Fréttablaðið - 09.05.2008, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 09.05.2008, Blaðsíða 30
2 • FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2008 fréttir Útgáfufélag 365 prentmiðlar Ritstjóri Marta María Jónasdóttir martamaria@365.is Blaðamenn Bergþóra Magnúsdóttir bergthora@365.is Alma Guðmundsdóttir Útlitshönnun Arnór Bogason og Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Guðný Gunnlaugsdóttir gunnyg@365.is sími 512 5462 Föstudagur Skaftahlíð 24 105 Reykjavík, sími 512 5000 FÖSTUDAGUR Í gærkvöldi lauk sjónvarpsþættinum Hæðinni sem sýnd hefur verið á Stöð 2 undanfarnar vikur. Nú hefur Stöð 2 ákveðið að fram- leiða aðra seríu af Hæðinni vegna mikilla vinsælda fyrstu serí- unnar. „Þegar við fórum af stað með Hæðina vorum við ekki með neitt framleiðsluhandrit. Nú er það hins vegar tilbúið og við erum með það í höndunum og því er ekkert annað í stöðunni en að gera aðra þáttaröð,“ segir Gulli Helga, stjórnandi þáttarins. Í Hæðinni var hann í fjögurra manna starfi því hann sá einnig um að verkstýra iðn- aðarmönnunum, var í samskiptum við pörin, stillti iðnaðarmennina og tökulið saman og svo þurfti að mynda öll herlegheitin og búa til heildstæðan sjónvarpsþátt. Þegar hann er spurður að því hvað hafi verið erfiðast nefnir hann það að klára. „Það var verið að innrétta á mettíma og mynda það allt jafnóðum. Það tók stundum á.“ Þegar hann er spurður að því hvað hann ætli að gera öðruvísi í næstu seríu segir hann að það snúi eingöngu að framleiðsluferlinu. „Við erum mjög ánægð með Hæðina enda voru allir þeir sem unnu að þættinum hoknir af reynslu. En eftir fyrstu seríuna sjáum við hvernig mætti hagræða hlutunum betur.“ Fyrsta verkefnið fyrir nýju seríuna er að finna húsnæði. „Ég er bara að skoða það núna. Það eru svo marg- ir möguleikar í boði og þegar við verðum búin að finna húsnæði þá förum við í það að leita að pörum,“ segir Gulli Helga, til í slaginn, já- kvæður með bros á vör. martamaria@365.is GULLI HELGA ER BYRJAÐUR AÐ UNDIRBÚA AÐRA SERÍU AF HÆÐINNI Leitin er hafin að hentugu húsnæði Gulli Helga sjónvarpsmaður bíður spenntur eftir að gera aðra seríu af Hæðinni. „Í dag ætla ég að fagna afmæli Evrópusambandsins á Hótel Sögu og í kvöld fer ég í matar- boð. Annars hafði ég hugsað mér að hafa það huggulegt í bænum og fara í göngu upp á Reykjafell með hundana mína og sinna blessuðum börnun- um mínum. Svo er náttúrlega aldrei að vita nema að manni verði boðið út. Við vinkon- urnar úr Mér finnst … ætlum líka að hittast um helgina og eyða góðri stund saman,“ segir Kolfinna Baldvinsdóttir sjónvarpskona en hún og Ásdís Olsen hafa grafið stríðsöxina eftir að samstarf- ið sprakk í síðustu viku. HVAÐ ÆTLAR ÞÚ AÐ GERA UM HELGINA? Kolfinna Baldvinsdóttir þáttastjórnandi á ÍNN Sjónvarpskonan Friðrika Hjördís Geirsdóttir og unnusti hennar, Stefán Hilmarsson, aðstoðarfor- stjóri Baugs, eignuðust son á frídegi verkalýðs- ins, 1. maí. Fæðingin gekk vonum framar og tók örstutta stund. Það mun- aði litlu að drengur- inn myndi fæðast á leið- inni því honum lá svo mikið á að koma í heiminn. Ekki er búið að gefa drengnum nafn en hann var 15 merkur þegar hann fæddist. Þegar Föstu- dagur heyrði í Friðriku var hún alsæl og sagði að dreng- urinn væri algerlega til fyrir- myndar og svæfi vel. Fram undan eru annasamir tímar hjá fjölskyldunni en fyrir eiga þau Frið- rika og Stefán soninn Gunnar Helga sem er 18 mánaða auk þess sem Stefán á tvö börn frá fyrra hjónabandi. Drengurinn kom í heiminn á mettíma Friðrika Hjördís Geirsdóttir sjónvarps- kona og Stefán Hilmarsson, aðstoðar- forstjóri Baugs, eignuðust son 1. maí. D ansverkið Systur eftir þær Ástrós Gunnarsdóttur