Fréttablaðið - 09.05.2008, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 09.05.2008, Blaðsíða 24
24 9. maí 2008 FÖSTUDAGUR UMRÆÐAN Sigrún Elsa Smára- dóttir skrifar um embættisráðningar Undanfarnar vikur hefur Ráðhúsfars- inn verið líflegur. Í hverju málinu á fætur öðru tekst borgar- stjóra að vera í mót- sögn við samstarfs- menn sína í meirihlutanum og stundum líka við sjálfan sig. Af þessu leiðir að sjö manna túlka- þjónusta Sjálfstæðisflokksins á æ erfiðar með að koma með trúlegar útskýringar á orðum hans og meintu innihaldi þeirra. Sitt í hvoru lagi REI málið sauð upp úr, fréttir bár- ust af neyðarfundi meirihlutans fimmtudagskvöldið 17. apríl þar sem samþykkt var að selja REI. Meðan meirihlutinn fundaði, að Ólafi F. Magnússyni fjarstöddum, horfði þjóðin á borgarstjóra í Kast- ljósi lýsa því að REI yrði ekki selt. REI-málið er enn óútkljáð innan meirihlutans, svo enn bullar í þeim potti. Fornminjum fórnað Næst komst borgarstjóri í hróp- andi mótsögn við sjálfan sig þegar gengið var frá söluferli á Frí- kirkjuvegi 11, en borgarstjóri var áður en hann varð borgarstjóri algerlega á móti sölunni en nú þegar hann er orðinn borgarstjóri lét hann sig ekki muna um að ganga frá málinu og bæta nítjándu aldar hestagerði aftan við húsið í söluna. Í hestagerðinu hefur verið sparkvöllur fyrir börnin í hverfinu en nú geta kaupendur breytt því í bílastæði. Ljóst er að engin sátt er um þessa ráðstöfun svo enn kraum- ar í þessum potti. Unnið að umhverfisslysi Ekki tók betra við þegar myndir náðust af borgarstjóra bölsótast út í vinningstillöguna í Vatnsmýrar- samkeppninni. Myndavélar höfðu reyndar verið pantaðar á staðinn til að taka upp söng borgarstjóra við undirleik Jakobs Frímanns Magnús sonar, númer sem þeir félagar voru víst búnir að vera að æfa saman. Enn hefur sjónvarpið ekki sýnt frá þeim menningarvið- burði en ágreiningurinn innan meirihlutans um ágæti Vatnsmýrar- tillögunnar var fyrsta frétt á laug- ardaginn. Þrátt fyrir þessa uppá- komu vinna sjálfstæðismenn á fullu eftir tillögunni sem Ólafur kallar umhverfisslys, svo enn sýður í þeim potti. Stuð Nýjasta uppákoman er svo ráðning Jakobs Frímanns Magnús sonar í stöðu „Framkvæmdastjóra miðborgar“. Jakob, sem ráðinn var án auglýsing- ar en „vonandi út kjör- tímabilið“ að sögn borg- arstjóra, mun heyra beint undir borgarstjóra eins og aðstoðarmaður borgarstjóra og að sögn borgarstjóra þiggja sambærileg laun og aðstoðarmaður borgar- stjóra. Laun sem eru eins og kunn- ugt er nokkuð vegleg og fáir borgar starfsmenn kannast við. Stuð, stuð Á fundi borgarstjórnar síðastlið- inn þriðjudag spurði ég borgar- stjóra út í ráðninguna og hvort um aðstoðar mann númer tvö væri að ræða. Hanna Birna Kristjáns dóttir, forseti borgarstjórnar, tók að sér að svara og tók af allan vafa um hvað henni fyndist eðlilegt í þess- um efnum. „Það eru engar heim- ildir fyrir því að hafa tvo aðstoðar- menn. Þannig að ég veit ekki hvað borgarfulltrúinn er að fara eða hvurs lags aðdróttanir hún er með hér eða hvurs lags ímyndun um það að hér séu starfandi tveir aðstoðarmenn. Algjörlega úr lausu lofti gripið. Borgarfulltrúinn veit það jafn vel og ég.