Fréttablaðið - 08.05.2008, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 08.05.2008, Blaðsíða 27
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Elísabet Anna Kristjánsdóttir, sem útskrifast frá Menntaskólanum við Hamrahlíð í vor, er hrifin af notuðum fötum og er hún ekki frá því að MH- menningin hafi eitthvað haft með það að gera. Elísabet segist velta tískunni töluvert fyrir sér og finnst gaman að dressa sig upp á kvöldin og um helg- ar. Hversdags gengur hún oft í víðum og þægilegum kjólum við lágbotna skó og hikar ekki við að kaupa fötin sín notuð. „Ætli vera mín í MH hafi ekki haft eitthvað með það að gera,“ segir hún og nefnir nokkrar flíkur sem hún er ánægð með. „Ég keypti til dæmis úlpu í „second hand“ búð í Malmö sem ég er búin að nota mikið. Hún er blá með loði og þar sem hún er frekar þunn hentar hún vel jafnt sumar sem vetur. Í vetur hef ég verið í ull- ar peysu innan undir sem langömmusystir mín prjón- aði á mömmu mína þegar hún var átján ára,“ segir Elísabet. Hún nefnir einnig hvíta stóra skyrtu sem hún keypti á 50 cent á Nýja-Sjálandi þar sem hún bjó um tíma. „Þetta er svona gömul og víð konuskyrta sem er mjög fín við leggings og stígvél.“ Stígvélin sem Elísa- bet notar hvað mest eru úr 38 þrepum en þau segist hún nánast vera búin að ofnota enda með eindæmum þægileg. Elísabet ætlar á næstunni að taka sér frí frá skóla og stefnir að því að vinna á leikskólanum Grænuborg fram að áramótum. „Síðan ætla ég að fara sem sjálf- boðaliði til Suður-Afríku. Ég kynntist stelpu þaðan á Nýja-Sjálandi og þannig kviknaði áhuginn. vera@frettabladid.is Þægindin ofar öðru Elísabet í jakka sem hún keypti notaðan í Malmö, lopapeysu af mömmu sinni og skóm sem hún notar óspart. Innan undir sést glitta í hvíta skyrtu sem hún keypti á 50 cent á Nýja-Sjálandi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI GRÓSKA Í GRASI Guðmundur Jónsson, garðyrkju- fræðingur og eigandi Túnþöku- vinnslunnar ehf., veit að gras er ekki bara gras. Hann ræktar torf af ýmsum gerðum og tyrfir allt frá lóðum upp í golfvelli. HEIMILI 2 ÖÐRUVÍSI SKART Skartgripahönnuðurinn Hildur Ýr Jónsdóttir heldur einkasýningu í Hafnarborg um þessar mundir. Þar sýnir hún skart sem er unnið úr mun- um úr fjörunni og gamalli trillu. TÍSKA 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.