Fréttablaðið - 09.05.2008, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 09.05.2008, Blaðsíða 60
28 9. maí 2008 FÖSTUDAGUR Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. BILLY JOEL TÓNLISTARMAÐUR ER 59 ÁRA. „Fullvissan um að það sé til annað fólk sem líður eins og okkur, lifir og elskar eins og við er nauðsynleg.“ Billy Joel gaf út sinn fyrsta smell árið 1973, Piano Man. Hann hefur sex sinnum unnið til Grammy-verðlauna og selt um 150 milljónir platna á sínum ferli. Í ár er áratugur síðan göngudeild barna með svefnvanda- mál var stofnuð á Landspítalanum. Börn hafa verið lögð inn vegna svefnvandamála í tugi ára en upphaf göngudeildar- innar varð þannig að Örnu Skúladóttur, sérfræðing í hjúkr- un og svefnvanda barna, langaði að rannsaka áhrif þessara innlagna. Hún vildi skoða hvort innlagnirnar hefðu eitthvað að segja og fór að skipuleggja betur þjónustu við börnin. Niðurstaðan var að þjónustumeðferð hafði mikið að segja og fljótlega fóru foreldrar að hringja. „Fyrst fékk ég leyfi til að nota föstudagseftirmiðdaga til að svara fyrirspurnum. Síðan varð þetta að heilum degi sem varð að tveimur. Þegar starfsemin fékk síðan umfjöllun í fjölmiðlum varð alger sprenging og þá í raun varð göngudeildin til,“ segir Arna en fljótlega bættist Ingibjörg Leifsdóttir við ráðgjöfina. Arna segir innlagnirnar hafa haldið áfram en að þeim fari fækkandi og séu nú tíu til fimmtán á ári. „Langstærsti hópurinn, um fjögur til fimm hundruð börn ár ári, kemur í viðtöl og fær ráðgjöf á göngudeildinni,“ segir Arna. Fyrstu árin fór hluti þjónustunnar fram í gegnum síma en fyrir um fjórum árum var lokað fyrir símaráðgjöf innan spítalans. Arna fór þá af stað með Foreldraskólann og þar er boðið upp á símaráðgjöf sem mikið er notuð. „Við þjónustum nokkur hundruð manns á ári í skólanum,“ segir Arna en skólinn er opinn á mánudögum og þriðjudögum milli kl. 15-17. Skólinn er einnig með heimasíðu þar sem hægt er að fá ýmsar upp- lýsingar. Í boði er aðallega símaráðgjöf, en einnig námskeið og fyrirlestrar sem hópar geta pantað. Arna bendir á að sá hópur barna sem lagður er inn sé nokkuð einsleitur. „Börnin sem leggjast inn eru á aldrinum 6-18 mánaða og í innlögninni er aðallega verið að brjóta upp neikvætt svefnmynstur. Hópurinn sem kemur í ráðgjöf er mun breiðari, börnin eru allt frá því að vera enn í móður- kviði upp í að vera tólf ára og vandamál þeirra eru mjög mismunandi,“ útskýrir hún. Mikið af þeirri vinnu sem fer fram á göngudeildinni er rannsóknartengt. Fyrst voru gerð- ar rannsóknir á innlögðu börnunum, svo þeim börnum sem komu á göngudeildina og núna síðast á vökudeild og fæðing- ardeild til þess að sjá hvernig best er að styðja foreldra ný- fæddra barna. Arna segir að í dag séu foreldrar mun betur upplýstir en þegar göngudeildin var fyrst opnuð fyrir tíu árum og betur búin undir að prófa nýja hluti til að venja börn sín á heil- brigðar svefnvenjur. Þeim sem hafa áhuga á að kynna sér Foreldraskólann er bent á heimasíðu hans www.foreldra- skoli.is. klara@frettabladid.is GÖNGUDEILD BARNA MEÐ SVEFN- VANDAMÁL: TÍU ÁR FRÁ STOFNUN Betri svefnvenjur SOFÐU UNGA ÁSTIN MÍN Arna Skúladóttir, sérfræðingur í svefnvanda- málum barna, segir foreldra í dag vera betur upplýsta um svefnvanda. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Þennan dag árið 1980 var framið banka- rán í Norco í Kaliforníu sem endaði í einum mesta bílaelt- ingarleik í sögu ríkisins. Síðdegis ruddust fjórir vopnaðir bankaræningjar inn í Security Pacific Bank í Norco og kröfðust þess að fá tuttugu þús- und dali. Fimmti bankaræning- inn stóð fyrir utan og hélt vörð. Það sem ræningjarnir vissu ekki var að starfsmaður í öðrum banka hinum megin við götuna lét lögregluna vita. Fyrsti lög- regluþjóninn á svæðið hóf skot- hríð á ræn- ingjann sem stóð vörð fyrir utan bankann. Við það hlupu hinir fjórir ræn- ingjanir út og upp í bíl sem beið þeirra. Lögreglumaðurinn náði að skjóta bílstjóra þeirra í höfuðið og bíllinn lenti á tré. Þeir sem eftir lifðu hófu þáskot- hríð á lögregluna. Tvö hundruð skotum var hleypt af, fjörutíu og sjö skot fóru í lögreglubílinn og fimm þeirra fóru í lögreglumanninn sjálfan en hann lifði skotárás- ina af. ÞETTA