Fréttablaðið - 09.05.2008, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 09.05.2008, Blaðsíða 38
 9. MAÍ 2008 FÖSTUDAGUR2 ● fréttablaðið ● heilsa og lífsstíll Íslenska kvennalandsliðið í íshokkí kom, sá og sigraði á heimsmeistaramóti 4. deildar í Rúmen- íu í mars, eftir að hafa gengið illa í undanförnum keppnum. „Landsliðið er ekki nema þriggja ára gamalt og þegar við kepptum fyrst á heimsmeistaramóti urðum við í neðsta sæti og í því næstneðsta árið á eftir. Það var því sætur sigur og draumi líkast að vinna gullið í ár. Við mættum til Rúmeníu sem lús- erar gærdagsins en enduðum sem drottningar í sjónvarpsviðtölum og veisluhöldum eftir heims- meistaragullið og vöktum mikla athygli,“ segir Guðrún Kristín Blöndal, aldursforseti liðskvenna kvennalandsliðsins í íshokkí, en með sigrinum skaust liðið rakleiðis upp í 3. deild. „Með tilkomu skautahalla í Reykjavík og á Akureyri fór af stað kvennadeild í íshokkí árið 2000. Fyrst í stað spiluðu menntaskólastelpur upp á grín og skemmtun, en í dag skipa liðin alvöru íþróttamenn sem þjálfa allt að fimm sinnum í viku og hlaupa og lyfta þess á milli,“ segir Guðrún sem þakkar kanadíska þjálfaranum Söruh Smiley og ein- huga metnaði íshokkíkvenna heimsmeistaragullið í ár. „Erlendis æfa þúsundir kvenna íshokkí og úr hundruðum að velja í landslið þjóða. Það sem vakti mesta athygli á frækilegu afreki okkar úti var mannfæðin, en hér æfa að hámarki 45 konur íshokkí og þá taldar með stelpur í öllum aldursflokkum, frá fjögurra ára og upp úr. Við höfum því val úr aðeins þrjátíu kvenna hópi á landsvísu í okkar landslið og vorum því sannkallað kraftaverkalið á heimsmeist- aramótinu,“ segir Guðrún sem byrjaði að æfa ís- hokkí með Skautafélagi Akureyrar á 26. aldursári. „Íshokkí er íþrótt sem fylgir manni lengi, allt frá barnæsku til fullorðinsára. Meðalaldur er hærri en gengur og gerist í mörgum öðrum íþróttum og margar í margföldu heimsmeistaraliði Kanada nú sem eru eldri en 35 ára. Ég á því mikið eftir þótt ég sé gamla kempan í liðinu,“ segir Guðrún og hlær dátt, en vinsældir íshokkís fara hratt vaxandi meðal íslenskra stúlkna. „Við vorum nýlega með opna daga á Akureyri og fullan ís af kappsömum stelpum, en þær yngstu sem æfa eru fjögurra ára. Upp er að koma ný kyn- slóð íshokkístúlkna á Akureyri á aldrinum tíu til sextán ára, sem er kjöraldur og þeim fer töluvert hraðar fram en okkur gömlu. Sportið er opið stelp- um á öllum aldri og næsta haust verðum við aftur með opna daga á Akureyri og í Reykjavík þar sem stelpur fá að prófa gallana líka. Það er nefnilega alls ekki það sama að fara á skauta og í íshokkí, og gaman að segja frá því að þegar stelpur eru tvístíg- andi að velja á milli fótbolta og íshokkís en prófa bæði, velja þær allar íshokkí enda skemmtilegur leikur fyrir alvöru keppnisfólk. Leikurinn krefst mikilla átaka og ekki þurr þráður í undirgallanum eftir leiki, og maður fær mikla útrás fyrir streitu, enda rífst ég ekki lengur við eiginmanninn þegar ég kem heim,“ segir Guðrún og skellihlær. „Íshokkí er hörkuíþrótt sem krefst samblands snerpu, styrks og tækni, en í raun þarf maður líka að vera náttúrubarn í þessu til að ná góðum árangri.