Fréttablaðið - 07.05.2008, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 07.05.2008, Qupperneq 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Blaðberinn bíður þín Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfið Blaðberinn... Sími: 512 5000 MIÐVIKUDAGUR 7. maí 2008 — 124. tölublað — 8. árgangur HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA VEIÐI ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Vilhjálmur Gunnar Pétursson er mikill ferða- áhugamaður og hefur komið víða við. Síðustu ár hefur hann ferðast og starfað erlendis, þar á meðal á Írlandi og nú síðast í Sölden í Austur- ríki. Í Sölden starfaði Vilhjálmur á veitingastaðnum Gigg- ijoch, sem er í 2.300 metra hæð uppi í fjöllunum þar sem hann sinnti ýmsum störfhendur „Það sem stóð mest upp úr var umhverfið sem ég vann og bjó í og allt fólkið sem ég kynntist þarna sem kom frá öllum stöðum í heiminum. Flestir voru á sömu bylgjulengd og ég náði mjög vel til þeirra sem ég vann með. Við erum í sambandi enn í dag,“ segir Vilhjálmur. Að sögn Vilhjálms er Sölden skemmtilegur og lif- andi bær. „Bærinn var bara algjör partíb nema hótel barir Vann og lék sér í Ölpunum Vilhjálmur kynntist fólki frá öllum heimshornum meðan hann vann í Sölden. Hann mælir óhikað með því að fólk skelli sér í ferðalög yfir vetrartímann. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR FLUGUHNÝTINGARÞað krefst bæði þolinmæði og natni að hnýta flugur. Björgvin Guðmundsson þekkir þá iðju vel og segir fátt jafnast á við það þegar fiskur-inn bítur á flugu sem maður hefur sjálfur búið til. VEIÐI 5 SAUÐBURÐURÁbúendur á Syðri-Hofdölum í Skaga-firði opna fjárhús sín um hvíta-sunnuhelgina og bjóða gestum að fylgjast með sauðburði. Hótel Varmahlíð býður upp á helgarpakka þar sem sveitalíf og sauðburður er innifalið.FERÐIR 4 1,8 - 2 tonn. 2,5 - 3,5 tonn. 5 - 8 tonn. 13 - 16 tonn. 17 - 24 tonn. StærðirEinn tjakkur 1000 mm. 1200 mm. Tveir tjakkar 1500 mm. 2000 mm. 2000 mm. VEÐRIÐ Í DAG VILHJÁLMUR GUNNAR PÉTURSSON Vann og skemmti sér í Ölpunum ferðir bílar heimili veiði börn Í MIÐJU BLAÐSINS SJÁVARÚTVEGUR Nám, nýsköpun og uppbygging Sérblað um sjávarútveg FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG FÓLK Óperusöngkonan Sigrún Hjálmtýsdóttir söng fyrir Vladi- mír Pútín og arftaka hans, Dmítrí Medvedev, í Rússlandi á dögunum. Sigrún kom fram ásamt Terem- kvartettinum í Alþýðuhöllinni í Moskvu og var fullt út úr dyrum, . Pútín og Medvedev sátu dolfallnir á fremsta bekk. „Pútín er mikill aðdáandi Terem-kvartettsins og kallar gjarnan á hann þegar mikið liggur við. Það var heilmikil veisla eftir tónleikana en ég talaði ekkert við Pútín. Ég hélt mig nú aðallega með tónlistarfólkinu.“ - glh / sjá síðu 30 Sigrún Hjálmtýsdóttir: Bræddi hjarta Pútíns með söng Ekki stórmál Sigrún Stefánsdóttir, dagskrárstjóri útvarpssviðs RÚV, segir það ekki stórmál að þulur þar á bæ sé einnig starfsmaður markaðs- deildar Alcan. FÓLK 30 sjávarútvegurMIÐVIKUDAGUR 7. MAÍ 2008 FRÁBÆR TILBOÐ! SÉRBLAÐ FYLGIR HÆGVIÐRI Í dag verður hæg suðvestlæg átt. Bjart með köflum norðan og austan til, annars skýjað og hætt við lítils háttar vætu. Hiti 12- 19 stig, hlýjast til landsins austan til. VEÐUR 4 16 14 18 12 12 EFNAHAGSMÁL „Við erum með um 150 erlenda starfs- menn núna, en ég geri ráð fyrir því að um helming- ur þeirra fari heim í sumar ef ekkert breytist,“ segir Óskar Þórðarson hjá starfsmannaleigunni VOOT. Um sé að kenna samdrætti á byggingamarkaði auk þess sem gengisþróunin hafi leikið erlenda verkamenn grátt. „Þetta er ofboðsleg kjaraskerðing sem segja má að jafngildi þrjátíu prósenta launalækkun,“ segir Sverrir Einar Eiríksson, hjá Starfsmannaleigunni Proventus. Það sem af er ári hafa næstum jafn margir erlend- ir starfsmenn farið úr landi og allt árið í fyrra, með vottorð sem tryggir þeim atvinnuleysisbætur í heimalandinu. Margir sem hér hafa verið við störf hafa reynt að koma sér upp þaki í heimalandinu eða sent peninga til fjölskyldna sinna. „Við höfum þegar haldið fund með pólskum starfs- mönnum vegna þessara mála,“ segir Bolli Árnason, framkvæmdastjóri GT-tækni á Grundartanga. Starfs- maður fyrirtækisins hefur ákveðið að flýja land vegna gengisfalls krónunnar og Bolli hefur heyrt af fleirum. