Fréttablaðið - 08.05.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 08.05.2008, Blaðsíða 22
22 8. maí 2008 FIMMTUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 483 4.941 +1,15% Velta: 6.246 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Hlutabréf í úrvalsvísitölu: Atorka 7,19 -0,69% ... Bakkavör 33,25 -0,60% ... Eimskipafélagi_ 21,25 -1,62% ... Exista 11,03 +0,09% ... FL Group 6,37 +2,91% ... Glitnir 16,95 +3,35% ... Icelandair Group 21,80 +0,00% ... Kaup_ing 800,00 +1,39% ... Landsbankinn 27,90 +0,36% ... Marel 93,40 +4,24% ... SPRON 4,65 +0,00% ... Straumur-Bur_arás 11,95 -0,25% ... Teymi 3,62 +0,00% ... Össur 97,00 +1,04% MESTA HÆKKUN ATLANTIC PETROL. 7,25% MAREL 4,24% GLITNIR 3,35% MESTA LÆKKUN SKIPTI 3,45% EIMSKIPAFÉLAGIÐ 1,62% EIK BANKI 1,47% Meiri háttar sending Halldór J. Kristjánsson, formaður Samtaka fjármálafyrirtækja, gerir alvarlegar athugasemdir við yfirlýsingar hagfræðingsins Roberts Aliber á fundi í Háskóla Íslands og gagnrýnir umfjöllun Morgunblaðsins um þær. Halldór segir fullyrð- ingar Alibers um íslenskt fjármálakerfi vera illa ígrundaðar og byggja á huglægu mati. Mikilvægt sé að vandað sé til umfjöllunar þegar íslenskt efnahagslíf sé í alþjóðlegu kastljósi. „Órökstudd- ar upphrópanir geta haft alvarleg áhrif og því brýnt að leita viðhorfa ábyrgra aðila við slíkum fullyrðingum áður en þær eru birtar.“ Halldóri virðist samt sjást yfir, að meðal þeirra sem fengu Aliber hingað til lands, til að tala á opinberum vettvangi og í návist fjölmiðla, voru einmitt hans eigin samtök, Samtök fjármálafyrirtækja. Beðið eftir útspili... Aðila á markaði er heldur tekið að lengja eftir margboðuðum útspilum stjórnvalda og Seðla- bankans til að styrkja gjaldeyrisvarasjóð Seðla- bankans og treysta ímynd landsins á alþjóðleg- um mörkuðum, meðal annars með samstarfi við seðlabanka annarra landa. Búist er við fulltrúum Fitch-matsfyrirtækisins hingað til lands á næstu dögum og mun styttast í nýjar einkunnir bank- anna þar á bæ. Aðgerðir stjórnvalda eru taldar geta ráðið þar úrslitum, en einhverjir stjórnmála- menn heyrast hafa áhyggjur af litlum stuðningi almennings við slíkar aðgerðir, enda telji menn bankana vel geta bjargað sér sjálfir. Forkólfar í atvinnulífinu segja hins vegar að málið snúist alls ekki um það, heldur þurfi fjármálakerfið allt að öðlast tiltrú erlendis svo að bankarnir fái aftur tækifæri til þess að hefja útlán að nýju, jafnt til fyrirtækja hér innanlands sem einstaklinga. Erlendis ríki efasemdir um getu Seðlabankans sem lánveitanda til þrautavara og um það snúist mergur málsins, ekki beina aðstoð við bankana sem aldrei hafi staðið til að veita, hvorki fyrr né síðar. Peningaskápurinn ... Marel Food Systems (MFS) segir að í næstu uppgjörum komi fram ávinningur af samþættingu og hagræðingu eftir öran vöxt síðustu ára. Sameining við Stork Food Systems tekur gildi í dag. MFS hagnaðist eftir skatta um 739 þúsund evrur (rúmar 87 milljónir króna) á fyrsta ársfjórðungi, rúmum fjórðungi minna en í fyrra. Tekjur jukust um 2,5 prósent. Um leið og Marel Food Systems (MFS) kynnti uppgjör fyrsta ársfjórðungs í gær var fagnað árangri í að hafa náð vaxtarmarkmiðum sem sett voru fram í ársbyrjun 2006. „Í raun má segja að á morgun [í dag] rætist lang- þráður draumur 4.000 starfsmanna og 2.000 hluthafa. Marel og Stork eru að lokum að sameinast og til verður aðili á markaði sem verður leiðandi í þróun og mark- aðssetningu á matvælavinnslubúnaði,“ sagði Árni Oddur Þórðarson, stjórnarformaður MFS, en félagið hefur nærri fimmfaldast