Fréttablaðið - 07.05.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 07.05.2008, Blaðsíða 22
[ ] Nýverið var verslunin Milly Molly Mandy opnuð á Berg- staðastræti 13. Þar kennir ýmissa grasa og má þar meðal annars finna sérhönnuð leik- föng. Eigandi verslunarinnar og hönnuð- ur er Elín Arndís Gunnarsdóttir en hún saumar fatnað og fylgihluti undir nafninu Elina. „Þetta er gam- all draumur sem er að rætast. Ég hef viðað að mér húsgögnum og bollastellum en þetta er líka kaffi- hús. Það er hægt að setjast niður og fá sér kaffi, te og vöfflur um leið og fólk skoðar búðina. Ég vel vörur inn sem mér finnst vera krúttlegar og flottar þannig þetta er algjör- lega mín búð,“ segir Elín ánægð. Í búðinni eru falleg leikföng sem Elín prjónar og hannar. „Þetta eru kanínur og litlar kökur sem ég prjóna og síðan sauma ég föt á brúðurnar. Engin þeirra er eins þar sem ég geri þær alveg frá grunni. Síðan eru barnavörur frá Lisbeth Dahl og ég á einnig von á vörum frá Rexinter í Bretlandi,“ segir Elín spennt og bætir við að þetta sé mikil stelpubúð. „Þær eru að koma hér litlu dömurnar með mömmum sínum og finnst þær vera komnar í prinsessuríki, enda er hér mikið dúllerí og auðvelt að gleyma sér.“ Hægt er að sjá sýnishorn úr búð- inni á heimasíðunni www.elina.is og senda má Elínu póst og panta þannig vörur. Í búðinni er auk þess kvenfatnaður frá Elínu, fylgihlutir og gjafavörur, og er því kjörið fyrir ungar sem aldnar prinsessur að gera sér ferð í bleiku búðina í Berg- staðastræti. hrefna@frettabladid.is Einstök í sinni röð Elín hefur lengi átt sér þann draum að opna verslun og nú er sá draumur orðinn að veruleika. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Þessar kökur eru svo sætar að þær gætu verið ætar. Elín hannar og prjónar kanínurnar og saumar á þær föt þannig að hver þeirra er einstök. Sandkassadót skal draga fram núna í góða veðrinu. Hjálpist að við að gera sandkökur og moka djúpar holur og fyllið þær af vatni. Elsku mamma! MÆÐRADAGURINN ER Á SUNNU- DAGINN. ÞÁ ÆTTU ÖLL BÖRN AÐ HEIÐRA MÆÐUR SÍNAR EÐA AÐ MINNSTA KOSTI HAGA SÉR VEL. Það er vissara að muna eftir mömmu sinni á sunnudaginn því þá er hinn alþjóðlegi mæðradag- ur haldinn hátíðlegur víða um heim. Dagurinn á rætur að rekja til Bandaríkjanna en árið 1914 lýsti Bandaríkjaþing að annar sunnu- dagur maímánaðar skyldi teljast opinber hátíðisdagur helgaður mæðrum. Á Íslandi var fyrst haldið upp á daginn 1934 fyrir tilstuðlan mæðrastyrksnefndar. Ýmislegt er hægt að gera til að gleðja móður sína á þess- um degi. Það má færa henni blóm, baka handa henni köku eða kaupa góða bók. Ljúf- ur koss á kinn mun eflaust líka gefa plús í kladdann. COMB &CARE Fæst í apótekum um land allt. Sjampó og næring til varnar flóka • Mild formúla sem svíður ekki undan. • Sterkt flókavarnarefni fyrir sítt hár. • Hárið verður hreint, mjúkt og viðráðanlegt. • Endingargóður ilmur. Flókasprey og flókahárkrem • Verndar raka hársins með B5 vítamíni. • Fjarlægir flóka, auðveldar greiðslu og verndar hreinlæti hársins. • Endingargóður ilmur. Auðvelt í notkun – frábær árangur (Lúsaforvörn) Lúsin helst síður í vel hirtu hári. Inniheldur rósmarín sem fælir lúsina frá.              ! ! """#$$% & %'            "(() , U U T ] L Y S (S SHY ] L [ m Nýjar sumarvörur frá LEGO á gamla verðinu Gling-gló ehf Laugavegur 39 101 Reykjavík S. 552-7682 www.glingglo.is glingglo@glingglo.is 20% afsláttur af s arvörum frá Lego og Grunt framm yfi r helgi Hjálpaðu umhverfinu með Blaðberanum Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfið Blaðberinn...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.