Fréttablaðið - 09.05.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 09.05.2008, Blaðsíða 4
4 9. maí 2008 FÖSTUDAGUR Umsóknarfrestur er til 30. maí Kynntu þér námið á www.hr.is H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 8 -0 6 0 8 VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Basel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 20° 22° 23° 23° 20° 20° 25° 24° 27° 22° 21° 23° 25° 25° 22° 12° 33° 16° Á MORGUN 5-13 m/s á Vestfjörðum, annars hægur. HVÍTASUNNU- DAGUR 3-10 m/s. 11 4 2 3 3 2 2 6 10 10 6 6 14 14 10 6 8 6 10 10 20 8 11 12 7 63 11 10 4 55 HVÍTASUNNU- HELGIN Segja má almennt að það verði blautt þessa hvítasunnu. Á hinn bóginn má búast við að stytti upp sunnan til á morgun, einkum þegar líður á daginn. Síðan fer aftur að rigna þar á sunnudag og þá verður væta um mestallt land. Á mánudag styttir svo upp víðast hvar í mildu veðri. Sigurður Þ. Ragnarsson Veður- fræðingur MÓTMÆLI Atvinnubílstjórar létu aftur á sér kræla og söfnuðust saman við Alþingi í hádeginu í gær. Þar þeyttu þeir horn sín og trufluðu þingstörf. Sturla Jónsson, talsmaður bíl- stjóra, segir að hugur sé í mönn- um til frekari aðgerða. „Við munum taka hraustlega á þessu á meðan þingheimur er að störfum,“ segir Sturla. Hann kvartar yfir sinnuleysi stjórnvalda og stjórn- málaflokka. Aðeins einn þingmað- ur hafi séð sér fært að ræða við mótmælendur í gær. - kóp Bílstjórar aftur á stjá: Þeyttu horn sín á þingheim MÁLIN RÆDD Árni Friðleifsson lög- reglumaður ræðir við Sturlu Jónsson, talsmann bílstjóra, fyrir utan Alþingi. INDLAND, AP Erindrekar útlaga- stjórnar Tíbeta greindu í gær frá því að lítill árangur hefði náðst á fundi sem þeir áttu með full trúum Kínastjórnar fyrr í vikunni. Þetta voru fyrstu beinu viðræður þessara aðila síðan 2006. Báðir aðilar lögðu á fundinum fram tillögur að viðræðuáætlun um málefni Tíbets, að sögn Lodi Gyari, eins erindreka Dalai Lama. En mikið bar í milli. „Við vorum ósammála um fleira en við vorum sammála um,“ sagði Gyari. „Mótaðilar okkar höfðu á ný í frammi rakalausar ásakanir um að Dalai Lama græfi undan Ólympíuleikunum í Peking.“ - aa Viðræður um Tíbet: Mikið bar í milli á fundi BANDARÍKIN, AP Hillary Rodham Clinton varðist í gær áskorunum málsmetandi flokkssystkina í Demókrataflokknum um að draga sig í hlé úr slagnum við Barack Obama um forsetaframboð fyrir flokkinn. Slíkum áskorunum fjölgaði eftir að útkoma Clintons úr prófkjörum í tveimur ríkjum á þriðjudag reyndist lakari en spáð hafði verið. Clinton lét engan bilbug á sér finna er hún tjáði sig við frétta- menn í gær. Hún hét stuðnings- fólki sínu í Vestur-Virginíu, þar sem næsta prófkjör fer fram, að hún héldi baráttunni áfram „uns frambjóðandi er kjörinn“. - aa Forsetaframboðsslagurinn: Clinton berst ótrauð áfram GENGIÐ 08.05.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 153,3181 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 76,96 77,32 150,67 151,41 118,11 118,77 15,827 15,919 14,983 15,071 12,697 12,771 0,7386 0,743 124,21 124,95 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR DÓMSMÁL Fjórir litháískir fangar, sem hlotið hafa dóma hér á landi, falla undir samning dómsmála- ráðherra Íslands og Litháens um brottvísun héðan af landi og afplánun refsingar í heima- landinu. Þeir eru ýmist komnir í brottvísunarferli eða fara í það á næstu dögum. Tveir mannanna sem um ræðir hafa hlotið dóma fyrir stórfelld fíkniefnabrot, þegar þeir reyndu að smygla inn miklu magni fíkni- efna með Norrænu. Þeir voru dæmdir í sjö ára fangelsi hvor um sig. Hinir tveir voru dæmdir í Hæstarétti í gær fyrir gróft kynferðisbrot gegn konu. Hæsti- réttur staðfesti í gær dóm sem mennirnir