Fréttablaðið - 07.05.2008, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 07.05.2008, Blaðsíða 42
18 7. maí 2008 MIÐVIKUDAGUR timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettab- ladid.is eða hringja í síma 550 5000. MERKISATBURÐIR 1810 Skoski náttúrufræðingurinn Sir George Stuart Mackenz- ie og læknirinn Henry Hol- land koma til landsins og ferðast víða. Báðir skrifa bækur um ferðina. 1812 Sjö skip frá Önundar- firði farast í óveðri og með þeim 54 menn. 1951 Bandaríska varnarliðið kemur til landsins en varn- arsamningur var gerður tveimur dögum áður. 1978 Jarðgöngin í Oddsskarði vígð. 1999 Þrír kínverskir ríkisborgarar láta lífið og tuttugu særast þegar NATO-flugvél varpar sprengju á kínverska sendi- ráðið í Belgrad. 2002 MD-82 flugvél frá China Southern Airlines ferst í Gula hafinu og með henni 112 manns. Ísraelski fornleifafræðingurinn Ehud Netzer skýrði frá því að gröf Heródesar, konungs Júdeu, hefði fundist á hæð, 12 kílómetra suður af Jerúsalem, innan her- numda svæðisins á Vesturbakkanum. Netzer og fornleifafræðingar frá Hebr- eska háskólanum í Jerúsalem höfðu unnið að rannsóknum á svæðinu frá árinu 1972 og var þetta ein stærsta upp- götvun sögunnar á sviði fornleifarannsókna. Steinkista með jarðneskum leifum konungsins fannst á greftrunarstaðnum við efsta hluta stap- ans Herodium, þar sem Heródes byggði sér hall- arhverfi á hæðinni, sem er meira en 750 metra yfir sjávarmáli. Það hafði löngum verið talið að Heródes væri grafinn á staðnum, en það var fyrst árið 2007 sem fornleifafræðingum tókst að finna kistuna. Hún var þá mölbrotin en talið er að hún hafi verið eyðilögð á árunum 66 og 72 eftir Krist. Heródes var einnig þekktur sem Her- ódes I og Heródes hinn mikli og var hann uppi frá um 73 til 4 fyrir Krist í Jer- íkó. Hann komst til valda í landinu helga þegar Rómverjar gerðu það að skattríki sínu. Hann lét byggja virkisvegg í kring- um Jerúsalem og stendur hluti veggj- arins enn. Hann lét einnig reisa ýmis mannvirki í Jerúsalem sem nú eru merkar forn- minjar. Heródesar er getið í Matteusarguðspjalli 2:16- 18 í Nýja testamentinu. Þar er sagt frá því þegar hann fyrirskipaði að láta myrða öll sveinbörn í Betlehem undir tveggja ára aldri til að missa ekki völdin til hins nýfædda konungs gyðinga sem vitr- ingarnir spáðu fyrir um. Þar er átt við Jesú en faðir hans Jósef flúði með soninn og móðurina Maríu til Egyptalands. ÞETTA GERÐIST: 7. MAÍ 2007 Grafhýsi Heródesar finnst Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, dóttir, tengdadóttir, systir og mágkona, Auður Eggertsdóttir lést á Líknardeild Landspítalans 3. maí síðastliðinn. Útförin fer fram fimmtudaginn 15. maí kl. 13.00 frá Seljakirkju. Gunnar Jóhannsson Jóhann Gunnarsson Guðrún Þóra Gunnarsdóttir Kári Gunnarsson Oddur Ævar Gunnarsson Eggert Oddur Össurarson Guðrún Sigurðardóttir Sólveig Gunnarsdóttir systkini og aðrir vandamenn. Móðir mín, Guðrún Magnúsdóttir Hrefnugötu 6, Reykjavík, lést laugardaginn 3. maí. Fyrir hönd aðstandenda, Málfríður L’Orange. Föðurbróðir minn, Sigurþór Jónasson frá Efri-Kvíhólma, sem lést 27. apríl sl. verður jarðsunginn frá Ásólfsskálakirkju föstudaginn 9. maí kl. 14.00. Blóm og kransar afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hans er bent á Dvalarheimilið Kirkjuhvol, Hvolsvelli. Fyrir hönd aðstandenda, Guðfinna Sveinsdóttir. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Garðar Sölvason Þórðarsveig 1, 113 Reykjavík, sem lést 26. apríl sl. verður jarðsunginn frá Árbæjarkirkju í Reykjavík fimmtudaginn 8. maí kl. 15.00. Edda Hrönn Hannesdóttir María Garðarsdóttir Theodór S. Friðgeirsson Elín Inga Garðarsdóttir Brynjar H. Jóhannesson Ríkey Garðarsdóttir Margrét Sigurðardóttir barnabörn og barnabarnabörn. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Hjörleifur Þórðarson Skógarseli 17, Reykjavík, lést á Landspítalanum sunnudaginn 4. maí. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki 11E. Útförin fer fram 15. maí kl. 13.00 í Bústaðakirkju. Jensína Guðrún Magnúsdóttir Þórður Georg Hjörleifsson Emelía Blöndal Þórdís Hjörleifsdóttir Haukur Þór Bjarnason barnabörn. EAGLE-EYE CHERRY TÓNLISTARMAÐUR ER 39 ÁRA Í DAG „Lagið Save Tonight er um ljúfsáran tíma. Það fjallar um hið fullkomna kvöld með kertaljósi og víni við arininn. Ef þið deilið þessu kvöldi saman þá getið þið líklega lifað af aðskilnað, með því að minnast góðra tíma. Það fjallar um eitt þeirra kvölda þar sem þú vilt ekki að næsti dagur renni upp.“ EAGLE-EYE CHERRY FÆDDIST Í SVÍÞJÓÐ OG ER BRÓÐIR SÖNGKONUNNAR NENEH CHERRY. ÞAU FERÐUÐUST MIKIÐ MEÐ FÖÐUR SÍNUM DON CHERRY SEM VAR TROMPETLEIKARI. „Það verður kannski engin rosa veisla en við ætlum þó aðeins að blása í lúðra,“ segir Hrafnkell Sigtryggsson, formaður Vélhjólaíþróttaklúbbsins, um afmælishald klúbbsins í tilefni þeirra þrjátíu ára sem hann á að baki. Hrafn- kell nefnir glæsilega árshátíð sem fyr- irhuguð sé en þó er honum svokallað Jónsmessumót ofar í huga. „Við ætlum í fyrsta sinn að halda Jónsmessunætur- þolaksturskeppni á svæðinu okkar í grennd við Litlu kaffistofuna. Hún á að hefjast klukkan 18.01 þann 21. júní og klárast eina mínútu yfir miðnætti.“ Vélahjólaíþróttaklúbburinn er elsti klúbbur sinnar tegundar á landinu, og sá fjölmennasti því félagar eru um eitt þúsund talsins. Þó þeir dreif- ist um landið er fjöldinn mestur á höfuðborgarsvæðinu, og stórt svæði í nágrenni Vífilfells er svo að segja heimahagar klúbbsins. „Við sömdum við sveitarfélagið Ölfus um land nærri Litlu kaffistofunni og þar eru aksturs- slóðar, mótorkrossbrautir og byrjenda- brautir. Við erum líka komin með hús þangað með vatni og rafmagni og þetta hefur allt verið byggt upp af okkur fé- lögunum á síðustu tveimur árum,“ lýsir Hrafnkell. Vefur klúbbsins er á slóðinni www. motocross.is og þar sést að starfsemi hans er öflug. Hann hefur á stefnu- skrá sinni uppbyggingu svæða, þjálf- un, kennslu og keppnishald svo og að berjast fyrir hagsmunum þeirra sem ferðast á vélhjólum. „Við erum með öfluga umhverfisnefnd sem sinn- ir áróðri fyrir bættri umgengni mót- orhjólafólks, og einnig samskiptum við sveitarfélög og aðra hagsmunaað- ila um aðgengi að slóðum og stígum. Það starf hefur skilað mjög góðum ár- angri. Enda var það brýn nauðsyn, því á síðustu fimm árum er búið að flytja inn hjól í þúsundavís þannig að fjöldi þeirra hefur margfaldast. Það dugði því ekki að einungis væri um eina braut að ræða sem auk þess var um- flotin vatni og drullu um tíu mánuði á ári. Það er erfitt fyrir félag eins og okkar að segja við hjólafólk: „Geymið þið hjólin bara í skúrnum. Þið megið ekkert keyra.“ Mun gæfulegra er að eiga gott samstarf við landeigendur og sveitarfélög og fá aðgengi að slóðum sem henta fyrir þetta sport.“ Hrafnkell segir félaga í vélhjóla- íþróttaklúbbnum á öllum aldri eða allt niður í sex ára. Spurður hvort þeir séu ekki í bráðri hættu brosir hann og svarar. „Börnin eru auðvitað mjög vel varin, með hjálma, stór stíg- vél, hanska, hnjáhlífar, axla- og háls- kraga og á lágum og litlum hjólum sem hreyfast ekki hratt. Svo fer leikurinn fram inni á lokaðri braut þar sem mold er undir. Ég á einn tíu ára son og tel hann í meiri hættu á fótboltavellinum eða bara á reiðhjólinu sínu úti á mal- biki heldur en á mjúkri mótorkross- braut. Það er nánast snobbað fyrir hlífum í þessari íþrótt ólíkt mörgum öðrum þar sem þær þykja jafnvel hall- ærislegar. Ef einhver mætir í galla- buxum og strigaskóm í mótorkross þá þykir það ekki gott. Fleiri en einn verða þá til að hnippa í viðkomandi og benda honum góðlátlega á að hann þurfi aðeins að hugsa sinn gang.“ gun@frettabladid.is VÉLHJÓLAÍÞRÓTTAKLÚBBURINN: ÞRJÁTÍU ÁRA UM ÞESSAR MUNDIR Þolakstur um Jónsmessuleyti HRAFNKELL SIGTRYGGSSON OG HLYNUR ÖRN HRAFNKELSSON Feðgar með mótorfáka sína. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.