Fréttablaðið - 08.05.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 08.05.2008, Blaðsíða 12
 8. maí 2008 FIMMTUDAGUR SERBÍA, AP Boris Tadic, forseti Ser- bíu, hefur fengið ítrekaðar morð- hótanir er spenna eykst fyrir þing- kosningar í landinu eftir viku. Mladjan Dinkic, ráðherra í Serb íustjórn, sagði í útvarpsvið- tali að saksóknarar og öryggislög- reglan ættu að rannsaka „þessar alvarlegu hótanir“. Dagblaðið Blic sagði Tadic hafa fengið bréf þar sem hann er sak- aður um landráð og verðskuldi „byssukúlu í ennið“. Ákvörðun Tadic að undirrita nýjan sam- starfssamning við Evrópusam- bandið fer illa í herskáa þjóðernis- sinna sem þykir ESB hafa svikið Serba í Kosovomálinu. - aa Stjórnmál í Serbíu: Tadic forseta hótað lífláti TADIC Forseta Serbíu ítrekað hótað. ÍRLAND, AP Brian Cowen var í gær kjörinn nýr forsætisráðherra Írlands í atkvæðagreiðslu á írska þinginu. Þingmenn allra þeirra þriggja flokka sem áður studdu stjórn Bertie Ahern fylktu liði að baki Cowen. Ahern vék úr emb- ætti á þriðjudag. Nýi forsætisráðherrann hyggst tafarlaust stokka upp í stjórninni, meðal annars til að skipa eftir- mann sinn í embætti fjármála- og varaforsætisráðherra. Cowen er ellefti maðurinn sem gegnir embætti Taoiseach, ríkis- stjórnarleiðtoga írska lýðveldis- ins. Fyrirrennari hans gegndi því í ellefu ár samfleytt. - aa Umskipti í stjórnmálunum á Írlandi: Cowen tekinn við af Ahern LEIÐTOGASKIPTI Bertie Ahern og Brian Cowen. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Vátryggingafélag Íslands Ármúla 3 108 Reykjavík Sími 560 5000 vis.is Þar sem tryggingar snúast um fólk VERTU MEÐ ALLAR TENGINGAR Í LAGI HÚSVAGNATRYGGING VÍS Húsvagnatrygging VÍS er alhliða trygging fyrir tjaldvagna, fellihýsi og hjólhýsi, sem tekur m.a. til áreksturs, veltu, útafaksturs, eldsvoða, skriðufalls og innbús svo eitthvað sé nefnt. Hafðu samband við þjónustuver VÍS í síma 560 5000 eða komdu við á næstu þjónustu- skrifstofu og fáðu nánari upplýsingar. ÍS L E N S K A /S IA .I S /F L U 4 08 24 0 4/ 08 Flugfrakt Fyrir þá sem vilja vera fyrstir flugfelag.is REYKJAVÍK AKUREYRI EGILSSTAÐIR FÆREYJARVESTMANNAEYJAR ÍSAFJÖRÐUR GRÆNLAND VOPNAFJÖRÐUR ÞÓRSHÖFN GRÍMSEY NARSARSSUAQ KULUSUK CONSTABLE POINT NUUK Við sækjum og sendum Þú getur látið okkur sækja sendinguna í fyrirtækið þitt og koma henni beint til viðtakanda. Hagkvæmt verð Það er hagstætt að senda með flugfrakt – berðu saman verð á frakt með flugi og bíl. Hratt og oft Flugfrakt er fljótlegasta leiðin til að flytja vörur og aðrar sendingar. Mikill fjöldi ferða tryggir að allar sendingar berast hratt og örugglega. Til/frá Reykjavík Akureyri 8-12 ferðir á dag Egilsstaðir 5-7 ferðir á dag Ísafjörður 2-3 ferðir á dag Vestmannaeyjar 2-3 ferðir á dag Aðeins eitt símtal í 570 3400 og málið er afgreitt. VIÐSKIPTI Gengishagnaður við- skiptabankanna þriggja á fyrsta ársfjórðungi vegna gengisfalls krónunnar nemur tæpum 132 milljörðum króna. Þetta stafar fyrst og fremst af því