Fréttablaðið - 09.05.2008, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 09.05.2008, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 9. maí 2008 13 VIKA 14 DAGBÓK NÝRRA ÍSLENDINGA Nú þegar vorið er komið fylgir því oft ferðahugur manna og er Junphen þar engin undantekning. „Ég fór um síðustu helgi ásamt erlend- um félögum mínum í sumarhús í Borgar- firði,“ segir hún. „Þar höfðum við það nokkuð gott, nutum náttúrunnar og grilluðum. Reyndar var rigning mestallan tímann, sem dró aðeins úr gleðinni.“ Junphen hefur um nokkurn tíma reynt að komast á íslenskunám- skeið. „Ég sótti um hjá Mími en þar var allt uppbókað. Svo komst ég á íslenskunámskeið annars staðar, en þar er aðeins kennt einu sinni í viku og þetta er einungis fyrir byrjendur, sem er ekki nógu gott fyrir mig, sem hef búið hér í mörg ár.“ Junphen Sriyoha: Í íslenskunám Það er nóg að gera hjá Algirdas því hann er að klára námskeið í heima- síðugerð en síðan nálgast mikil hátíð þar sem hann mun láta til sín taka. „31. maí verður haldin svokölluð þjóðahátíð í íþróttahús- inu á Strandgötu í Hafnarfirði og ég verð þar með bás þar sem ég mun ásamt öðrum kynna menningu og matarlist frá Litháen,“ segir hann. „Að þessu sinni taka fulltrúar frá 122 þjóðum þátt en síðasta ár voru kynntar um 30 þjóðir og talið að um 10 þúsund manns hafi kíkt inn. Nú verður þetta enn stærra þar sem Hafnarfjarðarbær heldur upp á aldarafmæli sitt sömu helgi. En þeir sem vilja kynna sér þetta nánar ættu að stilla á útvarpið Halló Hafnarfjörður og leggja við hlustir því þar eru hátíðinni gerð góð skil.“ Algirdas Slapikas: Kynnir menn- ingu Litháen „Bíllinn minn er bilaður en tengdapabbi fór með hann fyrir mig á verkstæði,“ segir Rachid. Bíllinn, sem er af gerðinni Nissan Almera, bilaði á miðviku- daginn og það setti Rachid í nokkur vandræði. „Ég þurfti að taka leigu- bíl þar sem ég var að vinna fram eftir en svo hef ég reynt að nota strætó. Bíllinn hefur ekki bilað í þau tæpu þrjú ár sem ég hef átt hann. Við hugsum vel um hann og förum með hann í skoðun. Ég vona að hann verði kominn í lag um helgina þar sem við, ég og konan mín, ætlum að fara norður á Akureyri.“ Rachid Benguella: Bíllinn bilaður „Frá því ég lauk prófum hef ég verið mjög upptek- in við að skipu- leggja fjársöfnun og próflokahátíð sem er í kvöld á Barnum,“ segir Charlotte Ólöf. Hún segir söfnunina fyrir munaðarleys- ingja í Líberíu. Þar muni hljómsveit- in BBKeys & Co. spila taktfasta tóna og 1.200 krónur kosta inn. „Við erum að reyna að vekja athygli á IceAid og þá að safna peningum vegna verkefna í Líberíu. Húsið opnar klukkan ellefu. Við bjóðum frían bjór á meðan birgðir endast og frábæra tónlist.“ Charlotte Ólöf Ferrier: Skipuleggur fjársöfnun UMHVERFISMÁL Tvö tilboð bárust í flóðvar og önnur verk við Kvíslavatn innan friðlandsins í Þjórsárverum. Suðurverk bauð 68 milljónir króna og Heflun tæpar 92 milljónir. Kostnað- aráætlun hljóðar upp á 105,5 milljónir króna og er gert ráð fyrir framkvæmdum í sumar fáist leyfi til þess. Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, segir að komi til hamfara- flóðs við gos í Bárðarbungu verði vatns- magnið meira en farvegur Köldukvíslar taki. Náttúrulegur flóðfarvegur liggi í Kvísla- vatn. Þess vegna vilji Landsvirkjun gera flóð- var í Þúfuveri. „Svona stór flóð hafa farið um þennan far- veg,“ segir Þorsteinn. „Þetta er tiltölulega einföld aðgerð sem dregur úr hættunni af hamfaraflóði, bæði fyrir mannvirki og útbreiðslu flóðsins í Þjórsárverum.“ Gísli Már Gíslason, formaður Þjórsárvera- nefndar, segir að náttúrulegur farvegur flóðs- ins sé niður Köldukvísl. Hinn farvegurinn verði ekki náttúrulegur nema vegna þess að búið sé að stífla Köldukvísl. Gísli segir að verði flóð rofni stífla í Hágöngulóni og vatnið fari með fullum krafti vestur í Kvíslavatn. Ef ekki hefði verið stífla í Hágöngulóni hefði sennilega níutíu prósent af vatninu farið í Köldukvísl og tíu prósent í farveginn í Þjórsárver. „En núna á að veita níutíu prósentum af vatninu í Kvíslavatn,“ segir Gísli og telur réttast að setja flóðvarir í Köldukvíslarstíflu og styrkja stífluna norðan við syðri Hágöngur. „Það er eðlilegt svar við því sem er að gerast.“ - ghs FLÓÐVARIR Í KÖLDUKVÍSLARSTÍFLU Gísli Már Gíslason, formaður Þjórsárveranefndar, telur réttast að setja flóðvarir í Köldukvíslarstíflu. „Það er eðlilegt svar.“ Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, segir náttúrulegan farveg í Kvíslavatn: Tvö tilboð bárust í flóðvar í Þúfuveri Apple IMC Apple IMC | Humac ehf. Sími 534 3400 www.apple.is Laugavegi 182 105 Reykjavík Kringlunni 103 Reykjavík – nýju MacBook Air fartölvuna í Kringlunni um helgina Þegar þú snertir nýju MacBook Air breytist allt sem þú taldir þig vita um fartölvur og verður aldrei eins aftur. MacBook Air á þig um leið og þú sérð hana. Létt, örþunn, öflug. Það má koma við Dæmigerð þyngd í samanburði við MacBook Air Fartölva . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 2,50 kg Tískutímarit . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 1,64 kg Handtaska . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 2,37 kg MacBook Air . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 1,36 kg F í t o n / S Í A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.