Fréttablaðið - 09.05.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 09.05.2008, Blaðsíða 18
18 9. maí 2008 FÖSTUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 371 4.923 -0,36% Velta: 3060 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Atorka 7,25 +0,84% ... Bakkavör 33,45 +0,60% ... Eimskipafélagið 21,00 -1,18% ... Exista 10,83 -1,81% ... FL Group 6,37 +0,00% ... Glitnir 17,00 +0,30% ... Icelandair Group 21,80 +0,00% ... Kaupþing 799,00 -0,13% ... Landsbankinn 27,60 -1,08% ... Marel 93,40 +0,00% ... SPRON 4,67 +0,43% ... Straumur- Burðarás 11,87 -0,67% ... Teymi 3,62 +0,00% ... Össur 96,00 -1,03% MESTA HÆKKUN ATLANTIC PETROLEUM +3,35% FØROYA BANKI +2,04% ATORKA +0,84% MESTA LÆKKUN EXISTA -1,81% EIMSKIPAFÉLAGIÐ -1,18% LANDSBANKINN -1,08% ORF líftækni hefur formlega opnað hátæknigróðurhúsið Grænu smiðjuna í Grindavík. Þar er fram- leitt erfðabreytt bygg sem notað er til að búa til svokölluð sérvirk prótín en þau eru svo seld í lyfja- framleiðslu, lyfjaþróun og rann- sóknir. ORF líftækni er þegar orðið stærsta fyrirtækið á sínu sviði í Evrópu og eru aðstandendur félagsins bjartsýnir á framhaldið. Afurðir félagsins eru mjög sér- hæfðar og segir Björn Lárus Örvar, sameindaerfðafræðingur og framkvæmdastjóri félagsins, mikinn áhuga á framleiðslunni. Þegar hefur verið samið um fyrstu sölu. Hann talar um framleiðsluna sem „græna stóriðju“ en 2.000 fer- metra byggingin sem nú hefur verið tekin í notkun er einungis fyrsti áfangi starfseminnar. Össur Skarphéðinsson iðnaðar- ráðherra skar fyrsta byggið við hátíðlega athöfn í gær og tók gróð- urhúsið formlega í notkun. Gróðurhúsið er sagt einstakt í heiminum og framleiðslan að mestu sjálfvirk. Mikla orku þarf til ræktunar byggs í gróðurhúsi og notar verksmiðjan rafmagn og heitt vatn frá orkuveri Hitaveitu Suðurnesja í Svartsengi. - óká Græn stóriðja í Grindavík FL Group tapaði tæpum 48 milljörðum króna frá janúar til mars á þessu ári. Á hálfu ári hefur félagið tapað um 111 milljörð- um króna. Stærstan hluta taps- ins á fyrsta ársfjórð- ungi 2008 má rekja til fallandi gengis hluta- bréfa sem FL Group á. Bréf félagsins í Glitni lækkuðu um 20,6 millj- arða króna og í öðrum skráðum félögum um 13,8 milljarða króna. Tap vegna sölu á hlutum í Commerzbank, Finnair og Aktiv Kapital nam 11,3 milljörðum króna. Samanlagt er þetta tap upp á tæpa 46 milljarða króna. Tapið færist ekki allt yfir á eigið fé því hreinn gengishagnaður af gjaldeyrisstöðu var um sjö milljarðar króna. Neikvæð áhrif tapsins á eigið féð eru því um 41 milljarður. Jón Sigurðsson for- stjóri sagði eiginfjár- stöðuna sterka eða um 115 milljarða króna. Endurfjármögnun skulda á þessu ári gengi vel og einungis væri eftir að fjár- magna tvo milljarða ef fimm milljarða skuldabréfaútboð í maí væri talið með. Jón sagði að rekstrarkostnaður hefði verið skorinn niður um 33 prósent á fjórðungnum og stefnt að því að lækka hann um fimmtíu prósent á árinu. Starfsmenn væru nú 26 en voru 41 fyrir fimm mán- uðum. - bg Tapar 48 milljörðum Seðlabanki Evrópu og Seðlabanki Englands ákváðu báðir í gær að halda stýrivöxtum sínum óbreytt- um. Eru vextir Seðlabanka Evrópu nú fjögur prósent og fimm prósent hjá Seðlabanka Englands. Báðir bankar vísuðu til áhyggna af verðbólgu í rökstuðningi fyrir ákvörðunum sínum, sem komu ekki á óvart og ollu litlum við- brögðum á mörkuðum. Stýrivextir Seðlabanka Evrópu hafa nú verið óbreyttir í ellefu mánuði samfleytt. Sérfræðingar telja þó að bankinn gæti lækk- að vextina síðar á árinu þar sem teikn séu á lofti um að kólnun sé framundan í efnahagslífi Evrópu- sambandslanda. - bih Vextir í Evrópu eru óbreyttir Langt er nú liðið frá því að síðasta krónubréfaútgáfan leit dagsins ljós en lítið hefur verið um að vera á þeim vettvangi undanfarna mán- uði. Krónubréf hafa nú ekki verið gefin út síðan 15. febrúar síðast- liðinn, að því er fram kemur í Morgunkorni Glitnis. Þar segir þetta ekki koma á óvart, þar sem aðstæður á gjaldeyrisskiptamark- aði hafa ekki verið með besta móti hér á landi og vaxtamunur við útlönd verið afar lítill í stystu samningum. Lítið er um gjalddaga krónu- bréfa í sumar. Í gær gjaldféll tveggja milljarða króna útgáfa þýska bankans Rentenbank sem jafnframt er eini gjalddagi maí- mánaðar. Í júní gjaldfalla krónu- bréf að nafnvirði 15 milljörðum króna að viðbættum vöxtum og í júlí og ágúst samtals 22 milljarðar króna. - bih Vaxtamunur lítill Í GRÆNU SMIÐJUNNI „Fyrsta uppskeran,“ sagði Össur Skarphéðinsson glaðbeittur við opnun hjá ORF Líftækni í Grindavík í gær. Með honum er Björn L. Örvar fram- kvæmdastjóri. