Fréttablaðið - 08.05.2008, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 08.05.2008, Blaðsíða 66
46 8. maí 2008 FIMMTUDAGUR FRÉTTABLAÐIÐ SPÁIR ÍA 3. SÆTINU Í LANDSBANKADEILD KARLA 2008 GENGI SÍÐUSTU ÁRA 2007 3. sæti í A-deild 2006 6. sæti í A-deild 2005 3. sæti í A-deild 2004 3. sæti í A-deild 2003 3. sæti í A-deild 2002 5. sæti í A-deild AÐRIR LYKILMENN GENGI Á VORMÓTUNUM ■ Sigrar ■ Jafntefli ■ Töp 2 5 0DARIO CINGEL STEFÁN ÞÓR ÞÓRÐARSON BJÖRN BERGMANN > LYKILMAÐURINN Bjarni Guðjónsson er potturinn og pannan í spili Skagaliðsins. Frábær miðjumaður og klárlega einn af betri leikmönnum deildarinnar. Geysilega öflugur spyrnumað- ur sem tekur allar auka- og hornspyrnur liðsins. Hefur spilað frábærlega síðustu sumur og mun væntanlega halda áfram að láta veru- lega að sér kveða í sumar. > X-FAKTORINN Þórður Guðjónsson nýttist Skagaliðinu ekki sem skyldi í fyrra þar sem hann var að glíma við meiðsli. Meiðslafrír er Þórður á meðal betri leikmanna deildarinnar og það mun skipta miklu fyrir Skagann hvort Þórð- ur geti spilað á fullu í sumar. Guðjón Þórðarson náði gríðarlega miklu út úr frekar ungum og fámennum leikmanna- hópi ÍA á síðustu leiktíð. Ekki var endilega búist við ÍA mjög ofarlega á töflunni en drengir Guðjóns enduðu í þriðja sæti. Það er því ljóst að Guðjón er að byggja upp lið sem á að geta komist enn hærra. Hann hefur bætt þriðja Króatanum í leikmannahóp sinn en Króatarnir tveir sem komu til liðsins í fyrra gjörbreyttu leik liðsins. Ef Guðjón nær álíka miklu úr þriðja Króatanum eru Skagamenn í fínum málum. Sóknarleikur liðsins verður þess utan væntanlega enn sterkari enda hafa Skaga- menn endurheimt Stefán Þórðarson frá Svíþjóð þar sem hann var að gera frábæra hluti. Svo er Björn Bergmann árinu eldri og reynslunni ríkari en hann er einn efnileg- asti knattspyrnumaður landsins. Jón Vil- helm Ákason er annar ungur maður sem sló í gegn á síðustu leiktíð og verður áhuga- vert að sjá hvort hann geti fylgt því eftir í sumar. Skagamenn hafa misst Kára Stein Reyn- isson sem er hættur og Dean Martin fór til Akureyrar. Óvissa er með markvarðamálin hjá ÍA en aðalmarkvörður liðsins er meidd- ur og spilar ekki í sumar. Þegar þetta er skrifað hafa Skagamenn ekki fengið nýjan markvörð en það gæti óneitanlega sett strik í reikninginn hjá lið- inu fái það ekki sterkan markvörð. ÍA er sterkara en í fyrra FÓTBOLTI Íslenska kvennalands- liðið gerði markalaust jafntefli við Finnland í seinni æfingaleik þjóðanna í Lahti í Finnlandi í gær en liðin gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leiknum. „Það var margt gott í þessu hjá okkur og það var mjög jákvætt að halda hreinu. Ég gerði fimm breytingar á liðinu og gaf öllum leikmönnum tækifæri af þeim sem voru heilar,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari íslenska liðsins, eftir leikinn. Íslenska landsliðið hefur nú haldið hreinu í þremur af síðustu fjórum landsleikjum og aðeins fengið á sig tvö mörk í sex leikj- um ársins og hefur enginn þeirra tapast. „Við höfum lagt mikla áherslu á vörnina og að halda hreinu. Ég talaði um þá tölfræði fyrir leikinn að kvennalandsliðið hafi unnið alla leikina sína sem það hefur haldið hreinu síðustu sex ár. Þetta var því fyrsti leikur- inn sem við náum ekki að vinna þar sem við höldum hreinu,“ sagði Sigurður Ragnar. „Við fengum nokkur færi og það munaði litlu að við næðum að vinna leikinn í lokin en annars vorum við ekki að búa til eins mikið í sókninni og ég var að von- ast eftir. Það var góð barátta úti á vellinum, við vorum