Fréttablaðið - 08.05.2008, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 08.05.2008, Blaðsíða 34
 8. MAÍ 2008 FIMMTUDAGUR2 ● fréttablaðið ● hæðin Guðbergur Þór Garðarsson og Inacio Pacas da Silva Filho, matreiðslu- og listamenn. Hvers vegna ákváðuð þið að taka þátt í Hæð- inni? Vinkona okkar skráði okkur í keppnina og sagði okkur síðan frá því. Við slógum til því við hreinlega elskum að breyta, hanna og skapa hluti til að gleðja mannshjartað. Hafið þið einhverja reynslu af því að innrétta hús? Við höfum báðir byggt hús, annar á Íslandi og hinn í Brasilíu. Svo erum við alltaf að innrétta eitthvað fyrir sjálfa okkur og eins höfum við breytt ýmsu fyrir vini okkar og ættingja. Hvernig er þetta tímabil búið að vera? Í einu orði sagt frábært. Var þetta eins og þið bjuggust við? Nei, miklu jákvæðara og skemmtilegra. Hvert sækið þið innblástur og hugmyndir? Við sækjum mikið af okkar innblæstri í nátt- úruna og birtuna í mannshjartanu. Hvernig var að hafa kvikmyndatökuvélarnar alltaf á eftir sér? Fyrir okkur var það ekkert mál, við komum til dyranna eins og við erum klæddir og hefur aldrei þótt það neitt mál. Hefur þátturinn haft áhrif á ykkar daglega líf? Alveg heilmikil. Við erum svo þakklátir öllu fólki sem við hittum á förnum vegi og brosir til okkar og sérstaklega börnin sem eru svo einlæg. Þá er okkar tilgangi náð, að fá fram bros hjá fólki og að fólki líði vel. Voruð þið alltaf sammála um hvernig þið vilduð hafa hlutina? Yfirleitt, en ef það kom upp ágreiningur þá erum við báðir svo klárir á hvor annan að sannfæra hinn. Gætuð þið hugsað ykkur að búa á Hæðinni? Já, við gætum það því að við settum í íbúð- ina kærleika og ást og okkur leið alveg rosa- lega vel þar, en svo eigum við yndislegan 100 ára gamlan kofa og fallegan garð sem að við elskum óendanlega og líður rosalega vel þar líka. Hvað tekur við hjá ykkur þegar þættinum lýkur? Fullt af vinnu, til dæmis mikil garðvinna og að reyna að gera eitthvað við kofann okkar og koma honum í afmælisbúning en húsið verður 100 ára eins og Hafnarfjörður í sumar. Hafið þið fengið einhver tilboð í verkefni í kjölfar þáttanna? Já, við höfum fengið alveg fullt af tilboðum að innrétta og breyta húsnæði og líka fullt af tilboðum í matreiðslu og þess háttar. Það er allt mjög spennandi og tilhlökkunarvert. Fljótir að leysa ágreining Brynjar Ingólfsson fasteigna- sali og Steinunn Garðarsdóttir nuddari. Hvers vegna ákváðuð þið að taka þátt í Hæðinni? Okkur fannst þetta ævintýri og auk þess erum við miklar keppnism- anneskjur. Hafið þið einhverja reynslu af því að innrétta hús? Við höfum keypt nokkrar eignir og gert upp í gegnum tíðina. Vorum að klára eign í Hafnarfirði á síðasta ári og erum að klára eignina okkar í Kópavoginum núna. Hvernig er þetta tímabil búið að vera? Mjög skemmtilegt. Þetta er lífs- reynsla og frábært fólk sem kemur að þættinum. Við erum mjög ánægð að hafa fengið tækifæri til að vera með í þessu. Hvert sækið þið innblástur og hug- myndir? Við sækjum innblástur okkar mikið í náttúruna. Við erum hrifin af hráum hlutum og einnig höfum við fengið innblástur úr feng shui- fræðunum. Hvernig var að hafa kvikmynda- tökuvélarnar alltaf á eftir sér? Maður hættir alveg að taka eftir því. Það var bara fyrstu dagana sem maður tók eftir þeim. Það er frekar sjokk að vera ekki með myndatöku- lið á eftir sér, svona þegar keppn- in er búin. Voruð þið alltaf sammála um hvern- ig þið vilduð hafa hlutina? Aldeilis ekki. Við erum oftast sam- mála, en þegar við erum ósammála þá er niðurstaðan oftast sú að við blöndum hugmyndum okkar saman eða veljum þriðja valkostinn og erum oftast ánægðust eftir að hafa þurft að fara þá leiðina. Gætuð þið hugsað ykkur að búa á Hæðinni? Ekki spurning. Kannski heldur stærra hús en við þurfum. En