Fréttablaðið - 07.05.2008, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 07.05.2008, Blaðsíða 41
MIÐVIKUDAGUR 7. maí 2008 17 UMRÆÐAN Sigríður Lillý Baldursdóttir skrifar um samninga Trygg- ingastofnunar við sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfs- menn Í greinaskrifum og fréttaflutningi af samskiptum Tryggingastofn- unar og tilteknum sjálfstætt starf- andi heilbrigðisstarfsmönnum sem eru utan samninga við heilbrigðis- yfirvöld hefur gætt nokkurs mis- skilnings sem mikilvægt er að leið- rétta. Lögbundið hlutverk Trygginga- stofnunar er að sjá um framkvæmd almannatrygginga. Í þessu hlutverki felast m.a. end- urgreiðslur til viðskiptavina vegna ákveðins læknis- og sjúkrakostnað- ar og eftirlit með réttindum sjúkra- tryggðra. Sá misskilningur hefur verið í umræðunni upp á síðkastið að Tryggingastofnun semji við sjálf- stætt starfandi heilbrigðisstarfs- menn um þátttöku ríkisins í kostn- aði vegna þjónustu þeirra. Hið rétta er að samninganefnd heilbrigðis- ráðherra „...annast samningsgerð um veitingu heilbrigðisþjónustu og greiðsluþátttöku ríkisins vegna hennar fyrir hönd ráðherra sam- kvæmt nánari ákvörðun hans hverju sinni.“ (Lög um heilbrigðis- þjónustu nr. 40/1007 og lög um almannatryggingar nr. 100/2007). Samninganefnd heil- brigðisráðherra semur við sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmenn um greiðslur úr ríkis- sjóði fyrir þjónustu þeirra. Heilbrigðisráð- herra setur reglugerð um hlutdeild sjúkra- tryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjón- ustu. Samkvæmt reglu- gerð nr. 1265/2007 er t.d. sjálfstætt starfandi sér- fræðingum á samningi, heilsu- gæslustöðvum og sjúkrastofnun- um óheimilt að innheimta hærri eða önnur gjöld af sjúkratryggð- um en þar er kveðið á um. Hlut- verk Tryggingastofnunar felst í að greiða umsamin gjöld fyrir þjónustu sérfræð- inga sem eru á samningi að frádregnum greiðsl- um hins sjúkratryggða. Um Tryggingastofnun fara miklir fjármunir ár hvert og starfsfólki stofnunarinnar er falið að standa vörð um hag allra þeirra sem njóta réttinda skv. almanna- tryggingalögum. Eftirlit með samningum þeim sem samninganefnd heilbrigðis- ráðherra hefur gert við heilbrigð- isstarfsfólk snýst um að tryggja réttindi sjúkratryggðra hér á landi og sjá til þess að þeir njóti umsaminnar þjónustu. Sjálfstætt starfandi heilbrigð- isstarfsmenn sem ekki eru á samningi geta verðlagt þjónustu sína einhliða. Í nokkrum tilvik- um hefur sjúkratryggðum við- skiptavinum þeirra verið tryggð- ur réttur með reglugerðum til ákveðinnar endurgreiðslu að því marki sem reglugerðin (gjald- skrá ráðherra) segir til um. Verð- leggi viðkomandi heilbrigðis- starfsmenn þjónustu sína hærra kemur það í hlut viðskiptavina þeirra að greiða mismuninn. Þegar ekki takast samningar um þjónustu milli sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmanna og samninganefndar heilbrigðis- ráðherra kostar það viðskipta- vini meiri fyrirhöfn og oftast einnig aukin útgjöld. Jafnframt veldur það aukinni umsýslu hjá Tryggingastofnun. Trygginga- stofnun hefur þó lagt áherslu á að bregðast við með aukinni þjónustu við viðskiptamenn þannig að óhagræði þeirra vegna skorts á samningi verði sem minnst. Höfundur er forstjóri Trygginga- stofnunar ríkisins. TR og sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmenn SIGRÍÐUR LILLÝ BALDURSDÓTTIR „Hlutverk Tryggingastofnunar felst í að greiða umsamin gjöld fyrir þjónustu sérfræðinga sem eru á samningi að frádregnum greiðslum hins sjúkratryggða.“ UMRÆÐAN Þór Ásgeirsson skrifar um skólamál í Kópavogi Sá gleðilegi atburður átti sér stað fyrir skömmu að bæjarráð og bæjarstjórn Kópavogs samþykktu tillögu skólanefndarinnar um úttekt á skipulagi skólamála í Kópavogi. Nokkrum vikum áður hafði meiri- hluti Sjálfstæðisflokks og Framsókn- ar fellt sambærilega tillögu Sam- fylkingarinnar og Vinstri grænna, bæði í skólanefndinni og í bæjar- stjórn. Rök meirihlutans fyrir því að fella tillöguna voru æði misjöfn og ljóst að engin fagleg rök voru fyrir þeim viðbrögðum. Halda mætti að pólitísk blinda hafi borið faglegan metnað ofurliði. Ber því að fagna að meirihlutinn hafi séð að sér. Ljóst er að umfang skólastarfs í Kópavogi hefur vaxið í réttu hlutfalli við stækkun bæjarins en hins vegar hefur fjöldi starfsmanna á fræðslu- skrifstofu Kópavogs staðið í stað. Á þeim 12 árum sem fræðsluskrifstof- an hefur starfað hefur nemendum í grunnskólum Kópavogs fjölgað um rúm 40 prósent og skólunum úr sjö í tíu. Á síðasta kjörtímabili var gerður samningur um fjárhagslegt sjálf- stæði skólanna með tilkomu sérstaks skólasamnings. Engin formleg end- urskoðun hefur farið fram á skóla- samningnum en ýmislegt bendir til að hann þurfi að endurskoða og þá sérstaklega m.t.t. fjármagns til vett- vangsferða, sérkennslu og þróunar- starfs innan skólanna. Þeirri fjölgun sem átt hefur sér stað í Kópavogi hafa fylgt ýmsir vaxtaverkir í skóla- samfélaginu og mikið álag á starfs- fólk fræðsluskrifstofunnar. Af þeim sökum er mjög mikilvægt að fá utan- aðkomandi fagaðila til að meta á hlutlausan hátt skipulag skólamála, greina styrkleika og veikleika kerf- isins, og skerpa á meginhlutverki fræðsluskrifstofunnar. Rúmlega helmingur skatttekna bæjarins fer í skólamál og því er mikilvægt að þeir fjármunir séu nýttir vel, en þó þarf um leið að hlúa vel að starfsfólki og nemendum skól- anna. Allir grunnskólar viðhafa svo- kallað innra mat sem er partur af gæðakerfi þeirra. Faglegt mat á skipulagi skólasamfélagsins er því í takti við nútímastjórnunarhætti. Mjög mikilvægt er að Kópavogsbær styðji við það metnaðarfulla skóla- starf sem er í Kópavogi. Höfundur er fulltrúi Samfylking- arinnar í skólanefnd Kópavogs. Úttekt á skólamálum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.