meira með boltann en þær og mjög öflugar í vörn en náðum hins vegar ekki að brjóta þær niður í sókninni Þetta eru mjög jöfn lið og það eru ekki slæm úrslit að gera tvö jafntefli á útivelli á móti Finnlandi því þær eru með hörkulið og ofar en við á heimslistan- um,“ segir Sigurður Ragnar sem segir sínar stelpur hafa ætlað sér sigur gegn Finnum. „Stelpurnar eru drullusvekktar með þessi tvö jafntefli og voru fúlar eftir báða leikina og það sýnir aðeins styrk- leikann hjá okkur. Við höfum trú á því sem við erum að gera og okkur finnst við vera betri í fót- bolta en þær,“ sagði Sigurður. María Björg Ágústsdóttir var í markinu í gær og hélt hreinu í sínum fyrsta lands- leik í tæp þrjú ár. Sigurður Ragnar gaf henni og Söndru hvor sinn leikinn og segist eiga eftir að skoða leikina aftur sem og byrjun Íslandsmótsins áður en hann ákveður hvor stendur í markinu í Evrópu- leiknum gegn Ser- bíu í lok mánaðar- ins. - óój Kvennalandsliðið gerði jafntefli í báðum æfingaleikjum sínum í Finnlandi: Voru drullusvekktar eftir leik BYRJAR VEL María Björg Ágústdóttir hélt hreinu í gær. FÓTBOLTI Olga Færseth, marka- hæsti leikmaður efstu deildar kvenna frá upphafi, segist ekki vera hætt í fótbolta þótt hún sé ekki búin að taka ákvörðun um hvað hún gerir í sumar. „Ég er allavega ekki að fara að hætta og er ekki búin að gefa það út,“ segir Olga sem segir ekkert til í þeim sögusögnum. „Ég er að skoða þessi mál núna hvort sem ég spila með KR eða einhverju öðru liði. Þó að ég spili ekki í sumar þá gæti ég alveg spilað næsta sumar. Þegar ég segist vera hætt þá er ég hætt en ég er ekki tilbúin til að segja það eins og staðan er núna,“ sagði Olga sem segir hennar mál vera í vinnslu. Olga er langmarkahæsti leikmaður deildarinnar með 265 mörk, 111 mörkum meira en sú næsta en hana vantar auk þess „bara“ 29 leiki upp á að jafna leikjametið. - óój Olga Færseth skoðar sín mál: Ég er ekki hætt NÝTT LIÐ? Olga Færseth getur vel hugs- að sér að spila með öðru liði en KR í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI Margrét Lára Viðarsdótt- ir lék ekki með íslenska landslið- inu gegn Finnum í gær vegna meiðsla sem eru þó ekki alvarleg. Landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefur ekki áhyggjur af meiðslum marka- drottningarinnar. „Hún hefur lítið getað æft fótbolta síðasta einn og hálfan mánuð þar sem hún er búin að vera stíf aftan í læri. Hún er að jafna sig af því og verður vonandi bara heil í sumar. Ég hef ekki stórar áhyggjur af henni því hún er á batavegi og ég held að hún verði alveg klár í slaginn þegar Íslandsmótið byrjar,” sagði Sigurður. - óój Margrét Lára Viðarsdóttir: Klár fyrir mótið MEIDD Margrét Lára Viðarsdóttir missti í gær af sínum fyrsta landsleik síðan 2005. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI Í gær fór fram kynning- arfundur Landsbankadeilda karla og kvenna í fótbolta fyrir komandi tímabil í sumar þar sem meðal annars voru birtar árlegar spár þjálfara, forráðamanna og fyrir- liða Landsbankadeildarliðanna yfir lokastöðu deildanna. Val var spáð efsta sæti hjá körlunum og KR hjá konunum. Willum Þór Þórsson, þjálfari Vals, var sáttur með spána fyrir Landsbankadeild karla og kvaðst hlakka til mótsins í sumar. „Þessi spá var svona nokkurn veginn í takt við það sem ég bjóst við verð ég að segja. Við Valsmenn höfum vissulega í hyggju að gera atlögu að titlinum í sumar en áttum okkur alveg á því að það verða mörg önnur lið sem ætla sér það sama og hafa styrkt sig mikið frá því á síðasta tímabili,“ sagði Willum Þór sem