“ Stuð, stuð, stuð Á sama tíma og orð Hönnu Birnu féllu úttalaði Borgarstjóri sig um ráðninguna í tíu fréttum sjónvarps og komst þannig að orði: „Nýráð- inn framkvæmdastjóri miðborgar- mála verður mjög náinn borgar- stjóra í hans brýnustu verkefnum og aðstoðar hann á fleiri sviðum heldur en bara að vera framhand- leggur hans út í miðborgarmálin.“ Þar með er borgarstjóri enn og aftur kominn í mótsögn við félaga sína í borgarstjórn og reyndar hringinn í kringum sjálfan sig líka. Í Kastljósi sama kvöld þegar hann er inntur eftir því hvort ráðningin gæti farið saman við nefndar störf Jakobs fyrir F-lista segir borgar- stjóri: „Hér er nú bara villandi orðalag fyrst, að hér sé um ein- hverja einkavæðingu eða verið að misnota einhver kunningjatengsl eða eitthvað verið að standa óeðli- lega að verki eða fara illa með fjár- muni almennings sem ég hef náttúr- lega aldrei gert.“ Frétta maðurinn sagði vitanlega ekkert af þessu sem borgarstjóri kallar villandi orðalag, en það sem borgarstjóri þylur upp sem villandi orðalag er merkilegt nokk, orðalag sem á ágætlega við, þó að enginn hafi sagt það nema hann sjálfur. Þannig að enn bullar í þeim kolli. Spurning hvort Stuð-maðurinn hjálpi. Höfundur er borgarfulltrúi. Eftir Halldór Jónsson Ágúst Ólafur Ágústsson, vara-formaður Samfylkingarinnar skrifar „Af hverju inn í ESB ?“ Samfylkingin hefur komizt að þeirri niðurstöðu „að hagsmunum Íslendinga sé betur borgið innan ESB frekar en utan. Að mínu mati er það að sama skapi engin tilvilj- un að nánast allir þjóðir Evrópu eru annaðhvort aðilar að ESB eða hafa sótt um aðild“. Lægi Ísland landlukt innan ríkja í ESB þá væri þetta skiljanlegt. Ég fæ ekki séð annað, en að aðstæður okkar séu gerólíkar. Við erum eyland mitt á milli heimsálfa og eigum mun meiri orkuauðlindir en flest hin ríkin. En þau hafa til dæmis skortinum einum að skipta í orkumálum og eru algerlega háð Rússum. Meiri hagvöxtur hér en þar Enn segir Ágúst: „Í stuttu máli mætti segja að helstu kostirnir við aðild eru aukin áhrif, lægra mat- vælaverð, aukinn stöðugleiki, lægri vextir, sanngjarnara landbúnaðarkerfi, auknar erlendar fjárfestingar, minni gengis áhætta og gengissveiflur, lægri skólagjöld erlendis, minni viðskiptakostnaður og bætt félagsleg rétt- indi. Ekki má gleyma að Íslendingar eru evrópsk þjóð sem á heima í samfélagi annarra Evr- ópuþjóða.“ „Lýðnum gef ég Fróða- frið, fylli ríga- þorski mið, bind í sveitum sólskinið, sérhvert loforð stend ég við.“ Þannig kvað Magnús Ásgeirs- son framboðs- ræðu Odds sterka af Skag- anum. Ég veit ekki hvort að aukinn stöðugleiki og lægri vextir verði hérlendis sjálf- gefin afleiðing inngöngu í ESB. Hér hefur lengi verið mun meiri hagvöxtur en þar. Fæst af honum byggðist á sameigin legum málum Evrópu. Útlánavextir eru löngum sízt lægri í Evrópu en hér á landi. Mörgum hættir til að rugla saman vöxtum í útlöndum saman við íslenzka óverðtryggða vexti. Verð- trygging er aðeins endurspeglun á innlendri verðbólgu og hverfur með henni. Líki Íslendingum ekki verðtryggð krónulán, þá hafa hér öllum staðið til boða erlend lán. „Nú þurfum við að taka yfir stóran hluta af lykillöggjöf ESB án þess að hafa neitt um löggjöf- ina að segja.