Fréttablaðið - 08.05.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 08.05.2008, Blaðsíða 18
18 8. maí 2008 FIMMTUDAGUR Garðsláttur hefst af fullum krafti upp úr miðjum maí. Fréttablaðið kannaði mögu- leika þeirra sem vilja losna við umstangið í kringum slík þarfaverk og komst að því að um auðugan garð er að gresja. Líklega þykir flestum ilmurinn af nýslegnu grasi bæði góður og hressandi. Þó eru hreint ekki allir sem kunna því vel að slá grasið í garðinum sínum. Mörgum vex í augum tilstandið sem því fylgir og kjósa þess í stað að borga utanaðkomandi aðila fyrir að sjá um sláttinn. Í slíkum tilvikum er hægt um vik að leita til eins af fjölmörgum fyrirtækjum sem bjóða upp á þjónustu af þessu tagi. Brynjar Kjærnested, eigandi Garðlistar ehf. í Kópavogi, segir meira en að segja það fyrir fólk að standa sjálft í garðslætti. „Fólk þarf að eiga bæði sláttuvél og orf, og þegar slætti er lokið má ekki henda grasinu í ruslið heldur þarf að pakka því inn og fara með í Sorpu. Það eru því afar margir sem hreinlega vilja ekki hafa fyrir þessu. Við komum á staðinn og sláum grasið, snyrtum kanta, hirðum upp grasið, sópum stéttina og förum með allt draslið í Sorpu,“ segir Brynjar. Slík alhliða þjónusta er í boði hjá öllum þeim fyrirtækjum sem Fréttablaðið hafði samband við. Birgir Símonarson, skrúðgarðyrkjufræðingur hjá Ísrós í Kópavogi, segir einna mest um að húsfélög panti slíka þjónustu. „Það er algengt að íbúar í stórum fjölbýlum slái saman fyrir þjónustunni, í stað þess að skiptast á að slá grasið. Það þarf ekki að vera svo dýrt fyrir hvern íbúa.“ Ýmsir þættir geta haft áhrif á verð á þjónustu af þessu tagi. Þau fyrirtæki sem Fréttablaðið hafði samband við fylgja öll þeirri reglu að kanna fyrst aðstæður á svæðinu sem á að slá og gera síðan verðtilboð. Ef um er að ræða 400 fermetra grasflöt má gera ráð fyrir að verðið sé á bilinu 7.500 til 12.500 krónur, allt eftir umfangi verkefnisins. Vinnuskóli Reykjavíkur býður eldri borgurum og öryrkjum upp á svokallaða græna heimaþjónustu. Guðrún Þórsdóttir skólastjóri segir megintilganginn vera að efla lífsgæði. „Andstyggilegur garður sem fólk ræður ekki við fælir það fyrr úr húsunum sínum. Við sjáum um 5-600 garða á sumri og förum einu sinni til tvisvar í hvern garð. Við reynum að haga því þannig að þeir njóti þjónustu okkar sem mest þurfa á að halda.“ Græn heimaþjónusta er í boði fyrir öryrkja og fólk yfir 67 ára. Verðið er 3.000 krónur fyrir eina þriggja tíma heimsókn og tekið er við umsóknum í þjónustumiðstöðvum borgarinnar. kjartan@frettabladid.is hagur heimilanna > Verð á vínarbrauði. Meðalverð í febrúarmánuði á landinu öllu. HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS 95 11 4 84 12 4 14 6 17 6 1998 2000 2002 2004 2006 2008 ■ Klassísk húsráð frá Guðnýju Gerði Gunnarsdóttur borgarminjaverði. „Þegar ég heyri orðið húsráð dettur mér fyrst í hug orðið blettir og hvernig eigi að losa sig við þá. Ef rauðvín hellist niður á dúka þá er að slá salti yfir blettinn og láta saltið drekka í sig litinn og síðan bursta eða ryksuga saltið upp. Ef kertavax fer niður þá er gott að fara með heitan straubolta yfir. Langbest er að hafa blað af eldhúsrúllu undir og yfir og láta pappírinn sjúga vaxið upp í,” segir Guðný Gerður Gunnars- dóttir borgarminjavörður. GÓÐ HÚSRÁÐ SALT Á RAUÐVÍNSBLETT Nú þegar sumarið er farið að banka allverulega á dyrnar hjá landsmönnum er hætt við að fáir séu með hugann við veturinn. Flestir enda fegnir að geta losað sig við þykku úlpurnar inn í skáp og skíðagræjurnar í geymsluna. Sumarið er tíminn til að kaupa vetrarvörur, því iðu- lega sitja verslanir uppi með einhvern lager af vörum frá því í fyrra sem koma þarf út áður en nýi árgangurinn kemur í hús. Þeir sem þurfa ekki að vera ætíð í allra nýjustu tísku og skammast sín ekki niður í tær fyrir árs- gömul skíði, ættu því að nýta sér sumarið til að birgja sig upp fyrir næsta vetur. ■ Verslun Kaupa vetrarvörur á sumrin Algengt að húsfélög slái saman á sumrin ERFIÐI Oft fylgir því mikið umstang að sjá sjálfur um garðslátt- inn. „Sumarbústaðurinn minn er hiklaust bestu kaup sem ég hef gert,“ segir Halldór Halldórsson, bæj- arstjóri á Ísafirði. „Reyndar keypti ég hann ekki í heilu lagi. Ég varð náttúrlega að byggja hann.“ Þar með var Halldór kominn með híbýli á bernskustöðvarnar en bústaðurinn er í Ögri í Ísafjarðardjúpi á jörð foreldra hans sem eru þar með búskap. „Það er því nóg um að vera þegar ég fer í bústaðinn. Þarna er líka afar gott að hvíla sig frá amstri dagsins. Öll þæg- indi eru til staðar eins og rafmagn, heitur pottur og svo ekkert sjónvarp sem eru sérstök þægindi.“ Þessi kaup gerði hann árið 1996 en verstu kaupin gerði hann nokkru áður. Þau hafa reyndar dregið nokkurn dilk á eftir sér og eiga það til að hrella bæjarstjórann enn þann daginn í dag. „Verstu kaupin gerði ég í hvert skipti sem ég keypti mér flík á diskótímabilinu. Ég sé það glögglega þegar ég sé myndir frá þessum tíma. Þetta er alveg agalegt, ég fæ aulahroll þegar ég sé þetta. Sérstaklega er mér annt um að ein mynd sem tekin var af mér í Reykjavík á hátindi diskótímabilsins, fari ekki á neinn flæking. En þó að fatatískan hafi verið hin hlægi- legasta er aldrei að vita nema að þessi klæðaburður muni þykja nokkuð töff þegar fram í sækir,“ segir bæjarstjórinn minnugur þess að tískan fer í hringi. NEYTANDINN: HALLDÓR HALLDÓRSSON, BÆJARSTJÓRI Á ÍSAFIRÐI Gerði verstu kaupin á diskótímabilinu Útgjöldin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.