að stjórn- endur Glitnis, Landsbankans og Kaupþings hafa undanfarna mán- uði keypt gjaldeyri til að verja eiginfjárstöðu bankanna fyrir gengissveiflum krónunnar. Hrein staða bankanna í erlend- um gjaldeyri var í lok mars sam- tals um 743 milljarðar króna. Þar af var Kaupþing með rúmlega 457 milljarða í erlendum gjaldeyri, Glitnir með tæpa 157 milljarða og Landsbankinn með tæpa 129 millj- arða stöðu. Misjafnt er hvort þessi hagnað- ur er færður til hækkunar á eigin fé bankanna eða sem hagnaður af veltufjáreignum í rekstrarreikn- ing. Þannig færir Landsbankinn allan gengishagnaðinn inn í rekst- urinn, samtals 24,8 milljarða króna en ekkert til hækkunar á eigin fé. Í tilfelli Kaupþings voru um 23 milljarðar færðir sem tekj- ur inn í reksturinn og 72,5 millj- arðar til hækkunar á eigin fé bankans. Glitnir færði stærstan hlutann inn í efnahagsreikning bankans til aukningar á eigin fé eða 22,5 milljarða króna. 4,5 millj- arðar voru bókaðir sem hagnað- ur. Bankastjórar viðskiptabank- anna þriggja eru allir sammála um að gengisfall krónunnar hafi haft mikil áhrif á rekstrarniður- stöður bankanna á fyrsta ársfjórð- ungi 2008. Þeir segja samt óvar- legt að kalla þetta hreinan hagnað því verið sé að verja eigið fé fyrir sveiflum. Hagnaður viðskiptabankanna þriggja nemur samtals 42 millj- örðum króna á fyrsta ársfjórð- ungi. Kaupþing hagnaðist um 18,7 milljarða, Landsbankinn um 17,4 milljarða og Glitnir með 5,9 millj- arða eftir skatta. Glitnir var síðastur í röðinni til að skila uppgjöri í gær. Afkoma bankans var nokkuð betri en greinendur bjuggust við en á sama tímabili í fyrra hagnaðist bankinn um 7 milljarða króna. Hækkaði gengi bréfa Glitnis um 3,35 prósent í Kauphöll Íslands í gær. Hreinar rekstrartekjur námu tæpum 26 milljörðum króna, hreinar vaxtatekjur námu 13,8 milljörðum og þóknanatekjur námu 10,6 milljörðum. „Við erum að auka tekjur og lækka kostnað og ég get ekki verið annað en sáttur við það,“ sagði Lárus Welding forstjóri Glitnis í samtali við Markaðinn. „Augljós- lega eru gengisáhrifin að hafa áhrif. Við erum að birta aðeins minni gengishagnað í okkar rekstrarreikningi en hinir bank- arnir og erum bara ánægð með það.“ bjorgvin@markadurinn.is Krónan ýkir uppgjör banka Landsbankinn færir allan gengishagnað inn í rekst- ur. Glitnir færir upp eigið fé. Gjaldeyrisstaða Kaup- þings stærst. Niðurstaða rekstrarins hefði orðið allt önnur ef gengishagnaður hefði ekki komið til. GJALDEYRISHAGNAÐUR Hreinn gjaldeyrishagnaður banka fyrir skatt í milljörðum króna.* Glitnir uppfært eigið fé 22,5 Fært inn í rekstur 4,5 Áætlaður kostnaður 3 samtals: 24,0 Landsbankinn Uppfært eigið fé 0 Fært inn í rekstur 24,8 Áætlaður kostnaður 2,9 samtals 21,9 Kaupþing Uppfært eigið fé 72,5 Fært inn í rekstur 23,4 Áætlaður kostnaður 10,3 samtals 85,6 *Áætlaður kostnaður vegna erlendrar gjaldeyr- isstöðu miðast við vaxtamun upp á 9%, sem er þá fórnarkostnaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.