Fréttablaðið - 08.05.2008, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 08.05.2008, Blaðsíða 50
30 8. maí 2008 FIMMTUDAGUR SEND IÐ OKK UR LÍNU Við hvetj um les end ur til að senda okk ur línu og leggja orð í belg um mál efni líð andi stund ar. Grein ar og bréf skulu vera stutt og gagn orð. Ein göngu er tek ið á móti efni sem sent er frá Skoð ana síð unni á vis ir. is. Þar eru nán ari leið bein ing ar. Rit stjórn ákveð ur hvort efni birt ist í Frétta blað inu eða Vísi eða í báð um miðl un um að hluta eða í heild. Áskil inn er rétt ur til leið rétt inga og til að stytta efni. UMRÆÐAN Þórdís Hauksdóttir skrifar um Ólympíuleikana Hávær gagnrýni á framgöngu gestgjafa ÓL ´08 í mannrétt- indamálum hefur ekki orðið til í tómarúmi heldur er hún viðbrögð við óásættanlegri valdníðslu. Þor- gerður Katrín Gunnarsdóttir hefur á sínu valdi að sýna tákn- ræna vanþóknun okkar í verki með því að sniðganga opnunar- og lokahátíð Ólympíuleikanna í Pek- ing í sumar. Fyrir slíkri ákvörðun eru gildar ástæður enda liggja fyrir rökstuddar fullyrðingar fjölda mannréttindasamtaka. Þeirra á meðal eru staðreyndir um lífsskilyrði Tíbeta sem eru rétt- indalausir „fangar“ í eigin landi. Minni háttar samskipti við ferða- menn, flóttatilraunir eða trúnaður við lífssannfæringu sína getur þar um slóðir verið stjórnvöldum næg átylla grimmilegra refsinga. Örvæntingarfulla tilraun Kína- stjórnar til að breiða yfir voða- verk nýliðinna vikna má glöggt greina á því að hvorki mannrétt- indafulltrúa SÞ, fjölmiðlum né ferðamönnum hefur enn verið hleypt inn í landið, en 200 íslensk- ir kennarar kynntust þeim aðgerðum af eigin raun. Lýðræði, mannrétt- indi og Tíbet eru dæmi um bannhugtök á „Kína- vefnum“. Þau jákvæðu gildi sem standa að baki þessum orðum eru af yfirvöldum túlkuð sem hættuleg ógn við alls- herjarreglu á sambæri- legan hátt og allsherjar- reglu á Íslandi var talið verulega ógnað af fólki í gulum fötum í júní 2002 – það er að segja ef marka mátti viðbrögð núver- andi íþrótta- og menntamálaráð- herra sem þá var formaður alls- herjarnefndar Alþingis. Víðtækar pólitískar aðgerðir fyrir milligöngu nefndarinnar og stjórnvalda bægðu frá „hættu“ af friðsömum mótmælum, þótt ljóst væri að raunverulegt markmið hefði verið að ganga erinda Kína- forseta. Slíkar erindagjörðir sem Þorgerður Katrín kallar nú „að strjúka Kínverjum“ útheimtu það sumar bæði brot á íslenskum lögum, samkvæmt úrskurði umboðsmanns Alþingis, og ósann- sögli um tilurð þeirra njósnalista sem aðgerðirnar byggðust á. Alþjóðalögregluhreyfingin Inter- pol rak þau óheilindi til föðurhús- anna. Ólympíuleikarnir í Peking í sumar eiga þó ekki að snúast um duttlunga alræðisríkis heldur þá hugsjón og þann anda sem ítar- lega er lýst í stofnskrá leikanna (Olympic Charter). Samband stjórnmálageirans og Ólympíu- hreyfingarinnar verður að ígrunda með hliðsjón af þeim sáttmála. Leiðarljósið er sex bindandi grundvallarreglur sem eru einnig lagarammi alls íþróttastarfs á Íslandi síðan ÍSÍ og Ólympíunefnd Íslands voru sameinuð 1997. Þær eru meðal annars: 1. Ólympíuhugsjónin er lífsaf- staða sem hefur í heiðri samhljóm heildrænna eiginleika manneskj- unnar, líkama, huga og vilja. Með samþættingu íþrótta og menning- ar á ólympíuhugsjónin að efla jákvæða lífsafstöðu, menntandi gildi íþrótta, tækifæri til að vera öðrum góð fyrirmynd og virðingu við algildum siðferðisviðmiðum. 2. Markmið Ólympíuhugsjónar- innar er að íþróttir styðji heild- ræna þróun manneskjunnar, frið- armenningu og varðveislu manngildis- ins. 5. Hvers konar mis- munun með tilliti til þjóðernis, kynþáttar, trúar, stjórnmálaskoð- ana, kyns eða annarra þátta samræmist því ekki að tilheyra Ólymp- íuhreyfingunni. 