Fréttablaðið - 09.05.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 09.05.2008, Blaðsíða 22
22 9. maí 2008 FÖSTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björgvin Guðmundsson og Björn Ingi Hrafnsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 UMRÆÐAN Aðalheiður Steingrímsdóttir og Magnús Ingólfsson skrifa um frumvarp til framhalds- skólalaga. Alþingi fjallar nú um frum-varp til framhaldsskólalaga sem felur í sér verulegar breytingar á starfi framhalds- skóla. Félag framhaldsskóla- kennara veitti menntamálanefnd Alþingis umsögn um frumvarpið í nafni Kennarasambands Íslands 28. janúar sl. sem hægt er að kynna sér á www.ki.is. Félagið telur ýmislegt í frumvarpinu geta orðið efni í góða menntastefnu ef rétt er staðið að málum en leggur áherslu á að það verði lagfært með tilliti til eftirfarandi sjónarmiða. • Fyrirætlanir um að draga eigi úr miðstýringu í námsframboði og í námskrárgerð þurfa að koma skýrt fram í nýjum lögum. • Tilgreina þarf námseiningafjölda til stúdentsprófs svo að tryggt verði að nemendum bjóðist jafngilt og sambærilegt nám og nú er. • Skýra þarf tilgang þess að taka upp nýtt eininga- kerfi fyrir framhaldsskólastigið. • Skýra þarf tilgang þess að lengja skólaárið í framhaldsskólum um fimm daga. • Bæta þarf forsendur skóla til þess að bjóða nemendum upp á nám við hæfi og sveigjanlega námsframvindu. • Tryggja verður rétt nemenda og kennara til þátttöku í ákvörðunum um innra starf framhalds- skóla. • Tryggja verður rétt nemenda til fjölbreytilegs framhaldsskólanáms. • Tryggja verður að skólar geti axlað aukna ábyrgð á vinnustaðanámi nemenda. • Tryggja þarf að ólögráða fram- haldsskólanemendur njóti sambæri- legs stuðnings, ráðgjafar og þjónustu og ólögráða nemendur á öðrum skólastigum. • Markmið um aukna náms- og starfsráðgjöf fyrir nemendur þurfa að koma skýrar fram í nýjum lögum. • Tryggja þarf rétt ólögráða nemenda til framhaldsskólavistar í grennd við heimili sitt. • Setja verður gæðaviðmið um þjónustu við nemendur í fjar- og dreifnámi og að tryggja jafnan aðgang þeirra að náminu. • Nám og námsgögn verði ólögráða nemendum að kostnaðarlausu. Fjöldi samþykkta um frumvarpið sem berast þessa dagana frá einstökum kennarafélögum framhaldsskólanna til Alþingis og menntamálaráð- herra fela í sér þá ósk og sannfæringu að sátt verði að ríkja í samfélaginu um nýja löggjöf og fram- kvæmd hennar í skólunum. Slík sátt er væntanlega um leið traustasti hornsteinn farsæls skólastarfs. Jafnframt er sú krafa áberandi að vinna þurfi frumvarpið mun betur í ýmsum mikilvægum greinum. Fá frumvörp hafa á síðari árum fengið fleiri athugasemdir og gagnrýni og framhaldsskólafrum- varpið nú. Efnislegar og faglegar forsendur einstakra lagagreina þarf að ígrunda vel og vanda sem mest og best. Eins er með faglegar áherslur menntunar og uppeldis. Vafamál er hvort tími vinnist til að ganga sómasamlega frá málinu á vorþingi. Löggjafinn þarf nú að staldra við og skoða málið á sjálfstæðan hátt. Höfundar eru formaður og varaformaður Félags framhaldsskólakennara, Kennarasambandi Íslands. AÐALHEIÐUR STEINGRÍMSDÓTTIR MAGNÚS INGÓLFSSON Framhaldskólinn í höndum Alþingis Steingrímur í einkaflug Eiður Guðnason sendiherra segir á bloggsíðu sinni frá ferð sem hann fór í ásamt fimm öðrum þingmönnum með einkaflugvél til Grænlands árið 1985. Tilefnið var stofnfundur vest- norræna þingmannaráðsins og var ákveðið að leigja flugvél til að spara tíma. Eiður segist ekki sjá neinn mun á þessu og flugi Geirs H. Haarde og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur með einkaþotum. Af sexmenningum sem fóru til Grænlands á sínum tíma situr aðeins einn ennþá á þingi: Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna. Flokkssystkin hans gagnrýndu einmitt einkaþotuflug Geirs og Ingibjargar harðlega og töluðu um að stjórnmálamenn ættu að deila kjörum með almenningi. Ekki ber á öðru en þau hafi fyrirgefið formanninum brot sitt. Ætli það teljist ekki fyrnt? Hvenær á að upplýsa laun? Fréttastofa Sjónvarps fjallaði um ráðningu Jakobs Frímanns Magnús- sonar í starf framkvæmdastjóra miðborgarmála kvöldfréttum í gær. Í