Fréttablaðið - 09.05.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 09.05.2008, Blaðsíða 2
2 9. maí 2008 FÖSTUDAGUR www.salka.is Nú fáanlegar í kilju Margfaldar verðlaunabækur . Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar.. Tilnefnd til Menningarverð- launa DV í bókmenntum. . Menningarverðlaun DV í bókmenntum 2008. . Bókmenntaverðlaun kvenna, Fjöruverðlaunin. Einar, værir þú ekki til í að skipta um hlutverk við Dorrit? „Það fer enginn í skóna hennar Dorritar.“ Dorrit Moussaief þótti bera sig eins og fagmaður þegar hún kippti myndavélinni úr höndum Einars Árnasonar, kvikmynda- tökumanns fréttastöfu Stöðvar 2, og tók myndir af Ólafi. NEYTENDUR Verð á bensínlítranum hækkaði um fjórar krónur á miðvikudag. Algengt útsöluverð á bensíni með þjónustu er 160,60 krónur og 174,50 fyrir dísillítr- ann. Verðið er fimm krónum lægra í sjálfsafgreiðslu. Ingvi J. Ingvason hjá neytenda- sviði Skeljungs segir verðhækk- un ytra skýra hækkunina. „Verðið hefur risið meira og minna stanslaust upp á síðkastið en í gær var það í það minnsta stöðugt. En við tökum bara einn dag í einu,“ segir Ingvi. Undanfarin ár hefur bensín- verð hækkað á sumrin vegna aukinnar eftirspurnar í Banda- ríkjunum en aukin verðvitund þar gæti dregið úr því nú. - kóp Bensínverð hækkar enn: Lítrinn kominn yfir 160 krónur EFNAHAGSMÁL „Það er lítill vafi í okkar huga að staða tiltekinna hópa geti orðið mjög erfið á næstunni og að það er ástæða til að hafa áhyggjur af þeim hópi,“ sagði Davíð Oddsson seðla- bankastjóri á fundi um rit bankans um fjármálastöðug- leika í gær. Fram kemur í ritinu að um 25 þúsund manns hafi á árinu 2006 skuldað meira en þeir eiga. Skuldirnar kunni jafnframt að vera mun meiri, því hér sé miðað við framtaldar skuldir. Davíð Oddsson sagði að líklegra væri en hitt að þessi staða hefði versnað síðan þá. „Og ef við horfum fram á veg eru auðvitað líkur til þess að þessi staða eigi eftir að versna,“ sagði Davíð og vísaði til spár Seðlabankans um að fasteigna- verði lækki mikið á næstu misserum auk þess sem kaup- máttur geti haldist. - ikh / Sjá síðu 18 Greiðsluþrot fyrirsjáanleg: Margir skulda umfram eignir HEILBRIGÐISMÁL „Þau sögðu að eng- inn sjúklingur með smit hefði verið í þessari aðgerðarstofu en hvernig vita þau það?“ spyr móðir fjögurra stúlku sem stakk sig á notaðri nál á bráðamóttöku Land- spítalans í Fossvogi. Litla stúlkan, Lilja Dís Hólmars- dóttir, hafði meitt sig á fæti á leik- skólanum nokkrum dögum fyrr þegar móðir hennar fór með hana á bráðamóttökuna að kvöldi 4. apríl síðastliðins. „Það var farið að bólgna undir nögl hjá henni svo ég fór með hana á spítalann. Þegar við höfðum beðið litla stund inni í einni aðgerðarstofunni fór hún allt í einu að gráta. Þá hafði notuð saumnál, sem legið hafði á gólfinu, stungist inn í hælinn á henni,“ lýsir Helena. Að sögn Helenu sagði starfsfólk sjúkrahússins, sem kom aðvífandi, að um mjög alvarlegt mál væri að ræða þótt það teldi fullvíst að engin hætta væri á ferðum þar sem því vitanlega hefði enginn með smitsjúkdóma fengið meðferð á þessari stofu þá um daginn. Hins vegar þyrfti Lilja Dís á hálfs árs lyfjameðferð að halda til öryggis. „Lilju Dís var gefin sprauta vegna lifrarbólgu C og einhverra fleira sjúkdóma og okkur sagt að koma með hana í aðra sprautu eftir mánuð,“ segir Helena, sem einmitt í gær fór ásamt Hólmari