GERÐIST: 9. MAÍ 1980 Eltingaleikur Kaliforníu timamot@frettabladid.is Ástkær sonur, bróðir, mágur og tengda- sonur, Gunnar Friðþjófsson lést á sjúkrahúsi í Jakarta, Indónesíu, 5. maí sl. Bálför hans verður á Balí laugardaginn 10. maí og minningar- athöfn í Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 20. maí kl. 11.00. Blóm eru afþökkuð en þeim sem vilja minnast Gunnars er bent á minningarsjóð Þórs Willemoes og Liverpoolklúbbsins á Íslandi, en sá sjóður er ferðasjóður fyrir krabbameinssjúk börn. Reikningsnúmer sjóðsins er 140-26-9140, kt. 131155-3369. Friðþjófur Sigurðsson Þóra Antonsdóttir Sigurður Á. Friðþjófsson Gyða Gunnarsdóttir Arnór Friðþjófsson Jenný Garðarsdóttir Sigrún Friðþjófsdóttir Snæbjörn Blöndal Gunnvör Friðþjófsdóttir Holger Rabuth Vessa Odland Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðrún Guðmundsdóttir Grænatúni 18, Kópavogi, fyrrverandi prestsfrú, Reynivöllum í Kjós, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð, Kópavogi, föstudaginn 2. maí. Útför hennar verður gerð frá Dómkirkjunni föstudaginn 9. maí kl. 13.00. Áslaug Kristjánsdóttir Jai Ramdin Bjarni Kristjánsson Karl Magnús Kristjánsson Helga Einarsdóttir Halldór Kristjánsson Guðrún Kristinsdóttir Kristrún Kristjánsdóttir Axel Snorrason Valdimar Kristjánsson Brenda Phelan Guðmundur Kristjánsson Jónína B. Olsen barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Friðgeir Jóhann Þorkelsson (frá Hellissandi), lést á heimili sínu hinn 6. maí sl. Jarðarförin verður auglýst síðar. Bjarnheiður Gísladóttir Auðbjörg Friðgeirsdóttir Úlfar Ragnarsson Þórarinn M. Friðgeirsson Ásdís H. Júlíusdóttir Arnar Þ. Friðgeirsson Bylgja M. Gunnarsdóttir afabörn og langafabarn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðbjörg Erlendsdóttir, Krókahrauni 12, Hafnarfirði, lést á Sólvangi Hafnarfirði mánudaginn 21. apríl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Innilegar þakkir til starfsfólks 4. hæðar Sólvangs. Þökkum auðsýnda samúð. Erla Vigdís Kristinsdóttir Þorgeir þorbjörnsson Guðfinna Björg Kristinsdóttir Kristinn Sævar Kristinsson barnabörn og barnabarnabörn. Útför móður minnar, Guðrúnar Magnúsdóttur sem lést 3. maí fer fram í Fossvogskirkju í dag kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Málfríður Lorange. Við þökkum hjartanlega öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, sonar, afa og bróður, Úlriks Ólasonar organista, Hrauntungu 56, Kópavogi, sem lést 9. apríl sl. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki krabbameinslækninga- og göngudeild- ar Landspítalans við Hringbraut fyrir kærleiksríka umönnun og viðmót. Margrét Árný Halldórsdóttir Andri Úlriksson Ásdís Kjartansdóttir Halldór Óli Úlriksson Hildigunnur Helgadóttir Örn Úlriksson Óli E. Björnsson Inga Dóra Þorkelsdóttir barnabörn og systkini. Hugheilar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Bjarna Hlíðkvists Jóhannssonar Blásölum 24, Kópavogi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Dvalarheimilis aldraðra í Borgarnesi fyrir frábæra umönnun síðustu ár. Guðný Þorgeirsdóttir Íris Hlíðkvist Bjarnadóttir Kristmar Jóhann Ólafsson Jóhann Hlíðkvist Bjarnason Sigríður Vilhjálmsdóttir Björgvin Hlíðkvist Bjarnason Guðbjörg Elín Þrastardóttir Skúli Eyjólfur Hlíðkvist Bjarnason Guðný Hlíðkvist Bjarnadóttir Sveinbjörn Ágúst Sigurðsson Guðrún Hlíðkvist Bjarnadóttir Þorgeir M. Reynisson Hjördís Hlíðkvist Bjarnadóttir Ingi Þór Guðmundsson afa og langafabörn. Elskulegur eiginmaður minn, Þórir Daníelsson fyrrverandi framkvæmdastjóri Verkamannasambands Íslands, Asparfelli 8, Reykjavík, andaðist miðvikudaginn 7. maí á Landspítala - háskóla- sjúkrahúsi í Fossvogi. Fyrir hönd ættingja og vina, María Jóhannesdóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir, afi og langafi, Jakob Cecil Júlíusson Löngufit 12, Garðabæ, lést á heimili sínu þriðjudaginn 6. maí. Útförin fer fram frá Garðakirkju fimmtudaginn 15. maí kl. 15.00. Guðný Sigurjónsdóttir Sigmundur H. Jakobsson Þórhildur Karlsdóttir Jóhanna Jakobsdóttir E. Jóhannes Einarsson Dagbjört I. Jakobsdóttir Pálmi Stefánsson Áslaug Jakobsdóttir Hafsteinn Þorgeirsson Barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.