“ Bragð er að þá barnið finnur og væntanlega hressist óbeysið lýð- ræðið okkar þegar þegar Ágúst Ólafur fer að stimpla skjölin frá ESB ótruflaður. En mörgum hefur fundist íslenzkir stjórnmálamenn hafa verið furðulega lesblindir í sínum stimplunum og látið mikil- vægar undanþáguheimildir fram hjá sér fara. Tollablokk „Efnahagslegir kostir aðildar ættu einnig að vera ljósir. ESB er stærsta viðskiptablokk í heimi og um 70% af utanríkisviðskiptum Íslands eru við ríki ESB og EES.“ Efnahagsblokk ESB er tollablokk gegn amerísku blokkinni og Asíu. Innan hennar er gætt margvís- legra sérhagsmuna, svo sem í landbúnaði. Við Íslendingar lifum hinsvegar á milli stóru blokk- anna og höfum haft það besta frá báðum. Ég leiði hjá mér að að elta ólar við það, hversu lítið Ágúst gerir úr fiskimiðunum okkar og barns- legu trausti á hans á stofnun- um ESB. Þó að kvótakerfið sé búið að verða fjölskyldu Ágústs Ólafs til blessunar, þá er ekki víst að nýtt fyrirkomulag fiskveiða á vegum ESB muni reynast honum betur né heldur nýju bandamönn- unum í Framsókn. „Fróðlegt er að hagþróun þeirra ríkja ESB sem bjuggu við ólíkari hagsveiflu en þá sem mátti finna hjá meginþorra ESB-ríkjanna hefur ekki farið úr böndunum við upptöku evrunnar.“ Myntbreyting hefur allstaðar haft verðbólgu í för með sér, sbr. reynsluna frá Þýzkalandi og okkar eigin reynslu af myntbreytingu um árið. Bretar köstuðu ekki sínu pundi né heldur Danir krónunni. Íslendingar eru nýkomnir í gegnum mesta hagvaxtartímabil sögu sinnar. Hvaða mynt var í landinu þennan tíma? Hversvegna er krónan allt í einu núna orðin ónýt örmynt? Íslenzka sparikrón- an er raunverulega besti gjald- miðill í heimi. Verðtryggingin á sparifénu er besti vinur almenn- ings, sem er hvergi í heiminum í boði nema hér. Allstaðar eru nei- kvæðir vextir á sparifé en lánsfé dýrt. Alþjóðleg frekar en evrópsk „Ekki má gleyma að Íslendingar eru evrópsk þjóð sem á heima í samfélagi annarra Evrópuþjóða.“ Mér sýnist að við Íslendingar séum mun alþjóðlegri í allri hugs- un en meginlandsbúar. Ég tel okkur standa fótum beggja vegna Atlantsála. Lífsmáti okkar er ger- ólíkur lífsmáta margra hinna landluktu sveitamanna í Evrópu. Borgirnar okkar eru miklu líkari amerískum bæjum og lífsstíll okkar oft mun líkari þeim amer- íska en þeim evrópska. Hvað ef ESB myndi einhvern- tímann ákveða að taka upp „Macht- politik“ að hætti Adolfs Hitlers og byggja upp herveldi? Munu þá íslenzkir dátar þéna þar undir? Vonandi eru þessar framtíðar- sýnir Ágústs Ólafs skýringin á fylgishruni Samfylkingarinnar og sýna, að Íslendingum er þrátt fyrir allt annt um landið sitt og muna Einar Þveræing. Höfundur er verkfræðingur. SEND IÐ OKK UR LÍNU Við hvetj um les end ur til að senda okk ur línu og leggja orð í belg um mál efni líð andi stund ar. Grein ar og bréf skulu vera stutt og gagn orð. Ein göngu er tek ið á