Fréttablaðið - 07.05.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 07.05.2008, Blaðsíða 12
MARKAÐURINN 7. MAÍ 2008 MIÐVIKUDAGUR12 H É Ð A N O G Þ A Ð A N F Ó L K Á F E R L I Búið er að endurvekja Tal, sem varð til í kjölfar sameiningar á Hive og Sko. Af því tilefni hafa fimm nýir stjórnendur verið ráðnir í yfirstjórn Tals. HERMANN JÓNASSON forstjóri. Hermann starfaði hjá Landsbankanum frá árinu 2000, fyrst á verðbréfasviði en síðustu fjögur árin sem framkvæmda- stjóri Sölu- og markaðssviðs. Áður starfaði hann hjá fjármála- ráðuneytinu sem lögfræðingur. Hann útskrifaðist frá lagadeild Háskóla Íslands árið 1995 og öðlaðist réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi árið 1999. PÁLA ÞÓRISDÓTTIR framkvæmdastjóri Sölu- og þjónustusviðs. Pála starfaði sem forstöðumað- ur kortadeildar og ráðgjafa- og þjónustuvers hjá Landsbankanum árin 2006-2008. Áður starfaði Pála sem forstöðumaður hjá Kreditkortum hf. árin 1999-2006. Hún útskrifaðist með BA gráðu í almannatengslum og auglýsingafræði frá University of South Carolina árið 2003. RAGNHILDUR ÁGÚSTSDÓTTIR forstöðu- maður Þróunarsviðs. Ragnhildur starf- aði áður hjá Ódýra símafélaginu frá árinu 2005, fyrst sem þjónustu- og vefstjóri en síðar sem framkvæmda- stjóri í hartnær tvö ár. Áður var Ragnhildur mark- aðsstjóri Skjás Eins. Hún útskrifaðist með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2005. Samhliða námi var hún formaður og varaformaður stúdentafélags Háskólans í Reykjavík. Ragnhildur var jafnframt aðstoðarkennari við skólann um tveggja ára skeið. SIGMAR VILHJÁLMSSON sölu- og mark- aðsstjóri. Sigmar kemur til Tals frá Landsbankanum þar sem hann starfaði sem verk- efnastjóri í korta- deild á Sölu- og markaðssviði bank- ans. Áður starfaði Sigmar hjá 365 miðlum og sinnti þar ýmsum verkefnum, þar á meðal sem sölustjóri Áskriftadeildar og forstöðu- maður Sértekjudeildar. Sigmar er einnig kunnur fyrir störf sín sem sjónvarps- og útvarpsmaður. RÚNAR GUNNARSSON forstöðumaður fjármálasviðs. Áður en Rúnar kom til starfa hjá Tali starfaði hann hjá Glitni banka frá árinu 2000 og sem lánastjóri á fyrir- tækjasviði frá miðju ári 2003. Hann útskrifaðist með meistaragráðu frá University of Stirling árið 1997 og sem viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands árið 1995. Nýir stjórn- endur hjá Tali E rlendum ríkisborgurum á íslenskum vinnumark- aði fjölgaði um fjögur þúsund í fyrra, að mati Vinnumálastofnunar. Stofnunin telur að um síðustu áramót hafi hátt í átján þúsund erlendir ríkisborgarar verið á vinnumarkaði hér. Það jafn gildir um níu af hverjum hundrað á vinnumarkaði. FLESTIR Í BYGGINGARIÐNAÐI Hlutfallslega störfuðu flestir er- lendir ríkisborgarar við mann- virkjagerð, eða um fjórir af hverjum tíu allra sem störfuðu í byggingariðnaði, í heildina um sex þúsund manns. Í lok árs 2005 áætlaði Vinnumálastofnun að er- lendir starfsmenn í byggingar- iðnaði væru innan við tvö þús- und. Fyrir skömmu kom út skýrsla Vinnumálastofnunar um stöðu og horfur á vinnumarkaði í vor. Þar er sérstaklega fjallað um erlenda starfsmenn og byggingariðnað. FER AÐ HÆGJAST UM Vinnumálastofnun segir að enn virðist vera nokkur eftirspurn eftir erlendu vinnuafli á íslensk- um vinnumarkaði. Hún nefnir að nýskráningar á vinnumark- aði hafi verið lítið eitt fleiri á fyrstu þremur mánuðum þessa árs en á sama tíma í fyrra. Þar munar um tvö hundruð manns. Hins vegar telur stofnunin að fljótlega hægist á, vegna minnk- andi umsvifa almennt og minnk- andi einkaneyslu. Þá setur stofnunin einn fyrirvara. Auknar skráningar í ár megi hugsanlega skýra með auknu eftirliti og að um sé að ræða fólk sem komið var til landsins fyrir áramót. ERLENDU VERKAFÓLKI FÆKKAR Nú gerir Vinnumálastofnun hins vegar ráð fyrir að þessu fólki fækki, jafnvel um þrjú þúsund manns á árinu. Það sést meðal annars á útgáfu svonefndra E- vottorða, en erlendir ríkisborg- arar taka þau með sér til heima- landsins til staðfestingar á áunn- um rétti til atvinnuleysisbóta. Um þúsund slík vottorð voru gefin út á fyrstu þremur mánuð- um ársins, en þau voru um tólf hundruð í fyrra, flest á síðari hluta ársins. