Fréttablaðið - 09.05.2008, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 09.05.2008, Blaðsíða 68
36 9. maí 2008 FÖSTUDAGUR tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Steinþór Helgi Arnsteinsson Hallarbylting stelpnanna í bresku popp/rokki hefur verið rædd sundur og saman undanfarið. Lily Allen, Amy Winehouse, Kate Nash, Adele, Duffy og allar þessar stelpur hafa allt að því einokað markaðinn og skilið strákana eftir úti í horni með fýlusvip. Það sem er hins vegar líka að gerast er að tónlistarmennirnir hallast meira að sjöunda áratug síðustu aldar. Afturhvarfstilhneigingar Amy Winehouse ættu að vera öllum ljósar og svo hefur Duffy fengið stimpil á sig sem hin nýja Dusty Springfield. Á bak við hljóm þessara tveggja söngkvenna eru tveir ágætir drengir. Með Amy í för er tónlistargúrúinn Mark Ronson sem á reyndar rætur sínar að mestu að rekja til hip- hopsins en hann hefur svo sannar- lega fönkað hlutina upp og skvett yfir smá sálarsveiflu. Lögin á nýju plötu Duffy (sem ásamt Adele og Gabriellu Cilmi hafa reyndar fengið á sig stimpil sem „The New Amys“) eru hins vegar að mestu sprottin úr ranni Bernards Butler, fyrrverandi gítarleikara Suede. Útsetningar Butlers eru keimlíkar sixtís- hljóðheiminum og hann hefur greinilega kynnt sér vel menn á borð við Burt Bacharach og Phil Spector (þessu ótengdu er Butler að sjá um upptökustjórn á frumburði Florida- sveitarinnar Black Kids. Sú plata verður án efa ein af plötum ársins en Black Kids hefur verið lýst sem Arcade Fire að spila The Go! Team). Og nú hafa strákarnir sagt: „Hingað og ekki lengra, við viljum líka vera memm“. Fyrir stuttu kom nefnilega út plata sem fór beint á toppinn í Bretlandi og inniheldur nokkuð augljóst samstarf með þó óvæntri útkomu. Sveitin kallar sig The Last Shadow Puppets en hana skipa Alex Turner úr Arctic Monkeys og Miles Kane úr The Rascals. Eins og hinir seilast þeir beint í vasa hljóðlandslagsmeistara sixtísins og gefa góssinu nútímalegra horf. Með þeim eru líka tveir kumpánar sem kunna sitt fag. Fyrst ber að nefna James Ford úr elektró-sveitinni Simian Mobile Disco sem trommar með sveitinni og sá einnig um upptökustjórn. Owen Pallett, strengjaútsetjari Arcade Fire og Beirut og er einnig þekktur undir nafninu Final Fantasy, sér hins vegar um að útdeila aðalkryddblöndunni. Owen fékk Metropolitan sinfóníuhljómsveit Lundúna til umráða og er útkoman eins og áður segir hreinræktað afturhvarf til tíma gömlu poppmeistaranna. Hér ber einnig að nefna tvo íslenska listamenn sem hafa einnig verið í nostalgíuhugleiðingum af svipuðum toga. Barði Bang Gang sendir fljótlega frá sér nýja plötu og er fyrsta lagið sem maður fær að heyra af henni með mjög miklum sixtískeim. Síðan er væntanleg plata frá Sigurði Guðmundssyni sem hefur gert garðinn frægan með Hjálmum, Baggalúti og milljón öðrum hljómsveitum. Platan sú arna er svokölluð mónóplata en hún var tekin upp með eingöngu einum hljóðnema, líkt og gert var í árdaga poppsins. Áfram nostalgía! Meira afturhvarf > Í SPILARANUM Klive - Sweaty Psalms Elvis Costello & The Imposters - Momofuku Santogold - Santogold No Age – Nouns Lykke Li - Youth Novels ELVIS COSTELLOÚLFUR HANSSON Aðdáendur bresku hljómsveitarinnar The Fall hafa tvöfalda ástæðu til að gleðjast þessa dagana. Út er komin ný Fall-plata, Imperial Wax Solvent, og svo er sjálfsævi- saga söngvarans, Renegade – The Lives & Tales of Mark E. Smith, komin út. Trausti Júlíusson er í skýjunum. Nýlega komu út nýjar plötur með The Fall og Madonnu. Mark E. Smith, söngvari The Fall, er 51 árs síðan í mars, en Madonna verður fimmtug í ágúst. Það má segja að þau séu alveg hvor sínu megin á skalanum hvað útlit og líkamlegt atgervi varðar – Madonna lítur út fyrir að vera þrítug. Mark gæti verið sjötugur. The Fall hefur alltaf verið öðruvísi hljómsveit. Hefur aldrei passað almennilega inn í neina stefnu eða tilheyrt ákveðinni senu. Þegar hún var stofnuð í Manchester árið 1976 var pönkið í algleymingi, en The Fall var aldrei pönkhljómsveit. The Fall hefur haft töluverð áhrif á yngri sveitir, en í dag er hún samt ennþá ólík öllu öðru sem er í gangi. Imperial Wax Solvent er 27. plata The Fall. Hún er gerð með nýjum mannskap. Snilldarplata. Ný áhöfn, nýtt meistaraverk Eitt af sérkennum The Fall er tíðar mannabreytingar. Meðlimafjöldinn frá upphafi er að nálgast hundraðið. Í dag eru í hljómsveitinni, auk Marks sjálfs, eiginkon- an og hljómborðsleikarinn Elena Smith, ryþmadúóið Dave Spurr bassaleikari og Keiron Melling trommari úr hljómsveitinni MotherJohn og gítarleikarinn Pete Greenway úr hljómsveitinni Das Fringe. Hörku sveit eins og heyrist á Imperial Wax Solvent sem er tólf laga plata. Þar bregður fyrir ýmsum ólíkum stílum, til dæmis pönki, sýrurokki og raftónlist. Fersk og flott plata. Lagið sem vekur mesta athygli við fyrstu kynni er 50 Year Old Man, ellefu mínútna kaflaskipt lag brotið upp með millispilum. „I’m A Fifty Year Old Man and I Like It/I’m A Fifty Year Old Man, What Are You Gonna Do About It?“... „Mögulega fyndnasta rokkbók allra tíma“ Sjálfsævisagan Renegade – The Lives & Tales of Mark E. Smith kom út 24. apríl og hefur fengið dúndur viðtökur. Tilvísunin hér að ofan er tekin úr dómi Seans O’Hagan úr Observer. Ég er ekki kominn með bókina í hendur, en ef afgangurinn er í líkingu við kaflana sem breska dagblaðið Guardian birti nýlega þá ætti þetta að vera frábær lesning. Bókin er ekki hefðbundin ævisaga. Hún er skrifuð í lausu flæði og er full af hugleiðingum Marks um samfélag- ið, tónlistina og aðra tónlistarmenn. Mark hefur óvenjulegar skoðanir og lætur allt flakka. Reyndar er önnur forvitnileg Fall-bók væntanleg með haustinu. Hún heitir The Fallen – Searching for the Missing Members of The Fall og er skrifuð af Dave Simpson. Verður eflaust löng... Eftirminnilegir tónleikar The Fall hefur komið þrisvar til Íslands. Ein af eftirminnilegustu tónleikaupplifunum mínum síðustu ár er Fall-tónleikarnir 2004. Það var hreint óborgan- legt að fylgjast með karlinum. Vel þéttur gamall karl að hækka og lækka í gítarmögnurum hljómsveitar- meðlima, þeim til greinilegs ama. Ekki beint það sem maður er vanur að sjá á tónleikum. Kominn tími á næstu heimsókn... Ennþá ólíkur öllum öðrum THE FALL Mark E. Smith með Fall-meðlimum númer 97, 98, 99 og 100... „Þetta er stærsta tækifærið sem við höfum fengið til þessa. Við erum alveg í skýj- unum yfir þessu,“ segir Ragn- ar Sólberg, söngvari Sign, sem hefur verið boðið að spila á bresku tónlistarhátíðinni Download. