Fréttablaðið - 07.05.2008, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 07.05.2008, Blaðsíða 46
22 7. maí 2008 MIÐVIKUDAGUR folk@frettabladid.is Japanska útgáfufyrirtækið Rallye/Klee Label hefur gert samning við hljómsveitina Rökkurró um að gefa út plötuna „Það kólnar í kvöld“ þar í landi. Platan kom út hérlendis í fyrra á vegum 12 Tóna. Japönsk útgáfa af plötunni verður gefin út með aukalögum og nýju umslagi. Japanska fyrirtækið hefur einnig á sínum snærum Eberg auk þekktra sveita á borð við Klaxons og Au Revoir Simone. Dreifing á plötunni stendur einnig yfir í Evrópu í gegnum þýska fyrirtækið Cargo og verður hún því fáanleg í helstu plötubúð- um Vestur-Evrópu innan skamms. Það er meira framundan hjá Rökkurró því sveitin hitar upp fyrir Ólaf Arnalds á tónleikaferð hans um Þýskaland, Holland og Sviss í ágúst. Samningur við Japan RÖKKURRÓ Hljómsveitin Rökkurró hefur gert útgáfusamning við japanskt fyrirtæki. Fjöldi þekktra flytjenda koma fram á stórtónleikum í London í júní í tilefni níræðisafmælis Nelsons Mandela, fyrrum forseta Suður-Afríku. Þátttaka Queen, Leonu Lewis, Annie Lennox, Sugababes, Simple Minds, Razorlight og Soweto-gospelkórs- ins hefur þegar verið staðfest og vonir standa til að U2, Eminem, Amy Winehouse og Spice Girls stígi einnig á svið. Tónleikarnir fara fram í Hyde Park og verður áhorfendafjöldinn 46.664 manns, sem er gamalt fanganúmer Mandela. Allur ágóði tónleikanna rennur til samnefndra góðgerðarsamtaka Mandela sem berjast gegn alnæmi. Til heiðurs Mandela MANDELA OG SOWETO Nelson Mandela samfagnar Soweto-kórnum er hann tók á móti Grammy-verðlaununum fyrr á árinu. Þungarokkssveitin Silent Rivers ætlar að slá í gegn á erlendum vettvangi. Hún byrj- ar þó bara í heimabænum Hveragerði. Út er kominn platan Silent Rivers með samnefndum þungarokkskvartett frá Hveragerði. Sveitin var stofnuð um mitt ár 2004 en komst í núverandi form þegar söngvarinn Þorgils Óttar Vilberg Baldursson gekk til liðs við hana fyrir tveimur árum. „Þetta er týpískt heví-metal,“ segir Árni Þráins- son bassaleikari. „Við hlustum allir mikið á Iron Maiden en pössum okkur að hljóma ekki alveg eins og þeir. Það er þó stundum erfitt, enda eru þeir búnir að gera svo ofboðslega mikið.“ Platan var tekin upp í Hljóðsmiðju Péturs Hjaltested í Hveragerði og þótt þrír meðlimir búi í Reykjavík segir Árni að bandið telji sig vera frá Hveragerði. „Við æfum þar. En það er svo sem ekki mikið annað í gangi hérna í þessum hljómsveita- bransa fyrir utan kannski einhver sveitaballa- bönd.“ Hljómsveitarmeðlimir vinna við ýmislegt, innanborðs er póstmaður, listamaður og garðyrkju- nemi. Árni bassaleikari er öryrki eftir að hann lenti í vinnuslysi fyrir þremur árum. „Það er alltaf verið að senda annan gítarleikarann til útlanda eitthvað að vinna, en við förum bráðlega að leggjast í mjög stífar æfingar,“ segir hann. „Ætli við höldum ekki útgáfutónleikana eftir sirka mánuð. Platan er bara fáanleg í einni búð eins og er, í Tíunni, sem er sjoppa í miðbæ Hveragerðis. Svo má panta hana á netinu í gegnum heimasíðuna okkar.“ En hvað á þetta nafn að fyrirstilla? „Þetta er nú bara tilvísun í norðurljósin. Okkur finnst þau minna á þöglar ár þar sem þau liðast um himin- geiminn. „Þöglar ár“ hefði samt ekki verið nógu gott nafn á bandið. Við beinum sjónum okkar aðallega til útlanda og útlendingar geta ekki sagt „Þöglar ár“ fyrir fimm aura.