telur að toppbar- áttan muni líklega verða opnari í sumar heldur en hún var í fyrra og fleiri lið sem gætu látið að sér kveða þar. „Ásamt okkur tel ég að KR, FH og ÍA hafi burði til þess að vera í toppbaráttunni. Þá reikna ég einn- ig með því að eitt af eftirtöldum liðum, Keflavík, Fylkir, Fram eða Breiðablik, muni gera góða hluti og jafnvel blanda sér í toppbarátt- una. Loks hef ég trú á því að í það minnsta kosti eitt af liðunum fjór- um sem spáð var neðstu sætunum eigi eftir að spjara sig mun betur en spáin gefur til kynna um og ekkert af þessum liðum er þannig að þú getir bókað stig gegn þeim þar sem þetta eru allt erfið lið að etja kappi við,“ sagði Willum Þór að lokum. Margt bendir til þess að Íslands- meistarar Vals og bikarmeistarar KR eigi eftir að berjast á ný um titilinn í Landsbankadeild kvenna í sumar. Hrefna Huld Jóhannes- dóttir, fyrirliði KR, var afar ánægð með spána og reiknar enn og aftur með harðri baráttu við Val í sumar. „Mér líst mjög vel á spána og get ekki sagt að það hafi verið neitt sem kom mér sérstaklega á óvart þar. Spurningin var kannski helst hvort Val eða KR yrði spáð efsta sætinu en ég er ekkert hissa á því að það hafi verið við,“ sagði Hrefna Huld sem telur að KR-liðið komi sterkara til leiks í sumar en í fyrra. omar@frettabladid.is Val og KR spáð titlunum Þjálfarar, forráðamenn og fyrirliðar liða í Landsbankadeildum karla og kvenna í fótbolta hittust í gær á kynningarfundi fyrir komandi tímabil í sumar. Karla- liði Vals og kvennaliði KR er spáð Íslandsmeistaratitlunum í ár. SPENNANDI BOLTASUMAR FRAMUNDAN Fyrirliðar liða í Landsbankadeild karla í fót- bolta voru samankomnir í gær á kynningarfundi Landsbankadeilda og spenningurinn skein þar af hverju andliti. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI LANDSBANKADEILDASPÁR Karlar: 1. Valur 405 stig 2. FH 362 3. KR 343 4. ÍA 323 5. Breiðablik 294 6. Fylkir 241 7. Fram 207 8. Keflavík 199 9. HK 120 10. Þróttur 116 11. Fjölnir 108 12. Grindavík 90 Konur: 1. KR 283 stig 2. Valur 278 3. Breiðablik 240 4. Keflavík 192 5. Stjarnan 172 6. Fylkir 134 7. Þór/KA 105 8. Afturelding 86 9. HK/Víkingur 81 10. Fjölnir 79 FÓTBOLTI Eiður Smári var í byrjunarliði Barcelona sem lá 4-1 gegn Real Madrid í gær. Það tók nýkrýnda Spánarmeist- ara Real Madrid ekki langan tíma til þess að skora fyrsta markið á Santiago Bernabeu leikvanginum í gær og gulldrengurinn Raúl komst á blað strax á 13. mínútu. Boltinn datt fyrir Raúl á vítateig Barcelona og hann lét ekki bjóða sér það tvisvar og lagði boltann snyrtilega í stöngina og inn. Stuttu síðar fékk Arjen Robben að skalla boltann einn og óvaldað- ur í markið af stuttu færi. Frank Rijkaard, þjálfari Barcelona, leist eðlilega ekki á blikuna og brá á það ráð að skipta Eiði Smára af velli fyrir sóknarmanninn Giovanni Dos Santos á 24. mínútu en það breytti nákvæmlega engu um gang leiksins. Real Madrid hélt áfram að yfirspila Barcelona og þriðja markið kom á 63. mínútu þegar varamaðurinn Gonzalo Higuain skoraði. Ruud Van Nistelrooy, sem kom inná og var að spila sinn fyrsta leik í þrjá mánuði, jók á eymd Barcelona á 78. mínútu með fjórða markinu úr vítaspyrnu áður en Thierry Henry minnkaði muninn í lokinn. Gremja Bör- sunga var mikil og Xavi fékk rautt spjald í uppbótartíma. - óþ „El Clásico“ á Spáni í gær: Barca rassskellt af Real Madrid LOF Í LÓFA Leikmenn Barcelona heiðruðu nýkrýnda Spánarmeistara og erkifjendur sína í Real Madrid fyrir leik liðanna í gær. NORDIC PHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.