Fréttablaðið - 07.05.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 07.05.2008, Blaðsíða 6
6 7. maí 2008 MIÐVIKUDAGUR BÚRMA, AP Óseyrarnar syðst á vesturströnd Búrma hafa verið að mestu einangraðar síðan fellibyl- urinn Nargis reið yfir landið á laugardaginn með ofsaroki og miklu vatnsflóði. Hjálpargögn eru farin að berast til landsins, en erf- itt er að koma þeim til nauð- staddra á svæðinu sem verst varð úti. „Það sem við óttumst mest er að eftirleikurinn kosti enn fleiri mannslíf heldur en fellibylurinn sjálfur,“ segir Caryl Stern, yfir- maður Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Bandaríkjunum. Hamfarirnar kostuðu meira en 20 þúsund manns lífið, en að auki er yfir 40 þúsund manns saknað og ein milljón manna stendur uppi án heimilis. Langmesta tjónið varð á óseyrasvæði Irriwaddy- fljótsins, þar sem íbúar eru á fjórðu milljón talsins. Rafmagnslaust var enn í gær í Rangún, stærstu borg landsins, fjórða daginn í röð frá því ham- farirnar urðu. Hversu alvarlegt ástandið er má marka af því að herforingja- stjórn landsins, sem jafnan tor- tryggir útlendinga og hleypir fáum þeirra inn í landið, hefur nú beðið um aðstoð frá erlendum hjálparstofnunum. Óttast var að stjórnin myndi reyna að takast á við vandann upp á eigin spýtur, án utanaðkomandi aðstoðar. Í gær skýrði stjórnin einnig frá því að hún hafi ákveðið að fresta að nokkru til 24. maí atkvæða- greiðslu um nýja stjórnarskrá, sem stjórnin hefur samið en stjórnarandstæðingar segja herða enn tök stjórnarinnar á lands- mönnum. Frestun kosninganna nær þó aðeins til þeirra svæða sem verst urðu úti. Fjölmörg ríki og hjálparsamtök hafa lofað aðstoð, þar á meðal Rauði kross Íslands, sem hefur ákveðið að verja fimm milljónum króna í aðstoð handa nauðstödd- um í Búrma. Herforingjastjórnin er þó enn treg til að þiggja aðstoð frá útlönd- um. Til að mynda var liðsmönnum bandarískra hjálparsamtaka meinað að fara til Búrma í gær. Allar upplýsingar um fjölda lát- inna, týndra og heimilislausra eru enn sem komið er eingöngu fengn- ar frá stjórnvöldum í landinu. Óháðir aðilar hafa ekki getað lagt neitt mat á það enn. Hamfarirnar um helgina eru þær verstu sem orðið hafa í Asíu síðan flóðbylgjan mikla reið yfir sunnanverða álfuna í desember 2004. gudsteinn@frettabladid.is UMHVERFISMÁL Þorsteinn Hilmars- son, upplýsingafulltrúi Landsvirkj- unar, segir að rannsókn á vegum Landsvirkjunar sýni að hamfara- flóð við gos í Bárðarbungu fari að öllu óbreyttu að langmestum hluta í gamlan flóðfarveg sem liggur inn í friðland Þjórsárvera. Með því að gera flóðvar í Þúfu- versstíflu gefi stíflan sig þannig að skaði af flóðinu verði sem minnstur. „Ef Landsvirkjun gerir ekki flóðvar í Þúfuversstíflu mundi hamfaraflóð rjúfa stærri stíflur norðar í friðlandinu og vatn fara yfir stærra svæði en ella,“ segir hann. Þorsteinn telur að rangt sé lesið úr korti þegar talað sé um að útbreiðsla flóðsins í Þjórsárverum eftir aðgerðir Landsvirkjunar nemi um áttatíu ferkílómetrum. Réttara sé að tala um þrjátíu ferkílómetra og að stór- um hluta í farvegi Þjórsár. Straumhraði flóðsins verði aðeins mikill á takmörkuðum svæðum í friðlandinu. „Stærsti hluti flóða- svæðisins mundi fá yfir sig kyrrt vatn í fáa daga sem ekki er víst að skaði gróðurinn,“ segir hann. „Það sætir furðu að þegar Landsvirkjun gerir varúðarráðstafanir vegna hugsanlegs hamfaraflóðs til þess að vernda bæði náttúru og mannvirki þá skuli þeirri viðleitni snúið upp í andhverfu sína,“ segir hann. - ghs Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, um Þjórsárver: Flóðið fer yfir 30 ferkílómetra © GRAPHIC