“ - glh Þungarokk í sjoppu í Hveragerði VÍGALEGIR LIÐSMENN SILENT RIVERS Plötuna má panta á myspace.com/silentrivers. Tónleikaþyrstir Íslendingar eiga nú kost á að fá tólf ókeypis miða á Hróarskelduhátíðina sem verð- ur haldin í Danmörku 3. til 6. júlí. Til að eiga möguleika á miðun- um þarf að skrá sig inn á www. roskilde-festival.is eða á heima- síðu Popplands hjá Rúv.is og taka þátt í einföldu krossaprófi. Meðal þeirra sem koma fram á hátíðinni í ár eru Grinderman, Hot Chip, Radiohead, Neil Young, The Chemical Brothers, Slayer, Kings of Leon, Jay-Z og The Cult. Breska söngkonan Adele hefur aftur á móti afboðað komu sína á hátíðina þar sem hún er á leið- inni í upptökuver og hefur lítinn tíma fyrir tónleikahald. Frímiðar á Hróarskeldu HOT CHIP Danspoppararnir í Hot Chip spila á Hróarskelduhátíðinni í sumar. > HATAR STÚTINN Keira Knightley þolir ekki stútinn á vörunum sem er eitt helsta að- alsmerki hennar, og annaðhvort pirrar eða heillar fólk upp úr skónum. „Það er eins og andlit- ið mitt sé frosið í eilífum undr- unarsvip, og það hjálpar ekki beinlínis til við að koma til- finningum til skila,“ segir hún. „Þegar ég er stressuð verður hálsinn á mér mjög stífur, og sú stífni ýtir vörunum á mér einhvern veginn út, og þaðan kemur stúturinn,“ útskýrir leikkonan. ■ Lettar senda síkáta sjóræningja með grínlag sem hljómar ekki ósvipað og framlag Merzedes Club til íslensku undan- keppninnar. „Ég vildi gera eitthvað spes og þar sem sjóræningjar eru vinsælir um þessar mundir datt mér þetta í hug,“ segir Roberto Meloni, Ítali búsettur í Ríga, sem fer fyrir hópnum. Lettar keppa í sama riðli og við. Þeir hafa keppt síðan 2000 og unnu árið 2002 í þriðju tilraun. Lettar voru í 16. sæti í síðustu tvö skipti og eru því orðnir óþreyjufullir; treysta nú á sjóræningja til að rétta skipið af. ■ Safnplatan „100 Eurovisionlög á 5 geislaplötum“ kom út í gær. Á plötu 1 og 2 er að finna 39 lög sem hafa unnið í Eurov- ision-söngvakeppninni, á plötu 3 eru lög sem hafa náð vinsældum hér á landi en hafa ekki unnið keppnina. Á plötu 4 er að finna öll íslensku lögin 21 sem hafa verið send í keppnina og á plötu 5 er að finna lög sem hafa notið vinsælda úr forkeppnum fyrir Eurovision hér á landi. Þá er einnig komin út safnplatan „All the Songs from the Show“ á tveimur diskum, en þar eru öll lögin 43 í keppninni í ár. Lettar treysta á sjóræningja ROBERTO MELONI LENGST TIL HÆGRI Lettneski sönghópurinn The Pirates of the Sea. FIMMTÁN DAGAR TIL STEFNU THOMAS HØILAND AUKTIONER A/S Frímerki • Mynt Muslingevej 40 • 8250 Egå • Tlf. +45 8612 9350 • +45 4032 4711 www.thauctions.com • e-mail: tr@thauctions.com FRÍMERKI • UMSLÖG • SEÐLAR • MYNT Dagana 9. og 10. maí n.k. munu sér- fróðir menn frá fyrirtækinu verða á Íslandi í leit að efni á næstu uppboð. Fyrirtækið Thomas Höiland Auktioner A/S í Kaupmannahöfn er stærsta fyrirtækið á Norðurlöndum með uppboð á frímerkjum og mynt og heldur stór uppboð á hverju ári auk þess að vera stöðugt með uppboð á Netinu. Leitað er eftir frímerkjum, gömlum umslögum og póstkortum, heilum söfnum og lagerum svo og gömlum seðlum og mynt. Boðið er upp á umboðssölu eða staðgreiðsluviðskipti eftir óskum viðskiptavinarins. Þeir verða til viðtals á Hótel Holti föstudaginn 9. maí kl. 16:00-18:00 og laugardaginn 10. maí kl. 10:00-12:00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.