Fréttablaðið - 09.05.2008, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 09.05.2008, Blaðsíða 40
 9. MAÍ 2008 FÖSTUDAGUR4 ● fréttablaðið ● heilsa og lífsstíll „Hvort sem það eru sjóböð eða afreks sjósund þá eru þeir sem þau stunda sammála um að þau geri þeim afar gott andlega sem og líkamlega. Fólk sem stundar sjósund segist vera laust við al- mennar pestir og að ofnæmiskerfið styrkist. Síðast en ekki síst er einstakt að upplifa og takast á við náttúruöflin,“ segir Heimir Örn Sveinsson, sem ásamt Benedikt Hjartarsyni, stendur fyrir vefsíðunni sjo- sund.blogspot.com. „Besta aðstaðan til að byrja er niðri í Nauthólsvík. Þar er góður hópur sem hefur mætt tvisvar í viku í vetur. Í sumar verður mætt þrisvar til fjórum sinnum í viku á sama stað.“ Að sögn Heimis er mikilvægt að byrja rólega og fara aldrei einn í sjóinn. „Þegar farið er fyrst í sjóinn þarf að passa upp á rétta öndun til þess að mæta kuldasjokkinu. Þrek og kuldaþol eykst síðan smám saman.“ Áhugasömum er bent á sjosund.blogspot.com til að fá frekari upplýsingar. Þar eru einnig myndir og tengiliðir. Þá er hægt að senda tölvupóst á Heimi og Benedikt á heimirorn@gmail.com og bennih@simnet.is. - hs Gott fyrir líkama og sál Svamlað milli ísjaka. Það er áskorun í því fólgin að takast á við náttúruöflin. Sjósund styrkir því líkama og sál. MYND/SJOSUND.BLOGSPOT.COM FR ÉT TA BL A Ð IÐ /G VA Náttúrulegar aðferðir til að bæta heilsuna heilla marga. Boðið er upp á nám í slíkum fræðum hjá Heilsumeistaraskólanum. Lilja Oddsdóttir lithimnufræðingur er þar í for- svari. „Lithimnugreining, grasalækningar og almennar náttúrulækningar eru þrjár megingreinar Heils- umeistaraskólans og þær eru kenndar í fjarnámi. Auk þess er kennt svæðanudd, meðferð kjarnaol- íu og íslenskra náttúrudropa og lifandi fæði svo nokkuð sé nefnt. Kennsluloturnar eru í maí og september og þess á milli eru nokkur helgarnám- skeið en við hittum nemendur mánaðarlega til að fylgja verkefnum eftir.“ Þannig lýsir Lilja fyrir- komulagi náms í Heilsumeistaraskólanum sem hún segir taka þrjú ár. Eftir þann tíma fær fólk alþjóðlega viðurkennda gráðu og erlent starfs- heiti er naturopath eða heilpraktiker. Spurð um atvinnumöguleika fólks eftir að námi lýkur svarar hún: „Þar eru margir mögu- leikar og hægt að fara inn á ýmis svið þar sem áherslan er á að hjálpa fólki með heilsuna á nátt- úrulegan hátt. Mikill áhugi er fyrir svona starf- semi í þjóðfélaginu og fólk verður almennt glatt þegar það kemst að því að kennsla á þessu sviði er í boði hér á landi því hingað til hefur fólk þurft að leita út fyrir landsteinana.“ Heilsumeistaraskólinn hóf starfsemi í fyrra- sumar og Lilja segir nítján manns hafa verið þar við nám í vetur. „Alveg frábær hópur og góður andi ríkjandi,“ svo notuð séu hennar orð. Aldur nemendanna segir hún frá 25 og upp úr. Skyldu þeir vera af báðum kynjum? „Sem betur fer get ég svarað því játandi því það var einn karlmaður með,“ svarar hún brosandi. Hún kveðst vera að innrita fyrir næsta skólaár en umsóknarfrestur renni út 15. júní. Skólinn byggist á gömlum grunni því hann er dótturskóli Schoool of Natural Medicine sem var stofnaður í Bretlandi fyrir um 30 árum og hefur verið starfræktur í Bandaríkjunum síðustu tut- tugu ár. Hér á landi var hann bara í formi nám- skeiða og fjarnáms þar til í fyrra. „Árið 1997 byrjaði ég í fjarnámi í lithimnugreiningum og náttúrulækningum hjá þessum skóla,“ lýsir Lilja sem hefur starfað sem lithimnusérfræð- ingur síðan og haft nóg að gera. „Lithimnugrein- ing segir okkur hvað er á bak við einkennin því augun eru spegill líkamans. Þar eru mörg mynst- ur sem segja til um hvaða líffærakeðja er við- kvæmust og hvaða líffæri eru undir álagi. Þetta er greiningarleiðin. Svo erum við með þrjú lykil- hugtök sem við byggjum námið á. Þau eru hreins- un, endurnýjun og umbreyting. Þetta þurfa nem- arnir að tileinka sér og vinna þar með eigin heilsu.“ - gun Hreinsun, endurnýjun og umbreyting „Fólk verður almennt glatt þegar það kemst að því að kennsla á sviði náttúrulegra heilsulausna er í boði hér á landi því hingað til hefur það þurft að leita út fyrir landsteinana,“ segir lithimnufræðingur- inn Lilja Oddsdóttir um Heilsumeistaraskólann. Grennandi meðferð Rétt verð 55.700 kr. Sumartilboð 29.200 kr. CELLÓNUDD: Kemur blóðrásinni af stað, hjálpar til við frekara niðurbrot og losar líkamann við eiturefni. HÚÐBURSTUN: Opnar húðina og gerir leirnum kleift að fara vel inn í hana. HLJÓÐBYLGJUR: Brjóta niður fitu. VAFNINGAR: Leir er borinn á húðina sem gerir hana stinna, silkimjúka og er jafnframt mjög vatnslosandi. Síðan er notaður Universal líkamsvafningur en með honum missir þú að minnsta kosti 16 cm í hvert skipti. FLABÉLOS: Að lokum er gott að fara í nokkrar mínútur í Flabélos tækið. hringið núna í síma 577 7007
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.