Fréttablaðið - 09.05.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 09.05.2008, Blaðsíða 16
16 9. maí 2008 FÖSTUDAGUR FRÉTTASKÝRING GUÐSTEINN BJARNASON gudsteinn@frettabladid.is FRÉTTASKÝRING: Neyðarástand í Búrma Fórnarlömbum fjölgar meðan aðstoð er tafin AÐSTOÐAR BEÐIÐ Þessi fjölskylda eldar mat undir berum himni skammt frá þorpinu Dedaje, sem er tæpa fimmtíu kílómetra suður af Rangún. NORDICPHOTOS/AFP ÞAKIÐ FAUK AF HÚSI SUU KYI Óvíst er hvort Aung San Suu Kyi, friðarverðlaunahafi Nóbels og leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Búrma, slapp ómeidd þegar fellibylurinn Nargis reið yfir landið um síðustu helgi. Nágranni hennar segir að þakið hafi fokið af húsi hennar í Rangún, og húsið sé rafmagnslaust með öllu. Ekki er vitað hvort hún hefur nóg af mat og vatni. Nágranninn segist þó sjá að kveikt sé á kertum í húsinu á kvöldin. „Ég kenni í brjósti um hana. Svo virðist sem enginn hugsi um hana,“ sagði nágranninn, sem vildi ekki láta nafns síns getið af ótta við herforingjastjórn landsins. Suu Kyi hefur verið í stofufangelsi á heimili sínu samtals í tólf af síðustu átján árum vegna baráttu sinnar fyrir því að lýðræði verði komið á í landinu. AUNG SAN SUU KYI Óvíst er hvort hún er slösuð. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Hjálpargögn frá Samein- uðu þjóðunum eru byrjuð að berast til Búrma, en allri aðstoð frá Bandaríkj- unum hefur verið hafnað. Herforingjastjórnin hikar enn við að hleypa útlend- ingum inn í landið. Það var ekki fyrr en í gær, sex dögum eftir að fellibylurinn Nargis reið yfir landið, sem fyrsta flug- vélin með hjálpargögn frá Samein- uðu þjóðunum fékk að lenda á flug- vellinum í Rangún, stærstu borg landsins. Herforingjastjórnin tefur enn fyrir því að starfsfólk hjálpar- stofnana fái vegabréfsáritanir til að fylgja eftir hjálpargögnum og sjá til þess að þau berist þangað sem þörfin er brýnust. Óttast er að allar þessar tafir verði til þess að fjöldi látinna verði á endanum vel yfir hundrað þús- und. „Raunveruleg hætta er á því að úr þessu verði enn verri harm- leikur ef okkur tekst ekki að koma þeirri aðstoð fljótt til skila sem brýn þörf er fyrir,“ segir John Holmes, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna. Hann sagði starfsfólk Sam- einuðu þjóðanna leggja hart að stjórninni í Búrma um að tefja ekki frekar fyrir aðstoð, en telur þó að átök eða deilur við herfor- ingjastjórnina muni ekki hjálpa þeim, sem þurfa á aðstoð að halda. Hann sagðist telja að ein og hálf milljón manna hafi þegar orðið fyrir miklum áhrifum af völdum fellibylsins. Síðdegis í gær höfðu fjórar flug- vélar frá Sameinuðu þjóðunum lent í Rangún með birgðir af orku- ríku kexi, lyfjum og öðrum hjálpar- gögnum. Þessar flugvélar hafa beðið átekta síðustu tvo daga meðan umheimurinn beið eftir að stjórnin í Búrma gæfi þeim grænt ljós. Á meðan bíður fólk á hamfara- svæðunum, margt hvert einangrað og matarlaust, sumir slasaðir og jafnvel dauðvona. Herforingjastjórnin hefur til þessa hafnað allri aðstoð frá Bandaríkjamönnum, þrátt fyrir að bandarískar herflugvélar bíði átekta hlaðnar hjálpargögnum. Þrjú bandarísk herskip eru einnig á leið til Búrma. Herforingjastjórnin sagði í gær að tæplega 23 þúsund manns væru látin og rúmlega 42 þúsunda að auki væri saknað, langflest á óseyrasvæðum Irrawaddy-fljóts- ins. Shari Villarosa, erindreki Sam- einuðu þjóðanna í Búrma, segir að tala látinna geti á endanum orðið eitthvað yfir hundrað þúsund, einkum vegna skorts á hreinu vatni og mat. Að mati talsmanna Sameinuðu þjóðanna er meira en milljón manns heimilislaus í Búrma. Heilu þorpin á óseyrarsvæðunum eru enn á kafi í vatni, nærri