þetta er tvímælalaust góð staðsetning og hverfi sem verður mjög eftirsótt í framtíðinni. Hvað tekur við hjá ykkur þegar þættinum lýkur? Við erum að fara til Indlands að semja við verksmiðju sem mun sauma kjólana sem eru svo vin- sælir hjá katínu.is. Við ætlum okkur að fara um alla Evrópu og kynna kjólinn. Þegar sending- in kemur til landsins munum við halda stórglæsilega sýningu á Ol- iver, en það verður auglýst betur síðar. Hafið þið fengið einhver tilboð í verkefni í kjölfar þáttanna? Já, við höfum fengið þó nokk- ur verkefni. Okkur hefur verið boðið að taka heilu húsin frá A-Ö og ætlum eflaust að prófa þennan geira aðeins, þar sem þetta er eitt stærsta áhugamál okkar. Frábært tækifæri að fá að taka þátt í þessu Pacas og Beggi segjast hafa lagt kærleika og ást í íbúðina á Hæðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Hreiðar Örn Gestsson, húsasmíða- meistari og viðskiptafræðinemi, og Elísabet S. Ólafsdóttir skrifstofustjóri Hvers vegna ákváðuð þið að taka þátt í Hæðinni? Okkur fannst verkefnið spennandi og þar sem við erum mikið keppnisfólk fannst okkur mjög freistandi að taka þátt. Hafið þið einhverja reynslu af því að inn- rétta hús? Já, við höfum bæði gert það hvort í sínu lagi, en aldrei fyrr gert það saman. Stand- setning húsa hefur líka verið og er hluti af starfi Hreiðars. Hvernig er þetta tímabil búið að vera? Skemmtilegt, lærdómsríkt og á köflum mikil vinna með fullu starfi og námi. Hvert sækið þið innblástur og hugmyndir? Við ferðumst mikið bæði innanlands og utan og erum mikil náttúrubörn. Alla reynslu og upplifun tekur maður með sér og nýtir á einhvern hátt í því sem maður gerir. Hvernig var að hafa kvikmyndatökuvélarn- ar alltaf á eftir sér? Það reyndist okkur ótrúlega auðvelt, enda voru tökumennirnir algjörir snillingar í að láta lítið fyrir sér fara og smátt og smátt urðu þeir bara hluti af okkar daglega lífi. Hefur þátturinn haft áhrif á ykkar daglega líf? Hann hafði náttúrlega veruleg áhrif á okkur á meðan á upptökum stóð. Við fórum alla daga beint úr vinnunni að vinna í hús- inu og gerðum nánast ekkert þar fyrir utan. Vorum sem sagt eins og sannir hús- byggjendur, vanræktum vinina, slepptum því að fara í ræktina og gáfum leikhúsmið- ana. Voruð þið alltaf sammála um hvernig þið vilduð hafa hlutina? Við höfum stundum ólíka sýn á hlutina en með jákvæðri umræðu og skoðanaskipt- um náum við sameiginlegri niðurstöðu og höfum alltaf verið sátt við útkomuna. Það er nauðsynlegt að ræða málin og komast að sameiginlegri niðurstöðu því hugmyndirn- ar eru oft margar. Hvað tekur við hjá ykkur þegar þættinum lýkur? Við höldum okkar striki í vinnunni og erum byrjuð í vorverkunum í garðinum heima. Giftum okkur í júní og förum í brúðkaups- ferð til Brasilíu. Gaman að sjá húsið verða að einni heild Elísabet Ólafsdóttir og Hreiðar Örn Geirsson. Hafa stundum ólíka sýn á hlutina en ná sameiginlegri niður- stöðu með jákvæðri umræðu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Lífsstíls- og hönnunarþátturinn Hæðin hefur vakið nokkra athygli. Í þættinum, sem hefur verið sýndur á fimmtudögum á Stöð 2, hefur áhorfendum gefist kostur á að fylgjast með þremur pörum keppast við að innrétta rými í húsum á Hæðinni. Í kvöld er komið að úrslitaþættinum, en hann verður sendur út frá Hæðinni sjálfri. Þá velja áhorfendur með símakosningu hvaða pari hefur tekist best til við að hanna húsið sitt og fá sigurvegararnir tvær milljónir að launum. Mikil eftirvænting ríkti þegar Fréttablaðið náði tali af pörunum til að grennslast fyrir um hvernig hefði verið að taka þátt í þessu og hvað tæki við. Úrslitin ráðast í kvöld Steinunn og Brynjar sækja innblástur í náttúruna og eru einnig hrifin af feng shui- fræðum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.