Fréttablaðið - 08.05.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 08.05.2008, Blaðsíða 2
2 8. maí 2008 FIMMTUDAGUR Óskar, er þetta mikið launung- armál? „Svo virðist vera og mér hugnast launhelgar Ríkisútvarpsins illa.“ Óskar Hrafn Þorvaldsson, ritstjóri Vísis, hefur unnið enn einn áfangasigur í að fá fram upplýsingar um laun tveggja dagskrárstjóra á RÚV. Stofnunin hefur neitað að upplýsa um þau þótt starfsemi hennar heyri undir upplýsingalögin. Akureyri Vík Egilsstaðir Selfoss Hveragerði Hafnarfjörður Neskaupstaður Grundarfjörður Stykkishólmur Súðavík Ísafjörður Akranes Njarðvík Sandgerði Hreðavatnsskáli Reykjavík Þú sparar á Orkustöðvunum Net Orkustöðvanna umhverfis landið þéttist sífellt til enn frekari hagsbóta fyrir almenning. Kynntu þér hvar Orkustöðvarnar eru og hvað bensínið er ódýrt þar. SPÁÐU Í HVAÐ ÞÚ SPARAR! www.orkan.is D Y N A M O R E Y K JA V IK SLYS Ofurhuginn Arne Aarhus og tveir aðrir farþegar komu sjálf- um sér og um 20 öðrum farþeg- um í strætisvagni úr bráðum háska í Ósló í fyrrakvöld. „Ég var aftast í strætónum þegar ég heyri mikil öskur og sé þá að bíl- stjórinn er meðvitundarlaus,“ segir Arne. „Ég stekk fram í ásamt tveimur öðrum. Útlitið var þá nokkuð dökkt því bílstjórinn steig bensínið í botn og við vorum á leið niður brekku.“ Í norska vefritinu VG segir að strætisvagninn hafi verið á 100 kílómetra hraða á klukkustund þegar þremenningarnir Arne, Gunnar Hammersland og Jan Loenget náðu stjórn á honum. „Einn tók um stýrið og annar reyndi að losa tak bílstjórans á stýrinu. Ég reyndi hins vegar að hemla en fætur bílstjórans voru fyrir en mér tókst svo að stöðva strætisvagninn með því að ýta á hemilinn með höndunum.“ Hvorki farþegum né öðrum vegfarendum varð meint af en strætisvagninn fór utan í grind- verk sem liggur meðfram vegin- um. Bílstjórinn vaknaði til meðvit- undar skömmu eftir að tekist hafði að stöðva strætisvagninn og gat hann strax séð spaugilegu hliðina á málinu. „Hann á víst fyrirtæki sem er með útfarar- þjónustu og það fyrsta sem hann gerði þegar hann rankaði við sér var að hringja þangað og segja félögunum að þeir gætu bara byrjað að grafa strax,“ segir Arne. Hann segist ekki vita hvað kom fyrir bílstjórann en hann var sendur á spítala og heilsaðist honum ágætlega síðast þegar Arne heyrði af honum. Arne er ekki ókunnur hættunni en hann er þekktur fyrir háska- leg uppátæki sem hann viðhafði í þáttunum Adrenalín sem sýndir voru á Skjá einum en þar stökk hann meðal annars með fallhlíf fram af háhýsum. „Ég er alveg hættur öllu slíku þannig að þetta var ágæt tilbreyting nú þegar ég er orðinn svona gamall og leiðin- legur fjölskyldufaðir sem sinni bara minni skrifstofuvinnu,“ segir Arne kankvís. Hann segist ekki hafa verið hræddur og því var hann spurð- ur hvort reynslan af háskaleikj- unum hefði komið sér vel við þessar aðstæður. „Það er ómögu- legt að segja, það hefur alla vega ekki skemmt fyrir.