að stærð á tveimur árum. Hann segir að samruninn við Stork Food Systems sé „sóknarsamruni“ þar sem starfsemi félaganna bæti hvor aðra upp. Um leið segir hann sjá fyrir endann á erfiðri samþættingu vegna kaupa félagsins á Scan- vægt í Danmörku. Greining Glitnis segir uppgjör félagsins slakt en kveður um leið spennandi tíma fram undan. Hagnaður MFS á fjórðungnum nam 739 þúsund evrum. „Þar af var hlutdeildarhagnaður vegna LME 0,5 milljónir evra,“ bendir Glitnir á, en LME var eignarhaldsfélagið sem stofnað var um kaup í iðnsamstæðunni Stork. Hörður Arnarson, forstjóri MFS, segir að í öðrum og þriðja ársfjórðungi, muni skila sér í reikningum félags- ins ávinningur af hagræðingu og samþættingu við Scanvægt, en á síðustu vikum var 110 manns sagt upp hjá fyrirtækinu, þar af um 70 í Danmörku og 20 hér á landi. Ávinningur af hagræðingu vegna Scanvægt á þessum fjórðungi er metinn á um 4,5 milljónir evra. Þá er ávinningur af endurskipulagningu sölu og þjónustu- hluta Marel Food Systems talinn munu skila fimm milljónum evra á árinu. Þá á einnig að skila sér síðar á árinu verðhækkanir sem gripið var til vegna hækkun- ar hráefnisverðs. Stjórn MFS ákvað á fundi í fyrradag að nýta heimild til að hækka hlutafé félagsins með sölu nýrra hluta að söluandvirði 117 milljónir evra, líkt og tilkynnt var í Kauphöll í gær. Árni Oddur Þórðarson svaraði á kynn- ingarfundi félagsins að fyrra bragði játandi spurning- unni um hvort fjármögnun félagsins væri trygg. Hann vísar til hlutafjárútboðsins, sem er að fullu sölutryggt af Landsbankanum með bakstuðningi stærstu hluthafa MFS, Eyris Invest og Grundtvig Invest. Þá hefur félag- ið tekið lán til sex ára með 310 punkta álagi yfir Libor millibankavöxtum. Árni Oddur segir meðalvaxtabyrði lánanna vel ásættanlega í því árferði sem nú ríki á fjár- málamörkuðum, en telur um leið ekki ólíklegt að farið verði út í endurfjármögnun árið 2010 verði aðstæður orðnar hagfelldari. olikr@markadurinn.is ÁRNI ODDUR ÞÓRÐARSON Árni Oddur Þórðarson, stjórnarfor- maður Marel Food Systems, segir kaupin á Stork Food Syst- ems sóknarsamruna. Samruni við danska félagið Scanvægt hafi hins vegar verið erfiður. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Sókn eftir samruna „Viðræðurnar eru hafnar. Það er að mörgu að gæta, enda stórt og mikið verkefni,“ segir Guðmundur Hauks- son, forstjóri SPRON, um sam- einingarviðræður við Kaupþing. Félögin tilkynntu á dögunum að rætt yrði um samein- ingu og að fjórar vikur yrðu gefnar til verksins. Vika er þegar liðin. Guðmundur upplýsir fátt um fjölda funda og segist ekk- ert geta sagt um hvort samkomulag sé orðið um grundvallaratriði. Ekki sé þó byrjað að skjalagerð vegna hugsanlegs samruna. - ikh Stórt og mikið verk að sameina GUÐMUNDUR HAUKSSON Fjölmiðlafyrirtækið 365, sem meðal annars á Fréttablaðið, Stöð 2 og Markaðinn, tapaði 970 millj- ónum króna eftir skatta á fyrsta ársfjórðungi samkvæmt nýbirtu uppgjöri. Tap á sama tíma í fyrra nam 34 milljónum króna. Tekjur fjórðungsins jukust hins vegar um 29 prósent frá fyrra ári og námu rúmlega 3,4 milljörðum króna. Ari Edwald, forstjóri 365, segir reksturinn líða fyrir gengisfall krónunnar sem numið hafi 28 prósentum á ársfjórðungnum. „Af fjármagnsliðum sem eru í nettó um 11 hundruð milljónir í mínus, þá er gengistap um 940 milljónir,“ segir hann og bendir á að 365 sé skuldsett félag. „Og þó að hlutfall erlendra skulda hafi ekki verið nema 35 prósent um áramót þá er þetta niðurstaðan af gengisþróun ársfjórðungsins.