Fréttablaðið - 07.05.2008, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 07.05.2008, Blaðsíða 56
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 BAKÞANKAR Þórhildar Elínar Elínardóttur Faðir minn var vel lesinn í Íslendingasögunum og lunkinn við að kveikja áhuga á sagnaarfin- um. Sem spons var ég í hefðbundn- um álögum lítilla stúlkna sem vilja ólmar vera prinsessur. Þá fékk ég ítarlegar frásagnir af hennar hágöfgi Melkorku sem rænt var frá Írlandi og var bæði stórlynd og staðföst. Í útgáfu pabba var hún langamma mín í beinan kven- legg sem þýddi þar með að ég var sjálf konungborin. ÁRUM síðar fékk ég loks tæki- færi til að hitta annað kóngafólk á hátignarlegum tónleikum í útlönd- um. Vegna þess að tilefnið var ærið og staðurinn glæsilegur fór ég í fínasta kjólinn og þaggaði strengilega niður í mínum innri pönkara sem þolir ekkert tildur. Við hjónin vorum svo heppin að sitja beint fyrir aftan hásætin svo ég hefði næstum getað rótað í hár- inu á drottningunni. Það hefði minn innri pönkari trúlega gert í eilífri viðleitni við að koma mér í vandræði, en hann var sumsé bundinn og keflaður. Ég var til sóma, sat og stóð eins og hirðsiða- meistarinn fyrirskipaði og tókst að vera alveg kjur í sætinu fram að hléi. ÞÁ var sérstök konungleg mót- taka fyrir fáeina útvalda og vegna þess að ég er komin í beinan kven- legg af Melkorku prinsessu var ég auðvitað þar. Röðin að kóngi og drottningu var dálítið löng svo enn voru nokkrar mínútur til að æfa samræðutæknina. Þegar aðeins fáeinir metrar skildu okkur hátignirnar að vatt sér að okkur áðurnefndur hirðsiðameistari og kippti mér út úr röðinni. Útskýrði hraðmæltur að aðeins öðru okkar hjóna hlotnaðist heiðurinn af handabandi við konung. Það skyldi vera bóndi minn og ekki oss. MINN innri pönkari lítur út alveg eins og ég en hefur ekki nokkurn sans fyrir siðareglum. Þegar hágöfgin létu loksins sjá sig eftir hlé átti salurinn að rísa á fætur að viðlagðri næstum dauðarefsingu. Þetta hefði verið glæsileg fjölda- hreyfing ef ekki hefði verið fyrir svívirðilegan pönkarann sem sat sem fastast í síðkjólnum beint fyrir aftan hásætin. Mér tókst rétt svo að koma í veg fyrir að hann gramsaði í hárinu á drollunni, sem var gott, því annars hefði bóndi minn þurft aðra sprengitöflu. KANNSKI hefur forsetinn frétt af þessum skandal, að minnsta kosti bauð hann mér ekki á Bessa- staði að hitta Friðrik og Mary. Drama- drottning Í dag er miðvikudagur 7. maí, 128. dagur ársins. 4.38 13.24 22.12 4.08 13.09 22.13 02-05-08 16:07:45 Sumarbæklingur Next fylgir blaðinu í dag! M AD R ID BARCELO NA PARÍS LONDON MANCHESTER GLASGOW MÍLANÓ AMSTERDAM MÜNCHEN FRANKFURT BERLÍN KAUPMANNAHÖFN BERGEN GAUTABORG OSLÓ STOKKHÓLMUR HELSINKI HA LIF AX BO ST ONORL AND O MINNE APOLIS – ST. PAUL TORO NTO NE W Y OR K REYKJAVÍK AKUREYRI + Bókaðu flug á www.icelandair.is * HUGURINN BER ÞIG AÐEINS HÁLFA LEIÐÞeir sem elska smurt brauð í sólskini, listasafn og „bröns“ á laugardagsmorgni, hjólatúra, eða Tívolí ættu að fara til Kaupmannahafnar. *Flug aðra leiðina með sköttum. Safnaðu Vildarpunktum Punktarnir upp í Ferðaávísun gildir Farðu til Kaupmannahafnar, í helgarferð eða í sumarleyfi, taktu fjölskylduna með og dönsku málfræðina úr tíunda bekk. Værsågod! Þú átt skilið að hafa það „hyggeligt“. Drífðu bara í því að panta far! ÍS L E N S K A /S IA .I S /I C E 4 22 55 5 /0 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.