Frey Oddgeirssyni, barnsföður sínum, með dóttur þeirra í næstu sprautu. „Nú fórum við upp á barnadeild- ina á Landspítalann á Hringbraut. Læknirinn þar sagði það gríðar- lega ámælisvert að barnið skyldi hafa getað stungið sig á notaðri nál inni á spítalanum. Hann sagði mikil vægt að kæra slík tilvik og hvatti okkur til þess. Þannig að í dag [í gær] var haft samband við lögfræðing fyrir okkar hönd og hann bíður nú bara eftir að fá skýrsluna um málið frá sjúkrahúsinu,“ segir Helena, sem vonar að dóttir hennar sleppi með skrekkinn. „Okkur er sagt að það komi í ljós eftir fimm eða sex mánuði hvort hún hafi fengið eitthvert smit. Hún fer í næst í lokasprautu í október og þá er þetta vonandi búið.“ Þórir Njálsson, læknir á bráða- móttökunni í Fossvogi, sagði í gær- kvöld ekki hafa heyrt af máli Lilju Dísar. „Að mínum dómi eru tilvik eins og þessi afar fátíð og þetta er reyndar fyrsta málið sem ég hef heyrt um síðan ég byrjaði hér 1998,“ segir Þórir, sem telur ljóst að ákveðin hafi verið bólusetningar- meðferð á Lilju Dís. „Ef svo illa vildi til að viðkomandi smitist af stungunni þá eru líkur til að þessi meðferð hindri að sjúkdómurinn nái sér á strik,“ útskýrir hann. gar@frettabladid.is Notuð nál stakkst í telpu á Borgarspítala Foreldrar fjögurra telpu ætla að kæra Landspítalann eftir að notuð nál stakkst í fót hennar á bráðamóttöku spítalans í Fossvogi. Einstakt tilvik segir læknir á slysadeild. Telpan fær hálfs árs sprautumeðferð til að hindra hugsanlegt smit. FJÖLSKYLDAN SEM BÍÐUR Foreldrarnir krossa nú fingur fram í október á meðan fjölskyldan bíður þess að fá úr því skorið hvort Lilja Dís er laus við smit af alvarlegum sjúkdómum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ÞJÓFNAÐUR Veski og farsíma var stolið af séra Þór Haukssyni úr skrúðhúsi Árbæjarkirkju meðan hann var að gifta síðdegis í fyrra- dag. „Í veskinu voru fimmtán þús- und krónur, en það er afar sjald- gæft að ég beri peninga á mér, og svo ökuskírteini og debetkort,“ segir Þór. Skrúðhúsið, þar sem prestur hefur aðstöðu, er við anddyri kirkj- unnar og segir Þór að því sé afar auðvelt að komast þangað inn og út óséður. „Þar inni var einnig fartölva og vefminnisbók sem þjófurinn hreyfði ekki við til allrar hamingju því í henni hef ég skráða dagskrána mína svo ég væri nokkuð illa settur hefði ég misst hana,“ segir Þór. Hann segir að fyrirgefningin sé aldrei langt undan hjá guðs mönnum svo því væri vel tekið ef þjófurinn sæi að sér. „Mér þætti afar vænt um að fá þó ekki væri nema veskið með ökuskírteininu aftur,“ segir hann. Hann segir enn fremur að ein- hvern tímann hafi það komið fyrir í kirkjum að stolið hafi verið úr vösum fólks sem hafi skilið flíkur sínar eftir í fatahenginu en hann minnist þess ekki að stolið hafi verið úr skrúðhúsi í miðri messu. „Þetta er bara sorglegt, það er ekk- ert annað við þessu að segja.“ Hann segist hafa verið vanur því að læsa skrúðhúsinu þegar kirkjuvörður var ekki við eins og í þessu tilfelli. „Því miður gleymdi ég því í þetta sinn.“ - jse Eigum prests stolið úr skrúðhúsi í Árbæjarkirkju: Stolið af presti í miðri giftingu SÉRA ÞÓR HAUKSSON Guðsmaður- inn renndi ekki grun í að verið væri að ræna hann í miðri giftingu í fyrradag. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA STJÓRNMÁL „Ég geri það sem ég er beðinn um og reyni að vinna mín störf eftir bestu getu,“ segir Jakob Frímann Magnússon, nýráðinn fram- kvæmdastjóri miðborgarmála spurður hvort hann muni láta af öðrum trúnaðarstörfum fyrir borgina. Ólafur F. Magnússon segir Jakob fá sömu laun og miðborgarstjóri R-listans, Kristín Einarsdóttir, á árinu 2005. „Ef laun miðborgarstjóra R-listans eru fram- reiknuð miðað við launavísitölu þá verða þau jafn há og laun nýráðins framkvæmdastjóra miðborgar- mála, það er krónur 710.600,“ segir í yfirlýsingu frá borgarstjóra. „Mér finnst þetta seint fram komin eftiráskýr- ing hjá Ólafi,“ segir Dagur B. Eggertsson, forveri Ólafs á borgarstjórastóli. Við blasi að Jakob hafi einfaldlega verið settur í hæsta launaflokk með hæstu mögulegu föstu yfirvinnugreiðslu. Ofan á launin fær Jakob 151 þúsund krónur fyrir formennsku í Hverfaráði Miðborgar og Hlíða og varaformennsku í menningar- og ferða- málaráði. Í yfirlýsingu borgarstjóra segir að metið verði hvort þessi trúnaðarstörf séu ósamrýman- leg nýju starfi Jakobs. „Leiki minnsti vafi þar á mun hann að sjálfsögðu segja sig frá viðkomandi nefndarstörfum,“ segir borgarstjóri í yfirlýsingu sinni. Sjálfur kveðst Jakob bíða fyrirmæla stjórnmála- manna í borgarstjórn um það hvort hann haldi áfram í ráðunum tveimur. Fram kom í fréttum Sjónvarps í gærkvöldi að skrifstofustjóri borgarstjóra hefði ráðlagt borgar- stjóra að auglýsa stöðu framkvæmdastjóra mið- borgarmála. - gar / sjá síðu 8 Borgarstjóri segir trúnaðarstörf Jakobs Magnússonar til skoðunar: Jakob bíður fyrirmæla Ólafs JAKOB FRÍMANN MAGNÚSSON Nýráðinn fram- kvæmdastjóri miðborgarinnar. SPURNING DAGSINS UMFERÐARMÁL „Þetta gekk virkilega vel og allir sem tóku þátt áttu einstaka stund,“ segir Soffía Eiríksdóttir hjúkrunar- fræðingur, ein þeirra sem áttu veg og vanda af fjöldagöngu gegn umferðarslysum í gær. Þrjú til fjögur þúsund manns tóku þátt í göngunni í blíðskaparveðri. Tilgangur göngunnar var að votta fórnarlömbum slysa og aðstandendum þeirra samúð og stuðning, vekja almenning til umhugsunar um afleiðingar slysa og minna á að alvarleg slys koma illa við alla þá sem starfs síns vegna koma við sögu. „Það skiptir miklu máli að vekja athygli á því að slysin snerta okkur öll á svo margan, og oft lítt sýnilegan hátt,“ segir Soffía. - kg Fjölmenn ganga í gær: Þúsundir gengu gegn slysum FJÖLMENNI Þrjú til fjögur þúsund manns gengu gegn slysum í sólinni í gær FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Frestun til hausts Fyrirtöku í máli Alcan á Íslandi gegn olíufélögunum Skeljungi, Olís og Keri, áður Olíufélaginu, vegna samráðs þeirra var frestað í gær til 1. septem- ber. Aðalkrafa Alcan hljóðar upp á 190 milljónir króna. DÓMSMÁL HÆSTIRÉTTUR Hæstiréttur staðfesti í gær sýknudóm í máli Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins gegn endurvinnslufyrirtækinu Hring- rás. Stórbruni varð hjá Hringrás í nóvember 2004. Slökkvilið fékk aðstoð við slökkvistörf frá verktakafyrirtækinu E.T., en vélar E.T. skemmdust í brunanum. Slökkviliðið greiddi kostnað E.T. en höfðaði mál á hendur Hringrás til að fá kostnaðinn, 25,6 milljónir króna, endurgreiddan. Í dómnum segir að lagagrundvöll hafi brostið fyrir kröfu slökkviliðsins eins og hún var sett fram og varð því að sýkna Hringrás af kröfu þess. - kg Slökkvilið gegn Hringrás: Hringrás sýkn - uð af kröfum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.