Fréttablaðið - 07.05.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 07.05.2008, Blaðsíða 4
4 7. maí 2008 MIÐVIKUDAGUR H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA Taktu þátt í lukkuleik Dala Feta Glæsilegir vinningar í boði VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Basel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 19° 20° 23° 19° 19° 23° 24° 23° 24° 22° 24° 23° 23° 24° 24° 23° 32° 16° Á MORGUN 5-10 m/s norðvestan til, annars hægari. FÖSTUDAGUR 10-15 m/s allra syðst, annars 8-13 m/s. 13 14 16 18 10 12 10 12 11 9 6 8 10 1313 5 8 4 1013 HÆGVIÐRI OG HLÝTT Það verður ósköp rólegt veður á land- inu í dag. Norð- austan og austan til má búast við þokkalega björtu veðri og töluverð- um hlýindum eða allt að 19 stigum, en hins vegar er stutt í þoku- loftið við þessar aðstæður. Geri það sig gildandi verður mun svalara. 10 Sigurður Þ. Ragnarsson Veður- fræðingur GENGIÐ 06.05.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 153,9971 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 76,80 77,16 151,19 151,93 119,13 119,79 15,96 16,054 15,107 15,195 12,733 12,807 0,732 0,7362 124,45 125,19 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR ALÞINGI Fjármál lögregluembætt- isins á Suðurnesjum verða rædd á fundi fjárlaganefndar Alþingis í dag. Kemur Jóhann R. Benedikts- son lögreglustjóri fyrir nefndina. „Við ætlum að fara yfir fjár- veitingar ársins í ár og ræða ýmsar verklagsreglur,“ segir Gunnar Svavarsson, formaður fjárlaganefndar. Nýverið voru fjármál lögreglu- embættis höfuðborgarsvæðisins til umræðu á fundi fjárlaganefnd- ar. Sat Stefán Eiríksson lögreglu- stjóri hann. - bþs Lögreglustjórinn á Suðurnesjum: Gengur á fund fjárlaganefndar LÖGREGLUMÁL INTERPOL, alþjóðalögregla, biður almenning um aðstoð vegna leitar að manni sem hefur sést misnota börn á um það bil hundrað myndum sem dreift hefur verið á netinu. Myndirnar fundust í tölvu dæmds barna- níðings. Nafn manns- ins, þjóðerni og dvalarstaður eru óþekkt. Á myndunum sést hann misnota að minnsta kosti þrjá drengi á aldrinum sex til tíu ára. Lögregl- an í Noregi uppgötvaði fyrstu myndirnar í mars árið 2006. Lögregluyfirvöld hafa nauðleit- að mannsins um allan heim en án árangurs til þessa. Þau leggja allt kapp á að koma í veg fyrir misnotkun fleiri barna. - jss Interpol leitar til almennings: Lýsir eftir barna níðingi EFTIRLÝSTUR BARNANÍÐINGUR MÓTMÆLI Atvinnubílstjórar halda fund í kvöld í Nýju sendibílastöð- inni um framhald mótmæla þeirra. Sturla Jónsson segir menn afar óánægða með framkomu við þá en kröfur bílstjóra séu óbreytt- ar. „Við viljum losna við kíló- metragjaldið, að eldsneytisgjald lækki og hvíldartíminn verði lagaður,“ segir Sturla. Jón Gunnar Margeirsson, formaður Samtaka félagsskapar bílstjóra, segir menn reiða. „Við tölum fyrir daufum eyrum. Ef ekki verður breyting þá mótmæl- um við aftur. Við hræðumst lögreglu ekki, næst verðum við ekki svona fáliðaðir,“ segir Jón Gunnar. - kóp Bílstjórar funda í kvöld: Alls ekki hættir SKEMMDIR Sturla kannar skemmdir á bíl sínum eftir að lögregla lagði hald á hann. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR EFNAHAGSMÁL Samráðsfundur aðila vinnumarkaðarins, fulltrúa sveit- arfélaganna og ríkisstjórnarinnar átti sér stað í Ráðherrabústaðnum í Reykjavík í gær. Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði að farið hefði verið yfir efnahagsástandið og þróunina frá því í fyrra. „Við munum setja sérfræðinga í það á næstu fáum vikum að greina vand- ann sameiginlega og gera tillögur um leiðir til að mæta þessu. Síðan er hugmyndin að hittast hér á nýjan leik áður en langt um líður og stíga þá næstu skref,“ sagði hann. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utan- ríkisráðherra sagði ánægjulegt að heyra samhljóm á fundinum. Verð- bólgan breyti forsendunum hjá mörgum. „Við ætlum að huga að því hvernig við getum varið stöðu og kjör þess fólks sem er bæði búið að fjárfesta í íbúðarhúsnæði og gera sína kjarasamninga.“ Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, benti á að misskipting hefði aukist á síðustu árum og lagði ríka áherslu á hvað stjórn- völd vildu gera varðandi heil- brigðiskerfið, Íbúðalánasjóð og aðra innviði samfélagsins. Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnu- lífsins, sagði mestu máli skipta fyrir kjör fólksins að halda uppi atvinnustiginu í landinu. - ghs Samhljómur með ríkisstjórn og fulltrúum vinnumarkaðarins og sveitarfélaganna: Sérfræðingar gera tillögur STILLA SAMAN STRENGI Fulltrúar hins opinbera og aðila vinnumarkaðarins fóru yfir þróunina í efnahagsmálum þjóðarinnar í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ÍRLAND, AP Bertie Ahern sagði í gær af sér sem forsætisráðherra Írlands eftir ellefu ár í embætti. Síðasta daginn notaði hann til að hitta Ian Paisley, forseta heimastjórnar Norður-Írlands. Ahern er talinn hafa átt stóran þátt í að mótmælendur og kaþólskir á Norður-Írlandi gerðu með sér samning um heima- stjórn árið 1998, eftir þriggja áratuga blóðug átök sem kostuðu 3.600 manns lífið. „Það er ekki nokkur leið að snúa til baka til gömlu, vondu daganna,“ sagði Ian Paisley þegar hann hitti Ahern loka- daginn hans í embætti. - gb Forsætisráðherra Írlands: Bertie Ahern segir af sér STJÓRNSÝSLA Borgarstjórn frestaði í gær sölu á Sturlugötu 10 til að gefa Íslenskri erfðagreiningu ráð- rúm til að skýra sjónarmið sín um eignarhald lóðarinnar. Íslensk erfðagreining (ÍE) telur sig rétthafa lóðarinnar sem hafi verið lofuð fyrirtækinu þegar hús þess var byggt á Sturlugötu 8. For- svarsmenn S8 ehf. telja ÍE hins vegar hafa selt þessi lóðaréttindi þegar félagið seldi fasteignina á Sturlugötu 8. Sjónarmið borgaryfirvalda er að ÍE hafi aldrei verið formlegur rétthafi að lóðinni. „Telji Reykja- víkurborg að þeirri lóð sem um ræðir sé best ráðstafað með þeim hætti sem samningur milli Reykja- víkurborgar og S10 gerir ráð fyrir þá er það í hennar valdi að gera svo,“ segir í minnisblaði Krist- bjargar Stephensen borgarlög- manns sem sent var ÍE síðdegis á mánudag. Guðmundur Óli Björgvinsson, lögmaður S8 og S10, segir í bréfi til borgarstjórnar að fullyrðingar ÍE um að félagið hafi á einhvern hátt undanskilið lóðaréttindi að þeirri fasteign sem félagið seldi séu „rangar og algerlega órök- studdar“. Þá hafi Kára Stefáns- syni forstjóra verið kunnugt um fyrirhugaðar framkvæmdir og fengið uppdrætti afhenta. ÍE sendi í gær borgarstjórn nýtt og harðort bréf. Þar er því hafnað að upplýsingagjöf til forstjóra ÍE megi túlka sem „þegjandi sam- þykki“ fyrirtækisins. „Haldi Reykjavíkurborg fast við sinn keip og keyri málið í gegn í dag með offorsi, þrátt fyrir ítrek- uð og viðvarandi mótmæli ÍE, er ljóst að um verður að ræða eitt- hvað grófasta ásetningsbrot stjórnvalds á efnis- og meginregl- um íslensks stjórnsýsluréttar sem um getur á síðari árum,“ segir í feitletruðu niðurlagi bréfs Jóhanns Hjartarsonar, lögmanns ÍE, sem kveður fyrirtækið munu leita eftir lögbanni gegn lóðasölunni til S10. Málinu var síðan frestað á borg- arstjórnarfundi í gær eins og áður segir. „Íslensk erfðagreining telur sig hafa ákveðinn rétt og við ætlum að fara ofan í saumana á því,“ segir Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, formaður borgarráðs. gar@frettabladid.is Decode vill lögbann á sölu lóðaréttinda Borgaryfirvöld segja Íslenska erfðagreiningu aldrei hafa átt lóðaréttindi á Sturlugötu 10 en fresta sölu lóðarinnar til að heyra nánar af sjónarmiðum fyrirtækisins. ÍE segist munu leita eftir lögbanni selji borgin lóðina til S10 ehf. STURLUGATA 10 S10 ehf. vill reisa viðbyggingu við hús Íslenskrar erfðagreiningar og nýtt hús á umdeildri lóð á Sturlugötu 10. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI KÁRI STEFÁNSSON VILHJÁLMUR Þ. VILHJÁLMSSON DÓMSMÁL Insolidum ehf. hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta, samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur í gær. Insolidum er félag í eigu Daggar Pálsdóttur, lögmanns og varaþing- manns Sjálfstæðisflokksins, og sonar hennar Ágústs Páls Ólafs- sonar. Saga Capital Fjárfestingar- banki krafðist þess að bú félagsins yrði tekið til gjaldþrotaskipta vegna gjaldfallinnar skuldar að upphæð tæplega 335 milljónir króna, vegna láns til kaupa á stofnfjárbréfum í SPRON. Insolidum unir ekki úrskurði Héraðsdóms og hefur þegar skotið honum til Hæstaréttar. - kg Insolidum til gjaldþrotaskipta: Áfrýja til Hæstaréttar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.