viku eftir að fellibylurinn reið yfir. Utanríkisráðherrar Bretlands og Frakklands, þeir David Mili- band og Bernard Kouchner, hvöttu í gær herforingjastjórnina til þess að „létta öllum hömlum af dreif- ingu hjálpargagna“. Kínversk stjórnvöld hafa hins vegar tekið málstað herforingja- stjórnarinnar í Búrma og hvetja alþjóðasamfélagið til þess að mis- nota ekki ástandið í landinu í pólit- ískum tilgangi. „Ástandið er vont og versn- ar á meðan ekkert gerist,“ segir Ómar Valdimarsson, sendifull- trúi Rauða krossins, sem undanfarið hefur starfað í Kenía en þekkir einnig til Búrma. „Þetta heldur bara áfram að versna með hverjum klukkutímanum sem líður.“ Rauði krossinn er með um þrjá- tíu þúsund innlenda sjálfboðaliða í Búrma, og þeir eru fyrir löngu byrjaðir að gera það sem þeir geta. „Þeir hafa reyndar sjálfir orðið illa úti margir hverjir, en það er ansi mikið sem þessir sjálfboða- liðar geta gert fyrir fólk. Margir af þeim geta veitt fyrstu hjálp, og svo eru þeir þarna að bjarga fólki út úr rústum, hjálpa fólki að komast á þurrt og jafnframt að athuga hvað hefur skemmst og hve margir hafa dáið. Þetta er mikilvægt svo hægt verði að leggja mat á hver þörfin er.“ Ómar segir ómögulegt að segja til um hve lengi fólk geti beðið eftir aðstoð. „Það er óljóst hve mikill matur er til á svæðinu og hversu mikið vatn er til. Ég held að það sem fyrst og fremst vanti sé hreint vatn, og svo skjól og matur.“ Íslendingar geta stutt fórnarlömb fellibylsins á vefsíðunni raudi kross- inn.is eða með því að hringja í söfnunarsíma Rauða krossins, sem er 907 2020. Sjálfboðaliðar reyna að bjarga því sem hægt er: Ástandið er vont ÓMAR VALDIMARS- SON Sendifulltrúi Rauða krossins minnir á söfnun fyrir fórnarlömb fellibylsins. Á alla viðburði Kópavogsdaga er ókeypis nema annað sé tekið fram. Nánari dagskrá á www.kopavogur.is eða í síma 570 1500. Allir Kópavogsbúar og aðrir gestir hjartanlega velkomnir! Grunnskólar Kópavogs „Mjög er tungan málaóð“ Leikrit um líf og ljóð Bólu-Hjálmars. Stoppleikhópurinn brunar í gegnum Bólu-Hjálmar í grunnskólum Kópavogs á 50 mínútum. Leikskólar Kópavogs Óskin Barnaleikrit fyrir yngstu áhorfendurna. Skemmtilegt ævintýri með söngvum í flutningi Einleikhússins. 10:00 Náttúrufræðistofa & Bókasafn Kóp. Valur hvalur Ævintýri fyrir börn á leikskólaaldri í umsjón starfsfólks Náttúrufræðistofu og Bókasafns. Fjörugt fræðsluerindi í máli og myndum. Panta þarf tíma í síma 570 0450. 11:00 Listasafn Kópavogs - Gerðarsafn 20 ára afmæli Myndlistarskóla Kópavogs Sýning á myndverkum nemenda í tilefni af afmæli skólans. Sýningin stendur til 10. maí. 14:00 Gjábakki 15 ára afmælishátíð Ávörp, skemmtiatriði og afmæliskaffi í boði Gjábakka. 15:00 Stúkan á Kópavogsvelli OPNUNARHÁTÍÐ Ávörp og stúkan blessuð. Almenningi boðið að skoða mannvirkið. 16:00 Náttúrufræðistofa Kópavogs Fuglinn í fjörunni Fuglaskoðun á Kópavogsleiru í fylgd sérfræðinga Náttúrufræðistofu. Mæting kl. 16:00 fyrir neðan líknardeild Landspítalans (Þinghól). 17:00 Salurinn HEIÐURSLISTAMAÐUR Heiðurslistamaður Kópavogs Starfsstyrkir listamanna, styrkur til listnema og útnefning á heiðurslistamanni Kópavogs árið 2008. Tónlistaratriði og ávörp. 20:00 Salurinn Tíbrá: Söngtónleikar Ferskur blær frá Ítalíu – Gissur Páll Gissurarson og Jónas Ingimundarson. Íslensk og ítölsk sönglög. Miðaverð 2000/1600 kr. 20:00 Félagsmiðstöðvar Menningarnótt félagsmiðstöðva ÍTK Menningardagskrá sem stendur alla nóttina, aðeins ætluð unglingum í 8.-10. bekk í grunnskólum Kópavogs gegn leyfis- bréfum undirrituðum af forsjármönnum. Dagskráin í dag 9. maí Auglýsingasími – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.