fréttinni var meðal annars sagt frá launum Jakobs Frímanns og þau sundurliðuð. Þetta er áhugavert í ljósi þess að mánuðum saman þráaðist RÚV við að upplýsa um laun dagskrárstjóra Ríkisútvarpsins og Ríkissjónvarpsins. Stjórnmálastarf Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, var ekki hress í kvöldfréttum Stöðvar tvö á mið- vikudagskvöld, þar sem Heimir Már Pétursson fréttamaður spurði hana út í loforð um afnám á veglegum lífeyriskjörum ráðamanna. Ítrekað hefur verið minnt á þetta loforð í kvöldfréttum Stöðvar tvö og sagði Ingibjörg Sólrún engu líkara en að fréttastofa Stöðvar tvö væri í stjórnmálastarfsemi en ekki að segja fréttir. Heimir Már ætti alltént að vera öllum hnútum kunnugur á þeim vettvangi; hann er fyrrver- andi framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar. bergsteinn@frettabladid.is SPOTTIÐB orgarstjórn Reykjavíkur hefur bitið það í sig að hún vilji leggja áformaða Sundabraut í göng undir Laugarnes og Sundin. Hvað sem það kostar. Fram hefur komið, meðal annars á fundi sem fram fór í Ráðhúsi Reykjavíkur á miðvikudagskvöld sem boðaður var með svo skömmum fyrirvara og auglýstur svo illa að hann fór framhjá ansi mörgum sem áhuga hefðu haft á að leggja þar orð í belg, að gangaleiðin yrði að minnsta kosti níu milljörðum króna dýrari kostur en hin svonefnda eyjaleið, sem Vegagerðin telur skynsamlegri. Þegar tillagan um gangaleiðina er skoðuð nánar sést að þessi áætlaði kostnaðarmunur er algert lágmark. Það eru svo miklir óvissuþættir við að leggja tvö tvíbreið gangarör undir hafsbotn á þessari leið, með tilheyrandi aðreinaslaufum, að viðbúið er að þegar upp verði staðið verði kostnaðurinn mun meiri en uppruna- legar áætlanir gera ráð fyrir. Hins vegar fylgir áætlanagerð um smíði yfirborðsvegar um hefðbundnar brýr mjög lítil óvissa. En jafnvel þótt áætlanir stæðust, þá eru níu milljarðar svo há upphæð að hún krefst þess að dokað sé við. Hvað væri til dæmis hægt að gera fyrir almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu fyrir níu milljarða? Betrumbætur á Vesturlandsvegi í gegn um Mosfellsbæ hafa nú þegar minnkað þörfina á Sundabraut frá því fyrstu áform um byggingu hennar voru smíðuð. Engu að síður er það óumdeilt að talsverð samgöngubót yrði að henni. En það er eins og það gleym- ist oft að hafa í huga hvaðan þeir koma og hvert þeir ætla sem nota eiga Sundabraut. Það er vandséð, út frá því hvernig umferð- arstraumar borgarinnar liggja, hvers vegna þeir sem nota vilja Sundabraut eigi að aka niður í sjó fyrir utan garð Hrafns Gunn- laugssonar í Laugarnesinu. Það þarf ekki annað en að líta á kort til að sjá að eyjaleiðin (innri leið) liggur nær meginumferðar- straumunum. Við blasir að gangaleiðin myndi lítið nýtast Grafarvogsbúum, öðrum en þeim sem starfa í gamla miðbænum. Eins og skýrt kemur fram í spám um umferðarþunga sem Jónas Snæbjörnsson, sérfræðingur hjá Vegagerðinni, kynnti í erindi á áðurnefndum fundi í Ráðhúsinu og finna má á vef Vegagerðarinnar, myndi innri leiðin nýtast íbúum á svæðinu mun betur. Svo lengi sem ekki er hafin uppbygging nýrra íbúðarhverfa í Geldinganesi og Álfsnesi kemur Sundabraut raunar að takmörkuðu gagni. Nema þá fyrir gegnumstreymisumferð, en hún kemst ekki á fyrr en búið er að leggja báða áfanga Sundabrautar, alla leið upp á Kjalarnes. Og það verður ekki fyrr en að svo mörgum árum liðnum að í millitíð- inni verður sjálfsagt búið að byggja nýju hverfin. Mistökin sem gerð voru með því að hrinda í framkvæmd því skelfilega skipulagsslysi sem kallað er „nýja Hringbraut“ ætti að vera víti til varnaðar. Varnaðarorð heyrðust ríkulega í þá tvo ára- tugi áður en hafizt var handa við þá framkvæmd, sem hefðu átt að geta vakið ábyrga stjórnendur til vitundar um það í hvers konar slys stefndi. Á því hvernig fór bera bæði Vegagerðin, samgöngu- yfirvöld ríkisins og borgaryfirvöld ábyrgð. Nú ríður á að skyn- semin fái að ráða áður en tugmilljörðum króna af fé almennings er sökkt í göng undir Laugarnesbukt. Samgönguskipulag á villigötum: Göng undir Sund- in væru glapræði AUÐUNN ARNÓRSSON SKRIFAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.