Fréttablaðið - 09.05.2008, Blaðsíða 73

Fréttablaðið - 09.05.2008, Blaðsíða 73
FÖSTUDAGUR 9. maí 2008 41 Samkvæmt heimildum Boston Herald hefur hinn 44 ára gamli Neil Bergman verið ákærður fyrir innbrot og sendur í þrjátíu daga geðrannsókn eftir að hann sýndi leikkonunni Kate Hudson óeðli- legan áhuga. Yfirvöldum fannst full ástæða til að gera leikkonunni viðvart eftir að Bergman talaði um hana og móður hennar, Goldie Hawn, á óviðeigandi hátt þegar hann var handtekinn vegna inn- brotsins. Kate Hudson er við tökur á nýjustu mynd sinni Bride Wars um þessar mundir og hefur öryggis gæsla á tökustað verið hert til muna í kjölfar atburðar- ins. Eltihrellir gómaður Samkvæmt heimildum breska blaðsins The Mail on Sunday er Victoria Beckham sögð ætla að höfða mál gegn tískufyrirtækinu Rock and Republic. Victoria gerði samning við fyrirtækið árið 2004 um framleiðslu á gallabuxum undir merki hennar dVb, en sagði skilið við það tveimur árum síðar eftir að ágreiningur kom upp á milli hennar og Michaels Ball, eig- anda fyrirtækisins. Hagnaðurinn af sölunni reyndist mun minni en áætlað var í upphafi og telur hún að Rock and Republic skuldi henni allt að 100 milljón dollara. Fína kryddið höfðar mál Leikarinn Robert De Niro ætlar að færa út kvíarnar og opna hótel- keðju með japönsku þema. Fyrsta hótelið verður opnað í Herzliya í Ísrael í sumar og það næsta í fjár- málahverfi New York eftir tvö til þrjú ár. De Niro á fyrir japönsku veit- ingahúsin Nobu sem hafa notið mikilla vinsælda víða um heimi og ætlar því að hamra járnið á meðan það er heitt með stofnun hótel- keðjunnar. Raphael, sonur De Niro, mun hafa umsjón með mark- aðsmálum hótelanna. „Það eru mjög spennandi tímar í vændum fyrir okkur,“ sagði hann. Færir út kvíarnar MÁLAFERLI Victoria Beckham mun hugsanlega höfða mál gegn tískufyrir- tækinu Rock and Republic. KATE HUDSON Leikkonan er nú við tökur á nýjustu mynd sinni, Bride Wars. ROBERT DE NIRO Leikarinn Robert De Niro ætlar að opna tvö hótel með japönsku þema á næstunni. ■ Hjartaknúsarinn Paolo Meneg- uzzi, sem flytur lag Sviss, er all- þekktur á Ítalíu. Þar verður hann í fótboltaliði poppara með mönnum eins og Eros Ramazzotti og Gianni Morandi, sem leikur góðgerðarleik gegn íþróttastjörnum, sjónvarps- fólki og leikurum. Í því liði er sjálfur Diego Maradona. Leikurinn fer fram í Róm 12. maí og Paolo þarf svo að flýta sér til Belgrad enda er fyrsta æfing fyrir Euro vision daginn eftir. ■ Moldóva tekur nú þátt í Euro vision í fjórða sinn. Þetta fátæka smáríki vakti mikla athygli með fyrsta fram- lagi sínu til keppninar 2005, rokk- bandinu Zdob si Zdub sem mætti með „ömmuna“ sem barði trommu. Það lag hafnaði í sjötta sæti það ár. Ekki hefur gengið verið sérstakt síðan, en nú treysta Moldóvar á djasssöngkonuna Getu Burlacu og rólegt lag hennar. ■ Vania Fernandes syngur portú- galska lagið í ár og Portúgalar eru ekkert að fikta í gömlu uppskrift- inni: Senda dramatíska ballöðu með þjóðlagaívafi. Uppskriftin hefur þó aldrei virkað og Portúgalar eiga slappasta feril allra þjóða í keppn- inni, hafa keppt 41 sinni og hæst náð 6. sæti árið 1996. Þeir hafa verið fastir í forkeppninni síðan það fyrir- komulag var tekið upp árið 2004. Portúgalar ríghalda í hefðina KEMUR HÚN PORTÚGÖLUM Í AÐALKEPPNINA? Vania Fernandes syngur „Senhora do Mar“. ÞRETTÁN DAGAR TIL STEFNU Fyrstir koma fyrstir fá! Opið mán.- föst: 12 - 18 Lau: 12 - 18 Sun: 13 - 17 Útsölumarkaður Next í fullum gangi í Skeifunni 17! Ótrúleg verð! Þú tekur 3 flíkur en borgar aðeins fyrir 2 - á 40% afslætti! 3 2 fyrir Ó d ý ra st a fl ík in fy lg ir m eð .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.