Fréttablaðið - 07.05.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 07.05.2008, Blaðsíða 16
0,25 143 304prósentustig er lækkun stýrivaxta Seðlabanka Bandaríkjanna sem kynnt var um miðja síðustu viku. Þar eru stýri- vextir nú tvö prósent. milljarðar króna er hlutabréfavelta í Kaup- höll Íslands í apríl. Samdrátturinn miðað við apríl í fyrra nemur fjörutíu prósentum. milljarðar króna er umreikningur á tveggja millj- arða punda skaðabótamáli í Lundúnum sem lögmaður Romans Abramovich hefur farið fram á að verði fellt niður. SÍMA NÚM ER MARKAÐARINS: 512 5000, fax: 512 5301, rit stjorn@markadurinn.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Aug lýs ingadeild: auglys ing ar@markadurinn.is Veffang: visir.is B A N K A H Ó L F I Ð Bíósalurinn nýi í höfuðstöðvum Kaupþings við Borgartún er glæsilegur til fyrirlestra, dimm- ur eins og lög gera ráð fyrir þegar glærum er varpað á skjá. Þar birti þó til á dögunum þegar erlendir greinendur þráspurðu Hreiðar Má Sigurðsson, forstjóra Kaupþings, hvort bankinn ætl- aði ekki örugglega að draga enn frekar úr kostnaði á næstunni, meðal annars í starfsmannamál- um. Hreiðar Már tók spurningun- um vel og sagði markvisst unnið að hagræðingu á öllum sviðum, en betur mætti gera í þeim efnum og það yrði gert. Birti fyrir vikið yfir í salnum, þegar fjölmargir bankamenn skiptu litum, enda ljóst að niður skurður í launum og fækk- un starfsmanna getur orðið æði sársaukafullur fyrir þá sem fyrir verða. Bankamenn skiptu litum Glitnir hefur eins og kunnugt er sölutryggt Skeljung, sem er í eigu Fons Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristjánssonar. Lítið fer þó fyrir sölunni enda áhugi fjárfesta lítill í þessu árferði. Það breytir því ekki að Pálmi getur ef hann vill gengið inn í Glitni og sagt stjórnendum bankans að greiða sér fyrirtækið. Unnið er að lausn málsins innan Glitnis, þar sem Pálmi er nú stór fjár- festir meðal annars í gegnum FL Group. Þá var drykkjarvöruverk- smiðjan Vífilfell til sölu í um tvo mánuði en þegar á hólminn var komið var fyrir- tækið tekið úr sölu- meðferð. Umsvifin á þessum markaði hafa dregist saman eins og öðrum. Sölutrygging Skeljungs Það eru fleiri en bankarnir sem þurfa að draga saman seglin. Bílheimar, sem fjárfestingar- félagið Sund á undir merkjum Ingvars Helgasonar, ráðgerði að reisa stóra skemmu á svæði í Hafnarfirði sem kallast Íshella. Þegar er búið að greiða dágóða upphæð inn á reikning verk- takafyrirtækisins en nú vilja Bílheimamenn fara sér hægar. Auðvitað eru alls konar afsakan- ir notaðar en menn eru samt til- búnir að tapa tugum milljóna til að bakka út úr hundraða millj- óna fjárfestingu sem erfitt er að fjármagn í. Svipaða sögu er að segja af Salt Investment, sem er að láta Ístak innrétta fyrir sig tvær hæðir í stóra turninum í Kópavogi. Það þykir ekki eins fýsilegur kostur nú á viðsjár- verðum tímum. Vilja út úr skemmunni Hvers vegna PwC? Öflugt ráðgjafarfyrirtæki í fremstu röð á Íslandi. Hluti af tengsla- og þekkingarneti PwC International um heim allan. Endurskoðun Fyrirtækjaráðgjöf Skatta- og lögfræðiráðgjöf Þjónustustöðvar: Reykjavík - Akureyri - Húsavík - Selfoss - Keflavík *connectedthinking

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.