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskri hljómsveit er boðið að koma fram á þess- ari virtu rokkhátíð, sem áður kallaðist Donington. Sign opnar hátíðina á aðal- sviðinu hinn 14. júní og goð- sagnirnar í Kiss ljúka degin- um á sama sviði. „Mig hefði ekki einu sinni getað dreymt að spila með þeim þegar ég var yngri,“ segir Ragnar. Hann á þó ekki von á því að hitta goðin sín og spjalla við þau. „Ég hugsa að þeir passi á því að vera ekki að hitta of marga.“ Á meðal fleiri hljómsveita sem spila á Download eru Motörhead, Judas Priest, The Offspring, Ash og Incubus. Hátíðin fer fram helgina 14. til 16. júní á Donington Park- kappakstursbrautinni og eru áttatíu þúsund miðar til sölu. Sign er jafnframt að leggja af stað í þriggja vikna tón- leikaferð um Bretland sem hefst á þriðjudag til að kynna plötu sína The Hope sem er að koma út þar í landi. Ragn- ar segir að áhuginn í Bret- landi fyrir Sign sé sífellt að aukast. „Við erum bæði með rosalega sterkan aðdáenda- hóp þarna og síðan er umboðs- maðurinn okkar Gísli búinn að vera mjög duglegur.“ - fb Spila með Kiss á Download SIGN Rokksveitin Sign spilar á bresku tónlistarhátíðinni Download í sumar. Benni Hemm Hemm leggur nú lokahönd á þriðju breiðskífu sína. „Á henni eru lögin í stærri útsetn- ingum en hingað til, strengir og alls konar drasl. Ég gaf mér miklu meiri tíma en vanalega,“ segir Benni. Að vanda syngur hann sitt persónulega popp á íslensku með tveimur undantekningum. „Það eru tvö lög á ensku. Annað, „Whal- ing in the North Atlantic“, er stolið úr ýmsum áttum, einna helst frá laginu „Byrjaðu í dag að elska“ með Geirfuglunum. Svo er eitt kóverlag, „Early Morning Rain“ eftir Gordon Lightfoot. Einn textinn er virðingarvottur við Sjón og byggir á fyrsta kaflanum úr Skuggabaldri. Þetta er svona megin þemað á plötunni: Það er mikið stolið á henni.“ Platan, sem enn er ónefnd, kemur út föstudaginn 13. júní. Kimi Records á Akureyri gefur út. Platan er þriðja plata Benna í fullri lengd. Hann situr annars sveittur þessa dagana og skrifar nýjar útsetningar fyrir lögin sín fyrir Ungfóníuna. Sú Sinfóníu- hljómsveit ungs fólks spilar með Benna á að minnsta kosti fernum tónleikum í sumar. Þeir fyrstu verða í Iðnó 19. júní. Daníel Bjarnason stjórnar Ungfóníu. - glh Stolin plata föstudaginn þrettánda ÞRIÐJA PLATAN 13. JÚNÍ Nóg að snúast hjá Benna Hemm Hemm. > Plata vikunnar Ice - Interrail ★★ „Þrátt fyrir góða spretti eru lélegu lögin of mörg til að heildin sé viðunandi.“ TJ Aukin einbeitning · Meiri styrkur · Minna slen og þreyta · Meiri orka Fæst í apótekum. Þá gæti Power Shot verið lausnin fyrir þig. Hágæða vara unnin úr 6 ára gömlum ginseng rótum. Frábært verð. ERTU Í PRÓFUM? VANTAR ÞIG MEIRI ORKU? www.medico.is HREIN NÁTTÚRULEG ORKA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.