Fréttablaðið - 09.05.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 09.05.2008, Blaðsíða 10
10 9. maí 2008 FÖSTUDAGUR ALÞINGI „Stjórnarliðar tala mjög afdráttarlaust gegn einkavæðingu þannig að ætla má að hún sé ekki í spilunum,“ sagði Kristinn H. Gunnarsson, þing- flokksformaður Frjálslynda flokksins, í samtali við Fréttablaðið eftir utandagskrárumræður um stefnu ríkisstjórnarinnar í heilbrigðismálum á Alþingi í gær. Kristinn óskaði svara heilbrigðisráðherra við nokkrum spurningum um heilbrigðiskerfið, enda taldi hann nokkuð vanta upp á að stefna stjórnar- innar lægi fyrir með skýrum og afdráttarlausum hætti. „Jú, málin skýrðust en ekki alveg. Eftir stendur ósvarað hvaða breytingar á að gera á Landspítalan- um og það er kannski vegna þess að ríkisstjórnin er ekki búin að ákveða hvað hún ætlar að gera,“ sagði Kristinn. Í svari sínu vitnaði Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra einkum í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar en samkvæmt henni er stefnan sú að veita heilbrigðisþjónustu á heimsmælikvarða. Segir einnig að kostnaðargreina eigi heilbrigðisþjón- ustuna og skapa svigrúm til fjölbreytilegra rekstrar- forms. Tryggt verði þó að allir hafi jafnan aðgang, óháð efnahag. Álfheiður Ingadóttir VG túlkar stjórnarsáttmálann á þann veg að hann boði einkavæðingu. Sagði hún heilbrigðiskerfið í hættu og að almenningur óttaðist um afdrif þess í höndum Sjálfstæðisflokksins. Ásta R. Jóhannesdóttir Samfylkingunni sagði af og frá að ætlunin væri að einkavæða; það sæist best á því að fyrirmyndir að fyrirhuguðum breytingum væru sóttar til Norðurlandanna. „Ef ætlunin hefði verið að einkavæða, hefði þá ekki verið leitað eitthvað annað?“ spurði hún og hét því fram að ekkert væri að óttast. Valgerður Sverrisdóttir Framsóknarflokki sagði óöryggi ríkja gagnvart málaflokknum. „Hvað er verið að bralla?“ spurði hún og lýsti sérstökum áhyggjum af heilsugæslunni. Greindi Valgerður svo frá því að framsóknarmenn hefðu ekki treyst Sjálfstæðisflokknum fyrir heilbrigðismálunum í þau tólf ár sem flokkarnir voru saman í ríkis- stjórn. bjorn@frettabladid.is Sýnist einkavæðing ekki vera á dagskrá Eftir umræður um stefnu stjórnarinnar í heilbrigðismálum telur Kristinn H. Gunnarsson að einkavæðing sé ekki í spilunum. VG telur hið gagnstæða. Fram- sókn segist ekki hafa treyst sjálfstæðismönnum fyrir heilbrigðismálunum. RÆTT UM HEILBRIGÐISKERFIÐ Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, spurði Guðlaug Þór Þórðarson heilbrigðis- ráðherra um stefnu ríkisstjórnarinnar í heilbrigðismálum á Alþingi í gær. ÍS L E N S K A /S IA .I S /O R K 4 23 17 0 5/ 08 • Orkuveita Reykjavíkur rekur stærstu jarðvarmaveitu í heimi. www.or.is Ganga um Hengils- svæðið Sunnudaginn 11. maí verður farin gönguferð um Engidal og inn í Marardal í vestanverðum Henglinum. Gangan er létt og tekur u.þ.b. 4 klst. Mæting við Hellisheiðarvirkjun við Kolviðarhól klukkan 13:00. Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir. Leiðsögumaður er Almar Sigurðsson, kynningarfulltrúi Hellisheiðarvirkjunar. NÝFÆDDUR NASHYRNINGUR Þetta nashyrningskríli kom í heiminn á miðvikudag í dýragarðinum í Krefeld í Þýskalandi. Myndin er tekin daginn eftir fæðinguna. NORDICPHOTOS/AFP Auglýsingasími – Mest lesið BANDARÍKIN, AP Barnaníðingurinn, sem alþjóðalögreglan Interpol lýsti eftir í vikunni, var í fyrra- kvöld handtekinn í New Jersey í Bandaríkjunum. Ronald Noble, yfirmaður Interpol, segir árangur- inn af myndbirtingu í fjölmiðlum vera „ótrúlega góðan“. Níðingurinn er 58 ára gamall leikari, Wayne Nelson Corliss að nafni, en gengur einnig undir lista- mannsnafninu Casey Wayne. Hann var handtekinn skömmu eftir mið- nætti í Union City í New Jersey. Alþjóðalögreglan Interpol hafði undir höndum fjöldann allan af myndum af þessum manni þar sem hann sást níðast kynferðis- lega á ungum drengjum. Myndirn- ar fundust í tölvu í Noregi, en ekki var vitað hver maðurinn var. Interpol brá á það ráð að birta mynd af honum opinberlega á þriðjudag í þeirri von að einhver bæri kennsl á manninn, og fljót- lega bárust sterkar vísbendingar sem leiddu til handtöku aðeins tveimur dögum síðar. Noble segir Interpol nú íhuga að beita þessari aðferð á fleiri eftir- lýsta glæpamenn, ekki aðeins barnaníðinga heldur einnig hættu- lega menn. „Ég er sannfærður um að fleira fólk, sem hefur tekið myndir af sjálfum sér við að misnota börn fari að hugleiða það að gefa sig fram,“ sagði Noble. - gb Myndbirting Interpol á bandarískum barnaníðingi bar árangur: Barnaníðingur handtekinn WAYNE NELSON CORLISS Bandaríska lögreglan hafði hendur í hári hans stuttu eftir miðnætti á fimmtudag. FRÉTTABLAÐIÐ/AP RÚSSLAND, AP Rússar og Banda- ríkjamenn hafa undirritað samning um samstarf að borgaralegri nýtingu kjarnorku. Samkvæmt samningnum fá ríkin gagnkvæman aðgang að sérfræðiþekkingu á sviði kjarnorkuvinnslu. Samvinna Rússa og Bandaríkj- anna í kjarnorkumálum hefur verið lítil á síðustu árum, ekki síst vegna ágreinings um það hve mikil hætta stafar af kjarnorkuvinnslu í Íran. Bandaríkin hafa gert sam- bærilegan samning við Kína og fleiri ríki. - gb Rússland og Bandaríkin: Nýr samningur um kjarnorku
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.