og Láru Stefánsdóttur var frumsýnt 1. maí í Iðnó við mikinn fögnuð. Ekki spillti innkoma sjónvarpsmanns- ins góðþekka, Þorfinns Ómarssonar, fyrir en í fyrstu tveimur sýningunum gerði hann sér lítið fyrir og steig á sviðið öllum að óvörum á Adamsklæð- unum einum. „Ég var með í undirbún- ingsvinnunni fyrir verkið og þær not- uðu mig upphaflega sem staðgengil fyrir þetta hlutverk,“ segir Þorfinnur en þeim Ástrós, Láru og Þórhildi Þor- leifsdóttur, sem var faglegur ráðgjafi sýningarinnar, fannst hann henta afar vel í sjálft hlutverkið. „Ég myndi ekki gera þetta fyrir hvaða tilefni sem er eða fyrir hvern sem er en verkið sem slíkt er mér afar kært og hugleikið og ég ákvað því að slá til,“ segir Þor- finnur, sem berar sig fyrir hug- sjónina eina en ekki frægðina. Fyrir hverja sýningu er feng- inn þjóðþekktur karlmaður til að fara með hlutverk Þorfinns, hins nakta karlmanns í sýning- unni, og verður spennandi að sjá hvaða karlmenn þora að bera sig. „Það er mikill boðskapur í verkinu sem á fullt erindi við áhorf- endur. Hugmyndin á bak við verkið er afar virðingarverð og heillandi en þar er kynjahlutverkunum snúið við.“ Margir ráku upp stór augu þegar Þorfinnur birtist á sviðinu í allri sinni dýrð enda hafði hann verið þög- ull sem gröfin. „Mamma vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þar sem hún sat úti í sal á frumsýningunni og var yfir sig hrifin. Vissulega kom þetta öllum í opna skjöldu en við ákváðum að halda þessu leyndu þar sem þetta átti ekki að vera aðalatriðið í sýning- unni,“ segir Þorfinnur og bætir því við að þetta hafi ekki verið það auð- veldasta sem hann hafi tekið sér fyrir hendur. „Það að koma nakinn fram á sviði var mikil áskorun fyrir mig. Auk þess þurfti ég að halda ákveðinni stöðu á sviðinu og vera grafkyrr, sem reyndi mjög á,“ segir Þor finnur, sem hefur ekki fengið frekari tilboð um nektarmyndatök- ur í kjölfar sýningarinnar, að minnsta kosti ekki enn sem komið er. „Ég hef ekki enn þá fengið borgað fyrir minn hlut og því ljóst að maður er allavega ekki að gera þetta fyrir pen- inginn,“ segir Þor- finnur að lokum bergthora@365.is. Þorfinnur Ómarsson kom mömmu sinni á óvart Kemur nakinn fram Þorfinnur Ómarsson kom nakinn fram í danssýningunni Systur þar sem eiginkona hans fer með annað aðalhlutverkið. Veggspjaldið fyrir Syst- ur sýnir íturvaxinn karl- mannslíkama í for- grunni en ekki er gefið upp hver á þennan stælta líkama. EKKI LENGUR SVARTIR OG HVÍTIR Baráttusöngur KR-inga, „Við erum svartir, við erum hvítir“, verður tæp- ast kyrjaður á áhorfendapöllum KR-vallarins í sumar en liðið tók á dögunum í notkun nýjan varabún- ing sem verður einungis notaður í Landsbankadeildinni. Heitustu KR- ingarnar eru ekki sáttir við búning- inn. Hann minnir óneitanlega á bún- inga hollenska lands- liðsins auk þess sem hann er í sjálfum Fylkis- litnum, appelsínu- gulum, en þessi tvö knattspyrnu- félög hafi verið erkióvinir í ára- raðir. Harla ólíklegt verður því að telj- ast að KR-ingar mun láta sjá sig á vellinum í sumar þaktir appelsínugulri andlitsmáln- ingu. LÝSI VIAGRA-ÆÐI SUMARSINS? Heyrst hefur að eftir að spjallþátta- drottingin Rachel Ray upplýsti í þætti sínum á Skjá einum að lýsi væri ekki bara allra meina bót held- ur líka kynörvandi hafi lýsisbirgðir höfuðborgarsvæðisins verulega látið á sjá. Enda vilja allir halda líf- inu í tuskunum. Ef þessi kenning Rachel Ray reynist rétt munu eflaust erilsamar nætur lögreglunnar um helgar heyra sögunni til, því um leið og kynörvandi lýsisinntaka fer að segja til sín þá vilja jú allir fara heim og njóta ásta í stað þess að kýla mann og annan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.