“ jse@frettabladid.is Ofurhugi bjargar 20 manns úr lífsháska Um tuttugu farþegar voru hætt komnir í strætisvagni í Noregi þegar bílstjórinn missti meðvitund. Arne Aarhus ofurhugi náði að stöðva vagninn með hjálp tveggja annarra farþega en vagninn var stjórnlaus á um 100 kílómetra hraða. ÞREMENNINGARNIR HEIMTIR ÚR HELJU Hér eru þremenningarnir við strætisvagninn skömmu eftir atvikið. Þeir eru Jan Loenget, Arne Aarhus og Gunnar Hammersland. MYND/THOR NIELSEN ALÞINGI Ríkisstjórnin og Seðla- bankinn eru á fullu að vinna í að auka gjaldeyrisvaraforða Seðla- bankans og það er fjarstæða að rík- isstjórnin hafi hafnað eða ekkert gert með beiðni bankans um að auka gjaldeyrisvaraforðann. Þessu svaraði Geir H. Haarde forsætisráðherra spurningum Steingríms J. Sigfússonar, for- manns VG, um samskipti ríkis- stjórnar og Seðlabankans á Alþingi í gær. Geir sagði samskiptin í föstum skorðum og með eðlilegum hætti; formlegir fundir væru haldnir reglubundið og vegna aðstæðna á alþjóðlegum fjármálamörkuðum væri samstarfið meira og þéttara en ella. Steingrímur sagði áhyggjuefni að ríkisstjórn og Seðlabanki gengju ekki í takt. Hann gaf í skyn að óein- ing væri milli þeirra og kvaðst því vilja gefa forsætisráðherra tæki- færi á að svara fyrir samskiptin og orðróm um að ekkert hafi verið gert með beiðni bankans. Áður en Geir svaraði efnislega furðaði hann sig á fyrirspurninni sem hann sagði byggða á kjafta- sögum. Hann bætti svo við að aðstæður á fjármálamörkuðum færu batn- andi og að heilmiklir peningar hefðu sparast við að fresta lántök- um til styrkingar gjaldeyrisforð- anum. Steingrímur kvað gott til þess að vita að ríkisstjórnin og Seðlabank- inn væru að vinna saman en sam- skipti þeirra ættu ekki að vera leyndarmál. - bþs Forsætisráðherra segir samskipti ríkisstjórnar og Seðlabanka í eðlilegum skorðum: Unnið á fullu að lántöku í útlöndum STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSONGEIR H. HAARDE AUSTURRÍKI, AP Josef Fritzl neit- ar að vera það skrímsli sem hann er sagður vera: „Ég hefði getað drepið þau öll – þá hefði ekkert gerst. Enginn hefði komist að neinu,“ sagði hann í viðtali við lögfræðing sinn, sem að hluta hefur verið birt í fjölmiðlum. Maðurinn sem hélt dóttur sinni fanginni í 24 ár og eignaðist með henni sjö börn segist ekki vera alvondur, þar sem hann hafi jú bjargað lífi nítján ára dóttur þeirra, Kerstin, með því að fara með hana á sjúkrahús þegar hún fékk krampakast og varð meðvit- undarlaus. Lögregluna grunar að Kerstin hafi einnig orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi af hálfu Fritzls. - gb Harmleikurinn í Amstetten: Segist ekki vera skrímsli Á SVÖLUM HÚSSINS Rannsóknarmenn hafa fundið leyniherbergi uppi í íbúð Fritzls, þar sem hann skipulagði ódæðis- verk sín. FRÉTTABLAÐIÐ/AP STJÓRNSÝSLA Ríkisendurskoðun segir að hjúkrunarheimilið Sóltún hafi ofreiknað umönnunarþörf sjúklinga sinna og eigi því ekki rétt á jafnmiklu opinberu fé til rekstursins og farið hafi verið fram á. Að því er fram kemur í greinar- gerð Ríkisendurskoðunar hefur Sóltún ofreiknað svokallaða þyngdarstuðla, sem meta þarf sem vistmenn hafa fyrir umönn- un. Með þessu hafi verið farið fram á hærri greiðslur til reksturs heimilisins úr ríkissjóði en því bar. Þegar Sóltún krafðist nærri 23 milljóna aukagreiðslu fyrir árið 2006 var Ríkisendurskoðun fengin til að meta skráningar Sóltúns á þyngdarstuðlunum. Ríkisendur- skoðun komst að þeirri niðurstöðu að þyngdarstuðullinn á Sóltúni hafi átt að vera 1,07 en ekki 1,26 eins og Öldungur hf., rekstrarfé- lag Sóltúns, taldi vera rétt. Nú á einnig að kanna réttmæti 108 milljóna króna aukagreiðslna til Sóltúns á árunum 2003 til 2005. Í yfirlýsingu frá Öldungi segir að forráðamenn og starfsfólk Sól- túns vísi á bug þeim aðdróttunum sem felist í greinargerð Ríkisend- urskoðunar. Þær vegi alvarlega að starfsheiðri þeirra: „Forráða- menn Sóltúns átelja harðlega vinnubrögð Ríkisendurskoðunar en niðurstöður hennar benda til þess að innsend gögn Sóltúns hafi ekki verið notuð í úrtakskönnun- inni.