Fréttablaðið - 09.05.2008, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 09.05.2008, Blaðsíða 27
[ ]Helgin verður votviðrasöm. Gúmmístígvél eru því eini skófatnaðurinn af viti í helgarbröltið um hvítasunnuna. Mótettukór Hallgrímskirkju flytur Vesper eftir Rachmaninov á annan í hvítasunnu. Vesper er gjarnan talið eitt helsta tónverk rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar og merkasta verk tónskálds- ins Sergeis Rachmaninov. Mótettukórinn flytur Vesper í Hallgrímskirkju á annan í hvítasunnu, 12. maí kl. 17. Einsöngvararnir þrír sem syngja með kórn- um eru ekki af verri endanum og sagði Hörður Áskelsson, stjórnandi kórsins, okkur lítillega frá þeim. „Við fáum einn söngvara alla leið frá Pétursborg en það er hann Vladimir Miller sem er basso profondo og mjög þekktur sem slíkur. Verkið er skrifað fyrir hefðbundinn fjögurra radda kór a cappella auk þess sem sérlega djúpar bassaraddir bætast við venjulega kórbassann og er það gríðarlega áhrifamikið,“ segir Hörður spenntur. „Ég frétti af Miller í gegnum Kammerkór eistnesku fílharmóníunnar sem söng í Salnum í Kópavogi. Þetta er mikil viðbót fyrir okkur og útvíkkun á verkinu,“ útskýrir Hörður. Tenórinn er meðlimur í Mótettukór Hallgrímskirkju og heitir Nebojsa Colic. „Hann kemur frá Serbíu en hefur búið á Íslandi í nokkur ár og auk þess að syngja með okkur í Mótettukórnum þá er hann kórstjóri hjá rétttrúnaðarkirkjunni á Íslandi. Þó svo að hann starfi ekki sem tónlistarmaður þá hefur hann þekkt þetta verk, sögu þess og merkingu frá blautu barnsbeini og þessa tegund af tónlist en serbneska réttrúnaðar- kirkjan er með tónlist í þessum stíl,“ útskýrir Hörður. Síðast en ekki síst er það altsöngkonan Auður Guðjohnsen sem Hörður kynntist fyrst í inntökuprófi hjá kammerkórnum Schola Cantorum sem Hörður stýrir einnig. „Hún hreif okkur mikið þar og nýtur sín vel í verkinu,“ segir Hörður einlægur. Í Vesper er kórröddum skipt mikið upp og þegar mest lætur syngur kórinn í ellefu röddum. Verkið er einkar hljómfagurt og að sögn Harðar nýtur það sín vel í miklum hljómi Hallgrímskirkju. Hægt að nálgast miða í Hallgrímskirkju og er almennt miðaverð 3.000 krónur. Verkið verður flutt aftur 15. júní á alþjóðlegri tónlistarhátíð á Akureyri. „Þá koma þrír rússneskir söngvarar frá Moskvu og syngja þessi þrjú hlutverk og er það ekki síður spennandi,“ segir Hörður, sem hlakkar mikið til tónleikanna. hrefna@frettabladid.is Náttsöngvar á hvítasunnu Hörður hefur lagt sig fram við að gera flutning Mótettukórsins á Vesper eftir Rachmaninov sem líkastan uppruna sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Thai-golfmót Hið árlega Thai-golfmót fer fram á Þverárvelli á Hellishólum á morgun. Allir Taílandsfarar, áhugamenn um Taíland og aðrir góðir gestir eru velkomnir á mótið. Ræst verður út frá öllum teigum klukkan 11. Verð kr. 3.500 og er glæsileg- ur taí-kvöldverður að hætti meistara- kokka Hellis- hóla innifalinn í mótsgjaldi. Skrán- ing er hafin á www.golf.is eða í síma 487- 8360. Glæsileg verðlaun verða veitt fyrir karla og konur. Skráning á Thai- golfmót fer fram í gegnum www. golf.is. Hátíð í bæ Menningar- og afmælishátíðin Vor í Árborg 2008 er nú í fullum gangi, en hátíðin hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár. Meðal viðburða um helgina má nefna glímu, leiðsögn um Stokks- eyri og tónleika Lúðrasveitar Selfoss á laugardaginn og göngu á Ingólfsfjall og rokktónleika á sunnudaginn. Er þá fátt upptalið. Allar nánari upplýsingar um dag- skrána er að finna á vefsíðunni www. arborg.is Alls kyns spennandi uppákomur verða á Menn- ingar- og afmælis- hátíðinni Vor í Árborg 2008. Blaðberinn bíður þín Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. óðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.