6. Að tilheyra Ólymp- íuhreyfingunni krefst samhljóms við Ólympíu- sáttmálann og viðurkenningar alþjóðlegu Ólympíunefndarinnar. Inntakið er skýrt. Það byggir á mannúð, virðingu fyrir fjölbreyti- leika einstaklinganna og mann- gildinu. Að vanvirða sáttmálann jafngildir því að tilheyra ekki Ólympíuhreyfingunni. Engan sér- fræðing þarf til að átta sig á því að á þessum tímapunkti eiga gest- gjafar ÓL ´08 ekki samleið með þessum gildum (gr. 1 og 2) og því skv. 6. gr. ekki nokkurn rétt á því að starfa fyrir Ólympíuhreyfing- una. Samtök námsmanna sem urðu vitni að fjöldamorðunum á Torgi hins himneska friðar ´89 fullyrða að öryggismálaráðuneyti Kína vinni kerfisbundið að útilokun skilgreindra hópa frá þátttöku í leikunum í sumar, sem er gróft brot á 5. gr. sáttmálans. Dalai Lama og fylgjendur hans og róm- versk-kaþólskir eru ofarlega á blaði 43ja óæskilegra hópa, en einnig allir sem hafa örkumlast í mótmælum gegn stjórnvöldum og aðstandendur þeirra sem látið hafa lífið í slíkum aðgerðum. Í stað aukins samhljóms með hugsjón leikanna eins og stefnt var að heyrist falskur tónn svik- inna loforða. Ef ráðherra íþróttamála efast ennþá um gildar ástæður þess að sniðganga sæti með alræðisherr- unum á opnunar- og lokahátíðum ÓL ´08 skora ég á hana að kynna sér raddir þeirra tugmilljóna Kín- verja sem hafa sameinast undir slagorðinu „Við viljum mannrétt- indi - ekki Ólympíuleika“, en þar sem ekkert bendir til þess að tján- ingarfrelsi verði leiðarstef á ÓL ´08 munu opnunarhátíðargestir að líkindum fara á mis við þau mikil- vægu skilaboð. Höfundur er kennari. Hvað segir stofnskrá Ólympíuleikanna? ÞÓRDÍS HAUKSDÓTTIR Aðskilja þarf veiðar og vinnslu UMRÆÐAN Grétar Mar Jónsson skrifar um fisk- veiðar Til þess að nauðsynlegar forsendur heilbrigðar samkeppni fái notið sín á milli fyrirtækja í sjávarútvegi þarf að aðskilja veiðar og vinnslu og landa öllum afla á fiskmarkaði. Það er óviðun- andi fyrirkomulag að útgerðarfyrirtækin hafi hvoru tveggja veiðar og vinnslu á sömu hendi og hamlar framþróun og sérhæfingu á sviði fiskvinnslu í landinu. Óeðlilegt fyrirkomulag Það er mjög óeðlilegt fyrirkomulag að útgerðar- fyrirtæki sem árlega fá úthlutað aflaheimildum til veiða, hafi einnig vinnslu á sínum vegum. Þar er um að ræða mismunun milli fiskvinnslufyrir- tækja í formi aðstöðumunar þeirra sem stunda útgerð og hinna sem ekki eru í útgerð. Sökum þess er krafa um aðskilnað veiða og vinnslu fullkomlega réttmæt og hefði fyrir löngu átt að vera komin til fram- kvæmda af hálfu stjórnvalda. Allur afli á fiskmarkaði Það atriði að fá allan afla á fiskmarkaði mun ekki aðeins auka yfirsýn og spara eftirlitsiðnað heldur einnig stuðla að heilbrigðri samkeppni og jöfnum möguleikum manna til þess að taka þátt í fullvinnslu sjávarafurða hér á landi. Sjómannasamtökin hafa í áraraðir sett fram þá kröfu að öllum afla væri landað á markaði svo eðlileg verðmyndun ætti sér stað og kominn tími til þess að sjávarútvegsráðherra taki tillit til þeirra hinna sömu sjónarmiða. Úthlutun heimilda til veiða næsta fiskveiðiárs gæti til dæmis fylgt það skilyrði að landa ætti öllum afla á markað. Ekkert væri eðlilegra. Höfundur er þingmaður Frjálslynda flokksins í Suðurkjördæmi. GRÉTAR MAR JÓNSSON THOMAS HØILAND AUKTIONER A/S Frímerki • Mynt Muslingevej 40 • 8250 Egå • Tlf. +45 8612 9350 • +45 4032 4711 www.thauctions.com • e-mail: tr@thauctions.com FRÍMERKI • UMSLÖG • SEÐLAR • MYNT Dagana 9. og 10. maí n.k. munu sér- fróðir menn frá fyrirtækinu verða á Íslandi í leit að efni á næstu uppboð. Fyrirtækið Thomas Höiland Auktioner A/S í Kaupmannahöfn er stærsta fyrirtækið á Norðurlöndum með uppboð á frímerkjum og mynt og heldur stór uppboð á hverju ári auk þess að vera stöðugt með uppboð á Netinu. Leitað er eftir frímerkjum, gömlum umslögum og póstkortum, heilum söfnum og lagerum svo og gömlum seðlum og mynt. Boðið er upp á umboðssölu eða staðgreiðsluviðskipti eftir óskum viðskiptavinarins. Þeir verða til viðtals á Hótel Holti föstudaginn 9. maí kl. 16:00-18:00 og laugardaginn 10. maí kl. 10:00-12:00 Dagskrá fundarins er 1. Sk‡rsla stjórnar. 2. Ger› grein fyrir ársreikningi. 3. Tryggingafræ›ileg úttekt. 4. Fjárfestingarstefna sjó›sins kynnt. 5. Önnur mál. Ársfundur 2008 Allir sjó›félagar, jafnt grei›andi sem lífeyrisflegar, eiga rétt til fundarsetu á ársfundinum. Sjó›félagar eru hvattir til a› mæta á fundinn. Stjórn Söfnunarsjó›s l ífeyrisréttinda Ársfundur Söfnunarsjó›s lífeyrisréttinda ver›ur haldinn a› Borgartúni 29, Reykjavík á 4. hæ›, 8. maí 2008 og hefst kl. 16.30. Reykjavík 21. 04. 2008 gullsmiðjan.is Auglýsingasími – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.