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnun- ar, segir að nú séu á milli sautján og átján þúsund erlendir ríkisborgarar við störf á íslenskum vinnu- markaði. „Við gerum ráð fyrir því að það fækki um þrjú þúsund manns í þessum hópi í ár.“ Fyrirtæki hafa þegar leitað til verkalýðsfélaga eftir leiðbeiningum vegna þess að starfsmenn hafa óskað þess að fá greitt í evrum. Í síðustu samningum var veitt heimild til að greiða hluta launa í erlendri mynt. Uggur er í hópi erlendra verkamanna vegna gengisfallsins. Árni Jóhannsson hjá Samtökum iðnaðarins segir að þar hafi menn orðið varir við að erlendir starfsmenn færu heim strax um páska. - ikh / sjá Markaðinn Krónan hrekur erlenda starfsmenn heim á leið Erlendum starfsmönnum fækkar líklega um þrjú þúsund á árinu. Ástæður eru sagðar kjaraskerðing vegna gengislækkunar og samdráttur í byggingariðnaði. Þvottavél og sápu John Fogerty vill hafa þvottavél og fíla- beinshvít sápustykki baksviðs í Laugar- dalshöllinni. FÓLK 30 RÍÐANDI Í BÆINN Hilmir Snær Guðnason og Benedikt Erlingsson riðu frá Kópavogi niður í miðbæ Reykjavíkur í gær. Tilgangurinn var að hvetja ráðamenn til að tryggja aðgengi almennings að gömlu hestaréttinni fyrir ofan Hallargarðinn, þrátt fyrir sölu borgar- innar á Fríkirkjuvegi 11. Leikararnir slitu báðir barnsskónum í hverfinu og kynntust í gömlu hestaréttinni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SAMGÖNGUR Átaksverkefnið „Hjól- að í vinnuna“ hefst í dag og af því tilefni verður efnt til samkomu í Fjölskyldu- og húsdýragarðin- um. Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra mun koma hjólandi frá heimili sínu í föru- neyti Dofra Hermannssonar, vara- borgarfulltrúa Samfylkingar. Síðustu fimm ár hefur Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands stað- ið fyrir vinnustaðakeppni samfara átakinu. Frá árinu 2003 til 2007 fjölgaði keppendum úr 533 í 7.333. - jse Hjólað í vinnuna: Þátttaka eykst með hverju ári Borgaraleg verkefni „Við eigum að setja fjármagn og taka forystu í ákveðnum borgara- legum verkefnum þar sem reynsla okkar og þekking nýtur sín,“ skrifar Jón Gunnarsson um starf Íslands í NATO. UMRÆÐAN 16 KÖNNUN Ríflega tveir af hverjum þremur landsmönnum vilja kasta krónunni og taka upp evruna, sam- kvæmt könnun sem Capacent vann fyrir Samtök iðnaðarins í apríl. Evrusinnum hefur fjölgað mikið frá fyrri könnun. 68,3 prósent vilja taka upp evru nú, en 31,7 prósent vilja halda krónunni. Stuðningur við evruna hefur aukist um 22,4 prósent frá því í febrúar. Einnig var spurt hvort Ísland ætti að ganga í Evrópusambandið. Alls sögðust 48,6 prósent hlynnt inngöngu, en 29,5 prósent voru andvíg. Tæp 22 prósent sögðust hvorki hlynnt né andvíg. Um var að ræða netkönnun þar sem haft var samband við 1.100 manns af landinu öllu. Þátttakend- ur voru valdir af handahófi úr við- horfahópi Capacent. Svarhlutfall- ið var 72,8 prósent. - bj Könnun SI á stuðningi við evru og inngöngu í ESB: Evrusinnum fjölgar mikið Febrúar 2008 Apríl 2008 Stuðningur við upptöku evru 44 ,2 55 ,8 31 ,7 68 ,3 Halda íslensku krónunni Taka upp evru % Yngra og ferskara lið Fréttablaðið spáir KR fjórða sætinu í Lands- bankadeild karla í sumar. ÍÞRÓTTIR 26 GRÆNLAND Nýsamþykkt tillaga að heimastjórnarlögum fyrir Grænland var afhent leiðtogum dönsku ríkisstjórnarinnar og grænlensku landstjórnarinnar við hátíðlega athöfn í Nuuk í gær. „Þetta er stór dagur í sameigin- legri sögu Grænlands og Dan- merkur,“ sagði Fogh Rasmussen. Hans Enoksen landstjórnarfor- maður sagði Fogh Rasmussen eiga „miklar þakkir“ skildar. Hann sé sá danski forsætisráðherra sem hafi „skrifað sig inn í söguna sem sá sem gaf grænlensku þjóðinni réttinn til sjálfsákvörðunar“. - aa Grænlensk heimastjórnarlög: Fagnað í Nuuk

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.