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, bendir raun- ar á að mörg þessara vottorða hafi verið vegna starfsmanna sem reistu álver á Reyðar firði. Vinnumálastofnun bendir enn fremur á að fjöldi útgefinna leyfa og skráninga starfsfólks hafi verið yfir helmingur allra nýrra leyfa og skráninga árið 2005, en nú stefni í að þetta hlut- fall verði um þriðjungur. MIKIL VELTA Vinnumálastofnun gerir ráð fyrir að í heildina hafi um níu þúsund erlendir starfsmenn komið hing- að til starfa í fyrra. Hins vegar er mismunandi hversu lengi fólk staldrar við. Þannig sýna tölur Hagstofunnar að erlendir ríkis- borgarar flytja í töluverðum mæli frá landinu, eins og til þess. Í hitteðfyrra komu um sjö þús- und manns til landsins, en þá fóru ríflega fimmtán hundruð í burtu. Í fyrra komu um 7.400 erlendir ríkisborgarar hingað til lands, en þá fóru tæp fjögur þúsund heim aftur. Ríflega 2.800 eru komnir það sem af er ári, en tæplega sjö hundruð þegar farnir heim. Eins og áður sagði hafa þegar verið gefin út um þúsund E-vottorð, svo að þessu fólki mun fjölga. Þá gerir Vinnumálastofnun ráð fyrir að um þrjú þúsund erlendir ríkis- borgarar hverfi heim á árinu. FLEIRA BYGGT EN ÍBÚÐIR „Íbúðarhúsnæði er sá hluti mark- aðarins sem er stopp. Það er bæði salan og fyrirgreiðslan í bönkun- um,“ segir Árni Jóhannsson hjá mannvirkjadeild Samtaka iðnað- arins. Hann bendir hins vegar á að mannvirkjagerð sé meira en bygging íbúðarhúsnæðis. „Það er líka atvinnu- og verslunar- húsnæði, gatnagerð, hafnarfram- kvæmdir og verkefni sem tengj- ast stóriðju,“ segir Árni. Einnig má nefna tónlistarhúsið á hafnar- bakkanum í Reykjavík. Árni bætir því við að verktakar reyni að færa sig á milli, en þurfi til þess tíma. „Það er engin nauð- lending á íbúðamarkaðnum. Það er eins og þessi grein hafi verið skotin niður úr tuttugu þúsund feta hæð.“ HIÐ OPINBERA SKAPI ÞÚSUND STÖRF Bent er á það í skýrslu Vinnu- málastofnunar að til standi að verja 25 milljörðum króna af opinberu fé til samgöngumann- virkja á árinu. Stofnunin áætl- ar að um 750 manns fái störf við jarðvinnu, yfir 300 við brúar- gerð og um 150 manns við jarð- göng. „Á heildina litið er því ljóst að opinberar framkvæmd- ir við gerð samgöngumannvirkja munu vinna gegn því aukna at- vinnuleysi sem fyrirsjáanlegt er vegna samdráttar við byggingu almenns íbúðar- og atvinnuhús- næðis,“ segir í skýrslunni. Undir þetta tekur Árni Jó- hannsson. „Þessi aukning þýðir þúsund störf, sem skiptir gríðar- legu máli.“ Árni bendir á að sex- tán þúsund manns starfi í bygg- ingariðnaði. „Það er ekkert einkamál hvers og eins hvernig þessari grein reiðir af. Þetta skiptir miklu máli fyrir allt sam- félagið.“ LÍTIÐ ATVINNULEYSI VEGNA STÓR- IÐJU Þá er í skýrslu Vinnumálastofn- unar fjallað um stóriðju og virkj- anaframkvæmdir. Um fimmtán hundruð manns höfðu atvinnu af slíkum framkvæmdum í lok síð- asta árs. Fjórir fimmtu þeirra voru erlendir starfsmenn. Flestir störfuðu við Kárahnjúka og á Reyðarfirði. Gert er ráð fyrir því að stærstur hluti þeirra erlendu starfsmanna sem hafa unnið við þetta hafi horfið heim að fram- kvæmdum loknum. Gert sé ráð fyrir því að sama gildi um er- lenda starfsmenn sem vinni að verkefnum sem ljúki á þessu ári og næsta. Meginniðurstaða stofnunar- innar er að ekki sé gert ráð fyrir að atvinnuleysi aukist umtals- vert samfara minnkandi umsvif- um á þessu sviði. Mannaflsfrekar fram- kvæmdir fram undan Vinnumálastofnun gerir ráð fyrir mikilli fækkun erlendra ríkisborgara á íslenskum vinnumarkaði í ár. Viðbúin fækkun í ár er þó minni en fjölgunin í fyrra. Þrátt fyrir spár um samdrátt í íbúðarbyggingum og mikla fækkun starfsfólks bendir Vinnumálastofnun á að fram undan séu vegaframkvæmdir og aðrar opinberar framkvæmdir, auk þess sem ýmsum viðhaldsverkefnum hafi verið frestað í þenslunni. UNNIÐ AF KAPPI Mikill gangur er í byggingu tónlistarhússins á hafnarbakkanum í Reykjavík. Mannfrekar framkvæmdir eru fram undan, enda þótt útlendingar flykkist heim í auknum mæli. MARKAÐURINN/GVA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.