“ Ari segir niðurstöðuna viðun- andi og rekstur samstæðunnar í heild ekki langt frá áætlun þrátt fyrir erfiðleika í afþreyingar- hlutanum. Þar segir hann fyrst og fremst um að ræða lægð í sölu á erlendri tónlist og DVD-mynd- um. Hins vegar hafi fjölmiðlum gengið betur en áætlanir gerðu ráð fyrir. Ekki eru ráðgerðar hagræðing- araðgerðir í formi uppsagna starfsfólks eða niðurlagningar rekstrareininga að því er Ari segir. „Við erum komin með félagið í það form sem við viljum hafa það í. En auðvitað erum við alltaf að skoða hvort við kom- umst einhvers staðar af með minna, eða bætt í annars staðar þar sem tekjugrundvöllur er fyrir því.“ - óká 365 tapar 970 milljónum Tap félagsins vegna falls krónunnar 940 milljónum. Hluthafafundur Dagskrá: 1. Tillaga um að stjórn félagsins verði falið að óska eftir afskráningu hlutabréfa félagsins úr kauphöll OMX Nordic Exchange á Íslandi. 2. Tillaga um að stjórn félagsins verði falið að kaupa hluti þeirra hluthafa í félaginu er þess óska fyrir kl. 16 þann 21. maí 2008. Greitt verði fyrir hlutina með hlutum í Glitni banka hf. Gengi hlutabréfa í FL Group hf. við kaupin skal vera kr. 6,68 fyrir hvern hlut. Gengi hlutabréfa í Glitni banka hf. skal vera kr. 17,05 fyrir hvern hlut. Þannig fær hver hluthafi er tekur kauptilboðinu 0,39 hluti í Glitni banka hf. fyrir hvern hlut í FL Group hf. 3. Tillaga um að stjórn félagsins verði heimilað í tengslum við framan- greind kaup á hlutabréfum í FL Group hf., sbr. lið 2 hér að ofan, að kaupa allt að 20% eigin hluta fyrir kr. 6,68 hvern hlut. Heimildin skal gilda til og með 20. júní 2008. Verði eigin hlutir í eign félagsins umfram 10% eftir viðskiptin skal stjórn félagsins lækka hlutafé félagsins í samræmi við ákvæði laga um hlutafélög, þannig að eigin hlutir eftir slíka hlutafjárlækkun verði ekki umfram 10% af hlutafénu. 4. Tillaga um að stjórn félagsins verði heimilað, í því skyni að mæta framangreindum kaupum á hlutum í FL Group hf., sbr. lið 3 hér að ofan, að kaupa allt að 862.017.533 hluti í Glitni banka hf. fyrir kr. 17,05 hvern hlut og greiða fyrir með lántöku. Hluthöfum gefst kostur á að greiða atkvæði um tillögurnar bréflega. Atkvæðaseðlar eru fyrirliggjandi á skrifstofu félagsins frá og með mánudeginum 4. maí n.k. og þar er ennfremur hægt að greiða atkvæði. Þeir hluthafar sem þess óska skriflega fyrir þriðjudaginn 5. maí n.k. geta fengið atkvæðaseðla senda sér. Bréfleg atkvæði skulu berast á skrifstofu félagsins eigi síðar en kl. 16.00 fimmtudaginn 8. maí eða afhendast á hluthafafundinum sjálfum. Atkvæði verða talin á hluthafafundinum þann 9. maí og verða einungis atkvæði þeirra hluthafa sem þá eru skráðir í hlutaskrá tekin með í atkvæðagreiðslunni. Fundargögn, þ.m.t. tillaga stjórnar ásamt greinargerð, eru til sýnis á skrifstofu FL Group hf. frá og með föstudeginum 2. maí og verða send þeim hluthöfum sem þess óska. Gögnin eru ennfremur aðgengileg á heimasíðu félagsins, www.flgroup.is. Reykjavík, 1. maí 2008, Stjórn FL Group hf. Stjórn FL Group hf. boðar hér með til hluthafafundar í félaginu sem haldinn verður á Hilton Reykjavík Nordica föstudaginn 9. maí 2008, kl. 8.30. www.IKEA.is/sumar © In te r I KE A Sy st em s B .V . 2 00 8 úti á túni SOMMAR blómapottar, Ø32, H36 cm. 3.490,-/stk. MYNTA blómapottur, Ø39, H39 cm. 3.890,- MYNTA blómapottafætur 295,-/3 stk. 2.490,- MYNTA blómapottur, B40xD40, H33 cm. MYNTA hengipottur, Ø21, H15,5 cm. 1.490,- MYNTA blómapottur, Ø30, H67 cm. 4.690,- SALVIA fata/blómapottur, 10 l. 695,- MYNTA blómapottur, ýmsir litir, Ø52, H17 cm. 3.690,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.