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN AÐ ÞÚ GETUR MILLIFÆRT VILDARPUNKTANA ÞÍNA TIL ÆTTINGJA EÐA VINAR OG KEYPT VILDARPUNKTA HVENÆR SEM ER Á WWW.VILDARKLUBBUR.IS? VISSIR ÞÚ … Vildarklúbbur ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 4 19 81 0 5 /0 8 WW W.VI LDARKLUBBUR.IS Sveittur bankastjóri Vegna misskilnings var Sigurjón Árnason, banka- stjóri Landsbankans, spurður á uppgjörsfundi hvernig hann skýrði að lán til tengdra aðila hefðu hækkað að skilja mætti um tugi milljarða. Það kom í fyrstu á Sigurjón áður en ljóst var að um misskilning var að ræða og farið var að fletta í upp- gjörspappírum til að athuga hvort mistök hefðu verið gerð við gerð reikninga. Þegar sannleikurinn kom í ljós; að ruglað hafði verið saman milljónum og milljörðum var bankastjóranum mikið létt. „Ég svitnaði bara og hélt að Bjöggi hefði komist í kassann og hirt allt,“ sagði Sigurjón og átti við Björgólf Guðmundsson, formann bankastjórnar. Uppskar hann hlátur fundarmanna. Umframvarnir banka Hrein gjaldeyrisstaða Kaupþings nam í lok mars um 457 milljörðum króna en eigið fé var 404 milljarðar. Á síðasta ársfjórðungi bætti bankinn við sig gjaldeyri fyrir um níutíu milljarða króna. Davíð Oddsson seðlabankastjóri var spurður að því á fundi í gær hvort þessi „umfram- vörn“ á eign bankans hefði haft áhrif á krónuna. „Ég vil nú ekki gefa álit á því hvort þessi viðbúnaður bankanna umfram brýnustu þörf hafi haft megin- áhrif í þessum efnum. Við vissum það lengi að krónan myndi lækka,“ sagði Davíð, og hann væri hlynntur því að bankarnir verðu sig gegn gengisbreytingum. Þó legði hann áherslu á að bankarnir sýndu hóf í eigin vörnum og þetta væri til skoðunar innan bankans. Peningaskápur ... JÓN SIGURÐSSON Seðlabankinn telur að í meginatriðum sé íslenska fjármálakerfið traust. Hins vegar sé þörf á viðbúnaði. Brýnasta verkefni bank- anna sé að tryggja aðgang að erlendu lánsfé og minnka lánsfjárþörf. „Á heildina litið er niðurstaða Seðlabankans enn sú að fjármála- kerfið sé í meginatriðum traust,“ sagði Davíð Oddsson seðlabanka- stjóri þegar hann kynnti fjár- málastöðugleika bankans í gær. Bankinn komst að sömu niður- stöðu fyrir ári. Þar sagði hann jafnframt að menn yrðu að vera viðbúnir því að vextir kynnu að hækka og draga úr lausafé. „Bankinn gerði ekki ráð fyrir að veðrabrigðin yrðu svo skörp sem raun ber vitni,“ sagði Davíð. Seðlabankinn telur það til kosta að eignir bankanna og fjármögn- un þeirra sé dreifð og telur að þeir hafi verið vel undir það búnir að mæta þrenginum. Bankarnir séu nú ágætlega í stakk búnir til þess að mæta vaxandi vanskilum og útlánatapi. Raunar segir Seðlabankinn að í fyrra hafi hlutfall stórra áhættu- skuldbindinga af eigin fé bank- anna aukist og einnig hlutfall eignarhaldsfélaga í útlánum. „Ástæða er til að gefa þeirri þróun gaum,“ sagði Davíð. Hann sagði bankana hafa brugðist við erfiðleikum í láns- fjármögnun með ýmsum hætti en þörf sé á viðbúnaði. „Brýnasta verkefni þeirra í bráð er að tryggja aðgang að erlendu lánsfé og minnka lánsfjárþörf,“ sagði Davíð. Davíð sagði að stjórnvöld hefðu eflt úrræði sín. Þá nefndi hann einnig sterka stöðu ríkissjóðs og það að gjaldeyrisforðinn hefði verið tvöfaldaður í hittiðfyrra. Ríkisvaldið hefði lýst yfir vilja til að styrkja hann frekar. Davíð vildi fátt segja um stöðu mála, upphæðir og tímasetningar, annað en að kjör væru betri nú en fyrir skömmu og að rætt væri við aðra seðlabanka. Ekki væru efni til að ræða það frekar. ingimar@markadurinn.is Fjármálakerfið traust DAVÍÐ ODDSSON Seðlabankastjóri telur að fjármálakerfið sé í meginatriðum traust. Hann ræðir lítið styrkingu gjaldeyrisvaraforða bankans. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.