Fréttablaðið - 08.05.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 08.05.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 FIMMTUDAGUR 8. maí 2008 — 125. tölublað — 8. árgangur VEÐRIÐ Í DAG ELÍSABET A. KRISTJÁNSDÓTTIR Hikar ekki við að kaupa notuð föt tíska heimili heilsa Í MIÐJU BLAÐSINS HÆÐIN Farsæl frumraun í íslenskri dagskrárgerð Sérblað um sjónvarpsþáttinn Hæðina FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG Ferðast um framhaldslíf Trúðar takast á við Guðdómlegan gleðileik Dantes í Borgarleikhús- inu. MENNING 35 Skákar markaðs- öflunum Kvæðasafn Þórarins Eldjárns er á toppi sölu- lista Eymundsson yfir vinsælustu bækur landsins. FÓLK 50 VelduektaMyllu Heimilisbrauð - brauðið sem allir á heimilinu velja Þú færð UMM-réttina í Nesti á N1 stöðinni. REYKJAVÍK Skrifað hefur verið undir samning milli Reykjavíkurborgar og Fasteignafélagsins Eikar, um kaup borgarinnar á Lækjargötu 2. Kaupverð er 321 milljón króna, en húsið er annað þeirra sem skemmd- ist í bruna í fyrravor. Samningur- inn er gerður með fyrirvara um samþykki framkvæmda- og eigna- ráðs Reykjavíkur og borgarráðs og verða þau kynnt í borgarráði í dag. Í nóvember síðastliðnum greiddi borgin 263 milljónir fyrir húsið að Austurstræti 20. Samtals hafa húsin tvö sem fóru í brunanum því kostað borgina 584 milljónir. Frá því dregst vátryggingarfé, 95 millj- ónir fyrir Austurstræti 20, en ekki er vitað hver upphæðin er fyrir Lækjargötu 2. Samkvæmt samningum kaupir borgin lóðina og þær rústir sem á henni eru. Með í kaupunum fylgir krafa á tryggingarfélag vegna brunans sem varð í fyrra. Borgar- yfirvöld hafa frest til 15. júní til að uppfylla samninginn. Næsti fund- ur framkvæmda- og eignaráðs samkvæmt dagskrá er 19. maí. Hrólfur Jónsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs borgarinnar, segir tilganginn með kaupunum vera að greiða fyrir skipulagi á svæðinu. Skipulagið er í kynningu og gangi allt eftir er stefnt að því að framkvæmdir hefjist í síðasta lagi í september. Jórunn Frímannsdóttir, formað- ur framkvæmda- og eignaráðs, leggur áherslu á að samningurinn sé með fyrirvara um samþykki fagráðs og borgarráðs. Hún segir upphæðina sem greidd sé fyrir húsið vissulega háa, en borgin muni þó tæplega verða fyrir fjár- útlátum þegar upp er staðið. „Það skiptir miklu máli að hafa yfirráð yfir öllu svæðinu og geta unnið það í heilu lagi. Við stefnum að því að byggja hratt upp og selja eignirnar síðan. Þegar upp er stað- ið mun borgin því vonandi ekki verða fyrir fjárútlátum vegna þessa,“ segir Jórunn. Að sögn Ólafs F. Magnússonar borgarstjóra eru kaupin tímabund- in, húsin verði bæði seld að lokinni uppbyggingu. Hann leggur áherslu á að húsin séu keypt til að hleypa skipulaginu í framkvæmd, því mik- ilvægt sé að uppbyggingin á reitn- um geti haldið áfram. „Þetta er mjög ásættanlegt verð fyrir lóð og byggingarrétt á besta stað í borginni. Mikilvægt er að borgarbúar geti notið uppbygging- arinnar sem fyrst,“ segir Ólafur. - kóp Reykjavíkurborg kaupir Lækjargötu 2 á 321 milljón Reykjavík kaupir Lækjargötu 2 fyrir 321 milljón króna. Fyrirvari gerður um samþykki fagráðs og borgar- ráðs. Vátryggingafé fer upp í kaupverðið. Samtals greiðir borgin 584 milljónir fyrir húsin úr brunanum. Sverrir Storm- sker skýtur á Jón Ólafs Kallar píanóleikar- ann ,,Jón gróða“. FÓLK 44 hæðin FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2008 É Pörin á Hæðinni velja uppáhaldsrýmin sín BLS. 4 HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Elísabet Anna Kristjánsdóttir, sem útskrifast frá Menntaskólanum við Hamrahlíð í vor, er hrifin af notuðum fötum og er hún ekki frá því að MH-menningin hafi eitthvað haft með það að gera. Elísabet segist velta tískunni töluvert fyrir sér og finnst gaman að dressa sig upp á kvöldin og um helg-ar. Hversdags gengur hún oft í víðum og þægilegum kjólum við lágbotna skó og hikar ekki við að kaupa fötin sín notuð. „Ætli vera mín í MH hafi ekki haft eitthvað með það að gera,“ segir hún og nefnir nokkrar flíkur sem hún er ánægð með. „Ég keypti til dæmis úlpu í „second hand“ búð í Malmö sem ég er búin að nota mikið. Hún er blá með loði og þar sem hún er frekar þunn hentar hún vel jafnt sumar sem vetur. Í vetur hef ég verið í ull-ar peysu innan undir sem langömmusystir mín prjón-aði á mömmu mína þegar hún var átján ára,“ segir Elísabet. Hún nefnir einnig hvíta stóra skyrtu sem hún keypti á 50 cent á Nýja-Sjálandi þar sem hún bjó um tíma. „Þetta er svona gömul og víð konuskyrta sem er mjög fín við leggings og stígvél.