höfðu hlotið í héraði um fimm ára fangelsisvist hvors um sig. Dómsmálaráðherra Litháen, Petras Baguska, er nú í heimsókn hér á landi. Hann átti í gærmorg- un fund með Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra, Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra og Páli E. Winkel, forstjóra Fang- elsismálastofnunar, þar sem rædd var samvinna ráðuneyta land- anna á sviði fangelsismála og lög- gæslumála. Rætt var meðal annars um að Litháar tækju við litháískum föngum sem afplána dóma, að því tilskildu að samn- ingar Evrópusambandsins væru uppfylltir. Síðdegis heimsótti litháíski dómsmálaráðherrann Litla- Hraun þar sem forstjóri Fangelsis- málastofnunar átti fund með honum og kynnti honum fangelsis- málakerfið hér á landi. „Brottvísunarferlið er nú tilbúið og nú verður byrjað að prufukeyra það ef svo má segja,“ sagði forstjóri Fangelsismála- stofnunar við Fréttablaðið. „Síðan verður það sjálfvirkt, þannig að það fer strax af stað um leið og dómur er fallinn, séu skilyrði samningsins fyrir hendi.“ Páll segir að ávinningur þess fyrirkomulags að fangar afpláni í heimalandinu sé margvíslegur. „Í fyrsta lagi losna pláss í fang- elsunum hér,“ útskýrir hann. „Í öðru lagi kemur þetta í veg fyrir tengslamyndun milli íslenskra og erlendra brotamanna. Í þriðja lagi eru skilaboðin nú mjög skýr; komi menn til landsins og brjóti af sér, þá verða þeir einfaldlega sendir heim.“ jss@frettabladid.is Litháískir fangar sendir heim Fjórir Litháar sem afplána hér margra ára fangelsisvist fyrir fíkniefnabrot og nauðgun eru komnir í svokallað brottvísunarferli. Það miðar að því að mennirnir afpláni refsingu sína í heimalandinu. DÓMSMÁLARÁÐHERRAR Björn Bjarna- son dómsmálaráðherra átti í gær- morgun fund með dómsmálaráðherra Litháens, Petras Baguska. LITLA-HRAUN Pláss losna í fangelsum landsins þegar farið verður að senda fanga, sem eru af erlendu bergi brotnir, til afplánunar í heimalandi sínu. FJÖLDI Í FANGELSUM - af erlendum uppruna Bretland 1 Eþíópía 1 Gana 1 Holland 3 Litháen 7 Portúgal 1 Pólland 1 Víetnam 1 Þýskaland 1 Í GÆSLUVARÐHALDI Pólland 4 Tölur: Fangelsismálastofnun 8. maí 2008 TEGUND BROTA Fíkniefni 9 Kynferðisbrot 6 Manndráp 1 Umferðarlagabrot 1 STJÓRNMÁL Evrópumál voru til umræðu á fundi þingflokks Sjálf- stæðisflokksins á miðvikudag. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins voru ýmsar hliðar Evr- ópusambandsmála reifaðar. Til dæmis var rætt um sjávarútvegs- stefnu sambandsins og hvort, og þá hvernig, hún samræmdist íslenskum hagsmunum. Efnahags- ástand aðildarríkja Evrópusam- bandsins var einnig skoðað og hagsveiflur þar bornar saman við sveiflur íslenska hagkerfisins. Þá var fjallað um stöðu samn- ingsins um Evrópska efnahags- svæðið (EES) og fullyrðingar um að hann hafi veikst. Áhrif Lissabon-sáttmála Evrópusam- bandsins, sem væntanlega tekur gildi um næstu áramót, voru sér- staklega til umfjöllunar. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst er það almenn skoðun innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins að staða EES sé áfram sterk og að samningurinn þjóni hagsmunum Íslands vel. Við umfjöllun þingflokksfundar- ins var skýrsla Evrópunefndar, undir forystu Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra, höfð til hlið- sjónar. Fundurinn á miðvikudag hófst síðdegis – á hefðbundnum fundar- tíma þingflokka Alþingis – og stóð fram á kvöld. Ekki var ætlunin að taka ákvarðanir um ný skref í Evr- ópumálum, aðeins að ræða þau. - bþs Fjallað um málefni Evrópusambandsins á fundi þingmanna Sjálfstæðisflokksins: Ræddu ýmsar hliðar ESB VALHÖLL Höfuðstöðvar Sjálfstæðis- flokksins. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.