Fréttablaðið - 08.05.2008, Blaðsíða 55

Fréttablaðið - 08.05.2008, Blaðsíða 55
FIMMTUDAGUR 8. maí 2008 Flestir kannast við Guðdómlega gleðileik- inn, átakanlega og innblásna sögu Dantes af ferð sinni, ásamt leiðsögumanninum Virgli, í gegnum Helvíti, Hreinsunareldinn og áleiðis til Paradísar. Fjórir trúðar, þau Barbara, Úlfar, Za-ra og Gjóla, hafa nú tekið verkið upp á sína arma og endursegja það í grófum dráttum á fjölum Borgarleik- hússins í leikritinu Dauðasyndirnar. Í hlutverkum trúðanna eru þau Halldóra Geirharðs- dóttir, Bergur Þór Ingólfsson, Halla Margrét Jóhannesdóttir og Harpa Arnardóttir. Það er heldur óvenjulegt að gleðigjafar á borð við trúða taki að sér að miðla stórvirkjum bókmenntasögunnar til almennings og því liggur beint við að inna einn leikaranna, Halldóru nánar tiltekið, eftir því hvernig þessi ráðahagur komst á. „Við Bergur höfum brugðið okkur í hlutverk trúðanna Barböru og Úlfars ansi oft og höfum haft gaman af því að láta þau kljást við safaríkar sögur á borð við píslarsögu Krists. Kveikj- an að þessari sýningu var bókin Syndirnar sjö eftir finnskan rithöfund, Jaakko Heinimäki. Út frá henni fórum við að kynna okkur þessa kaþólsku heims- mynd, sem var afar skemmtilegt og fróðlegt fyrir okkur lúthersku skólabörnin. Satt best að segja leið okkur eins og við hefðum setið í gegnum háskólakúrs og kynnst alveg nýrri sýn á heiminn. En í þessari heimildarvinnu kynntumst við Dante og eftir það varð ekki aftur snúið; við sáum að þessi magnaða ferðasaga hentaði trúðunum afskaplega vel.“ Spurð hvernig trúðum gangi að takast á við þær stóru tilvistarlegu spurningar sem varpað er fram í gleðileik Dantes segir Halldóra trúðana rétt eins og hverja aðra leikara. „Þessir trúðar eru svokallaðir leikhústrúðar og eru þannig kannski meiri sannleik- sverur en grínarar. Þeir reyna að leika þessa frásögn eins og hægt er og eiga það líka til að gerast sögu- menn. Þeir detta reyndar stundum út úr sögunni og fara af stað í einhverjar vangaveltur um hitt og þetta, en þeir gera sér vel grein fyrir endatakmarkinu og er mikið í mun að komast til Paradísar.“ Dauðasyndirnar verða frumsýndar í Borgarleik- húsinu í kvöld. Rétt er að vekja athygli á að aðeins eru fyrirhugaðar níu sýningar á verkinu og því er áhugasömum hollast að tryggja sér miða sem fyrst. vigdis@frettabladid.is Kaþólsk heimsmynd könnuð SANNLEIKSVERUR Trúðarnir sem koma fram á fjölum Borgar- leikhússins. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Fram undan er aldarafmæli Steins Steinars og hinn 25. maí eru fimm- tíu ár liðin frá andláti hans. Verð- ur þessara tímamóta minnst með ýmsum hætti og hefur Elfar Logi, leiklistarforkólfur á Ísafirði, ráð- ist í að setja saman einleik skáld- inu til heiðurs, en Steinn var fædd- ur í Djúpinu. Leikurinn verður frumsýndur í Tjöruhúsinu á Ísa- firði í kvöld. Alls verða þrjár sýn- ingar á Ísafirði en eftir það verður flakkað um Vestfirðina og sýnt á Flateyri, á Bíldudal, í Bolungarvík og í Haukadal í Dýrafirði. Einnig hefur leikhúsinu verið boðið að sýna leikinn á sérstakri Steins- hátíð á Snjáfjallasetri 21. júní næstkomandi. Í þessum nýja ljóðaleik, Búlúlala – Öldin hans Steins, eru flutt mörg af þekktustu ljóðum Steins í bland við minna þekkt kvæði. Leikurinn er fluttur af leikara og tónlistar- manni og er í raun framhald af samstarfi þeirra Elfars Loga Hannessonar leikara og Þrastar Jóhannessonar tónlistarmanns, sem hófst í fyrra með ljóðaleikn- um Ég bið að heilsa. Í þessum nýja ljóðaleik flytur Elfar Logi ljóð Steins í leik og tali en Þröstur flytur frumsamin lög við ljóð hans. Til samstarfs hafa þeir fengið þriðja listamanninn sem er Marsibil G. Kristjánsdóttir en hún hefur gert portrettmynd af skáldinu sem gegnir hlutverki leikmyndar í sýningunni. Meðal ljóða sem koma við sögu í Búlúlala – Öldin hans Steins má nefna Að frelsa heiminn, Barn, Miðvikudagur, Söngvarinn, Tind- átarnir, Þjóðin og ég og að sjálf- sögðu ljóðið Búlúlala sem leikur- inn er nefndur eftir. Steinn Steinarr er án efa eitt þekktasta og jafnframt umdeildasta ljóðskáld síðustu aldar. Hann hét réttu nafni Aðal- steinn Kristmundsson og fæddist 13. október árið 1908 á Laugalandi í Nauteyrarhreppi. Þegar Steinn kom fram á ritvöllinn hóf hann þegar að brjóta reglur sem ríkt höfðu í skáldskap hér á landi um langa hríð og varð umdeildur fyrir vikið. Ljóð Steins eru þjóðinni mjög kær og við mörg þeirra hafa verið samin lög sem hafa ekki síður notið vinsælda. Steinn Steinarr andaðist 25. maí árið 1958, rétt tæplega fimmtíu ára að aldri. pbb@frettabladid.is Búlala fyrir vestan LEIKLIST Aðalsteinn Kristmundsson - Steinn Steinarr FIMMTUDAGUR 8. MAÍ KL. 20 SÖNGTÓNLEIKAR - LHÍ ÞORVALDUR KR. ÞORVALDSSON Aðgangur ókeypis. FÖSTUDAGUR 9. MAÍ KL. 20 TÍBRÁ: SÖNGTÓNLEIKAR GISSUR PÁLL GISSURARSON OG JÓNAS INGIMUNDARSON. Uppselt. ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ KL. 20 VÍÓLUTÓNLEIKAR - LHÍ KATHARINA WOLF Aðgangur ókeypis. FIMMTUDAGUR 15. MAÍ KL. 20 FIÐLUTÓNLEIKAR - LHÍ GRETA SALÓME STEFÁNSDÓTTIR Aðgangur ókeypis. LAUGARDAGINN 10. MAÍ KL. 13–16 Á GRAND HÓTELI Allir velkomnir Dagskrá: Ástin er diskó, lífið er pönk e. Hallgrím Helgason sýn. mið. 7/5 uppselt, fim. 8/5 uppselt, lau. 10/5 uppselt Sá ljóti e. Marius von Mayenburg sýn. lau. 9/5 örfá sæti laus Engisprettur e. Biljana Srbljanovic síðasta sýning lau. 9/5 örfá sæti laus Skoppa og Skrítla e. Hrefnu Hallgrímsdóttur Þrjár sýningar annan í hvítasunnu, uppselt Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is Þjóðleikhúsið um hel(l)gina ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.