Fenginn var sérstakur saksóknari, Kenneth Starr, sem vann að málinu af fullum þunga og lét meðal annars rannsaka bláa kjólinn. Þar fann hann svo ummerki þess að forsetinn var ekki náttúru- laus maður. Og þá varð voðinn vís. UMRÆÐA í Evrópu var auðvitað á þá leið að þessi heimskulegu mis- tök forsetans ættu að hafa áhrif á stöðu hans gagnvart eiginkonunni, en ekki öðrum. Nema kannski í Frakklandi þar sem kjósendur sýna ástalífi forsetans svo ofsaleg- an skilning, að menn gera engar athugasemdir fyrr en hugsanlega þegar kvennastandið gerir forset- ann óvígan í starfi, eins og nú er reyndin. Þar í landi hefur forsetinn jafnan átt eiginkonu, þá opinbera hjákonu, og svo þessa sem allir vita af, en enginn talar um. NÚ er merkileg staða aftur komin upp í bandarískum stjórnmálum. Forsetaframbjóðandinn Barack Obama er í vandræðum vegna ummæla um hryðjuverk og ástæð- ur 11. september. Þó hefur hann sjálfur ekki sagt neitt til að unnt sé að draga hollustu hans sjálfs eða ást á fósturjörð í efa. Það hefur hins vegar presturinn hans gert. Í baráttunni milli Hillary og Obama virðist það ekki nóg að frambjóð- endur fari um gjörvalla heims- byggðina, sem heimamenn telja Bandaríkin vera, til að kynna skoð- anir sínar. Ætlast er til að fram- bjóðendurnir svari líka fyrir skoð- anir annarra, í þessu tilviki prestsins sem gaf Obama-hjónin saman. DÁSAMLEG sem bandarísk stjórnmál eru þá telja margir álitsgjafar nú að ummæli prests- ins hafi ekki verið tilviljun, heldur mögulega sett fram til að sverta frambjóðandann eða einmitt til að gefa Obama tækifæri til þess að afneita prestinum opinberlega, og þar má kannski greina biblíulegt stef stjórnmálanna. ATBURÐARÁSIN minnir aðeins á Lewinsky-hneykslið þar sem ein samsæriskenningin var sú að unga konan hefði táldregið forsetann til þess að svipta hann pólitísku þreki og fryst bláa kjólinn sem fangaði forsetann með svo eftirminnilegum hætti. Í báðum tilvikum blasir nú samt við að um er að ræða mál sem eru vandræðaleg en koma starfi forsetans blessunarlega ekki við. Af bláum kjólum BAKÞANKAR Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.