móti efni sem sent er frá Skoð ana síð unni á vis ir.is. Þar eru nán ari leið bein ing ar. Rit stjórn ákveð ur hvort efni birt ist í Frétta blað inu eða Vísi eða í báð um miðl un- um að hluta eða í heild. Áskil inn er rétt ur til leið rétt inga og til að stytta efni. BRÉF TIL BLAÐSINS SIGRÚN ELSA SMÁRA- DÓTTIR Meirihluti í stuði? Af hverju ekki inn í ESB? THOMAS HØILAND AUKTIONER A/S Frímerki • Mynt Muslingevej 40 • 8250 Egå • Tlf. +45 8612 9350 • +45 4032 4711 www.thauctions.com • e-mail: tr@thauctions.com FRÍMERKI • UMSLÖG • SEÐLAR • MYNT Dagana 9. og 10. maí n.k. munu sér- fróðir menn frá fyrirtækinu verða á Íslandi í leit að efni á næstu uppboð. Fyrirtækið Thomas Höiland Auktioner A/S í Kaupmannahöfn er stærsta fyrirtækið á Norðurlöndum með uppboð á frímerkjum og mynt og heldur stór uppboð á hverju ári auk þess að vera stöðugt með uppboð á Netinu. Leitað er eftir frímerkjum, gömlum umslögum og póstkortum, heilum söfnum og lagerum svo og gömlum seðlum og mynt. Boðið er upp á umboðssölu eða staðgreiðsluviðskipti eftir óskum viðskiptavinarins. Þeir verða til viðtals á Hótel Holti föstudaginn 9. maí kl. 16:00-18:00 og laugardaginn 10. maí kl. 10:00-12:00 Íslendingar eru nýkomnir í gegnum mesta hagvaxtartíma- bil sögu sinnar. Hvaða mynt var í landinu þennan tíma? Brúðkaupsferð Ínu og Geira Bjarki Bjarnason skrifar: Brúðkaup Ínu og Geira hafði legið í loftinu um nokkurt skeið þegar efnt var til þess á Þingvöllum fyrir tæpu ári. Brúðkaupsveislan fór að sjálfsögðu fram í Valhöll og að henni lokinni var haldið til byggða. Fyrst var ætlunin að fljúga með einkaþotu en ekki fékkst lendingarleyfi í þjóðgarðinum svo gripið var til þess ráðs að aka í sælli bifreið vestur yfir heiði, eins og segir næstum því í kvæðinu. Gestirnir óku í humátt á eftir brúð- hjónunum en þegar þessi samfylking kom upp á Mosfellsheiði veittu menn því athygli að pappírssnifsi tóku að fljúga út um bílgluggann hjá Ínu og Geira. Voru þau ýmist merkt sem „kosningaloforð“ eða „brúðkaups- heit“ og lentu á ólíklegustu stöðum. Á einum miðanum stóð „algjört stóriðjustopp“ og hann hrapaði ofan í Almannagjá og loforð um ókeypis námsbækur í framhaldsskólum sökk niður í Vilborgarkeldu. Þegar brúð- hjónabíllinn rann niður Mosfellsdalinn sagði Geiri: „Þú ert sætasta stelpan á ballinu, hvernig líst þér á að við skell- um okkur í Sjallann á Akureyri?“ „En þurfum við þá ekki að fara í gegnum Hvalfjarðargöngin?“ sagði Ína. „Jú, en er ekki frítt í þau?“ spurði Geiri. „Nei, það gleymdist,“ sagði Ína kæruleysislega og henti því loforði út um gluggann svo það fauk út á Sundin blá. Skömmu síðar stönsuðu brúðhjón- in við endurvinnslustöð Sorpu og þar hvarf enn eitt kosningaloforðið ofan í ruslagám. „Hvað stóð á þessum miða?“ spurði brúðguminn. „Æi, það var einhver tugga um eftirlaun þingmanna,“ sagði Ína. „Það má endurvinna hana fyrir næstu kosningar og næsta brúðkaup,“ bætti hún við. Síðan hélt hersingin til Reykjavíkur þar sem veislunni var haldið áfram í hinu gamla fangelsi við Arnarhól.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.