NEWS Tugir þúsunda látnir Að minnsta kosti 22 þúsund manns fórust þegar fellibylurinn Nargis reið yfir Búrma um helgina. Óttast er að fjöldi látinna sé enn meiri. Meira en 40 þúsund manns er saknað og yfir milljón hefur misst heimili sitt. Hamfarasvæðin B Ú R M A (Mjanmar)Mandalay Irrawaddy- fljót Bogale: 10.000 látnir Rangún (Jangon) T A Í L A N D Negrais- höfði Bengalflói 1. Irrawaddy 2. Bago 3. Karen 4. Rangoon 5. Mon Bassin Wakema Pyapon Haing Gyi-eyja 90 þúsund manns heimilislausir Óseyrabyggðin 3,3 milljónir íbúa I R R A W A D D Y - Ó S E Y R A R N A R Andaman- haf Nay Pyi Taw Bangkok Ban I Tong 50 km 320 km Ferðaskrifstofa Þú velur áfangastað og brottfarardag og tekur þ átt í lottói um hvaða gistingu þú fæ rð! Verðdæmið miðast v ið brottför 24. júní og 19. ágúst. Inn ifalið í verði: Flug, fl ugva llaskattar, gisting og íslensk farars tjórn. 24. og 30. júní – 8. og 22 . júlí – 19. ágúst * Netverð miðað við að 2 - 4 ferðist saman. ÍS L E N S K A SI A. IS FL U 42 03 6 04 .2 00 8 1 kr. aðra leiðina + 690 kr. (flugvallarskattur) Aðeins 1 króna fyrir börnin www.flugfelag.is | 570 3030 Gildir til 31. maí – bókaðu á www.flugfelag.is Tugir þúsunda létu lífið í hamförunum Herforingjastjórnin í Búrma þiggur aðstoð frá erlendum hjálparstofnunum. Óseyrasvæði Irriwaddy-fljótsins varð verst úti. Milljón manns heimilislaus. ALÞINGI Ríkissjóður mun ekki greiða fyrir mat á umhverfisáhrif- um olíuhreinsistöðvar á Vestfjörð- um. Í það minnsta kemur það ekki til greina af hálfu Össurar Skarphéðinssonar iðnaðarráð- herra. Álfheiður Ingadóttir VG innti hann svara við spurningum um aðkomu ríkisins að hugsanlegri olíuhreinsistöð á Alþingi í gær. Sagði hún jafnframt að umhverfismat vegna Kárahnjúka- virkjunar hefði kostað í kringum 500 milljónir króna og kvaðst fegin að heyra að ráðherra hugnist ekki að ríkið borgi slíkt mat vegna olíuhreinsistöðvar vestra. - bþs Olíuhreinsistöð á Vestfjörðum: Ríkið borgi ekki umhverfismat FJÖLMIÐLAKÖNNUN Lestur á Fréttablaðinu eykst um 3,1 prósentustig frá síðustu könnun, samkvæmt nýjustu fjölmiðlakönnun Capacent. Meðallestur á tölublað mælist nú 64,9 prósent. Fréttablaðið er sem fyrr mest lesna dagblað landsins. Lestur á 24 stundum mælist nú 50,4 prósent en var 45,8 prósent í síðustu könnun. Lestur á Morgunblaðinu mælist nú 41,6 prósent og stendur í stað frá síðustu könnun. Lestur á Fréttablaðinu er mikill á höfuðborgar- svæðinu, þar sem meðallestur er 69,9 prósent. 53,7 prósent höfuðborgarbúa lesa að meðaltali 24 stundir og 46,3 prósent lesa Morgunblaðið. Könnunin sýnir einnig áframhaldandi yfirburði Fréttablaðsins hvað varðar lesendur á aldursbilinu 18 til 49 ára. Á því aldursbili er lestur á Fréttablaðinu 65,1 prósent að meðal tali. 46,7 prósent lesa 24 stundir, en 32,2 prósent á aldrinum 18 til 49 ára lesa Morgun- blaðið að meðaltali. Könnunin var gerð á tímabilinu 1. febrúar til 30. apríl og mældi notkun Íslendinga á aldrinum tólf til áttatíu ára á dagblöðum og netmiðlum. Endanlegt til- viljanaúrtak var 4.127 og nettó svarhlutfall var 61,6 prósent. - kg Fréttablaðið er sem fyrr mest lesna dagblað landsins: Lestur á Fréttablaðinu eykst AUKNING Fréttablaðið kemur vel út úr nýjustu fjölmiðla- könnun Capacent Gallup. KJÖRKASSINN Átt þú stafræna myndavél? Já 84,3% Nei 15,7% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ætlar þú að styðja Stoke í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð? Segðu skoðun þína á vísir.is HOFSJÖKULL Hámarksút- breiðsla ham- faraflóðs innan friðlands Flóðvar Þjórsárver Kvíslarvatn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.