“ Stígvélin sem Elísa-bet notar hvað mest eru úr 38 þrepum en þau segist hún nánast vera búin að ofnota enda með eindæmum þægileg. Elísabet ætlar á næstunni að taka sér frí frá skóla og stefnir að því að vinna á leikskólanum Grænuborg fram að áramótum. „Síðan ætla ég að fara sem sjálf-boðaliði til Suður-Afríku. Ég kynntist stelpu þaðan á Nýja-Sjálandi og þannig kviknaði áhuginn. vera@frettabladid.is Þægindin ofar öðru Elísabet í jakka sem hún keypti notaðan í Malmö, lopapeysu af mömmu sinni og skóm sem hún notar óspart. Innan undir sést glitta í hvíta skyrtu sem hún keypti á 50 cent á Nýja-Sjálandi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI GRÓSKA Í GRASI Guðmundur Jónsson, garðyrkju-fræðingur og eigandi Túnþöku- vinnslunnar ehf., veit að gras er ekki bara gras. Hann ræktar torf af ýmsum gerðum og tyrfir allt frá lóðum upp í golfvelli. HEIMILI 2 ÖÐRUVÍSI SKART Skartgripahönnuðurinn Hildur Ýr Jónsdóttir heldur einkasýningu í Hafnarborg um þessar mundir. Þar sýnir hún skart sem er unnið úr mun-um úr fjörunni og gamalli trillu. TÍSKA 4 BEST SUÐVESTAN TIL Í dag verða norðaustan 5-10 m/s á Vestfjörðum annars hægviðri. Bjart veður sunn- an og vestan til annars skýjað og sums staðar lítils háttar væta. Hiti 5-16 stig, hlýjast suðvestanlands. VEÐUR 4 5 7 10 11 14 VIÐSKIPTI „Gengisáhrifin hafa augljóslega áhrif. Við birtum aðeins minni gengishagnað í okkar rekstrar- reikningi en hinir bankarnir og erum bara ánægð með það,“ segir Lárus Welding, forstjóri Glitnis, um afkomu bankans á fyrsta ársfjórðungi 2008. Hrein gjaldeyriseign Glitnis, Landsbankans og Kaupþings í lok mars nam um 743 milljörðum króna. Áætla má að samanlagður gengishagnaður bankanna frá janúar til mars sé um 132 milljarðar króna. Misjafnt er eftir bönkum hvort þessi hagnaður er færður sem hækkun á eigin fé eða inn í rekstrar- reikning. Aðeins 4,5 milljarðar af gengishagnaðinum eru færðir inn í rekstrarreikning Glitnis en 22,5 milljarð- ar til hækkunar á eigin fé. Þessu er öfugt farið hjá Landsbankanum sem færir allt inn í rekstrarreikn- ing eða 24,8 milljarða. Kaupþing færir 23,4 inn í reksturinn og 72,5 milljarða á eigið fé. - bg / sjá síðu 12 Samanlagður hagnaður viðskiptabankanna frá áramótum var 42 milljarðar króna: Gengishagnaður 132 milljarðar Landsbanka- deildaspár kynntar í gær Valsmönnum og KR-konum spáð titlunum í sumar. ÍÞRÓTTIR 46 SÝRA Slökkvilið var kvatt að vöruhúsi N1 við Gelgjutanga í gær þegar brúsi af saltpéturssýru féll á gólf svo lak úr. Eiturefnakafarar slökkviliðsins dreifðu kalki á sýruna til að hlutleysa hana og gekk hreinsunarstarf fljótt og vel fyrir sig. Einn starfsmaður N1 fékk á sig slettu af sýrunni en varð ekki meint af. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ALASKA Áform olíurisans Royal Dutch Shell um að bora eftir olíu á landgrunninu norður af Síberíu og Alaska kunna að komast í uppnám ef bandarísk stjórnvöld skyldu ákveða að setja hvítabjörninn á válista yfir dýrategundir í útrýmingarhættu. Frá þessu er greint í breska blaðinu Guardian. Úrskurðar um válistaskrán- inguna er að vænta á næstu dögum. Verði af henni hafa náttúruverndarsamtök svarið að þau muni stefna olíufyrir- tækjunum fyrir rétt til að stöðva olíuleit þeirra á svæðinu. Giskað er á að þar sé að finna yfir sjö milljarða fata af jarðolíu. - aa Olíuleit og náttúruvernd: Ísbirnir gætu stöðvað olíuleit HVÍTABJÖRN Í ALASKA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.