“ - gar Ríkisendurskoðun greinir á við forsvarsmenn hjúkrunarheimilis Öldungs hf.: Sóltún sagt hafa rangt við SÓLTÚN Forsvarsmenn hjúkrunar- heimilisins vísa á bug reiknisaðferðum Ríkiendurskoðunar. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA STJÓRNMÁL Þingflokkur Samfylk- ingarinnar hefur ekki enn sam- þykkt fyrirhugaða uppskiptingu embættis lögreglustjórans á Suð- urnesjum. Stefnt var að því að boð- aðar breytingar tækju gildi 1. júlí en útlit er fyrir að það náist ekki. Eins og greint hefur verið frá í Fréttablaðinu leggst þingflokkur Samfylkingarinnar gegn boðuðum breytingum. Þær gera ráð fyrir að samgönguráðuneytið taki við flugverndarverkefnum, fjármála- ráðuneytið tollgæslu en dómsmála- ráðuneytið fari áfram með lög- gæsluhlutann. Jóhann R. Benediktsson, lög- reglustjóri á Suðurnesjum, er mótfallinn breytingunum. Breyt- ingarnar hafa verið afgreiddar út úr ríkisstjórn, með fyrirvara um samþykki þingflokksins. - mh Embættið á Suðurnesjum: Uppskiptingin enn ósamþykkt BRUSSEL, AP Slóvakía fékk í gær græna ljósið á að fá að taka upp evruna um næstu áramót. Þetta varð ljóst er framkvæmda- stjórn Evrópu- sambandsins og Seðlabanki Evr- ópu birtu mat sitt á þeim árangri sem slóvakísk stjórnvöld hefðu náð í að uppfylla hin skilyrðin fyrir fullri aðild að Efnahags- og myntbandalaginu. Robert Fico, forsætisráðherra Slóvakíu, fagnaði hinu jákvæða mati ESB. Hann sagði Slóvaka líta svo á að upptaka evrunnar væri „framhald á þeirri velgengnissögu sem hófst með inngöngu okkar í Evrópusambandið“ en hún gekk í gildi fyrir fjórum árum. - aa Stækkun evrusvæðisins: Slóvakía verður 16. evrulandið ROBERT FICO Fær 90 þúsund meira Þórhallur Gunnarsson, dagskrárstjóri ríkissjónvarpsins og ritstjóri Kast- ljóss, fær 90 þúsund krónum meira í mánaðarlaun en Sigrún Stefánsdóttir, dagskrárstjóri ríkisútvarpsins. Þetta kemur fram á visir.is sem hefur ráðn- ingarsamninga þeirra undir höndum. RÍKISÚTVARPIÐ SPURNING DAGSINS Hæstiréttur hefur staðfest gæslu- varðhaldsúrskurð héraðsdóms til 2. júní yfir manni sem grunaður er um að hafa verið í hópi manna sem réðst hrottalega að mönnum í húsi í Keilufelli í mars. DÓMSTÓLAR Keilufellsmaður áfram inni KOSOVO, AP Alþjóðlegu mann- réttindasamtökin Human Rights Watch segja þær vísbendingar, sem hafa komið fram um að Kos- ovo-Albanir hafi drepið hóp Serba til að selja úr þeim líffæri, nægja til þess að hefja eigi rannsókn á málinu. Samtökin segjast hafa upp- lýsingar sem styðji ásakanir um að liðsmenn úr KLA, Frelsis- her Kosovo, hafi í júní 1999 rænt hópi Serba og flutt þá til Albaníu, þar sem læknar hafi fjarlægt úr þeim líffæri. Ásakanirnar komu fyrst fram í bók eftir Cörlu Del Ponte, fyrrverandi aðalsaksóknara stríðsglæpadómstóls í Haag. - gb Ásakanir um líffærasölu: Nægar ástæður til rannsókna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.