“ - þlg Drottningar á ísnum Guðrún Kristín Blöndal með fjögurra ára dóttur sinni, Sögu Margréti Sigurðardóttur Blöndal, en þær eru elsti og yngsti iðkendur í kvennahokkíinu. MYND/RÓSA GUÐJÓNSDÓTTIR Kvennalandslið Íslands í íshokkí á svellinu á heimsmeistaramótinu í Rúmeníu síðastliðna páska. MYND/KATRÍN ELÍASDÓTTIR Að ganga um fjöll og firnindi er lífsstíll hjá mörgum. Einn þeirra er Hjörleifur Guttormsson, náttúru- fræðingur og fyrrverandi alþing- ismaður, sem er göngugarpur og fróðleiksbrunnur um landið okkar. Hann hefur skrifað sex árbækur fyrir Ferðafélag Íslands og fjalla þær allar um eystri hluta landsins. Ein ný kom út fyrir síðustu helgi. Hún fjallar um Úthérað, Borgar- fjörð eystri, Víkur og Loðmund- arfjörð. Þar leiðir hann lesandann um landið og fléttar saman sögu og lýsingu á náttúrufari og mannlífi á svæðinu. Einnig hefur Hjörleif- ur tekið flestar ljósmyndanna sem prýða bókina en þar er líka mik- ill fjöldi skýringarmynda um jarð- fræði, lífríki og fornminjar á svæð- inu auk ýmissa uppdrátta og korta. Í útgáfuteiti sem haldið var síðasta þriðjudag fór Hjörleifur yfir svæðin í bókinni, sagði frá nokkr- um örnefnum og til- urð þeirra eða af- bökun. Heimild: www. fi.is. - gun Um Úthérað, Víkur og Loðmundarfjörð Árbók Ferðafélags Íslands í ár er eftir Hjörleif Guttormsson. MYND/FI.IS FULLT VERÐ 42.900 34.900 Frábært grill · Mikil orka 16,5 kw/h · Ryðfrítt lok og takkaborð · Grillgrindur úr pottjárni · 3 brennarar úr pottjárni · Hillur úr litaðri furu · Neistakveikja í rofa · Skúffa fyrir fitu · Hitamælir · Grillflötur: 64 x 49cm · Stærð:120 x 99,5 x 60cm · Þrýstijafnari og slanga Hlíðasmára 13, 201 Kóp - Sími 554 0400 er frá Þýskalandi 16,5 kw/h fyrir íslenskar aðstæður Bowel Biotics+ Einstök formúla fyrir heilbrigði maga og ristils - ráðlagt af meltingarlæknum og heilsusérfræðingum Physillium Husk Prebiotica Inulin FOS Probiotics 5 tegundir mjólkursýrugerla Vinsælasta magaheilsuefnið í Bretlandi og víðar Ummæli íslenskra neytenda: „Það besta og fljótvirkasta sem við höfum prófað” Bowel Biotics+ Kids Sérstaklega samsett svo hæfi meltingu barna Fæst í apótekum og heilsubúðum Celsus Skokkhópurinn í Laugum í Laugardal er ætlaður byrjend- um upp í maraþonhlaupara og geta því allir verið með. Hópurinn er gerður út frá World Class og oftast er hlaupið þaðan, þótt stundum sé breytt út af venjunni. Æfingar eru fjórum sinnum í viku og leið- ir leiðbeinandinn, Pétur Ingi Frantzson, þátttakendur í gegn- um æfingaráætlun hverju sinni. Þeir sem eru lengra komnir fá leiðbeiningar og leggja síðan sjálfir af stað. Pétur fylgir hins vegar byrjendum og býr til áætlun með þeim. Hann metur hvern fyrir sig og útbýr síðan áætlun sem hentar hverjum og einum. Því er öllum hjálpað að komast í gang. Hátt í hundrað manns eru í hópnum þó að þátttakendur á æfingum séu á bilinu 25 til 45. Leiðirnar eru mismunandi og nú hefjast senn hlaupaferðir í Heiðmörk á þriðjudögum. Í hópinn komast allir sem eiga kort í World Class en einn- ig er hægt að hafa samband við leiðbeinandann Pétur í síma 844 6617 til að óska eftir inngöngu. Annars má sjá nánari dagskrá á laugaskokk.is. - hs Laugaskokk fyrir alla Félagar í Laugaskokki hlaupa Þing- vallahlaup 2008. MYND/HELGA ÁRNADÓTTIR,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.